Morgunblaðið - 07.06.1997, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 27
UTI AÐ BORÐA MEÐ HAL
VIKU
IM
111]
JOHANNSSYNI YFIRLÆKNI
Morgunblaðið/Golli
HALLDÓR Jóhannsson: „Segir ekki einhvers staðar
að ef Múhammeð komi ekki til fjallsins komi það til hans...“
Nokkrar ár á íslandi þurfa ekki að bíða
eftir laxagöngum, því löxum er einfaldlega
ekið í þær. Ein af hafbeitarlaxánum er
Hellisá á Síðu, en 700 löxum verður ekið
500 til 600 km vegalengd í hana úr Lárósi.
Ingvi Hrafn Jónsson bauð Halldóri Jó-
hannssyni yfírlækni út að borða til að
fræðast um lækna í laxastússi.
700 laxar fluttir
úr Lárósi á
Snœfellsnesi...
... ogí Hellisá sem rennur
í Skaftá í V-Skaftafellssýslu.
þeir voru þegar þeir heyrðu „Pepp-
erinn“ fyrst. Eg hlustaði á allt og
tók til hliðar það sem ég gat notað á
böllum."
IXIataði Whten
i’m Sixty-Faur
á bailum
- Gastu notíið eitthvað af þessarí
plötu á böllum?
„Jú, jú, við notuðum strax When
I’m Sixty-Four. Það gaf augaleið.
Klassískt 1920-lag. McCartney var
svolítið glúrinn við að semja slík lög
og sem annað dæmi má nefna Hon-
ey Pie af Hvíta albúminu. Jakob
Magnússon Stuðmaður hefur líka
verið mikið fyrir þetta.“
- Hvert er álit þitt á Sir George
Martin og samstarfí hans við Bítl-
ana?
„Ég held að framlag hans hafi
verið mjög þýðingarmikið, hann
hafi verið mikill drifkraftur og átt
drjúgan þátt í sköpuninni. Núna er
ég að lesa bók eftir hann sem fjallar
einmitt um gerð „Peppersins".
Þettaer merkileg bók og skemmti-
leg. Ég hef öðlast áhuga á þessu
núna nýlega, sem birtist til að
mynda í því að ég er að lesa þessa
bók. Bara af því að mig langar til að
vita aðeins rneira."
- Áttu þér eftiríætislag á plöt-
unni?
„Nei. Eftir því sem ég kynnist
henni betur sé ég að það er alveg
vita vonlaust fyrir mig að velja það.
Platan er sterk heild og það er ekki
hægt að taka eitt lag út úr.“ __
- Ert þú George Martin Islands?
„Ég get svarað þessu svona
[hlæjandi]: Að því tækifæri gefnu
gæti ég orðið það. Vonandi á ég góð
þrjátíu ár eftir og það getur margt
gerst á þeim tíma.“
Eood Marning
Good Morning
(Lennon-McCartney)
Lennon: tvöfaidur söngur, ryþmagít-
ar. McCartney: bak-
rödd, aðalgítar, bassi.
Harrison: bakrödd,
aðalgítar. Starr:
trommur, tamborína.
Blásarasveit.
Lennon lýsti þessu
lagi sínu seinna sem
„afgangslagi, rusli“.
Hann var vanur að
semja með sjónvarpið í gangi og er
textinn afbökun á Kellog’s-auglýs-
ingu sem fór í taugarnar á honum.
Sergeant Pepper's Lon-
eiy Hearts Club Band
lendurtekning]
(Lennon-McCartney)
McCartney: söngur, orgel, bassi.
Lennon: söngur, ryþmagítar. Harri-
son: söngur, aðalgítar. Starr: söngur,
trommur, tamborína, maracas.
Þetta var síðasta lagið sem hijóð-
ritað var á plötuna, hljóðblandað
þannig að það kæmi í beinu fram-
haldi af Good Morning Good Morn-
ing. Bítlunum fannst eitthvað vanta
á b-hliðina og ákváðu því að taka
upp nýja útgáfu titillagsins, örlítið
breytta og hraðari.
A Dag in the Life
(Lennon-McCartney)
Lennon: tvöfaldur söngur, kassagít-
ar, píanó. McCartney: söngur, píanó,
bassi. Harrison: conga-trommur. St-
arr: trommur, maracas. Sinfóníu-
sveit.
Margir telja A Day in the Life vera
besta lag Lennons, en það er þó
ekki að öllu leyti hans. McCartney
samdi millikaflann sem brýtur lagið
skemmtilega upp. Fyrsta erindi text-
ans byggist á frétt í dagblaðinu
Daily Mail 17. janúar 1967 um dauða
Tara Browne, ungs milljónamærings
og góðvinar Bítlanna. Browne, sem
notaði ofskynjunarlyf óspart, keyrði
á miklum hraða inn á gatnamót á
rauðu Ijósi, beint á sendiferðabíl og
lét lífið.
Unnið að hluta úr bókinni Revolution
in the Head eftir lan MacDonald.
HVAÐ skyldi reka fjóra
sprenglærða menn, sem
„dagli dags“ fást við að
lækna landsmenn á Landspítalanum,
til að kaupa 700 lifandi laxa í Lárósi,
skella þeim í súrefni og keyra með
bensínið í botni 550 km að Kirkju-
bæjarklaustri og sleppa þeim í á sem
heitir Hellisá og selja svo í hana
veiðileyfi?
Það var sagt frá því á dögunum, að
þetta stæði til og að meðalþungi yrði
um 9 pund og yfir 20 punda laxar
með í för. Við gripum laxadoktorinn
Halldór Jóhannsson glóðvolgan
beint úr skurðlækniskyrtlinum, er
hann var að ljúka dagsverkinu á
skurðstofu Læknahússins í Síðu-
múla, sem hann rekur ásamt 11
starfsbræðrum sínum og fórum með
hann niður á La Primavera í Austur-
stræti í kvöldverð, enda klukkan að
ganga níu. Doktorinn er einn af yfir-
læknum handlæknisdeildar Land-
spítalans, með æðaskurðlækningar
sem sérgrein, þegar hann er ekki að
skera prívat.
Matseðillinn er að sjálfsögðu
ítalskur og lestur hans eykur mjög
starfsemi munnvatnskirtlanna og
þar fyrir utan er Halldór glorsoltinn
eftir erilsaman dag. Það kemur á
óvart er hann segist nýlega vera far-
inn að kunna að meta fisk. Ekki þó
meira en svo, að hann velur sér í for-
rétt hrátt nautakjöt, Carpaccio með
fersku salati og parmaosti. Ég glotti
við og segi um leið og ég panta rauð-
vínsbætta fiskisúpu með fennel „Þú
ert búinn að vera með hnífinn á lofti í
allan dag og pantar svo hrátt kjöt.“
Halldór hlær innilega: „A maður
ekki að fá sér það sem mann langar
í, þegar boðið er út að borða?“
I hvað varstu svo að krukka í dag?
Halldór skellir upp úr aftur: „Þú
mátt ekki tala svona um handlæknis-
fræðin maður, það er alvörumál að
skera fólk upp. Fyrir hádegi var ég
upp á Landspítala að undirbúa
stóraðgerð, en henni var frestað. Ég
tók svo á móti sjúklingum á stofunni
eftir hádegi. Aðgerðir þar eru flestar
minniháttar, en spara þjóðinni engu
að síður verulegt fé vegna þess að
þær eru gerðar utan sjúkrahúsanna.
Við gerum við kviðslit, fjarlægjum
fituæxli, fæðingarbletti, æðahnúta,
gerum lýtalæknisaðgerðir, svo eitt-
hvað sé nefnt, en eigum við ekki að
láta það liggja á milli hluta, ég er
svangur og vil miklu frekar tala um
laxveiðar?"
Við höldum áfram að stúdera
matseðilinn og langar í flest,
en komum okkur saman um
fá okkur tvo aðalrétti, sem við skipt-
um bróðurlega á milli okkai’. Byrjum
á kastaníufylltu ravioli með reyktum
provoloneosti og salvíusmjöri og síð-
an spaghetti með sterkkryddaðri
humarsósu og risarækju. Freisting
var mikil að fá sér ofnbakaða
kjúklingabringu með hvítlauk og
skinku eða kálfasneið Milanese, sem
sagt er mikið lostæti.
Ég held áfram að reyna að vera
með læknafyndni. Þýðh- nokkuð að
bjóða skurðlækni rauðan vökva í
dagslok, ertu ekki búinn að sjá nóg
af rauðu í dag? „Ég hef til skamms
tíma ekki notað mikið af víni, var
hálfhræddur því að Bakkus náði tök-
um á nokkrum í minni fjölskyldu
austur á Norðfirði. Hins vegar hefur
konan mín kennt mér að meta góð
borðvín og góður viskísjúss að kvöldi
veiðidags finnst mér gulls ígildi. í
kvöld er ég á bíl og hreyíi hann
aldrei ef ég bragða áfengi. Ég hef
fengist við alltof mörg hörmuleg til-
felli, eftir að stútur hafði verið undir
stýri. Ég þigg hins vegar Egils
pilsner með þökkum, en svarið við
spumingu þinni er að finnst mér
rautt rauðvín sérlega góður drykk-
ur.“
- Segðu mérfrá þessari Hellisá?
„Þú spyrð eins og efasemdarmaður.
Þetta er engin smáspræna eins og
halda mætti af spurnartóninum hjá
þér. Ain er stór bergvatnsá, allt að
30 km löng, en hún er ófiskgeng frá
sjó og fellur í Skaftá nokkru ofan við
byggð í Skaftárdal. Rennslið í henni
er mikið, 10-20 rúmmetrar á sek-
úndu og ég hugsa að hún sé svipuð
Laxá í Kjós.
- Attu við að það sé falið, einhvers
staðar austur í Síðu, eitt stykki Laxá
í Kjós.“
„Ekki kannski alveg, en það vita
allir að víða um land eru fallegar ár
sem laxinn kemst ekki upp í. Það er
ekkert nýtt að menn reyni að koma
laxi í ólaxgengar ár. Norðlingafljót
er dæmi um velheppnaða tilraun og
ætli séu ekki 20 ár eða svo síðan Ár-
menn vora að reyna fyrir sér með að
flytja lax úr Kollafjarðarstöðinni
austur í Kálfá. Við eignuðumst þessa
jörð árið 1988 fjórir starfsbræður,
ásamt mér þeir Eiríkur Benjamíns-
son, Olafur Einarsson og Gísli Vig-
fússon svo og Stefanía dóttir mín.
Þarna er einstæð náttúrufegurð
og vart hægt að hugsa sér unaðslegri
stað til að dveljast á, enda hafa veiði-
menn orðið heillaðir. Umhvei'fið eru
Síðuheiðar, þar sem var búseta í
gamla daga en nú eru þar einu um-
merki manna byggðalína og vegur
með henni. Veiðimenn eru því full-
komlega lausir við skarkala um-
heimsins. Veðursæld er og mikil
enda hefur áin mælst allt að 15 gráð-
ur yfir sumarið þannig að skilyrði
eru einstaklega hagstæð. “
- En laxinn vantaði?
„Já, þarna var samt staðbundinn
urriði og bleikja einnig á neðsta
hluta hennar. Við höfum fengið upp í
5 punda urriða, en botn árinnar er
malar- og grjótbotn og því ákjósan-
leg uppeldisskilyrði fyrir laxafiska.
Segir ekki einhvers staðar að ef Mú-
hammeð komi ekki til fjallsins komi
það til hans. Okkar fannst áin svo
falleg að veiðistaðirnir hreinlega
hrópuðu á lax. Við fórum því að
skoða möguleikana á að koma þang-
að laxi. Tilraunirnar í Norðlingafljóti
með sleppingar á hafbeitarlaxi hafa
leitt í ljós að þessi lax hagar sér líkt
og árlax í sínu uppvaxtarumhverfi
hvað varðar töku agns. Þetta höfðum
við að leiðarljósi er við ákváðum að
gera fyrstu tilraunir 1994. Þá sleppt-
um við 44 löxum 9. júlí. Fiskurinn
dreifðist vel og 13 laxar veiddust, allt
fram til 17. september.“
Hér kom forrétturinn. Fiski-
súpan var sjóðheit og bragð-
mikil, svo að jafnvel örlaði
íyi-ir svitadropa á enni og Halldór
sagði sitt hráa nautakjöt frábært.
- Pið veidduð sem sé næstum
þriðja hvern lax?
„Já, og þetta varð til þess að við
ákváðum að stofna hlutafélag um
framtíðarrekstur árinnar. Við
byggðum veiðihús vorið 1995 og
keyptum 536 laxa frá Kollaíjarðar-
stöðinni og fluttum þá 1 súrefn-
istönkum á 8 klukkustundum, 350
km vegalengd. Þetta gekk í raun
ótrúlega vel. Við höfðum lært af litlu
tilrauninni árið áður. Stangaveiðin
framan af sumri gekk mjög vel og
veiðimenn sérlega ánægðir með ána
sjálfa og aðstöðuna. Veiðisvæðið er
um 4 km og veitt með 3 stöngum. En
svo hrundi allt þegar kýlaveikin kom
upp í Kollafirði og við urðum að
hreinsa ána. I fyrra var allt bannað
og að auki búið að loka Kollafirði. En
nú er búið að opna fyrir flutning á
hafbeitarlaxi á ný og við eygjum
möguleika á að sjá drauminn rætast,
að búa þarna til nýja veiðiparadís
sem uppfylli væntingar kröfuhörð-
ustu veiðimanna, innlendra sem er-
lendra. Við veiðum núna frá svo-
nefndu Arvaði upp að Hraunfossi.
Veiðihúsið er með eldunaraðstöðu og
svefnplássi fyrir átta manns á falleg-
um stað, þar sem árniðurinn svæfir
menn að kvöldi dags. Við gerum okk-
ur grein fyrir því að hagstæð veiði-
eining er 4-6 stangir og að því
stefnum við, en það kostar töluvert
að byggja upp slíka aðstöðu og við
viljum sjá hvernig þetta gengur i
sumar. Svo er nú bara rétt um hálf-
tímaakstur niður á Klaustur, þar
sem fyrir hendi er fyrsta flokks að-
staða.“
- Hvernig komast menn að ánni?
„Leiðin er jeppavegur, dálítið
harður, en í þokkalega góðu lagi. Það
er beygt upp Lakaveg, rétt fyi-ir
vestan Kirkjubæjarklaustur. Þaðan
eru ca 6 km að línuvegi, sem ekið er
eftir til vesturs að ánni aðra 13 km.“
ú kemur þjónninn með
kastaníufyllta ravíólið, sem
hreinlega bráðnar uppi í
okkur. Halldór spyr hvort eigend-
urnir séu þeir sömu og er staðurinn
var í Húsi verslunarinnar. Ég segi
svo vera og hann bætir við að ein-
hvern tíma hafi hann farið þangað í
útski’iftarafmæli og fengið sérlega
góðan mat. Við erum sammála um að
matreiðsla á Islandi sé á heimsmæli-
kvarða og það sé hægt að gera hina
ótrúlegustu hluti með pasta.
- Segðu mér frá þessari nýju
skurðtækni; að gera smágöt á fólk
og t.d. kippa út gallblöðru og svo er
sárið límt saman og sjúklingurinn
sendur heim. Jafnvel gert þannig við
hjartað í manni. Er veríð að úrelda
ykkur skurðlæknana?
„Líklega er nú töluvert langt í það,
en til allra hamingju er alltaf verið
að þróa nýja tækni, sem miðar að því
að minnka þjáningar fólks og stytta
legu þess. Þessi aðferð mun þróast
hratt næstu árin og valda enn meiri
byltingú í meðferð sjúkdóma en, eins
og allt, á hún sér sínar takmarkanir
og ekki hægt að koma henni við í öll-
um tilfellum. Hún er hins vegar
mjög sjúklingavæn og þótt búnaður-
inn sé dýr má færa sterk rök fyrir
því að hann skili sér í mikilli hagræð-
ingu fyrir þjóðfélagið, því fólk er
styttri tíma frá vinnu og því líður
betur. Það er mikill munur á því að
gera þrjú smágöt í stað þess að rista
fólk í sundur frá miðjum kviði aftur á
bak, eða saga brjóstholið í sundur og
fletta upp eins og bók. Mér finnst
það nefnilega stundum gleymast í
öllum þessum hagræðingarátökum
sem við stöndum í daglega við skipt-
ingu þjóðarkökunnar, að heilbrigðis-
þjónusta er ekki bara að lækna fólk,
heldur ekki síður að líkna því.“
ú kom risarækjan í spag-
hetti með sterkri
humarsósu og okkur varð
báðum hugsað til þess spaghettís,
sem við fengum í gamla daga með
tómatsósu og gúmolaði. Hér var
spaghettíið orðið lostæti, rammað
inn af úthafsrækju af smáhumar-
stærð, nammi namm!
- Hvað kom til að þið keyptuð
þessajörð?
„Ætli það það hafi ekki verið þessi
löngun eftir að eignast og nema land,
sem blundar í okkur flestum, sjálf-
sagt arfleið frá landnámsforfeðrum
okkar. Við höfðum öll áhuga á úti-
vist, skógrækt, skytteríi og veiðum
og sannast sagna fannst okkur að-
gengi að slíku orðið æði takmarkað,
þótt það hafi kannski skánað núna.
Við duttum svo niður á þessa ger-
semi fyrir 10 árum og hikuðum ekki
við, enda jörðin milli 2.500-3.000
hektai-ar, sannkölluð útvistarpai’adís
og veiðilendur. Við skutum t.d. 55
rjúpur á einum degi í des. Svo eru
þar gæsir, endur, silungur og nú að-
fluttur stórlax. Þar með er draumur
landnámsins fullkomnaður. Við ætl-
um að flytja fyrstu stórlaxana austur
síðustu vikuna í júní og byrja að
veiða 1. júlí.“
Það kórónar kvöldstundina er
þjónninn færir okkur, með kveðju
frá eldhúsinu, diska sem voru hlaðn-
ir Tiramisutertu, hindberja- og man-
gofrauðís, súkkulaðiterrine og ávöxt-
um. Það vildi til að ég átti tíma í
Mætti, en stóraðgerð beið læknisins
ái’la morguns.