Morgunblaðið - 07.06.1997, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1997 37
JÓN
GUÐMUNDSSON
+ Jón Guð-
mundsson
fæddist í Fjalli á
Skeiðum 3. nóv-
ember 1919. Hann
lést á hjartadeild
Sjúkrahúss Reykja-
vikur 1. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðmundur Lýðs-
son frá Hlíð í Gnúp-
veijahreppi, bóndi
í Fjalli frá 1902, f.
17. apríl 1867, d. 8.
mars 1965, og kona
hans Ingibjörg
Jónsdóttir frá Holti í Stokks-
eyrarhreppi, f. 14. júlí 1883,
d. 18. maí 1965. Systkini Jóns
eru Ingibjörg, f. 20. nóvember
1904, d. 22. maí 1989, bókari,
búsett í Reykjavík, Aldís, f. 20.
maí 1906, d. 11. júní 1972, hús-
freyja í Fjalli, Lýður, f. 11. febr-
úar 1908, d. 11. september
1981, bóndi í Fjalli, Sigríður
Guðrún, f. 1. apríl 1911, hús-
freyja í Fjalli, Guð-
finna, f. 25. júli
1915, húsfreyja í
Fjalli, maki Valdi-
mar Bjarnason, f.
23. mars 1911, d. 20.
september 1964,
bóndi í Fjalli.
Eftir Barnaskóla-
nám fór Jón til náms
í Héraðsskólann á
Laugarvatni og síð-
an í Samvinnuskól-
ann. Þá fór hann og
til námsdvalar og
starfa í Bandaríkj-
unum árið 1951.
Árið 1944 tók Jón við búi for-
eldra sinna í Fjalli ásamt systk-
inum sínum, þeim Lýð, Aldísi
og Sigríði, og bjó þar til dauða-
dags. Þá stundaði Jón umfangs-
mikil fræðistörf, þar á meðal
ættfræði, og ýmiskonar sagna-
ritun og þýðingar.
Útför Jóns fer fram frá Skál-
holtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast frænda míns, Jóns í
Fjalli, er nú hefur kvatt heim þenn-
an eftir stutta sjúkrahúsvist. Hugg-
un er þó okkur sem eftir lifum, að
hann fékk að fara snögglega og
þurfa sem minnst að vera upp á
aðra kominn, enda var það andstætt
hans hugarfari að vera öðrum byrði.
Til hinstu stundar fékk Jón að
halda heilli hugsun, þó líkamlegt
þrek væri farið að bila og hann
gerði sér fyllilega grein fyrir að
hverju dró hjá sér og skýr voru þau
skilaboð, sem hann bað mig fyrir
til Sigríðar systur sinnar tveimur
dögum fyrir andlát sitt orðrétt:
„Segðu henni Siggu frá mér, að það
geti dregist eitthvað að ég komi
heim.“ Svona var Jón, allt hnitmið-
að og yfirvegað, sem frá honum
kom, hvort heldur var í töluðu eða
rituðu máli.
Þegar ég man fyrst eftir mér
bjuggu í vesturbænum Jón og Lýð-
ur, Disa og Sigga og svo afi og
amma og gott þótti okkur systkin-
unum að skreppa vestur í bæ og
sækja okkur aukna athygli, eins og
bama er háttur og man ég að ekki
skildi ég alltaf tilsvörin hjá Jón, en
lærðist síðar að þetta voru tilvitnan-
ir fornra fræða, en þá þegar var
hann orðinn afar upptekinn af fræði
og ritstörfum.
Skaphöfn Jóns var einstök og
sást ekki skipta skapi, var spar á
sterk lýsingarorð, en þeir sem
þekktu hann fundu að hann hagaði
orðum sínum á annan veg ef honum
mislíkaði eitthvað, en ekki var rost-
inn eða hávaðinn. Jón hafði bæði
áhuga og yndi af félagsmálum,
virkur félagi og stjórnarmaður
fjölda félaga og samtaka, svo og
skoðunarmaður reikninga margra
félaga og fyrirtækja. Þá aðstoðaði
Jón fjölmarga við gerð á skattfram-
tölum, enda töluglöggur svo af bar.
Jón ferðaðist mikið til útlanda,
einkum sólarlanda eftir að þær ferð-
ir hófust um ofanverðan 7. áratug-
inn, þá gjarnan um jól og áramót
og oft aðra ferð að sumrinu til
Kanada eða Mið-Evrópu eftir að
umsvif í búskap drógust saman hjá
honum. Þá eyddi hann ómældum
tíma í skógarlundinum í Fjalli og
vildi hlúa að honum sem best, dvaldi
þar löngum stundum nú síðari ár á
góðviðrisdögum.
Ríka löngun hafði Jón til að bú-
reksturinn gengi sem best í Fjalli
og miðlaði oft af sínum viskubrunni
svo_ það mætti verða.
Ég vil þakka Jóni nábýlið hér í
Fjalli, sem aldrei bar skugga á. Það
verður fátæklegra að eiga ekki
lengur von á að hann komi í ijósið
á mjaltatíma í stutt spjall eða til
að tylla sér niður inni í skemmu
hjá mér og ræði málefni líðandi
stundar og það sem efst er á baugi
í þjóðmálunum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafði þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Blessuð sé minning Jóns Guð-
mundssonar.
Bjarni Ofeigur Valdimarsson,
Fjalli.
Vinur minn og frændi, Jón Guð-
mundsson í Fjalli, varð allur fyrr
en ég hélt. Við vorum í miðjum
klíðum að koma út þáttasafni eftir
Jón sjálfan, sem nú verður eins
konar minningarrit um hann. Þar
fjallaði Jón um ættaijörðina og stór-
býlið Fjall og búskap foreldra sinna
þar, einnig um mesta ríkismann
Skeiðamanna, Ófeig ríka í Fjalli,
og misskildasta gáfumennið, séra
Brynjólf á Ólafsvöllum.
Það er sárt að sjá ekki verk sín
í lifanda lífi. Slíkt auðnaðist þó
stjörnufræðingnum Kóperníkusi, er
kom til hans á banabeði bók hans
um sólkerfíð. En í formálanum
drógu prélátar margt til baka af
kenningum hans. Það náði Kópern-
íkus ekki að lesa. Dó hann því glað-
ur maður.
Jóni í Fjalli var annt um sitt óð-
alssetur og setti það í fyrirrúm í
lífi sínu. Foreldrar hans, Guðmund-
ur Lýðsson frá Hlíð og Ingibjörg
Jónsdóttir frá Holti, bjuggu stóru
búi í Fjalii og sagði Jón mér margt
af þeim. Bújörðin var farin að hrekj-
ast nokkuð milli afkomenda Ófeigs
ríka. Guðmundur í Hlíð hafði mikla
náttúru til búskapar, einkum
sauðfjárræktar, og sá að hann
gæti ekki haft svigrúm í Hlíð til
búskapar á móti Páli bróður sínum
sem kvæntist fyrr. Guðmundur
hafði brennandi þrá til að vinna að
fjárræktarmálum og hafði dijúga
menntun til þess: Hann hafði verið
með Þingeyingum. Og nú brá þessi
sunnlenski bóndason á það ráð -
með tvær hendur tómar og ennþá
konulaus - að kaupa hálft stórbýlið
Fjall árið 1902. Þar var svo rekið
fjárræktar- og kynbótabú meðan
stuðningur fékkst.
Ég spurði Jón nýlega hvemig fað-
ir hans hefði klofíð þetta ljárhags-
lega. „Hann seldi hross,“ svaraði
Jón. Slík var fjármálagáfa Guð-
mundar og íjölhæfni í búskap að
hann seldi frá sér heilu stóðin meðan
aðrir sátu uppi með hross sín óseld.
Fjallsheimilið varð víðfrægt og
foreldrar Jóns bjuggu alltaf góðu
búi. Bömin vom mörg og heimilið
var fjölmennt. Guðmundur var mjög
framfarasinnaður og er mælt að
mest hafí um hann munað er lán-
tökur hófust vegna gerðar Skeiðaá-
veitunnar. Engan veginn sýndist
Skeiðaáveitan í sjálfri sér gróðaveg-
ur. Jón taldi þó að þeirri fram-
kvæmd hefði verið úthúðað að
ósekju. Skeiðamenn höfðu þaðan í
frá lært að vinna saman að mörgum
öðrum framfaramálum: ræktun og
framræslu, öflun kalda vatnsins og
virkjun þess heita. Margir lögðu þar
hönd á plóg alla þessa öld í gegn.
En ég hygg að Guðmundur í Fjalli
hafí fyrstur beitt plógnum fyrir og
haslað sveitungum sínum þann
mikla framfaravöll sem Skeiða-
hreppur varð.
Ékki veit ég hvort hugur Jóns
hefur nokkurn tíma hvarflað frá
Fjalli í alvöru. En hann var yngsta
barn foreldra sinna og allir báru
þennan bráðgjörva svein á höndum
sér. Honum var ætluð skólaganga
og í Laugarvatnsskóla sat hann
1937-1939 og lauk þaðan héraðs-
skólaprófí. Dreif hann sig þaðan
beint í Samvinnuskólann og lauk
samvinnuskólaprófí 1941. Tíu árum
síðar fór hann til Bandaríkjanna í
landbúnaðarnám á vegum Efna-
hagssamvinnustofnunar Bandaríkj-
anna. Hann kom þaðan með ágæta
enskukunnáttu, sem honum nýttist
vel við utanfarir sínar, því Jón í
Fjalli varð einn mesti heimsborgari
sem ég hefi þekkt.
Hann hóf formlegt félagsbú í
Fjalli 1944 með systkinum sínum,
Aldísi, Lýði, og Sigríði. Á hálflend-
unni hóf Guðfinna systir þeirra
búskap með manni sínum Valdimar
Bjamasyni frá Hlemmiskeiði. Þá
voru þau Ingibjörg og Guðmundur
enn á lífí og er mér sagt að svo
hafi heimilið verið fastmótað að
fáir hafí vitað um ábúðarskiptin.
Hefð var á verkaskiptingu, auðvitað
hvergi bókuð. Sigríður sá um allt
innanhúss, Lýður hafði forsögn um
útiverk. Hann gaf sig lítt að verkum
út á við, en var forkur duglegur
heima, hestamaður frábær svo enn
í mörg ár var hestakynið í Fjalli
víðfrægt og eftirsótt. Aldís réð á
sinn hljóðláta hátt öllu á heimilinu.
En hennar naut skemmst við þeirra
systkina.
í hlut Jóns kom að sjá um allt
utan heimilis, aðdrætti og allt það
sem gera þurfti í félagsmálum,
búsins vegna og umhverfisins. Þar
reyndist Jón ákaflega vel verki far-
inn en of seint á ævinni fannst mér
hann fá þann trúnað í félagsmálum
sem honum bar. Hann lét veiðimál
Ámesinga mikið til sín taka, sat í
stjórn Veiðifélags Árnesinga frá
1973, lengst af þeim tíma ritari
stjórnar. Þann 1. maí 1968 stofnaði
Jón, ásamt mörgum öðrum veiði-
bændum, Félag veiðiréttareigenda
á Suðurlandi og var formaður þess
félags meðan það starfaði. Jón varð
félagskjörinn endurskoðandi Mjólk-
urbús Flóamanna 1977 og hætti
þar sem skoðunarmaður 1996.
Hann var í skattanefnd Skeiða-
hrepps 1943-1963 og formaður
skólanefndar þar 1950-1958. Próf-
dómari var hann við barnaskólann
á Brautarholti frá 1965 og lengi
áfram. Mikla vinnu lagði Jón í út-
gáfu Sunnlenskra byggða sem Bún-
aðarsamband Suðurlands gaf út
eftir 1980. Sat hann þar í ritnefnd,
fylgdist vel með öllu sem að Árnes-
sýslu laut og skrifaði sjálfur lýsingu
Skeiðahrepps og gerði ábúendatal
og bæjalýsingar. Hann sat einnig í
ritnefnd „Flóabúsins", sögu Mjólk-
urbús Flóamanna er út kom 1989,
og skrifaði þá bók ásamt okkur
Sigurgrími Jónssyni í Holti. Hann
skrifaði margt annað eins og sést
í yfirliti hér í upphafi.
Jón var fræðimaður af guðs náð
og hefði eins getað lært til sagn-
fræðings og haslað sér þar enn
meiri völl. Langt í frá hafa öll skrif
hans birst á prenti. Fyrr lánaði
hann mér dagbækur sínar þar sem
hann hafði krotað inn margar sög-
ur. Þær tíndi ég til í mikla skrifaða
bók, sem ég nefndi „Fjallsbók" og
er verðug útgáfu að hentugum tíma
liðnum, þegar vissar sögur hætta
að persónugerast en lifa í sjálfum
sér. Jón fylgdist mjög vel með fund-
um og félagsmálum okkar Sunn-
lendinga og var mjög fijór og til-
lögugóður í öllum nefndastörfum.
Hann gerði grein fyrir skoðunum
sínum í mæltu máli; var þá stundum
stirðmáll af stað og mátti ekki við
mörgum hvellandi gösprurum, en
menn mátu orð hans mikils enda
framsett af miklu viti og hógværð.
Jón átti afburða gott fræðibókasafn
og miklar uppskriftir frá fyrri árum
sínum. Gott var að leita til hans
og hann lánaði stundum bækur og
handrit um of. Á síðustu tímum var
hann farinn að gefa vinum og
frændum margt fágæti úr safni
sínu, því hann vildi að bækur fengju
að lifa.
Áhugamál Jóns í Fjalli voru fjöl-
mörg og aldrei að vita hvar hann
bar niður. Skógrækt var eitt hans
besta áhugamál og bar honum gjöf-
ulan ávöxt. Vorið 1953 fóru Skeiða-
menn í flokkum um sveit sína og
gróðursettu í heimareiti. Einn best
heppnaði reiturinn er nú í Fjalli og
lét Jón sér mjög annt um hann.
Og meira en það. Þar sýndi hann
best ást til foreldra sinna með því
að láta myndhöggvarann Helga
Gíslason forma andlitsmyndir
þeirra í eir og festa svo á stuðla-
bergsdranga. Þótt ekki hefði annað
komið til mun þetta tvennt, skógar-
hlíðin í Fjalli og minningamörk for-
eldranna, halda nafni Jóns lengi á
lofti.
Jóni í Fjalli auðnaðist ekki að
deyja heima í Fjalli. En þar verður
aska hans lögð í mold í heimagraf-
reit ættmenna hans efst í Fjalls-
túni. Á þeim fagra stað horfa menn
hátt til himins eins og það Fjalls-
fólk gerir allt.
Páll Lýðsson.
Kynni okkar Jóns Guðmundsson-
ar í Fjalli urðu löng. Það mun hafa
verið sumarið 1960, er ég var lækn-
ir í Laugarási, að við Jón sáumst
fyrst. Hann kom ríðandi í hópi
kunningja, sem voru að heimsækja
mig. Þeir höfðu komið á hestunum
frá Fjalli upp með Hvítá, vestan
Vörðufells, og ugglaust höfðu þeir
bræður, Lýður (d. 1981) og Jón,
lagt til flest hrossin. Þessi för varð
upphafið að löngum og góðum
kynnum við þá bræður og systur
þeirra í Fjalli, Aldísi, Guðfinnu og
Sigríði svo og Ingibjörgu, sem lengi
starfaði í Ríkisbókhaldi. Af þeim
systkinum lifa nú einungis Sigríð-
ur, sem haldið hefur heimili með
Jóni heitnum, bróður sínum, í Fjalli
hin síðari ár, og Guðfinna, en hún
dvelst á sjúkrastofnun á Selfossi.
Guðfinna var hin eina þeirra systk-
ina, sem festi ráð sitt og átti börn.
Bjarni, sonur hennar, býr nú í Fjalli
og fjölskylda hans og reka þau þar
eitt besta bú á Suðurlandi. Raunar
sagði Jón mér eitt sinn, að Fjall á
einni hendi væri ein albesta bújörð
á Suðurlandi og er það áreiðanlega
nærri lagi.
Frá fyrstu kynnum okkar Jóns
vakti hlýja hans og hlýleiki athygli
mína og það í þeim mæli, að gott
var að vera í návist hans. Þá var
hjálpsemi hans einstök. Smám sam-
an fór því svo, að við leituðumst
eftir að hittast eins oft og tækifæri
gafst. Það varð og að vana, að við
eyddum saman einum eða fleiri
dögum á hverju sumri til þess að
fara í heimsóknir eða skoðunarferð-
ir. Er mér minnisstætt, að eitt
haustið vorum við tvo daga að
ganga um Árnes og löndin þar í
grennd, austan og vestan Þjórsár.
Síðasta skoðunarferð okkar var í
hittifyrrasumar að gamla feiju-
staðnum við Sandhóla. Þekking
Jóns á stórvatnsföllunum Hvítá og
Þjórsá og feijustöðum og vöðum á
þeim var afar víðtæk. Sama gilti
um ár, sem í þær renna. Þetta sann-
aði ég eitt sumar, þegar ég þurfti
að rafveiða seiði í Stóru-Laxá og
Dalsá í rannsóknaskyni og hann
hélt mér félagsskap.
Annað svið, sem Jón hafði mjög
gaman af og var stórfróður á, var
ættfræði. Hann hafði svo á hrað-
bergi ættir manna, allt í fímmta eða
sjötta lið, að undrum sætti. Mér
fannst stundum sem Jón vissi allt
um alla, bæði skráð og ekki skráð,
en þagmælska hans um hagi fólks
var jafnframt mikil.
Mér fannst sérlega gott að hafa
Jón með í för, ef ég þurfi að leita
til manna, sem hann þekkti fyrir,
en ég ekki. Á slíkum stundum var
það alla jafna svo, að Jón sagði
ekki margt. Hlýja hans og návist
öll naut sín þá vel og mér fannst
sem það eitt nægði til þess að hnika ”
málum í rétt far. Það er því ekki
að undra, að Jón væri maður eftir-
sóttur til félagsstarfa. Hann sat
m.a. í mörg ár í kirkjuráði og var
einn af forsvarsmönnum í Veiðifé-
lagi Árnesinga.
Af Jóni hefði mátt gera marga
menn eins og sagt hefur verið um
frægan mann í íslandssögunni.
Hann hefði getað orðið lærður ætt-
fræðingur eða sagnfræðingur og
líklega fortaksgóður lögfræðingur
og án efa góður læknir, en trúlega
hefði hann best sómt sér sem dipló-
mat á erlendri grundu. Þessum fleti
á Jóni kynntumst við hjónin, þegar
hann var hjá okkur í Jónshúsi í «:
Kaupmannahöfn um hríð sumarið
1975. Hlutskipti Jóns var hins veg-
ar að vera bóndi í Fjalli. Hann sett-
ist þar með systkinum sínum í gró-
ið bú foreldra þeirra og rak þar
lengi með þeim góðbú. Var og eng-
inn efi, að jörðin Fjall átti afar föst
ítök í honum.
Liðlega tvítugur setist Jón í Sam-
vinnuskólann, sem þá var víst ein-
ungis eitt ár. Hann batt þar
tryggðabönd við ýmsa skólafélaga
sína svo sem Jóni var líkt. Hann
kynntist einnig skólastjóranum,
Jónasi Jónssyni, allvel. Ekki er ég
þó viss um, að Jónas hafi haft jafn-
mikil áhrif á Jón og ýmsa aðra
nemendur sína.
Árið 1951 gafst Jóni kostur á
að heimsækja Bandaríkin á vegum
Marshall-aðstoðarinnar og kynnast
þar landbúnaði. Síðar átti Jón eftir
að fara margar ferðir til Vestur-
heims og til fleiri landa.
Jón var lengstum heilsuhraustur
maður. Á árinu 1995 fór hins vegar
að halla undan fæti. Hjá honum
greindust síðar alvarlegir hjarta-
sjúkdómar og æðasjúkdómar, sem
að lokum drógu hann til dauða
sunnudaginn 1. júní síðastliðinn.
Var dauðinn Jóni farsæl lausn í
erfíðu stríði.
Ríkur þáttur í fari Jóns var vin-
festi og trölltryggð og var ég svo
lánsamur að eiga hann að vini.
Langt leiddur í veikindum sínum
spurði hann mig, hvort ég héldi
ekki, að girðingin, sem ég hef haft
hestana mína í í Fjalli á sumrin,
væri vel hestheld. Það mátti sem
sagt ekki bregðast, að ég kæmi
með hestana í sumar sem endranær.
Jón var enginn trúmaður á fram-
haldslíf og mátti segja, að þar
greindi okkur nokkuð á. Eitt er þó
alveg víst, að fáa vildi ég fremur
hitta á ströndinni fyrir handan, ef
einhver er, en Jón í Fjalli!
Systrum Jóns og systurbörnum
votta ég mína innilegustu samúð.
Þorkell Jóhannesson.
0 Fleirí minningargreinar um
Jón Guðmundsson bíða birtingar
ogmunu birtast í blaðinu næstu
daga.
Skilafrestur
minningargreina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegijj
er skilafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrir há-
degi á föstudag. í miðviku-
dags-, fímmtudags-, föstudags-
og laagardagsblað þarf greinin
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrir birtingar-
dag. Berist grein eftir að skila-
frestur er útrunninn eða eftir
að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum
birtingardegi.