Morgunblaðið - 07.06.1997, Page 28

Morgunblaðið - 07.06.1997, Page 28
28 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 NEYTEIMDUR MORGUNBLAÐIÐ Spurt og svarað um neytendamál Dýrara að leigja hækjur en kaupa þær HVERSVEGNA er ódýrara að kaupa hækjur hjá Hjálpartækja- bankanum en leigja þær í fimm vikur? Svar: „Það er ákveðinn viðhalds- kostnaður samfara hækjuleign. Við erum líka með hækjuþjónustu á spítölunum. Það þarf að yfirfara hækjurnar eftir leigu, þrífa þær og sjá til að þær séu í lagi, skipta um gúmmí á þeim og svo framvegis," segir Jóhanna Ingólfsdóttir for- stöðumaður Hjálpartækjabankans. „Kaupi fólk hækju kostar hún 860 krónur en einnig er hægt að fá dýrari hækjur á 1.500 krónur. Leiga á hækju í fimm vikur kostar 1.200 krónur. - Eru þetta samskonar hækjur? „Þetta eru mjög svipaðar hækj- ur.“ IMýtt Húsgögn frá Indónesíu HAGKAUP í Kringlunni hefur haf- ið sölu á húsgögnum frá Indónes- íu. Húsgögnin eru unnin úr gegn- heilum viði; tekki og mahóníi og til sölu eru m.a. glerskápar, sófa- borð, skrifborð, stólar og speglar. r.'.....— Morgunblaðið/Árni Sæberg Við flutningana í Skeifuna 6 kom ýmislegt eigulegt í ljós úr kjallaranum; stólar, lampar, sófar, borð, efnisbútar o.fl. Allt selt á ótrú- lega hagstæðu verði. Einstakt tækifæri Opið í dag, laugardag kl. 10-14 Skeifunni 6, sími 568 7733. Tilboð á fjöl- ærum plöntum VERSLUNIN Blómaval hefur á til- boði 6 fjölærar plöntur að eigin vali á 699 kr. Valið stendur á milli 60 tegunda fjölæringa og gildir tilboðið bæði í Reykjavík og á Akureyri. Neffo/w. EIDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR ELDHÚS INNRÉTTINGAR BAÐ INNRÉTTINGAR FATASKÁPAR VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ Frí teiknivinna og tilboðsgerð HsitOliM - fyrsta flokks frá jFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Auglýsendur athugið breyttan skilafrest á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudögum. Auglýsingadeild Sími 569 11 11 « Símbréf 569 11 10 • Netfang: augl@mbl.is Ný vörulína frá Sláturfélagi Suðurlands NÝJU réttirnir frá Sláturfélagi Suðurlands. „Heildarlausn á máltíð“ í einum pakka SLÁTURFÉLAG Suðurlands setti fyrr í vikunni nýja vörulínu á mark- að undir vörumerkinu „Askur víð- förli — og fjársjóður bragðlauk- anna“. Um er að ræða „heildar- lausn á máltíð", þar sem allt hrá- efni í máltíð fyrir tvo er saman í pakkningu. Hægt á að vera að elda réttina á 10-25 mínútum. í upphafi eru settir á markaðinn fimm réttir, en á umbúðum segir frá því hvernig ævintýramaðurinn og ferðalangurinn Askur víðförli hafi komizt yfir uppskriftirnar. Réttirnir eru Yakitori frá Japan, Fajitas frá Mexíkó, Shanghai frá Kína, Korma frá Indlandi og Barbecue frá Norður-Ameríku. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði á blaðamannafundi þar sem nýju réttirnir voru kynntir að skyndiréttirnir, sem seldir hafa ver- ið undir vörumerkinu 1944, hefðu gengið afar vel hjá fyrirtækinu. Nú væru framleiddir 19 réttir og sala þeirra hefði aukizt gífurlega. Vönduð matargerð með þátttöku neytandans 1944-réttirnir eru tilbúnir til hit- unar en Steinþór sagði sláturfélags- menn hafa talið að rúm væri á markaðnum fyrir annars konar rétti, sem væru tilbúnir til eldunar. í nýju Asks víðförla-línunni væri um að ræða vandaðri matargerð, sem neytandinn tæki þátt í sjálfur. Réttirnir væru tiltölulega flóknir og nokkra kunnáttu og mikinn tíma þyrfti til að matreiða þá frá grunni, þannig að komið væri til móts við þægindasjónarmið. „Bakkinn inni- heldur allt sem þarf í máltíðina nema drykki og brauð,“ sagði Stein- þór. Minni tími til að elda en sama krafa um gæði Hann sagði að aldurshópurinn, sem nýju réttunum væri einkum ætlað að höfða til, væri 25-40 ára eins og markhópur 1944-réttanna. Hins vegar væri vitað að neyzla réttanna væri einnig mikil í öðrum aldurshópum. Steinþór sagði að með nýju vöru- línunni væri verið að mæta óskum neytenda, sem hefðu minni tíma til matargerðar og vildu hafa tíma til annarra hluta en ekki fórna gæðum matarins. „Það má segja að amma hafi notað tvo tíma til að matreiða kvöldmatinn, mamma klukkutíma, við sjálf hálftíma og börnin okkar muni nota fimmtán mínútur," sagði Steinþór. Ný sólvarnar- krem FRÁ Vichy snyrtivörumerkinu er komin á markað ný sóiarlína með sólvarnarkremum og áburði í andlit og á líkama fyrir börn og fullorðna. Kremin innihalda Mex- oryl SX sem er vörn gegn bæði UVA og UVB geislum. Einnig er í þeim Poly-vítamín E sem er gott til varnar sindurefnum í and- rúmsloftinu. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN \ DOMUS MEDICA Langur laugardagur Opið til kl. 16 Tegund: 3302 Verð 2.495,- Verð áður 4.495,- Litir: Blár, svartur og beige (rússkinn) Stærðir: 37-42 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.