Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1997 23 ERLENT V erkalýðsfélög þrýsta á Jospin Forsætisráðherrann vill aukið vægi atvinnumála í Evrópusamstarfi Flugöryggi ábóta- vant á Indlandi Lenti á vit- lausum velli Madras. Reuter. FLUGÖRYGGI virðist vera mjög ábótavant á Indlandi. Frá því stærsti flugárekstur sögunnar varð 349 manns að bana nálægt Nýju Delhí, í nóvember á síðasta ári, hefur tíu sinnum legið við að illa færi. Á mánudag lenti Boeing 747 far- þegaflugvél frá Sádí-Arabíu á Tamb- aram herflugvellinum, í stað þess að lenda á alþjóðaflugvellinum í Madras. 331 farþegi auk 17 manna áhafnar voru um borð en engan sakaði. Vitni segja vélina hafa nauðhemlað með látum við brautarendann. Al- mennt er talið að 2.591 km flugbraut þurfí til lendingar Boeing 747 en Tambaram flugbrautin er einungis 1.452 km. Radartæki alþjóðaflugvall- arins voru óvirk er flugvélin kom inn til lendingar en önnur tæki voru í lagi. Flugmaðurinn segist hafa haldið að hann væri að lenda á réttum velli, jafnvel þó varnarliðar á hervellinum sendu upp rauð viðvörunarblys. Beðið er eftir heppilegri vindátt áður en reynt verður að fljúga vél- inni af herbrautinni og þá 11 km sem eru að alþjóðaflugvellinum. Fyrir flugtakið hefur vélin verið létt úr 380 tonnum í 100 tonn auk þess sem reyndustu flugmenn sádí-arabíska flugflotans verða um borð. ------» ♦ ♦------ Matareitrun hjá McDon- alds í Noregi Oslo. Reuter. FLYTJA þurfti tvo gesti og tvo starfsmenn veitingakeðjunnar McDonalds á sjúkrahús eftir að þeir höfðu borðað McLaks laxaborgara í Loerenskog í Noregi, á sunnudag. Eitrunin lýsti sér m.a. í lömun í munni, skjálfta, útbrotum og kláða. Sérfræðingar hafa enn ekki fundið orsakir eitrunarinnar en hafa einbeitt sér að efnum sem bakteríur framleiða við meltingu á amínósýru histidíni, sem er náttúrulegt efni í fiestum físk- tegundum. Janne Lind og Geir Sundberg, sem urðu fyrir eitruninni, hafa lýst óánægju með það hversu litlar upp- lýsingar þeim hafa verið veittar. Bæði hafa þau ráðfært sig við lög- fræðing um lögsókn gegn veitinga- keðjunni. Talsmaður McDonalds í Noregi sagði að engar ákvarðanir yrðu tekn- ar fyrr en niðurstöður rannsókna liggja fyrir. Gönguskór ÚTIVISTARBÚDIIU viö Umferöarmiöstööina París. Reuter. NÝ ríkisstjórn vinstriflokkanna í Frakklandi sætir nú auknum þrýst- ingi frá verkalýðsforystunni í land- inu, sem krefst launahækkana. Hinn nýi forsætisráðherra, Lionel Jospin, ítrekaði Evrópusamstarfs- vilja Frakka, en vill að aukin áhersla verði lögð á'atvinnumál. Jospin hefur lagt megináherslu á baráttuna við atvinnuleysi, sem hefur aldrei verið meira í Frakk- landi, og heitið því að sköpuð verði um 700 þúsund ný störf. Gagnslaust að stytta vinnuvikuna Leiðtogar tveggja stærstu verka- lýðsfélaganna í Frakklandi, CFDT, þar sem sósíalistar eru ráðandi, og CGT, sem kommúnistar ráða, settu í gær fram kröfur um hækkun lág- markslauna. Formaður CFDT, Nic- ole Notat, lét í ljósi efasemdir um að áætlanir Sósíalistaflokksins um styttingu vinnuvikunnar úr 39 stundum í 35 án launalækkana myndi leiða til fleiri atvinnutæki- færa. Hún sagði í viðtali við blaðið Li- beration að fyrri stytting vinnuvi- kunnar úr 40 stundum hefði ekki skapað nein störf og sig grunaði að frekari stytting myndi „hafa nákvæmlega sömu áhrif.“ Louis Viannet, formaður CGT, setti fram kröfur sínar í viðtali við blaðið Le Monde og krefst þess að einkavæðingu verði hætt og lág- markslaun hækkuð verulega. Áhersla á atvinnumál Jospin mætti til fundar jafnaðar- mannaflokka í Mámey í Svíþjóð og lagði þar áherslu á að hann myndi standa við loforð sem hann gaf fyr- ir nýafstaðnar þingkosningar í Frakklandi, þar sem vinstriflokk- arnir unnu stóran sigur. Hann útskýrði hins vegar ekki hversu stranglega hann myndi fylgja eftir gefnum fyrirheitum um að setja skilyrði fyrir því að Frakk- ar yrðu aðilar að myntbandalagi Evrópu, EMU. í ræðu sinni á fund- inum sagði hann Frakka fylgjandi uppbyggingu Evrópusambandisins, en með aukinni áherslu á atvinnu- mál. r, fimmtudag til sunnudags 6 Fiölærar plöntur (að eigin vali) kr 699,- 20 Stjúpur kr 599,- 10 Flauelsblóm kr 999, Yæ W É.'l Sími: 551 9800 og 551 3072
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.