Morgunblaðið - 07.06.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1997 23
ERLENT
V erkalýðsfélög
þrýsta á Jospin
Forsætisráðherrann vill aukið vægi
atvinnumála í Evrópusamstarfi
Flugöryggi ábóta-
vant á Indlandi
Lenti á vit-
lausum velli
Madras. Reuter.
FLUGÖRYGGI virðist vera mjög
ábótavant á Indlandi. Frá því stærsti
flugárekstur sögunnar varð 349
manns að bana nálægt Nýju Delhí,
í nóvember á síðasta ári, hefur tíu
sinnum legið við að illa færi.
Á mánudag lenti Boeing 747 far-
þegaflugvél frá Sádí-Arabíu á Tamb-
aram herflugvellinum, í stað þess að
lenda á alþjóðaflugvellinum í Madras.
331 farþegi auk 17 manna áhafnar
voru um borð en engan sakaði.
Vitni segja vélina hafa nauðhemlað
með látum við brautarendann. Al-
mennt er talið að 2.591 km flugbraut
þurfí til lendingar Boeing 747 en
Tambaram flugbrautin er einungis
1.452 km. Radartæki alþjóðaflugvall-
arins voru óvirk er flugvélin kom inn
til lendingar en önnur tæki voru í lagi.
Flugmaðurinn segist hafa haldið
að hann væri að lenda á réttum velli,
jafnvel þó varnarliðar á hervellinum
sendu upp rauð viðvörunarblys.
Beðið er eftir heppilegri vindátt
áður en reynt verður að fljúga vél-
inni af herbrautinni og þá 11 km sem
eru að alþjóðaflugvellinum. Fyrir
flugtakið hefur vélin verið létt úr 380
tonnum í 100 tonn auk þess sem
reyndustu flugmenn sádí-arabíska
flugflotans verða um borð.
------» ♦ ♦------
Matareitrun
hjá McDon-
alds í Noregi
Oslo. Reuter.
FLYTJA þurfti tvo gesti og tvo
starfsmenn veitingakeðjunnar
McDonalds á sjúkrahús eftir að þeir
höfðu borðað McLaks laxaborgara í
Loerenskog í Noregi, á sunnudag.
Eitrunin lýsti sér m.a. í lömun í
munni, skjálfta, útbrotum og kláða.
Sérfræðingar hafa enn ekki fundið
orsakir eitrunarinnar en hafa einbeitt
sér að efnum sem bakteríur framleiða
við meltingu á amínósýru histidíni,
sem er náttúrulegt efni í fiestum físk-
tegundum.
Janne Lind og Geir Sundberg, sem
urðu fyrir eitruninni, hafa lýst
óánægju með það hversu litlar upp-
lýsingar þeim hafa verið veittar.
Bæði hafa þau ráðfært sig við lög-
fræðing um lögsókn gegn veitinga-
keðjunni.
Talsmaður McDonalds í Noregi
sagði að engar ákvarðanir yrðu tekn-
ar fyrr en niðurstöður rannsókna
liggja fyrir.
Gönguskór
ÚTIVISTARBÚDIIU
viö Umferöarmiöstööina
París. Reuter.
NÝ ríkisstjórn vinstriflokkanna í
Frakklandi sætir nú auknum þrýst-
ingi frá verkalýðsforystunni í land-
inu, sem krefst launahækkana.
Hinn nýi forsætisráðherra, Lionel
Jospin, ítrekaði Evrópusamstarfs-
vilja Frakka, en vill að aukin áhersla
verði lögð á'atvinnumál.
Jospin hefur lagt megináherslu á
baráttuna við atvinnuleysi, sem
hefur aldrei verið meira í Frakk-
landi, og heitið því að sköpuð verði
um 700 þúsund ný störf.
Gagnslaust að
stytta vinnuvikuna
Leiðtogar tveggja stærstu verka-
lýðsfélaganna í Frakklandi, CFDT,
þar sem sósíalistar eru ráðandi, og
CGT, sem kommúnistar ráða, settu
í gær fram kröfur um hækkun lág-
markslauna. Formaður CFDT, Nic-
ole Notat, lét í ljósi efasemdir um
að áætlanir Sósíalistaflokksins um
styttingu vinnuvikunnar úr 39
stundum í 35 án launalækkana
myndi leiða til fleiri atvinnutæki-
færa.
Hún sagði í viðtali við blaðið Li-
beration að fyrri stytting vinnuvi-
kunnar úr 40 stundum hefði ekki
skapað nein störf og sig grunaði
að frekari stytting myndi „hafa
nákvæmlega sömu áhrif.“
Louis Viannet, formaður CGT,
setti fram kröfur sínar í viðtali við
blaðið Le Monde og krefst þess að
einkavæðingu verði hætt og lág-
markslaun hækkuð verulega.
Áhersla á atvinnumál
Jospin mætti til fundar jafnaðar-
mannaflokka í Mámey í Svíþjóð og
lagði þar áherslu á að hann myndi
standa við loforð sem hann gaf fyr-
ir nýafstaðnar þingkosningar í
Frakklandi, þar sem vinstriflokk-
arnir unnu stóran sigur.
Hann útskýrði hins vegar ekki
hversu stranglega hann myndi
fylgja eftir gefnum fyrirheitum um
að setja skilyrði fyrir því að Frakk-
ar yrðu aðilar að myntbandalagi
Evrópu, EMU. í ræðu sinni á fund-
inum sagði hann Frakka fylgjandi
uppbyggingu Evrópusambandisins,
en með aukinni áherslu á atvinnu-
mál.
r,
fimmtudag til sunnudags
6 Fiölærar plöntur
(að eigin vali)
kr 699,-
20 Stjúpur
kr 599,-
10 Flauelsblóm
kr 999,
Yæ W É.'l
Sími: 551 9800 og 551 3072