Morgunblaðið - 07.06.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 07.06.1997, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rússum lánað ALÞJÓÐABANKINN sam- þykkti á fimmtudag lánveit- ingar til Rússlands samtals sem svarar rúmum 5,7 millj- örðum króna. Segja talsmenn bankans markmiðið vera að hjálpa Rússum að gera um- bætur á efnahagskerfi lands- ins og ýta undir hagvöxt. Sjö farast á Indlandi SPRENGJA sem sprakk í langferðabifreið á Norður-Ind- landi í gær varð sjö manns að bana og særði hátt á annan tug. Grunur leikur á að að- skilnaðarsinnar í héruðunum Punjab og Kashmir hafí komið sprengjunni fyrir en enginn hefur lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur sér. Hundur bítur 19 börn FLÆKINGSHUNDUR beit 19 skólaböm, flest níu ára göm- ul, í Japan í gær. Tildrög voru þau að börnin umkringdu hundinn klöppuðu honum á leikvelli skóla í smábæ á Norð- ur-Japönsku eynni Hokkaido, og fældist hundurinn við það, glefsaði til barnanna og elti þau, er þau lögðu á flótta inn í skólastofur. Hjúkrunarfólk gekk úr skugga um að hundur- inn væri ekki haldinn æði. Ekkert barnanna hlaut alvar- leg meiðsl. Klanmaður tekinn af lífi FYRRUM meðlimur banda- rísku leynisamtakanna Ku Klux Klan, Henry Francis Hays, var tekinn af lífi í gær. Var það í fyrsta sinn frá því 1913 sem hvítur maður er líf- látinn í Alabamaríki fýrir að myrða blökkumann. Aftakan fór fram klukkan tíu mínútur yfir fimm í gærmorgun, að islenskum tíma, og var Hays úrskurðaður látinn átta mínút- um síðar. Hann hlaut dauða- dóm fyrir að myrða Michael Donald 1981. Morð til að hefna fyrir skólaskyldu MAÐUR, sem segist hafa myrt og hálshöggvið skóla- dreng í borginni Kobe í Japan, segir í bréfi til dagblaðs í borg- inni að með morðinu hafi hann verið að hefna sín á ströngu menntakerfi. Lögregla í borg- inni telur að bréfið sé ekki gabb. Þar segir morðinginn meðal annars að með morðinu væri hann að hefna sín á hinu stranga skólaskyldukerfi „sem skapaði mig.“ Albright vill frumkvæði MADALEINE Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í ræðu, sem hún hélt í tilefni af hálfrar aldar afmæli Marshalláætlunarinnar að Bandaríkjamenn yrðu að taka frumkvæði í heiminum. Ekki væri nóg að lýsa kommúnis- mann dauðan, draga yrði lær- dóm af fortíðinni og axla ábyrgð leiðtogahlutverksins. Deila Bandaríkjanna og Indónesíu Sljórn Ind- ónesíu af- lýsir vopna- kaupum Jakarta. Reuter. INDÓNESÍA hefur svarað gagn- rýni bandaríska þjóðþingsins með því að aflýsa þátttöku í bandarísku hernámskeiði og kaupum á níu bandarískum F-6 herþotum. Bandaríska þjóðþingið setti ný- lega fram gagnrýni á það hvernig staðið var að kosningum í Indónes- íu 29 maí síðastliðinn. Einnig hefur þingið gagnrýnt mannréttindabrot á eyjunni Austur-Tímor sem var hertekin og innlimuðu í Indónesíu árið 1975. Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu, sagðist vona að aðgerð- irnar muni draga úr spennu milli þjóðanna tveggja og að í kjölfar þeirra verði unnt að halda áfram að byggja upp samvinnu í efna- hags- og vamarmálum. Hann neitar því að tengsl séu á milli gagnrýni Bandaríkjaþings og aðgerða Indó- nesíustjórnar. í bréfi sem Suharto, forseti Indó- nesíu, skrifaði Bill Clinton Banda- ríkjaforseta segir hins vegar að ósanngjöm gagnrýni Bandaríkja- manna eigi sinn þátt í ákvörðun hans og að hann treysti því að sam- band ríkjanna muni þróast í átt til gagnkvæmrar virðingar þar sem hvomgt landið skipti sér af innan- ríkismálum hins. Bandaríski sendiherrann í Ja- karta sagði að stjómin harmaði ákvörðun Indónesíumanna en að þeim væri að sjálfsögðu í sjálfsvald sett hvar þeir keyptu vopn. Banda- ríkin hafa verið helsti vopnasali Indónesíu fram til þessa en einnig hafa Indónsíumenn keypt vopn frá Bretum. Reuter ísraela leit- að á Vestur- bakkanum Clinton stefnir að auknu umferðaröryggi Barist fyrir auk- inni bílbeltanotkun ÍSRAELSKIR lögreglumenn hófu í gær mikla leit á Vestur- bakkanum að fimm ísraelum, sem fóru frá Jerúsalem og ætluðu á brúðkaup í bænum Tiberias í norðurhluta lands- ins. Brúðguminn var á meðal mannanna og þeir ákváðu að fara um Vesturbakkann til að stytta sér leið. Þegar ekkert spurðist til þeirra hóf herinn viðamikla leit í þorpum Palest- ínumanna og óttast var að skæruliðar hefðu myrt menn- ina. Lík þeirra fundust nokkru síðar og talið var að þeir hefðu lent í bílslysi. Washington. New York Times. í BANDARÍKJUNUM nota ein- ungis 68% farþega og ökumanna bílbelti. Ef hægt væri að hækka það hlutfall upp í 85%, sem er það takmark sem Bill Clinton, Banda- ríkjaforseti, hefur nýlega sett fram, gæti dauðaslysum í umferð- inni fækkað um allt að 4200 á ári. Bílbeltanotkun í Bandaríkjunum er mjög misjöfn eftir fylkjum. Þannig er hún 94% á Guam-eyju í Suður- Kyrrahafi en um eða und- ir 50% í Maine, Oklahoma og Da- kota-fylkjunum tveimur. Ef borin eru saman ýmis fylki má sjá augljósa fylgni á milli strangra refsinga og bílbeltanotk- unar. í Louisiana-fylki jókst t.d. bílbeltanotkun úr 50% árið 1994 upp í 63% árið 1996 við það eitt að lögreglumönnum, sem áður gátu einungis kannað bílbeltanotk- un í tengslum við önnur lögbrot, var heimilað að stöðva bifreiðar til að athuga hvort beltin væru spennt. Bílslys eru nú langalgengust þeirra dauðaslysa sem verða við fólksflutninga. Flest ár látast 10 sinnum færri af völdum flugslysa og enn færri í lestar- og sjóslysum. Sigurvíma á evrópska jafnaðarmannaþinginu Málmey. Morgunblaðið. De Europeiska Socia Parla okraterna Reuter NÝIR forsætisráðherrar. Lionel Jospin og Tony Blair, heilsast á fundi evrópskra jafnaðarmanna í Málmey. SIGURVIMANN liggur í loftinu á þingi evrópskra jafnaðarmanna- flokka á Málmey og hvert tækifæri nýtt til að minna á að þrettán af fimmtán ríkisstjórnum Evrópusam- bandsins er nú stjómað eða með- stjórnað af jafnaðarmannaflokkum. En það minntu líka ýmsir á að verk- efnið nú væri að efna loforðin. Tony Blair, formaður nýja Verkamanna- flokksins í Bretlandi, bar með sér nýjabrumið, en hið gamla lifir einn- ig góðu lífi, eins og ræða Lionels Jospins, hins nýkjörna franska for- sætisráðherra, var gott dæmi um. Þriðja leiðin Tony Blair stökk léttum skrefum upp á sviðið til að_ fræða þinggesti um stefnumál sín. I kosningabarátt- unni hélt hann sig mest við það sem flokkur hans ætlaði ekki að gera, en nú er hann kominn yfir í það, sem hann vildi gera. Efnahagsmálin eru undirstaðan, en takmarkið er réttlátt þjóðfélag var innihaldið í orðum hans. Það er til önnur leið en hægri og vinstri, nefnilega miðj- an og vinstri, eða þriðja leiðin, eins og Blair kallar hana. „Hægri væng- urinn hefur stundum verið gagn- rýndur fyrir að vera of óvæginn í aðgerðum sínum. Ég kýs heldur að líta á hann sem svo gamaldags að hann skilji ekki breytingarnar," sagði Blair og ræða hans fjallaði einmitt um að taka möguleikum nútímans með opnum hug. Á fremsta bekk sat Robin Cook, utanríkisráðherra Breta, og brosti sínu breiðasta meðan Blair talaði, um leið og hann lét augun renna yfir fremsta bekkinn til að sjá við- brögðin þar. Og ekki minnkaði bros- ið þegar hann sá að Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjómar ESB, kinkaði kolli í sífellu, um leið og hann skrifaði hjá sér gullkom Blairs. Og ekki kinkaði Torbjöm Jag- land, forsætisráðherra Noregs, síður kolli. Blair þurfti hvað eftir annað gera hlé á orðum sínum meðan þing- heimur klappaði og í lokin risu menn á fætur til að fagna orðum hans. Gamlar tuggur vinstrimanna á frönsku Lionel Jospin var ekki alveg jafn léttur á fæti, þegar hann kom upp á sviðið, enda meira en áratugur á milli þeirra og hann bar þess merki að hafa ekki sofið mikið undanfar- ið. En fljótlega heyrðist að ekki hafa verið höfð sömu endaskipti á hlutunum í franska sósíalista- flokknum, því honum varð tíðrætt um þörfina á vernd og stærri opin- berum geira. Orð Jospins fengu heldur ekki sömu viðtökur og Bla- irs, engin upphafin andlit horfðu á Jospin og aðeins tvisvar kölluðu orð hans á hikandi klapp í salnum. I lokin fékk hann hlýlegt klapp, en aðeins aftari hluti salarins fagnaði honum standandi. Verður sigurvímunni veitt til íslands? yVið ætlum að fá þessa bylgju til Islands eftir tvö ár,“ sagði Rann- veig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Hún sagðist vongóð um að þá yrði vinstrivængurinn sameinaður í sterkann flokk. Það hefði oft sýnt sig að það tæki nýjar hugmyndir tvö ár að ná íslandi. Hún sagði sig- urvímuna ekki leyna sér á þinginu og henni fylgdi mikil bjartsýni. Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrum varaþingmaður, tók einkum eftir orðum Blairs um að ekki þýddi að einblína á hægri og vinstri á gamla mátann, því þjóðfélagið hefði breyst og það kallaði á nýja skipan og nýja hugsun. Og Katrín Theódórs- dóttir, starfsmaður þingflokks Al- þýðuflokksins, hjó eftir þeirri áherslu sem Blair leggur á efna- hagsframfarir sem nauðsynlega undirstöðu samfélagshjálpar, en ekki sem markmiðs í sjálfu sér. I I » I > > í > l I I I I I i l l t L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.