Morgunblaðið - 07.06.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 21
URVERINU
ur hefur tekist að snúa vörn í
sókn enda tel ég að engir nema
heimamenn sjálfir séu þess megn-
ugir að snúa við byggðaþróun,
efla atvinnu og byggðir. Lykillinn
að því er að styrkja og efla fyrir-
tækin. Þetta er skref í þeirri þró-
un þó ég telji að við hefðum fyrir
löngu átt að hafa tækifæri til
þess að eignast öflugt fyrirtæki
í sjávarútvegi.
Nýja félagið er mjög sterkt og
öflugt og í því býr mikill innri
kraftur. Mjög mikilvægt er að við
sameiningu fyrirtækja veljist sam-
an félög sem hæfa saman, efla
og styrkja hvort annað enda mark-
miðið að ná fram hagræðingu í
útgerðarmynstrinu og betri nýt-
ingu á framleiðslutækjum. Leitað
verður allra leiða til að hámarka
afraksturinn. Að mínu mati ætti
félagið að hafa alla burði til þess
að standa sig vel í íslenskum sjáv-
arútvegi þar sem samsetning fyrir-
tækjanna hæfir mjög vel hvort
öðru. Öflug rækjuvinnsla, bolfisk-
vinnsla, góð skip, fjölbreytileg
kvótasamsetning og uppsjávark-
vóti gefur mjög mikil tækifæri.
Þau sjávarútvegsfyrirtæki, sem
hafa átt mestri velgengni að
fagna, hafa einmitt haslað sér
völl í sem flestum greinum útgerð-
ar. Mikilvægt er að fyrirtækið
hafi fleiri en færri fætur til að
styðjast við eftir því hvernig árar
í hverri grein,“ segir Ágúst.
Landvinnslan getur
annað meira hráefni
Ekki eru uppi fastmótaðar hug-
myndir um breytt rekstrarform
fyrirtækisins frá því sem verið
hefur þótt ekkert sé útilokað í því
efni. Þær ákvarðanir bíði nýrrar
stjórnar sem kemur til með að
skoða alla rekstrarþætti vandlega
ofan í kjölinn. Aukin sjófrysting
er hvorki útilokuð né efling bol-
fiskvinnslunnar í landi með fram-
leiðslu á verðmeiri afurðum á
markaði erlendis. í samstarfi við
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
sem fyrirtækið er stór eignaraðili
að, er slík framleiðsla hafin með
ágætum árangri. Ljóst er að bæði
bolfiskvinnslan í Hnífsdal og
rækjuverksmiðjan í Súðavík geta
annað mun meira hráefni en sem
nemur afla skipanna. Reynt verður
að ganga til samstarfs við út-
gerðaraðila án vinnslu um aukið
hráefni. „Þetta gengur allt út á
það að skapa einhver verðmæti,"
segir Einar Valur.
Rætt um að Gunnvör
kaupi Togshlutann
Viðræður hafa að undanfömu
verið við forsvarsmenn Gunnvarar
hf. og íshúsfélags ísfirðinga um
samvinnu, sérstaklega á sviði út-
gerðar. Gunnvör hefur yfir að ráða
sjö þúsund tonna þorskígildiskvóta
og þremur togurum, Júlíusi Geir-
mundssyni, Stefni og Framnesi.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hefur komið til greina að
Gunnvör kaupi hlut Togsmanna í
hinu nýja fyrirtæki ef af samein-
ingu verður þar sem ljóst þykir
að fimmmenningarnir, sem að
baki Togi hf. eru, koma ekki til
með að standa undir afborgunum
af lánum hjá Landsbanka Islands
með því að greiða úr eigin vasa
eða með arði af félaginu. Þeir
munu því eiga fáa aðra kosti en
þann að selja eitthvað af sínum
eignarhluta. Tog hf. var skráð
fyrir 45% eignarhluta í Frosta hf.
sem færir fimmmenningunum um
20% hlut í hinu nýja félagi.
Að mati heimildarmanns úr hópi
Hnífsdælingar liggja hagsmunirn-
ir fyrst og fremst Hnífsdalsmegin
þar sem peningarnir í hinu nýja
fyrirtæki verða til. „Ef illa fer, þá
eru það fyrst og fremst eigendur
Hraðfrystihússins í Hnífsdal sem
tapa. Þeir hljóta því að þurfa að
hugsa sinn gang mjög vel. Eigin-
fjárstaða Hraðfrystihússins í
Hnífsdal er mjög góð og skuldir
óverulegar miðað við Frosta sem
skuldar hálfan annan milljarð. Þar
fyrir utan hefur talsverð óeining
ríkt milli meiri- og minnihluta í
• Frosta.“
Menn eru ekkert
hættir að ræðast við
„Við fetum okkur bara áfram
hægt en örugglega eitt skref í
einu. Þetta er fyrsta skrefið,"
sagði Einar Valur Kristjánsson
aðspurður um frekari sameiningu.
„Menn eru hinsvegar ekkert hætt-
ir að ræðast við. Eins og er eru
engar frekari sameiningar uppi á
borðinu. Við klárum þetta mál og
að því búnu eru allar leiðir opnar.
Við útilokum ekkert. Markmiðið
er aðeins eitt, að skapa hér afkomu
og atvinnu.“
Hefur þú áhuga á ad vinna
ERLENDIS?
Hjá EES-vinnumiðlun getur þú fengið upplýsingar um
störf í boði á Evrópska efnahagssvæðinu sem og
upplýsingar um atvinnu- og lífsskilyrði í löndunum.
Haföu samband við Evrórdðgjafa
hjá EES-vinnumiölun sem mun veita
þér allar nánari upplysitigar.
tmme$
EES VIWI UIDI I A
Engjatelgur 11 • 105 Reykjavík
Síwi: 588 2580 • Fax: 588 2587
Krefjast dauðadóms
yfir Timothy McYeigh
HONK
TO
Reuter
ÚTVARPSSTÖÐ í Denver setti mann í eftirlík-
ingu af rafmagnsstól út á götu og bað bíl-
sljóra að flauta vildu þeir að Timothy McVeigh
yrði dæmdur til dauða. Flautinu linnti ekki.
eða hengja hann upp í tré: „Ég veit
Denver. Reuter
RÉTTARHÖLDIN yfir Ti-
mothy McVeigh, sem fundinn
hefur verið sekur um að
myrða 168 manns með því
að sprengja Alfred P.
Murrah-bygginguna í Okla-
homa-borg, eru nú á lokastigi
og má búast við því að kvið-
dómnum verði falið að
ákveða hver refsing hans eigi
að vera í upphafi næstu viku.
Saksóknarinn hefur krafist
þess í málflutningi sínum að
hann verði dæmdur til dauða
og í réttarsalnum hefur hvert
vitnið á fætur öðru lýst hryll-
ingnum eftir sprenginguna í
Oklahoma-borg 19. apríl
1995.
„Mér líður sem hjarta mitt
líti út eins og byggingin og
á því sé stórt gat, sem aldrei
muni lagast," sagði Diane
Leonard, sem missti mann
sinn í sprengingunni.
Vitnisburðurinn hefur á
köflum verið svo átakanlegur
að kviðdómendur hafa grátið
og á miðvikudag áminnti
dómarinn, Richard Matsch,
kviðdóminn um að halda aft-
ur af tiifinningunum: „Við
erum ekki hér til að hefna
okkar á McVeigh.“
Krafan um að McVeigh
verði tekinn af lífi heyrist
hins vegar víðar en í réttarsalnum
og margir vilja ganga lengra. Arlene
Blanchard, sem lifði sprengjutilræð-
ið af, sagði að liflát væri „of gott“
fyrir McVeigh, annaðhvort ætti að
setja hann í einangrun til æviloka
að það hljómar ekki siðmenntað, en
ég vil að hann fái að finna þótt
ekki sé nema brot af kvölunum og
þjáningunum, sem hann hefur látið
okkur ganga gegnum."
„Ég held að það ætti ekki
að nota hefðbundnar aðferð-
ir,“ sagði William Baay,
björgunarstarfsmaður, sem
hjálpaði til við að fjarlægja
lfldn úr rústum skrifstofu-
byggingarinnar. „Þeir ættu
að taka af honum lappimar
án deyfíngar... og hengja
hann síðan upp yfir bambus-
runnum og leyfa þeim að
vaxa inn í hann þar til hann
deyr.“
Trúarleiðtogar í Oklahoma
hafa lýst yfir áhyggjum af
þeirri hefnigirni, sem virðist
hafa hreiðrað um sig í huga
margra.
Samkvæmt skoðanakönn-
un Gallup-stofnunarinnar,
sem gerð var fyrir dagblaðið
USA Today og sjónvarps-
stöðina CNN, er rúmlega
61% Bandaríkjamanna þeirr-
ar hyggju að dæma eigi
McVeigh til dauða og 31%
segja að hann eigi að sitja
æviiangt í fangelsi.
Útvarpsstöð í Denver, þar
sem réttarhöldin yfir
McVeigh fóru fram, gerði
óformlega könnun á afstöðu
fólks. Stillti hún upp manni,
sem líkist McVeigh, úti á
götu í eftirlíkingu af raf-
magnsstól og bað bílstjóra
að láta vita hvað þeir vildu að gert
yrði við McVeigh.
„Flautið til að setja mig í sam-
band,“ stóð á spjaldi fyrir ofan hann
og stóð ekki á viðbrögðum. Meira
að 'segja lögreglan þeytti óspart bíl-
BÍLASÝNING UM H E LG I N A
Komdu og sjáðu betur búna BMW bíla um helgina
Sýningin verður í sýningarsal B&L að Suður-
landsbraut 14, laugardaginn 7. júní kl. 9 til 17
og sunnudaginn 8. júní kl. 12 til 17.
Sýndir verða bílar úr 3-línunni, bæði Saloon og
Touring og Saloon úr 5-línunni. Bílar úr 3-
llnunni eru betur búnir en hefðbundnir bílar.
T.d. em bliamir með spólvöm, læstu drifi, tveimur
loftpúðum, fjarstýrðum samlæsingum og fleiru.
BMW bllar úr 5-llnunni hafa vakið mikla athygli
fyrir fallegar llnur og fágaða hönnun. Má þar
nefna loftpúða bæði fyrir framan ökumann og
farþega og til hliðar I hurðum.
Skoðaðu BMW á heimasiðu B&L; www.bl.is
B&L, Suðurlandsbraut 14, S1mi: 568 1200, Beinn simi: 553 8636, Fax: 568 8675, Email: bl@bl.is, Internet: www.bl.is