Morgunblaðið - 07.06.1997, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMEINING Á HÖF-
UÐBORGARSVÆÐI
KOSIÐ VERÐUR 21. júní um sameiningu Reykjavíkur
og Kjalarneshrepps. Augljóst er, að yfirgnæfandi
hagsmunir íbúanna og sveitarfélaganna beggja kalla á sam-
einingu. Rekstur stærra og öflugra sveitarfélags verður
hagkvæmari og kemur íbúum til góða. Frá sjónarmiði Kjal-
nesinga felst mikill ávinningur í því, að Reykjavík yfirtek-
ur 300 milljóna króna skuldir, sem að öðrum kosti hamla
framkvæmdum í hreppnum um langa framtíð. Þá munu
útsvar og gjöld lækka verulega hjá Kjalnesingum og er
upphæðin áætluð um 30 þúsund krónur hjá hjónum á ári.
Kjalnesingar fá og aðgang að mun víðtækari þjónustu borg-
arinnar en hreppurinn hefur nú efni á að veita.
Hagur Reykjavíkur er fyrst og fremst sá, að byggingar-
land til framtíðar eykst til muna. Yfirtaka skulda Kjalnes-
inga er smáræði fyrir borgina þegar horft er til mikilla
umsvifa hennar.
Samstarf sveitarfélagana er nú þegar verulegt, m.a. fer
fram sorpurðun í Álfsnesi, en höfuðborgin á þegar allmikið
land á Kjalarnesi. Hitaveita Reykjavíkur annast sölu vatns
í hreppnum og hann er að mestu innan dreifikerfis Raf-
magnsveitunnar. Einn stærsti vinnuveitandi þar er Sjúkra-
hús Reykjavíkur. Loks má minnast á, að fyrirhugað er að
tengja sveitarfélögin með brúargerð.
Höfuðmarkmiðið með sameiningu sveitarfélaga er aukin
hagkvæmni í rekstri, efling atvinnulífs og þjónusta við íbúa.
Stærra byggðarlag getur tekið að sér fleiri verkefni frá
ríkinu og þannig aukast áhrif íbúanna á meðferð eigin mála.
Kosningarnar nú beina sjónum að frekari sameiningu
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með ólíkindum má
telja, að sveitarfélögin frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar eru
alls átta talsins. Sum þeirra eru svo samvaxin, að aðeins
kunnugur veit hvenær hann fer yfir sveitamörkin. Enginn
vafi er á því, að framtíðin felur í sér nánari samvinnu en
nú er á mörgum sviðum sveitarstjórnarmála á höfuðborgar-
svæðinu. Nægir þar að nefna skipulagsmál, umferðarmál
og náttúruvernd, að ekki sé talað um hvers kyns grunnþjón-
ustu við íbúana. Að sjálfsögðu eiga íbúar höfuðborgarsvæð-
isins kröfu á því, að kostnaði við rekstur og þjónustu sé
haldið í lágmarki, því hann hefur mikil áhrif á lífskjörin.
Varla fer milli mála, að sameining mun skila sér í umtals-
verðum sparnaði fyrir íbúana og jafnframt betri þjónustu.
Eðlilegast er, að Kjalarnes, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og
Kópavogur sameinist Reykjavík í eitt sveitarfélag og enn-
fremur sameinist Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes í
annað.
Ákvörðun um sameiningu sveitarfélaganna á að vera í
höndum íbúanna. Ekki er endilega víst, að bæjarfulltrúar
og starfsmenn sveitarfélaganna hafi mikinn áhuga á sam-
einingu horfist þeir í augu við að missa völd sín eða störf.
íbúarnir þurfa því sjálfir að halda vöku sinni og krefjast
almennrar atkvæðagreiðslu um sameiningu.
GRÍMSEY
GRÍMSEY er grasi vaxinn blágrýtisklettur, rúmir fimm
ferkílómetrar að stærð, og rís af sævargrunni um 40
km norður af Gjögurtá. Norðurheimskautsbaugurinn liggur
um eyna, sem kennd er við Grím landnámsmann. Byggð
hefur þar staðið um aldir. Grundvöllur hennar hefur alla
tíð verið nálægð við gjöful fiskimið. Óhætt er að fullyrða
að Grímsey væri óbyggð án þeirra. Þar býr nú um hundrað
manns, en samfélag eygjarskeggja á í vök að veijast, m.a.
vegna takmarkaðra veiðiheimilda.
I tillögu að ályktun um framtíð byggðar í Grímsey, sem
lögð hefur verið fram á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitar-
félaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, er skorað á stjórn-
völd að hlaupa undir bagga með Grímseyingum og gera
þeim kleift að tryggja afkomu sína. í tillögunni er á það
bent að samfélag það, sem dafnar í Grímsey, eigi sér ekki
landfræðilega hliðstæðu hér á landi. Þegar af þeim sökum
sé það mikilvægt þjóðarheildinni, bæði í félagslegu og
menningarlegu tilliti, en einnig vegna öryggishagsmuna.
Tímabært og réttmætt er að vekja athygli á vanda og
sérstöðu byggðar í Grímsey. Framtíð hennar er ekki hvað
sízt undir því komin að eyjarskeggjar fái að njóta nálægð-
ar við fiskimiðin, sem byggðin hefur frá fyrstu tíð grund-
vallast á.
MORGUNBLAÐIÐ f MORGUNBLAÐIÐ
SJÁVARÚTVEGUR
Samanburður á átta útfærslum veiðigjalds
1 2 3 4 5 6 7 8
Einkenni 20 ára Alm. útboðs- Magn- Forkaups- Hlunninda- Eignarr. Þróunar- Nýsjál.
fyrning markaður kvóti réttur bréf landsm. sjóðsgj. aðferðin
Er kvótinn boðinn upp á markaði Já Já Já Já Já Já Nei Nei
Hlutfall kvóta á markað árlega 8,3-12,5% 12,5% 10-25% 5-10% 100% 100% 0% 0%
Alögunartími 20 ár 11 ár Oár Oár Oár 20 ár Oár Oár
Leigutími 8-12 ár 8 ár 1 ár 1 ár ? ? - -
Gjald á hvert kg Nei Nei Nei Já Nei Nei Já Já
Öllum heimil viðskipti með kvóta Já Já Já Já Já Já Nei Já
Nýliðun auðveldari en í dag Já Já Já Já Já Já Nei Já/Nei
Hafa núverandi handhafar forkaupsrétt Nei Nei Nei Já Já Nei Nei Nei
Hlutfallskvóti eða magnkvóti Hlutfall Hlutfall Magn Hlurfall Hlutfall Hlutfall Hlutfall Hlutfall
Er gert ráð fyrir byggðakvóta Nei Já Já Néi Nei Nei Nei Nei
Er kvótaeign einstakra aðila takmörkuð Nei Nei Nei Nei Nei Nei Nei Já
Hugsanlegar bótagreiðslur ? ? ? ? ? ? Nei Nei
Þróunarsjóðsgjald
auðveldasta út-
færsla veiðigjalds
Sex nemendur við Samvinnuháskólann á Bifröst gerðu samanburðar-
rannsókn á átta útfærslum veiðigjalds án þess að leggja mat á það
sérstaklega hvort rétt væri að taka slíkt gjald upp eða ekki. Jó-
hanna Ingvarsdóttir gluggaði í niðurstöðumar.
MIÐAÐ við núverahdi
kvótakerfi virðist
þróunarsjóðsgjald vera
auðveldasta útfærsla
veiðigjalds hér á landi. Þetta er
niðurstaða sex nemenda í rekstrar-
fræðum við Samvinnuháskólann á
Bifröst sem gert hafa úttekt og
samanburðarrannsókn á ýmsum
útfærslum veiðigjalds í kjölfar
þeirrar miklu umræðu, sem átt
hefur sér stað um veiðigjald hér á
landi. Ekki hefur verið gerð sérstök
úttekt á útfærslu veiðigjalds hér-
lendis. Nokkrar ólíkar útfærslur
hafa komið fram um veiðigjald, en
að baki þeim liggja þó oft sömu
rökin, benda höfundar á.
Verkefnið unnu þau Björg Elsa
Sigfúsdóttir, Hildur Valsdóttir,
Kolfinna Jóhannesdóttir, Kristín
Kjartansdóttir, Rósa Hjartardóttir
og Stefán Sveinbjörnsson. Þau
skoðuðu sérstaklega átta útfærsl-
ur, sem byggjast á núverandi
kvótakerfi og framkvæmdu sam-
anburðarrannsókn á tólf helstu
einkennum þeirra.
Núverandi kvótakerfi byggist á
lögum nr. 38/1990 um stjórn fisk-
veiða. Skv. þeim eru nytjastofnar
á íslandsmiðum sameign íslensku
þjóðarinnar. Markmið laganna er
að stuðla að verndun og hagkvæm-
ari nýtingu nytjastofna og tryggja
með því trausta atvinnu og byggð
í landinu. Talið er að núverandi
kvótakerfi með fijálsu framsali
kvóta hafi skilað árangri í íslensk-
um sjávarútvegi með betri nýtingu
fiskistofna og hagkvæmari rekstri
útgerða. Kvótakerfið hefur aftur á
móti verið gagnrýnt og bent á
aðrar leiðir, sem stuðli að réttlát-
ari skiptingu arðs af sameiginlegri
auðlind sem og hagkvæmari fisk-
veiðistjórnun. Almennt markmið
með veiðigjaldi er að þjóðin fái sem
mestan arð af auðlindareign sinni,
en rökum fyrir veiðigjaldi má
skipta í hagræn rök, réttlætisrök
og lagaleg rök.
Gjaldtaka fyrir afnot
af sameiginlegri auðlind
Höfundar skýrslunnar skil-
greina veiðigjald sem gjaldtöku
tengda úthlutun kvóta fyrir afnot
af sameiginlegri auðlind, óháð því
hvernig tekjunum er ráðstafað.
Þessi skilgreining byggist á því að
menn hafa ekki verið sammála um
það hvort það teljist veiðigjald þeg-
ar gjaldið er eingöngu notað til að
greiða kostnað við sjávarútveginn.
Samkvæmt þessari skilgreiningu
höfunda telst núverandi gjaldtaka
í Þróunarsjóð sjávarútvegsins
veiðigjald. Bent er á að Þróunar-
sjóður sjávarútvegsins hafi frá 1.
september 1996 innheimt gjald af
núverandi handhöfum kvóta. Það
gæti því verið einfaldasta
leiðin við álagningu veiði-
gjalds að kynna hlutverk
sjóðsins betur fyrir al-
menningi og sýna fram á
að hann geti þjónað hlut-
verki veiðigjalds.
Fram kemur í skýrsl-
unni að margir telja að
veiðigjald uppfylli ekki kröfur um
að allir njóti arðsins af sameigin-
legri auðlind ef það rennur beint
til sjávarútvegsins aftur. Höfundar
eru ekki sammála þessari röksemd
og telja að leiða megi rök að því
að þjóðin njóti góðs af þessari notk-
un teknanna ef þannig er litið á
málið að kostnaðurinn af sjávarút-
veginum væri hvort sem er greidd-
ur úr ríkissjóði og þvi njóti þjóðin
arðsins. Þetta mat höfunda byggist
á samanburðarrannsókn þeirra, en
ekki er um að ræða afstöðu þeirra
til þess hvort taka beri upp veiði-
gjald.
Þrenns konar rök
Höfundar benda á að hagrænu
rökin fyrir veiðigjaldi séu þau helst
að gjaldið megi nota til sveiflu-
jöfnunar. Gjaldtaka af fiskimiðun-
um sé hagkvæmari fyrir hagkerfið
en almenn skattlagning hins opin-
bera. Veiðigjald gæti myndað nýj-
an tekjustofn fyrir ríkið og minni
hætta væri á að fiskveiðiarðurinn
færi úr landi.
„Réttlætisrökin eru þau helst
að með veiðigjaldi væri hægt að
innheimta leigu fyrir afnot af sam-
eiginlegri auðlind. Auðlind, sem
sumir telja óréttlátlega skipt þegar
einungis útgerðarmenn fá og hafi
fengið úthlutað kvóta endurgjalds-
laust. Með veiðigjaldi gerir al-
menningur kröfu um að allir njóti
arðsins af auðlindinni, ekki bara
sj ávarútvegurinn.
Lagalegu rökin eru þau að nytja-
stofnar á íslandsmiðum eru sam-
eiginleg auðlind allrar þjóðarinnar.
Úthlutun veiðiheimilda
myndar ekki eignarrétt
eða óafturkallanlegt for-
ræði yfir auðlindinni, en
atvinnuréttindi eru
stjórnarskrárvarin
eignarréttindi,“ segja
höfundarnir sex m.a. í
skýrslu sinni.
Af þeim átta útfærslum, sem
höfundar skoðuðu, er í sex þeirra
gert ráð fyrir að kvóti sé tekinn
af handhöfum, í heild eða að hluta,
og hann settur á uppboðsmarkað.
Tvær útfærslur gera ráð fyrir að
jöfnum kvóta verði úthlutað á
hvern einstakling. Þróunarsjóður
sjávarútvegsins var sérstaklega til
umfjöllunar þar sem því hefur ver-
ið haldið fram að þróunarsjóðs-
gjald sé í raun veiðigjald auk þess
sem nýsjálenska aðferðin var skoð-
uð sem um margt er lík þróunar-
sjóðsgjaldinu. Hér á eftir fara
vangaveltur höfunda um kosti og
galla hinna ýmsu aðferða, sem
rætt hefur verið um í tengslum við
veiðigjald. Bent er á að hér er
ekki um tæmandi úttekt að ræða
þar sem fram hafa komið margar
aðrar athyglisverðar hugmyndir
sem þó eru minna útfærðar.
Með þessari útfærslu segja höf-
undar að lagt sé til að veiðigjald
verði notað sem hagstjórnartæki
til að tryggja stöðugleika með at-
vinnugreinum í landinu. Óstöðug-
leiki í rekstrarumhverfi sjávarút-
vegs er talinn hafa áhrif á eftir-
spurn í hagkerfinu, laun og vexti.
Því er gert ráð fyrir að tekjuaukan-
um af veiðigjaldinu verði beint út
úr hagkerfinu og hann notaður til
sveiflujöfnunar þegar samdráttur
verður í sjávarútvegi. Um þessi
atriði eru skiptar skoðanir, t.d. að
veiðigjald hafi engin umtalsverð
áhrif á gengi. í því sambandi hefur
verið bent á að gengi ráðist fyrst
og fremst af framboði og eftir-
spurn eftir gjaldeyri og veiðigjald
hafi engin áhrif þar á.
Þá hefur því verið velt
upp hvort skynsamlegt
sé að einangra fyrirtæki
og atvinnuvegi frá sveifl-
um þannig að menn hætti
að bregðast við þeim.
Samtök iðnaðarins
eiga hugmyndina að baki
þessari útfærslu og tekur hún mið
af hagsmunum þeirra. Það er því
umhugsunarvert hvort útfærslan
sé ekki of einhliða til að vera hlut-
laus gagnvart öðrum atvinnugrein-
um. Gert er ráð fyrir að þeir sem
hafa kvóta í dag fái 20 ára aðlög-
unartíma og kemur það vissulega
til móts við núverandi handhafa.
Útfærslan verður að teljast einföld
í framkvæmd en í henni felst jafn-
framt nokkur breyting frá núver-
andi kerfi þar sem allur kvóti verð-
ur á endanum settur á opinn mark-
að. Þá felur breytilegt árgjald inn-
an átta til tólf ára leigutíma í sér
óvissu vegna mögulegra sveiflna í
markaðsverði á tímanum.
Almennur útboðsmarkaður
Átta ára leigutími á kvóta ætti
að auðvelda útgerðum áætlana-
gerð fram í tímann fremur en leiga
til eins árs í senn. Það er þó matsat-
riði hvort átta ár séu langur tími
í jafn fjármagnsfrekri atvinnugrein
og sjávarútvegur er. Möguleikinn
á að tengja tilboð í kvóta verði á
afurðum, úthlutuðum kvóta og olíu
dregur úr áhættu þar sem það
gerir útgerðum kleift að tryggja
sig fyrir mögulegum sveiflum í
verði aðfanga á leigutímanum.
Þetta tilboðskerfi virðist flókið og
trúlega yrði erfitt að ná sátt um
hvernig tilboð einstakra aðila yrðu
borin saman þegar útboð kvóta
færi fram.
Tímabundinn byggðakvóti felur
í sér aðlögun fyrir landsbyggðina
að kerfinu. Spurningin er hvort um
sé að ræða takmörkun á frjálsu
framsali á kvóta sem
bundið er í núverandi lög
um stjórnun fiskveiða.
Hugmyndir um byggða-
stefnu með útfærslu
veiðigjalds eru allrar at-
hygli verðar. Það ber þó
að hafa í huga að ekki
er einhugur um byggðastefnu á
íslandi þannig að þessi hugmynd
færi væntanlega eftir afstöðu
stjórnvalda hveiju sinni. Mörkun
byggðastefnu samfara veiðigjaldi
kæmi vissulega til mótvægis við
niðurstöður Hagfræðistofnunar ís-
lands um að álagning veiðigjalds
myndi hækka heildarskattbyrði í
öllum kjördæmum landsins öðrum
en Reykjavík og Reykjaneskjör-
dæmi.
Magnkvóti
í þessari útfærslu er í upphafi
gengið út frá núverandi kvóta
hvers útgerðaraðila og veldur kerf-
ið því lítilli röskun þótt því væri
skyndilega komið á. Handhafar
kvóta geta verið vissir um að halda
alltaf 85% af núverandi kvóta fyr-
ir næsta ár á eftir. Það geta þó
komið ár þegar þarf að minnka
heildarkvótann um meira en 15%
og þá er mælst til þess að útgerða-
Að baki
ólíkum út-
færslum
liggja oft
sömu rökin
IMytjastofn-
ar á íslands-
miðum eru
sameign þjóð-
arinnar
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1997 31
raðilar fái greitt fyrir slíka minnk-
un sem myndi valda því að veiði-
gjald væri orðið að kostnaði hjá
hinu opinbera í stað tekna.
Lagt er til að öllum íslenskum
einstaklingum og lögaðilum verði
fijálst að eiga kvóta sem ætti að
auðvelda nýliðum aðgang frá því
sem nú er. Spurning er hvort árleg
fyrning kvóta um 15% myndi nægj-
anlegt framboð á markaði til að
nýliðar eigi greiðari aðgang. Þar
sem þetta kerfi byggist á þyngd
en ekki hlutfalli í heildarkvóta
verður að huga vel að hver viðmið-
unarþyngdin á að vera í upphafi.
Ef of mikilli þyngd er úthlutað í
byrjun gæti það reynst ríkissjóði
kostnaðarsamt í framtíðinni. Hug-
myndir um mörkun byggðastefnu
samhliða veiðigjaldi eru einna mest
útfærðar með þessari aðferð. Vald-
dreifing á sér stað til einstakra
byggðarlaga auk þess sem tekjur
af kvótasölu myndu styrkja þær
fjárhagslega. Það að skipta kvóta
t.d. í heimalöndunar- og útflutn-
ingskvóta myndi gefa möguleika á
að styrkja landvinnsluna sérstak-
lega.
Forkaupsréttur
Forkaupsrétturinn tryggir
stöðugleika að því leyti að hand-
hafar kvóta eiga möguleika á að
halda 90-95% af réttindum sínum
milli ára þó með því að greiða
15-25% af markaðsverði. Þetta
gerir útgerðinni hægara um vik
að gera framtíðaráætlanir og
rekstraröryggi útgerð-
arinnar er að mestu
tryggt.
Útfærslan gerir ráð
fyrir að allar útgerðir
greiði nánast sama
verð fyrir kvóta ólíkt
núverandi kerfi þar
sem sumir stunda veiðar með að-
keyptum kvóta á meðan aðrir hafa
fengið sinn kvóta endurgjaldslaust.
Kerfið leiðir til þess að þeir einir
eignast kvóta sem stunda veiðar
þar sem forkaupsréttur tapast ef
kvóti er leigður út. Þannig má
segja að hamlað sé gegn því að
aðilar, sem ekki eru í útgerð sjálf-
ir, geti haft kvóta og stundað við-
skipti með hann. Þetta gæti orðið
til þess að draga úr leiguviðskipt-
um með kvóta.
Hlunnindabréf
settur á markað á fyrsta ári heldur
afskrifaður á 20 árum sem gefur
handhöfum hans aðlögunartíma að
kerfinu.
Þróunarsjóðsgj ald
Margir eru þeirrar skoðunar að
þróunarsjóðsgjaldið sé ekki veiði-
gjald á þeim forsendum að tekjur
af því eru notaðar til að greiða
kostnað af sjávarútveginum. Skv.
skilgreiningu okkar er veiðigjald
óháð ráðstöfun teknanna og því
er hér um eina útfærslu veiðigjalds
að ræða. Stjórnvöld geta ráðið því
hver upphæð gjaldsins er hveiju
sinni og með hliðsjón af úthlutuð-
um kvóta má áætla nákvæmlega
þær heildartekjur sem gjaldið skil-
ar. í þessari útfærslu er enginn
kvóti boðinn upp á markaði og því
tekur hún ekki til verðmyndunar á
kvóta eða breytinga á hlut núver-
andi handhafa kvóta.
Veiðigjald í formi núverandi þró-
unarsjóðsgjalds þýðir að miðstýr-
ing stjórnvalda er til staðar.
Stjórnvöld geta ákveðið gjaldið
einhliða sem gerir þeim kleift að
beita gjaldinu til sveiflujöfnunar í
sjávarútvegi. Með því að takmarka
ráðstöfun teknanna við sjávarút-
veginn er hinsvegar ekki hægt að
nota þær beint til að greiða niður
erlendar skuldir eða efla aðrar at-
vinnugreinar.
Lögin um þróunarsjóðsgjald
koma í veg fyrir að gjaldið sé not-
að í annað en kostnað tengdan sjáv-
arútvegi og því vaknar sú
spurning hvort öll þjóðin
njóti fiskveiðiarðsins. Leiða
má rök að því að þjóðin
njóti góðs af þessari notkun
teknanna ef litið er þannig
á málið að kostnaðurinn af
sjávarútveginum væri hvort
sem er greiddur úr ríkissjóði og því
njóti þjóðin arðsins.
Benda má á þann möguleika að
útfæra þróunarsjóðsgjaldið á þann
hátt að gjaldið rynni ekki beint til
sjávarútvegsins aftur, eins og það
gerir í dag. í því sambandi þyrfti
lagabreytingu varðandi hlutverk
sjóðsins. Þá mætti hækka gjaldið
þannig að það næði að greiða allan
kostnað tengdan sjávarútvegi og
jafnvel umfram þann kostnað. Þetta
yrði þó væntanlega að skoðast í
samhengi við afkomu sjávarútvegs.
Þjóðin fái
sem mestan
arð af auð-
lindareign
sinni
í þessari útfærslu er tryggt að
landsmenn njóti á sýnilegan hátt
arðs af sameign þjóðarinnar með
útgáfu hlunnindabréfa til hvers
einstaklings. Með því að setja bréf-
in á markað og ákveðinn hluti renni
beint til ríkisins skapast möguleiki
á nýtingu veiðigjalds sem hag-
stjórnartækis. Þá er afkoma út-
gerða tryggð með forleigurétti en
sú hugmynd kallar á laga-
setningu ef komið yrði á
fijálsum uppboðsmarkaði
með kvóta. Þessi útfærsla
getur aftur á móti orðið
flókin í framkvæmd og
kostnaðarsöm. í því sam-
bandi má nefna að þörf ....
væri á víðtækari kynn-
ingu og gefa þyrfti út um það bil
200 þús. hlunnindabréf árlega.
Engar hugmyndir koma fram um
fyrirkomulag uppboðsmarkaðar,
en kostnaður yrði væntanlega tals-
verður og óvíst er hve mikill arður
skilaði sér til þjóðarinnar.
Eignaréttur landsmanna
Þessi útfærsla er í grófum drátt-
um eins og „hlunnindabréf" á alla
landsmenn. Hér er þó ekki um það
að ræða að ríkið fái til sín hluta
af arði auðlindarinnar. Eignaréttur
stofnast við fæðingu í stað kosn-
ingaréttar og því verða hlutabréfin
mun fleiri en í fyrri útfærslunni. Á
móti kemur að útfærslan er vænt-
anlega hagstæðari fyrir barnmarg-
ar fjölskyldur. Hún tekur ekki á
því hvernig arðgreiðslur skuli
ákveðnar, hver skuli ákveða upp-
hæð þeirra eða hvernig viðskiptin
fari fram. Kvótinn er ekki allur
Veiðigjald
er óháð því
hvernig tekj-
unum er ráð-
stafað
Nýsjálenska aðferðin
Rökin að baki veiðigjaldi Ný-Sjá-
lendinga voru m.a. að ríkið fengi
til baka frá atvinnugreininni útlagð-
an kostnað vegna fiskveiðistjórnun-
ar og rannsókna. Á árunum 1989-
1993 náði veiðigjaldið ekki að
greiða kostnað af sjávarútveginum.
Að þessu leyti hefur kerfið ekki
skilað þeim árangri sem ætlast var
til í upphafi. Þar sem
upphæð veiðigjaldsins
miðast við markaðsvirði
kvótans hveiju sinni get-
ur ríkið ekki vitað fyrir-
fram hve miklum tekjum
það skilar árlega.
“““Önnur röksemd fyrir
veiðigjaldi Ný-Sjálend-
inga er að það sé eðlilegt endur-
gjald til samfélagsins sem eiganda
auðlindarinnar. Þar sem veiðigjald-
ið er notað til að greiða kostnað
af einni atvinnugrein, er það álita-
mál hvort hægt er að segja að
arðurinn fari til samfélagsins í
heild. Það má ætla að arðurinn
skili sér óbeint til samfélagsins þeg-
ar ríkið ber minni kostnað en ella.
Lagalega séð ætti þessi útfærsla
ekki að vera fiókin í framkvæmd
hér á landi með það í huga að nú
þegar er greitt gjald af úthlutuðum
kvóta í Þróunarsjóð sjávarútvegsins
sem ráðstafað er til sjávarútvegs-
ins. Hinsvegar er það gjald ákveðin
upphæð en ekki miðað við markaðs
virði kvótans. í ljósi þess að kvóti
er framseljanlegur á íslandi væri
hægt að nota ákveðið hlutfall af
markaðsvirði kvótans eins og gert
er á Nýja-Sjálandi, segja höfundar
í 'úttekt sinni.
Skipulags- og byggingarlög
samþykkt á síðasta Alþingi
Skipulagsstj órn
ríkisins verður
lögð niður
EGAR skipulags- og bygg-
ingarlög, sem sett voru á
síðasta Álþingi, taka gildi
í upphafi næsta árs verður
skipulagsstjórn ríkisins lögð niður
og nafni Skipulags ríkisins breytt í
Skipulagsstofnun. Frumkvæði og
ábyrgð af gerð aðalskipulags og
deiliskipulags verður flutt til sveitar-
félaga frá stofnunum ríkisins og
aukin áhersla lögð á kynningu til-
lagna og málsmeðferð.
Að stofni til eru gildandi skipu-
lagslögfrá árinu 1964. Stefán Thors,
skipulagsstjóri ríkisins, segir að í
lögunum hafi verið gert ráð fyrir því
að skipulagstjórn ríkisins eigi frum-
kvæði að og beri ábyrgð á gerð aðal-
skipulags og deiliskipulags. Undan-
farin ár hafi þróunin orðið allt önnur
og í þá átt að auka frumkvæði og
ábyrgð sveitarfélaganna í
skipulagsmálum og ein-
falda meðferð skipulags-
og byggingarmála.
Með nýju lögunum er
þessi þróun staðfest,
skipulagsstjórn er lögð
niður og verkefni hennar falin ann-
ars vegar sveitarfélögunum og hins
vegar Skipulagsstofnun, eins og
Skipulag ríkisins mun heita eftir
gildistöku laganna, án þess að breyt-
ingin leiði til teljandi breytinga á
mannahaldi og stöðu þeirrar stofn-
unar að því er Stefán Thors telur.
Skipulagsstjórn lögð niður
lags þar sem kveðið er nánar á um
útfærslu aðalskipulags, m.a. varð-
andi einstakar lóðir og byggingar á ^
þeim. Við staðfestingu deiliskipulags
er sveitarfélagi eingöngu skylt að
senda skipulagsstofnun gögn máls-
ins ásamt athugasemdum og um-
sögnum um þær og einnig skal senda
þeim sem gerðu athugasemdir um-
sögn sveitarfélags.
Nýju lögin létta fleiri verkum af
umhverfisráðherra varðandi stað-
festingu skipulags því stofnuð verður
sérstök þriggja manna úrskurðar-
nefnd skipulags- og byggingarmála
til að kveða upp úrskurði í ágrein-
ingsmálum. Úrskurðir nefndarinnar
eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslu-
stigi, sem þýðir að þeir verða ekki
kærðir til ráðherra heldur aðeins
bornir undir dómstóla.
í stað þess að kæra t.d.
veitingu byggingarleyfis
sem fólk telur brjóta í
bága við deiliskipulag tii
umhverfisráðherra ber
samkvæmt lögunum að
senda kæru þessari úr-
skurðamefnd og undir hana má einn-
ig bera erindi sem til þessa hafa
verið send ráðherra um hvort rétt
sé staðið að afgreiðslu og auglýsingu
skipulagstillögu. Niðurstaða nefnd-
arinnar á almennt að liggja fyrir ;
eftir 2 mánuði og í flóknustu málum
ekki síðar en þremur mánuðum eftir
að kæra barst.
Aukið frum-
kvæði og
ábyrgð sveit-
arfélaga
Til þessa hafa sveitarstjórnir þurft
að óska heimildar skipulagsstjórnar,
sem er fimm manna ráð, skipað m.a.
húsameistara ríkisins, vegamála-
stjóra og vita- og hafnarmálastjóra,
til að auglýsa tillögu að skipulagi.
Með nýjum lögum verður skipulags-
stjórn lögð niður eins og fyrr sagði
og auglýsing skipulagstillögu verður
verkefni sveitarfélagsins sjálfs og á
ábyrgð þess en Skipulagsstofnun
verður falið eftirlitshlutverk, sem
felst í því að fara yfir hvort unnið
hafi verið að gerð og kynningu skipu-
lagsins í samræmi við lög og reglur.
„Hlutverk stofnunarinnar verður
stuðningur við starf sveitarfélaga og
um leið ákveðið eftirlit, sem á ekki
síst við form málsins, s.s. hvort
skipulagstillögur séu auglýstar á
áberandi stað, þeim sem eiga hags-
muna að gæta sé gefinn
kostur á að kynna sér mál-
ið og hvort það sé ekki ör-
ugglega fjallað um allar
athugasemdir sem fólk
kann að hafa gert við
skipulagstillögur. Þannig
má segja að það sé verið
að auka réttaröryggið og leggja
meiri áherslu á kynningarþáttinn
fýrir almenning,“ segir Stefán Thors.
„Þetta er sá andi sem unnið hefur
verið eftir að skipulagsmál séu fyrst
og fremst mál sveitarfélaganna, þau
vinni skipulagsvinnuna en við eigum
að styðja og veita leiðbeiningar."
Dregið úr afskiptum
ráðherra
Að fenginni umsögn Skipulgs-
stofnunar um þessa formhlið skipu-
lagsvinnunnar og -kynningarinnar
fær umhverfisráðherra skipulag til
staðfestingar, þ.e. ef um er að ræða
aðalskipulag sveitarfélags eða svæð-
isskipulag, þ.e.a.s. skipulagsáætlun
sem tekur yfir fleira en eitt sveitarfé-
lag til að samræma stefnu og fram-
kvæmdir á því svæði.
Ekki þarf hins vegar að koma til
kasta ráðherra ef um að ræða deli-
skipulag, þ.e.a.s. skipulagsáætlun
byggða á aðalskipulagi fyrir afmark-
aða reiti, eða hverfi, innan sveitarfé-
Möguleikar á auknum áhrifum
almennings
Stefán Thors segir að það sé eitt
meginatriði nýju laganna um skipu-
lags- og byggingarmál að kynning-
arþáttur skipulags sé markvissari og
skýrari en áður og að möguleikar
almennings á að hafa áhrif og koma
athugasemdum á framfæri séu bætt-
ir frá því sem verið hefur.
„í gildandi lögum segir að sveitar-
stjórn eigi að auglýsa skipulagstil-
lögu eins og venja hefur verið um
auglýsingu skipulagsyfirvalda á við-
komandi stað, þannig að þess vegna
hefur verið hægt að hengja upp í
kaupfélaginu eða birta í Lögbirtinga-
blaðinu auglýsingu sem engin tekur
eftir en nú er lögð áhersla á fleiri
en eina kynningu í upphafi meðan
tillagan er að mótast og skýrt tekið
fram í lögunum að slíkar
auglýsingar þurfi að birta
á áberandi hátt,“ segir
Stefán.
Nýju lögin eru byggð á
frumvarpi sem samið var
í samvinnu umhverfis-
ráðuneytis, Skipulags rík-
isins og Sambands íslenskra sveitar-
félga og hlaut ítarlega meðferð hjá
umhverfisnefnd Alþingis. Þau leysa
ekki aðeins af hólmi skipulagslögin
frá 1964 heldur einnig byggingarlög
frá 1978.
Stefán Thors segir að þetta hafi
þótt nauðsynlegt vegna þess að milli
þessara málaflokka hafí verið stórir
og miklir tengifletir en ekki samræmi
milli hugtaka og skilgreininga.
Raunar hafi verið stefnt að því að
fjalla í sömu lögum um mat á um-
hverfisáhrifum en á síðasta stigi við
samningu frumvarpsins, var því fre-
stað. Stefán Thors segir að hins veg-
ar tengsl milli margra atriða í endar^
legri gerð skipulags- og byggingar-
laga og laganna um mat á umhverf-
isáhrifum. T.d. hafi nú verið lögfest
að við gerð skipulagsáætlunar skuli
meta áhrif þeirrar heildarstefnu sem
mótuð er í aðalskipulagi á umhverfið
en ekki láta við það sitja að meta
umhverfisáhrif einstakra fram-
kvæmda. ^
Urskurðar-
nefnd skipu-
lags- og bygg-
ingarmála