Morgunblaðið - 07.06.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.06.1997, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR KRISTINN BJÖRNSSON + Ólafur Kristinn Björnsson fæddist á Nýjabæ undir V-Eyjafjöll- um 13. mars 1919. Hann lést á heimili sínu hinn 27. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Margrét Einars- dóttir fædd 4.10. 1889, d. 14.7. 1958, frá Nýjabæ undir V-Eyjafjöllum, síð- ar húsfreyja í Vest- ur- Holtum og Björn Bjarnason, f. 3.3. 1893, d. 25.9. 1947, vél- sljóri og útgerðarmaður í Ból- staðarhlið í Vestmannaeyjum. Margrét giftist Jóni Sigurðs- syni 28.1. 1928 og gekk hann Kristni í föðurstað. Jón var fæddur 11.9. 1897, d. 3.2. 1991, bóndi í Vestur-Holtum, V-Eyja- fjallahreppi. Hálfsystkini sam- mæðra, Einar, f. 1928, Ingi- björg, f. 1930, og uppeldisbróð- ir Lárus Agústsson, f. 1933. Hálfsystkini samfeðra, Hall- dóra, f. 1922, Sigríður, f. 1923, Jón, f. 1924, Kristín, f. 1925, Sigfríður, f. 1926, Perla, f. 1928, Soffía, f. 1933, Bjarni, f. 1935, d. 1959. Hinn 17. ágúst 1946 giftist Kristinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðríði Jónu Indriðadóttur, fædd 14.8. 1920. Eignuðust þau þijá syni. 1) Bjarni Halldór, f. 3.5. 1947, kvæntur Þrúði Brynju Janus- dóttur, f. 2.4. 1947. Börn þeirra: Mar- grét Jóna f. 14.2. 1969, gift Guð- mundi Ingimars- syni, börn þeirra, Karen Ósk, f. 1989 og Ingimar f . 1994. Janus, f. 1.2. 1971, barnsmóðir Heiða Björg Gústafsdótt- ir, barn Bjarni Hall- dór, f. 1995. Krist- inn, f. 24.7. 1982. 2) Indriði, f. 8.1. 1949, kvæntur Mar- gréti Guðrúnu Karlsdóttur, f. 13.3.1948. Barn þeirra, Guðríður, f. 23.4. 1972, sambýlismaður Sveinberg Gíslason. 3) Grétar Jón, f. 9.11. 1951, kvæntur Ástrós Gyðu Kristinsd., f. 19.11. 1950. Börn þeirra: Sigurrós Lilja, f. 28.7. 1974 og Jónatan, f. 26.2. 1979. Kristinn og Guðríður bjuggu fyrstu 11 árin á Heiði við Kleppsveg í Reykjavík, þaðan fluttu þau í Álfheima 44 og bjuggu þar í 21 ár. Kristinn og Guðríður fluttu til Hvera- gerðis 1978 og hafa búið þar síðan. Kristinn var leigubíl- stjóri á Hreyfli í 20 ár, einnig starfaði hann hjá Bygginga- samvinnufélagi Atvinnubif- reiðastjóra í 12 ár og hjá Funa- ofnum hf. í Hveragerði í 6 ár. Útför Kristins fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran/Þýð. Gunnar Dal.) Elsku, besti afi minn. Nú er kom- ið að því, sem ég kveið svo fyrir, að þú myndir deyja. Frá mörgu er að segja og langar mig að skrifa til þín nokkur orð. Núna sit ég hér heima í húsinu þar sem þið amma áttuð heima í 18 ár, en við Gummi og börnin búum í núna. Fyrir fram- an mig er mynd af þér og kveikti ég á kerti og hef hjá þér. Þegar amma hringdi í mig og bað mig að koma, því hún héldi að þú værir dáinn, fannst mér sem hjarta mitt brysti. Þú varst svo kaldur þeg- ar ég kom og ég fann engan púls svo ég sá strax að þú varst farinn. En þú sast þama í stólnum og það var svo mikill friður á andlitinu og ég veit að þér leið Ioksins vel. En þú hafðir verið hjartveikur í mörg ár. Fórst í stóra hjartaaðgerð fyrir 13 ámm til Bandaríkjanna og meg- um við þakka fyrir öll góðu árin sem þú áttir eftir það. Eins og þú sagðir oft í gríni að handboltinn gæti geng- ið af þér dauðum, þvílík spenna. Og svo þegar HM byijaði hafði ég áhyggjur af þér horfandi á alla þessa spennandi leiki. Enda fór svo að þú hafðir verið að horfa á Ísland-Noreg og veit ég að þú hefur verið glaður vegna þess að ísland vann. Ég fæddist sama ár og þú varst fímmtugur, fyrsta bamabamið og stelpa, en fyrir áttuð þið þijá mynd- ardrengi, pabba, Inda og Grétar. Þegar ég fæddist urðuð þið svo glöð að fá loksins stelpu og var ég mikið hjá ykkur sem bam. Og mikið varstu glaður þegar ég var með þér og fólk spurði hvort ég væri dóttir þín, því við væram svo lík. Enda vorað þið við mig eins og dóttur. þegar ég var 5 ára flutti ég í Hveragerði, fór ég oft um helgar með rútunni í bæinn, þú komst á Land-Rovemum og náðir í mig í strætóskýlið fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Svo fór- um við í Hagkaup og keyptum í matinn fyrir helgina og ef mig lang- aði í eitthvað keyptir þú það fyrir mig. Svo gerðum við alltaf eitthvað skemmtilegt saman, ég, þú og amma. Tíndum ber, bjuggum til sultur, fórum í sædýrasafnið, tókum með okkur nesti og borðuðum inni í Heiðmörk og margt fleira. þannig að ég hef margs góðs að minnast. Þegar ég eignaðist bömin mín varstu eins við þau og þakka ég þér það. Við Gummi áttum mikil samskipti við þig og ömmu, ekki má gleyma henni. Þið vorað sem eitt og er henn- ar missir mjög mikill, en eins og ég lofaði þér skal ég hugsa vel um hana. þú varst ekki allra, en vinur vina þinna, staðfastur, tryggur og góður maður. Því miður lifðir þú ekki að vera fyrsta sumarið þitt í Arnarheiði, en þið vilduð skipta á húsum við okkur þegar íbúðin okkar var orðin of lítil fyrir okkur. Og því fór að í fyrra- haust fluttum við í húsið ykkar og þið í okkar. í byijun apríl ákvaðst þú að setja hellur á heimkeyrsluna og fyrir framan stofugluggann og einnig skjólvegg. Og eins og þín var von og vísa sastu ekki við orðin tóm, heidur léstu gera þetta í einum grænum hvelli. Núna í byijun maí fórstu með sólstólana, borðið og grillið út og ætlaðir að njóta þess að slappa af í sólinni í sumar og þurfa ekki að vera á kafí í garð- vinnu, en hér er það mikill gróður að þið réðuð ekki við hann lengur. En ég veit að þú átt eftir að sitja hjá ömmu úti og njóta þessa alls. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku, besta amma mín, Guð veri með þér í sorg þinni, og bið ég þér allrar blessunar, svo og öðram ætt- ingjum. Takk fyrir allt, elsku afí, þín Margrét Jóna. Elsku afi. Ég veit að þú hefur alltaf verið mér kær, lát þitt var hálfgert kjaftshögg fyrir mig en á meðan ég veit að þér líður vel þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur. Eins og þú mundir vilja þá mun ég hjálpa ömmu mikið. Ég minnist þess þegar ég, þú og pabbi fóram alltaf austur undir Eyjafjöll og fóram að veiða eða fóram á fjöra, ég mun aldrei gleyma því_ en ég hefði viljað eina ferð enn. Ég man þegar ég var á aldrinum 10 til 13 ára, þá gisti ég oft heima hjá þér og ömmu og þið gáfuð mér alltaf kúlur og kókómjólk og alltaf gafstu mér einhvem aur eins og þú sagðir, einnig ef vinir mínir komu í heimsókn þá hljópstu alltaf og náðir í kúlur handa þeim. Einnig ef einhver í hverfinu átti bil- að hjól varst þú fyrstur að ná í hjól- ið, gera við það og gleðja allt hverf- ið uppi í Borgarhrauni. Þegar ég var í skólanum gerðu vinir mínir smá grín út af því að þú fórst alltaf kl. 9:00 á morgnana uppí sundlaug í sund og nudd. En ég er glaður að þú ert á góðum stað með góðu fólki og fílar það vel. Þú varst sá þekkt- asti í bænum eins og er sagt, þú þekktir gjörsamlega alla, og allir þekktu þig. Við fengum samúðarkveðjur frá fólki úti í bæ sem þú hittir alltaf úti á götu og talaðir við. En ætli ég verði ekki að halda uppi nafninu og fara austur með bróður þínum og pabba og halda áfram að skjóta MARGRÉT LILJA SIG UR VINSDÓTTIR + Margrét Lilja Sigurvinsdóttir fæddist á Völlum í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, 7. júní 1930. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- laug Þóra Friðriks- dóttir, f. í Hólsgerði ** í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, og Sigur- vin Jóhannesson, f. á Möðrufelli í Hrafnagilshreppi, Eyjafirði. Þau eru bæði látin. Margrét Lilja eignaðist níu systkini, fimm þeirra létust á unga aldri, fjögur úr berklum, þau hétu Friðrik, Páll, Sigurlína Guð- rún, María Frey- gerður, og Kristín lést úr heilahimnu- bólgu að talið var. Elsta systirin, Val- gerður, er einnig látin. Eftirlifandi eru Jakobína, Krist- ín Friðrika og Freyja Pálína. Hinn 21. júlí 1967 giftist Margrét Lilja eftirlifandi manni sínum Jakobi Thorarensen. Útför Margrétar Lilju fór fram frá Akureyrarkirkju 30. maí. Nú er hún dáin, elsku Magga mín sem mér þótti svo vænt um. Horfin þangað sem við öll förum að lokum. Það er nú einu sinni þannjg að þegar dauðann ber að ^=*garði er eins og við séum alltaf jafnóviðbúin. Þó að ég vissi vel að hveiju stefndi var ég óviðbúin því að hún færi svo snöggt sem raun var á. Hún var lengi búin að eiga við mikil veikindi að stríða. Fyrir mörgum árum veiktist hún hastar- iega og var flutt á sjúkrahúsið, þá kom í ljós að lungun voru í slæmu ** ásigkomulagi, hún sagði mér sjálf að læknirinn hefði sagt við sig: bara ef annað lungað hefði nú ver- ið sæmilegt, en það er ekki. Miðað við þann úrskurð sem hún fékk þá má teljast undravert hvað hún fékk langan tíma þrátt fyrir allt. En það hefur trúlega verið þrautseigju hennar að þakka ásamt því hvað alltaf var stutt í glensið. Það er varla hægt að ímynda sér raun og veru þá vanlíðan sem fylgir því að eiga við stöðuga andnauð að stríða, því þó hún væri með súrefni nægði það engan veginn. Samt heyrði ég hana aldrei kvarta yfir hlutskipti sínu, sem hlýtur þó að hafa verið mjög erfitt. Upp á síðkastið leið alltaf styttri og styttri tími milli þess sem hún þurfti að fara á sjúkrahúsið. Hún var farin að lýj- ast undir það síðasta, af þeim sök- um hefur hún líklega orðið hvíld- inni fegin. Ég man fyrst eftir Möggu þegar ég kom í Hleiðargarð í brúðkaupsveisluna þeirra Möggu og Kobba, það var fyrsta veislan af mörgum sem ég átti eftir að koma i til þeirra. Ekkert afmæli var svo smátt að ekki fylgdi veisla eins og um stórafmæli væri að ræða, hlaðið borð af tertum og stór pottur á eldavélinni fullur af kakósúkkulaði, þannig var það allt- af. Þau hjónin voru nágrannar mín- ir í mörg ár þegar þau bjuggu að Ytra-Dalsgerði í Saurbæjarhreppi, á næsta bæ við mig og fjölskyldu mína. Þau vora góðir nágrannar og var mikill samgangur okkar á milli. Þau hófu sinn fyrsta búskap á Völl- um hjá foreldrum Möggu, síðan bjuggu þau í Hleiðargarði í sömu sveit og síðast að Ytra-Dalsgerði. Árið 1982 hættu þau búskap og fluttu til Akureyrar. Magga var alla tíð mikið náttúrubarn og elsk- aði sveitina sina, hún var hænd að dýrum og þau að henni, vænst þótti henni um hestana, hún hafði átt margan vininn þar. Kisunum henn- ar fjölgaði oft dálítið mikið og það var gaman að sjá allan hópinn raða sér í kringum stóran dall og Magga hellti ótæpilega í og sagði: svona, greyin mín. Möggu lánaðist aldrei að eignast börn, hún missti tvö fóst- ur og eitt fullburða barn í fæðingu. Samt sem áður lánaðist henni að hafa mörg börn í kringum sig um dagana. Þau voru mörg bömin og unglingarnir sem búin voru að dveljast hjá henni í lengri eða skemmri tíma meðan hún bjó í sveit- inni. Þeim var hún öllum góð og gat látið móðurástina njóta sín í samvistum við þau. Seinna meir, eða eftir að hún fluttist til Akur- eyrar, tóku þau hjónin í fóstur litla telpu, Margréti Liliju Friðriksdótt- ur. Faðir hennar var systursonur Möggu, og hafði látið telpuna heita í höfuðið á frænku sinni. í dag er þessi litla telpa orðin fimmtán ára unglingur, stór og bráðfalleg stúlka, sem búin var að veita ömmu sinni, eins og hún kallaði Möggu, ómældar ánægjustundir. Það var gaman að sjá geislandi brosið á andliti Möggu, þegar hún var að segja mér hvað nöfnu hennar gengi vel að læra, og fengi góðar einkunn- ir í skólanum. Það veitti henni mikla gleði að fá að hafa nöfnu sína hjá sér, og bar hún mikla umhyggju fyrir henni og sinnti henni eins vel og heilsa hennar leyfði. Þegar að ég lít til baka er margs að minn- ast, þær minningar eru allar ljúfar. Kynni okkar voru orðin býsna löng, eða tæp 30 ár. Magga var mér allt- af blíð og góð, aldrei man ég til þess að hún andmælti mér þegar að ég lét móðan mása, um málefni sem voru mér hugleikin. Eftiivill var hún ekki alltaf sammála mér, en hún lét það ekki öðruvísi uppi, en með því að hún þagði, annars lagði hún orð í belg. Nú er komið að leiðarlokum, Magga er horfin okkur, en það sem enginn getur frá okkur tekið era minningarnar, þær iifa í huga okkar og hjörtum og verða okkur sem syrgjum hana huggun og styrkur. Eg og fjöl- skylda mín biðjum guð að blessa fjölskyldu hennar. Álfheiður Björk Karlsdóttir. gæsir. Það er svo margt sem ég vil segja en get það ekki. Þitt bamabam, Kristinn Bjarnason. Takk fyrir allt, elsku langafí, mik- ið, var gott að fá að eiga með þér þessi ár. Takk fyrir kúlumar og kókómjólkina sem þú laumaðir alltaf að okkur þegar við komum í heim- sókn. Langar okkur að fá að fara með bæn sem þú kenndir okkur og mömmu þegar hún var lítil. Nótt er komin, nú er ég inni, nærri vertu, Jesú, mér, vemdaðu bæði sál og sinni, svæfðu mig að bijósti þér, legg að höfði líknarhönd, læt burt hverfa synda grönd, öflugan settu engla múrinn, yfir mig svo tek ég dúrinn. Karen Osk og Ingimar. Þeirrar stóra gjafar sem Guð gef- ur okkur með lífinu hér á jörðu fáum við að njóta mislengi. Sumir falla frá ungir en aðrir fá að njóta jarð- vistar um mörg ár. Þannig var það með elskulegan föðurbróður minn Kristin Bjömsson. Hann var 78 ára er kallið kom og hann snéri til æðri vistar. Kidda kynntist ég best þegar ég bjó hjá þeim Guðríði Indriðadóttur, eiginkonu hans, um eins árs skeið er ég var við vinnu í Hveragerði. Viðmót þeirra hjóna var með þeim hætti að það mun aldrei gleymast, það var eins og ég væri þeirra eigin sonur. Það var lærdómsríkur og góður tími. Kiddi hafði frá mörgu áhugaverðu að segja og var mjög skemmtilegur frásögumaður og sagði mér margar sögur af baráttu afa og ömmu í Vesturholtum við að halda sínum búskap gangandi. Hann lifði tímana tvenna. Hest- urinn var dráttarvél þess tíma er hann var að alast upp, þeir drógu sláttuvélar, heygrindur og vagna. Þeirri byltingu sem fólst í vélvæð- ingu bæði til sjós og lands fylgdist hann vel með. Einnig breytingum á vinnubrögðum sem vora mjög miklar því tæknin hafði sitt að segja í þess- um málum. Sem dæmi má nefna að eitt af áhugamálum ungmennafé- laganna var að þurrka upp mýrarn- ar og til þeirra verka vora notaðar skóflur og gafflar, þannig að afköst- in urðu eftir því, síðar komu til stór- virkar vinnuvélar með margföldum afköstum. Frásagnir hans hjálpuðu mér að setja mig enn frekar í spor forfeðranna og sjá hversu lífsbarátt- an hefur verið hörð á þessum áram þótt ekki séu nema um 60 ár síðan. Leið Kidda lá frá Eyjafjöllunum til Vestmannaeyja sem og margra annarra ungra Éyfellinga, hann var þar sjómaður nokkrar vertíðir. Um tvítugt fór hann til Reykjavíkur og vann þar m.a. við pípulagnir hjá móðurbróður sínum Sighvati Einars- syni. Síðar gerðist hann vörabílstjóri hjá Þrótti, og eftir það fór hann í leiguakstur, lengst af hjá Hreyfli, en það starf stundaði hann í um 20 ár. Þetta era aðeins fá brot af þeim minningum er Kiddi var að rifja upp, er ég sat með þeim hjónum í stofunni þeirra en þau hjónin voru einstaklega samrýnd. Starfsvettvangi sínum í Reykjavík lauk hann hjá Byggingasamvinnufé- lagi Atvinnubifreiðastjóra (BSAB), og var í stjóm félagsins' um árabil. Til Hveragerðis fluttu þau hjónin fyrir nær 19 áram, þar vann Kiddi hjá sonum sínum í Ofnasmiðju Suð- urlands (Funa-Ofnum), meðan heilsa leyfði. Ég tel mig geta fullyrt að í öllum þeim störfum sem Kiddi vann var hans takmark að starfa af trúmennsku og samviskusemi og líkaði ekki ef hann sá farið illa með hluti eða verðmætum sóað, þar, sem annarstaðar, var hann trúr og trygg- ur. Kiddi var mikill náttúruunnandi og naut þess að ferðast upp á há- lendið og víðar ásamt foreldrum mínum og fékk ég oftast að fljóta með. Og oftar en ekki var veiðistöng- in með í farangrinum, því hjónin höfðu mikið yndi af að veiða. Hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.