Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hekla hf. skilaði 63,5 milljóna hagnaði fyrstu fjóra mámiðina Tvöfaldaði hagn- aðinn á milli ára HAGNAÐUR Heklu hf. nam alls um 63,5 milljónum króna fyrstu fjóra mánuði ársins og er það rösk- lega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili á síðasta ári. Sala fyrirtækisins hefur aukist verulega milli ára á öllum sviðum, bæði á notuðum og nýjum fólksbílum, þungavinnuvélum, vörubílum, heimilistækjum o.fl. Námu rekstr- artekjur um 2.076 milljónum fyrstu fjóra mánuðina og jukust um 31%. „Við höfum verið að upplifa mjög góða tíma hér hjá Heklu,“ sagði Sigfús Sigfússon, forstjóri, í sam- tali við Morgunblaðið. „Þennan meðbyr höfum við nýtt til að byggja fyrirtækið upp þannig að það verði betur í stakk búið til að mæta því þegar hægja fer á efnahagsupp- sveiflunni. Langtímalán Heklu hafa t.d. stöðugt farið lækkandi. Ég þakka góðu starfsfólki fyrst og fremst þann árangur sem náðst hefur í fyrirtækinu, en við erum einnig með góða vöru á mjög sam- keppnishæfu verði.“ Fjórir stórsamningar Hekla hefur að undanförnu gert nokkra stóra samninga um sölu búnaðar vegna uppbyggingar í raf- orkukerfí landsmanna.. „Við náðum samningi við Reykjavíkurborg um Gengið frá kaup- um á Bílasölunni Braut sölu búnaðar fyrir Nesjavallavirkj- un í mjög harðri samkeppni við annað fyrirtæki. Mitsubishi hefur þegar hafið framleiðslu á tveimur 30 megavatta hverflum fyrir virkj- unina. Einnig seldum við þéttivirki frá General Electric til Landsvirkj- unar fyrir spennuvirkin á Geithálsi, Sandskeiði og Hafranesi. Þetta var sömuleiðis í mjög harðn samkeppni við önnur fyrirtæki. í þriðja lagi fengum við samning vegna endur- byggingar Kröfluvirkjunar. Fjórði stóri samningur okkar var við Strætisvagna Reykjavíkur um sölu á 14 strætisvögnum fram til næstu aldamóta." Sala þungavinnuvéla hefur sömuleiðis verið mjög lífleg. Nýlega afhenti Hekla stærstu jarðýtu landsins til Suðurverks hf. og um svipað leyti fékk ístak hf. stærstu beltagröfu sem sést hefur hér á landi. Varðandi sölu fólksbíla það sem af er árinu bendir Sigfús á að fyrir- tækið hafi nú meiri hlutdeild á markaðnum en önnur einstök bíla- umboð. Það hafi þó ekki verið sér- stakt markmið að vera í fyrsta sæti og fyrirtækið t.d. ekki sóst eftir sölu til bílaleigna með endur- kaupasamningum. Hekla hafði 21,4% hlutdeild á fólksbílamarkaðn- um fyrstu fimm mánuði ársins, Ing- var Helgason 18,2%, Toyota- umboðið 16,3% og Bifreiðar og landbúnaðarvélar 14,5%. Bókfært eigið fé Heklu var í lok apríl 537 milljónir króna, en það varð lægst um 288 milljónir í árslok 1994 eftir nokkur erfið ár í rekstrin- um. Hefur staðan því styrkst um 249 milljónir króna á tímabilinu. Kaupa Bílasöluna Braut Nýlega var gengið frá samning- um um kaup Heklu á Bílasölunni Braut. Verður bílasalan rekin sem sjálfstæð eining samhliða Bílaþingi Heklu. „Umfangið vegna notaðra bíla er stöðugt að aukast hjá fyrir- tækinu. Til að við getum þjónað okkar viðskiptavinum betur þá ákváðum við að kaupa bílasölu sem við höfum átt mjög gott samstarf við í gegnum árin. Nú getum við einnig sinnt viðskiptavinum okkar sem hafa viljað selja sína bíla hjá okkur í umboðssölu,“ sagði Sigfús Sigfússon. (Þessi auglýsing er til fróðleiks eingöngu. Öll hlutabréf í útboðinu eru seld.) Fjármögnun kaupa á Carnitech A/S HLUTAFJÁRÚTBOÐ ISK 550.000.000 Umsjónaraðili: Búnaðarbankinn - Verðbréf BRÚARLÁN Lánveitandi: Búnaðarbanki íslands LANGTÍMALÁN DKK 18.400.000 Lánveitandi: Norræni fjárfestingarbankinn í samvinnu við Búnaðarbanka íslands ^JNBÚNAÐARBANKI BÚN'AÐARBANKINN ftJlD VVÍSLANDS V VERÐBRÉF I^MD HEKLA Milliuppgjör janúar - apríl 1997 Rekstrarreikningur apríi 1997 1996 Breyt. Rekstrartekjur 2.076,4 1.582,0 +31,3% Rekstraraiöld Milljómr krona 1.944,7 1.510,0 +28,8% Hagnaöur án fjármagnsliða 131,7 72,0 +82,9% Fjármagnsgjöld (23,4) (26,9) Óreglulegar tekjur og (gjöld) Rekstrarafkoma fvrir skatta (10,7) 97,6 (5,7) 39,5 +147,1% Hagnaður tímabilsins 63,5 29,4 i-116,0% Efnahagsreikningur 30.apr.'97 31.des.96 Breyt. 1 Eíonir: 1 Veltufjármunir Milljónir króna Fastafjármunir Eignir samtals 1.294,2 700,5 1.135,2 698,3 +14,0% +0,3% 1.994.7 1.833,5 +8,8% ! Skutdir on einiO fé: 1 Skammtímaskuldir 1.026,5 920,5 +11,5% Langtímaskuidir 430,3 438,6 -1,9% Skuldir samtals 1.456,8 1.359,1 +7,2% Eigið fé 538.0 474,4 +13,4% Skuldir og eigið fé samtals 1.994,7 1.833,5 +8,8% Kennitölur Eiginfjárhlutfall 27% 22% Veltufé frá rekstri 73,5 38,9 +88,9% Iðnlánasjóður tekur 50 milljóna dollara lán Hagstæðasta lán sjóðsins frá upphafí IÐNLÁNASJÓÐUR hefur tekið lán að fjárhæð 50 milljónir dollara sem jafngildir um 3.500 milljónum króna. Er þetta hagstæðasta lán sem sjóður- inn hefur tekið erlendis. Umsjón með lántökunni hafði Fuji bankinn í Lundúnum en níu aðrir bankar standa að henni. Bragi Hann- esson, forstjóri Iðnlánasjóðs, annað- ist undirbúning og undirritaði láns- samning. Hann segir að upphaflega hafi verið leitað eftir 30 milljónum dollara en þar sem mikill áhugi hafi verið hjá erlendum bönkum að lána sjóðnum, hafi niðurstaðan orðið sú að taka 50 milljón dollara lán og nota hluta þess til að greiða upp eldri og óhagstæðari lán. Lánið er til fimm ára með 10 punkta álagi á Libor-vexti. Unnt er að taka það í fimm myntum og breyta milli þeirra með skömmum fyrirvara. Þegar tekið hefur verið tillit til lán- tökukostnaðar nemur heildarlán- tökukostnaður vegna lánsins 12,61 punktum á Libor-vexti allan lánstím- ann. Lánið er hið hagstæðasta sem sjóðurinn hefur tekið erlendis að sögn Braga. Jafnframt er það fyrsta lánið sem tekið er eftir að fyrir liggur að lánasjóðir atvinnulífsins renni saman í upphafi næsta árs. „Þessi kjör eru ánægjuleg vísbending um lánstraust hins nýja fjárfestingarbanka því hann verður greiðandi lánsins þegar upp er staðið. Það er einnig ánægju- legt að fínna hvað íslendingar njóta mikils lánstrausts erlendis en það byggist á farsælli stjórn efnahags- mála landsins á síðustu árum,“ segir Bragi. Japanskir bankamenn handteknir Tókýó. Reuter. FYRSTU starfsmenn frægs jap- ansks banka hafa verið handtekn- ir í fjárkúgunarmáli, sem stærsta verðbréfafyrirtæki Japana er einnig viðriðið. Fjórir starfsmenn Dai-Ichi Kangyo Bank Ltd voru handtekn- ir vegna rannsóknar, sem jap- anskir fjölmiðlar telja að kunni að svipta hulunni af tengslum glæpamanna og fjármálastofnana í Japan. Samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu saksóknarans í Tókýó eru bankamennirnir grunaðir um að hafa veitt lán að upphæð 100 milljónir dollara fjárkúgara að nafni Ryuichi Koike, höfuðpaurs í mútumáli, sem helzta verðbréfa- fyrirtæki landsins, Nomura Secu- rities Co Ltd, er flækt í. „Við biðjum viðskiptavini okkar afsökunar,“ sagði Yoshiharu Mani varabankastjóri. „Ég held að veg- urinn til endurfæðingar sé erfið- ur, en við munum gera okkar bezta." Hleypa upp fundum Koike hefur verið ákærður iyr- ir að þiggja 409.000 dollara í mútur frá Nomura fyrir að hleypa ekki upp hluthafafundum. Koike var einn af foringjum hóps fjárkúgara, sem kallast „sokaiya" og kúga fé út úr fyrir- tækjum með því að hóta að spytja erfiðra og viðkvæmra spurninga um starfsemi þeirra á hluthafa- fundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.