Morgunblaðið - 07.06.1997, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997
MIIMIMINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Elskuleg amma mín og langamma okkar,
ÁSTA SIGURBJARNADÓTTIR,
Skjóli
v/Kleppsveg,
lést miðvikudaginn 4. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Edda Herbertsdóttir, Jóhann Gunnar Jónsson,
Ragnar Soffía Jóhannsdóttir,
Jón Birgir Jóhannsson,
Gústav Jóhannsson.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HELGI E. EYSTEINSSON,
Öldugötu 3a,
Hafnarfirði,
sem lést sunnudaginn 1. júní verður jarðsung-
inn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 9. júní
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Krabbameinsfélag (slands.
Guðjón Helgason, Guðrún Karlsdóttir,
Jenný Marín Helgadóttir,
Smári Helgason, Valgerður Torfadóttir
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JAKOBÍNA GUÐRÍÐUR
JAKOBSDÓTTIR,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði mið-
vikudaginn 4. júní sl.
Sigríður Sigursteinsdóttir,
Ólöf Guðríður Sigursteinsdóttir, Sigurður Magnússon,
Þorsteinn Sigursteinsson, Kolfinna Þórarinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
+
Ástkær faðir minn og tengdafaðir,
SIGURÐUR H. HILMARSSON
bifreiðastjóri,
Þórustig 16,
Njarðvik,
lést á Garðvangi, Garði, miðvikudaginn 4. júní.
Fyrir hönd vandamanna,
Rósmarý K. Sigurðardóttir, Ólafur Guðmundsson.
+
Elskulegur eiginmaður minn,
FINNUR BENEDIKTSSON,
Ljósheimum 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 5. júní sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Ólöf Jóhannsdóttir.
+
Áskær móðir mín,
GUÐRÚN JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR,
Heiðargerði 17,
Akranesl,
lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 5. júnf sl.
Ingvi Böðvarsson
og fjölskylda.
HALLDÓR
SIG URÐSSON
Halldór Sig-
urðsson fæddist
í Bæjum á Snæ-
fjallaströnd 24. júní
1923. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum 28. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sigurður Ólafsson,
f. 12. maí 1882, d.
23. mars 1959,
bóndi í Bæjum, og
María Rebekka Ól-
afsdóttir, f. 1.
september 1880, d.
9. apríl 1970. Hall-
dór var þrettándi í röð fimmtán
alsystkina: Sigurður Guðmund-
ur, f. 1902, d. 1969; Ingibjörg
Sara, f. 1904, d. 1931; Halldór
Kristinn, f. 1905, d. 1931; Gunn-
ar, f. 1907, d. 1996; María Re-
bekka, f. 1910, d. 1994; Óskar,
f. 1911, d. 1977; Aðalsteinn, f.
1912, d. 1996; Jón, f. 1913, d.
1915, Jón, f. 1915, d. 1984; og
Ásgeir Guðmundur, f. 1917, d.
1988. Eftirlifandi systkini Hall-
dórs eru: Arnþrúður Guðbjörg,
f. 1919; Torfi Salmundur, f.
1921; Kristján Björn, f. 1925,
og Ólafur Marinó, f. 1927. Hálf-
bróðir Halldórs er Magnús Ben-
óný Sigurðsson, f. 1911.
Hinn 16. júní 1945 kvæntist
Halldór Sigrúnu Einarsdóttur,
f. 8. nóv. 1922, frá Klyppstað í
Loðmundarfirði. Foreldrar
hennar voru Einar Sölvason, f.
8. maí 1889, d. 16. ágúst 1965
frá Setbergi í Fellum, og Þórey
Sigurðardóttir, f. 27. febrúar
1887, d. 5. september 1953, frá
Skagafirði. Þau slitu samvistir.
Börn Halldórs og Sigrúnar eru:
1) Einar Þór, f. 9. janúar 1945,
kvæntur Gerði Guðrúnu Ara-
dóttur, börn þeirra eru Bjarg-
hildur Margrét, Erla Sigrún og
Halldór Örvar. 2) Hlynur Krist-
inn, f. 12. janúar 1950, kvæntur
Eddu Kr. Björnsdóttur, sonur
þeirra er Fjölnir Björn. 3) Sig-
rún, f. 30. desember 1959, gift
ísleifi Helga Guðjónssyni, dætur
þeirra eru Dagný Helga, Brynd-
ís Dögg og María Rebekka. 4)
Sigurður Mar, f. 15. febrúar
1964, sambýliskona Þórhildur
Krisljánsdóttir, dætur þeirra
eru Urður Maria og Sara Björk.
Mér eru í bamsminni jólin 1948.
Frá Halldóri móðurbróður mínum
og Sigrúnu Einarsdóttur konu hans
komu góðar gjafir. Halldór sem þá
stundaði nám í Handíðaskólanum
sendi okkur systkinunum haganlega
smíðað bamaborð og þijá litla stóla.
Og síðast en ekki síst, fagurlega
gert líkan af Fagranesinu, gamla
Djúpbátnum sem var nánast eina
samgöngutæki Djúpmanna við um-
heiminn á þeim tíma. Á næstu jólum
kom enn sending frá Halldóri. Nú
voru það kojur handa okkur bræðr-
unum, nýlakkaðar og gljáandi. Rús-
ínan í pylsuendanum voru samt listi-
lega gerð smálíkön af gömlu strand-
ferðaskipunum Esju og Heklu eins
og þau vom um miðja öldina. Þessi
litlu skipslíkön vom meðal þeirra
leikfanga sem við bræðurnir mátum
hvað mest, bolur og yfirbygging úr
einhverskonar harðviði sem ilmar
svo þekkilega enn þann dag í dag.
Ævistarf Halldórs var fjölþætt
og yfirgripsmikið. Hann fékkst
lengst af við smíða- og handavinnu-
kennslu, en að afloknu fjölbreyti-
legu kennslustarfí um áratugaskeið
hóf hann störf hjá Fasteignamati
ríkisins þar sem hann starfaði til
ársins 1986. Hann vann að skóg-
rækt ámm saman, enda málið hon-
um skylt; sem efnivið í útskurð
notaði hann einkum íslenskt birki.
Þeir em ófáir sem eiga muni gerða
af Halldóri smáa sem stóra. Endur-
byggingu gamalla kirkna á Austur-
landi lagði hann dijúgt lið, einnig
var honum afar hugleikin smíði
skírnarfonta svo og annarra kirkju-
Halldór varð bú-
fræðingur frá
Hvanneyrarskóla
1944 og lauk kenn-
araprófi frá Hand-
íðaskólanum 1949.
Hann varð meistari
í húsasmíði 1965.
Halldór stundaði
kennslu mestalla
starfsævina, fyrst
við Eiðaskóla um
sextán ára skeið,
síðast sem skóla-
stjóri. Hann fluttist
í Miðhús 1965 og
hóf þá kennslu við
Egilsstaðaskóla. Halldór starf-
aði hjá Fasteignamati ríkisins
frá 1977 til 1986. Hann stund-
aði búskap á Miðhúsum um ára-
bil. Halldór réðst sem aðstoðar-
maður hjá þýskumm mynd-
skera, Wilhelm E. Beckman, á
námsárum sínum í Handíðaskó-
lanum og kynntist þar fyrst
útskurði. Að öðru leyti var hann
sjálfmenntaður í þeirri grein
og stundaði útskurð með öðrtim
störfum sinum meðan heilsan
leyfði. Fjölmargir smíðisgripir
liggja eftir Halldór, bæði stórir
og smáir, og bera þeir listfengi
hans fagurt vitni.
Safnamál voru Halldóri hug-
leikin og auk þess að sinna for-
mennsku í byggingarnefnd
Safnahúss á Egilsstöðum og
si^ja í stjórn Minjasafns Austur-
lands, vann hann að endur-
byggingu á gömlum húsum, t.d.
á kirkjunum á Stafafelli og
Kolfreyjustað og gamla vitan-
um á Dalatanga. Halldór var
einn af stofnendum Byggingar-
félagsins Brúnáss á Egilsstöð-
um og Leikfélags Fjjótsdalshér-
aðs og fyrsti formaður þess, en
á síðasta ári var hann gerður
að heiðursfélaga Leikfélagsins.
Hann sat í stjórnum Skógrækt-
arfélags Austurlands og Land-
sambands veiðifélaga og var
félagi í Rótarýklúbbi Hér-
aðsbúa frá upphafi. Þá lét Hall-
dór til sín taka á sviði slysa-
varnamála og var heiðursfélagi
í Slysavarnafélagi íslands.
Útför Halldórs Sigurðssonar
fer fram frá Egilsstaðakirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
legra muna. En hæst ber þó endur-
gerð Halldórs á kirkjuhurðinni á
Valþjófsstað.
Halldór var maður hæglátur í
framgöngu skapfastur og orðheld-
inn. Frásagnargáfa hans var svo
lifandi að ekki var hægt annað en
leggja við hlustir þegar Halldór
hafði orðið. Hann hafði einkar gott
lag á börnum og ungmennum og
ávallt var stutt í glettni og léttleika
hjá frænda. Mjög var gestkvæmt á
heimili Halldórs og Sigrúnar,
frændgarðurinn stór og Miðhús í
þjóðbraut. Frá heimsóknum á heim-
ili Halldórs og Sigrúnar eigum við
góðar minningar sem leita á hugann
nú þegar Halldór er allur. Félags-
mál voru og Halldóri hugleikin. Það
mun hafa verð árið 1977 sem Hall-
dór kom með þá hugmynd að skipa
nefnd ættingja, síðan kölluð „stóra
nefndin" sem skipuleggja skyldi
ölmennt ættarmót niðja Maríu
lafsdóttur og Sigurðar Olafssonar
sem bjuggu í bæjum á Snæfjalla-
strönd frá 1902-1947 ogeignuðust
og ólu upp 15 börn. Þetta gekk
eftir og fyrstu daga júlímánaðar
árið 1980 var meiri mannfjöldi sam-
an kominn á Snæíj'allaströnd en þar
hafði áður sést, yfir 200 afkomend-
ur Sigurðar og Maríu. Þetta ættar-
mót verður öllum ógleymanlegt sem
þar voru, en þau Hærribæjarsystk-
ini fóru hreinlega á kostum, einkum
þó Halldór, þegar rifjuð var upp lið-
in tíð og spaugileg atvik æskuár-
anna.
Á árum áður var til þess tekið
að Bæjarbræður, 12 talsins, lékju
allir, utan einn, á harmoníku. Þeir
fóru létt með að halda uppi fjöri
næturlangt á böllum, þegar nikkan
í höndum Halldórs og annarra
Bæjarbræðra var þanin í léttri
sveiflu. Árið 1993 varð Halldór fyr-
ir því áfalli að fá heilablóðffall sem
leiddi til þess að hann missti mátt
að mestu leyti öðrum megin. And-
legri heilsu sinni hélt hann þó til
síðasta dags. Á páskum er hann
var í heimsókn hjá syni sínum, greip
hann í harmoníkuna. Og með hjálp
bamabams síns sem dró fyrir hann
belginn lék hann með hægri hendi
á hljóðfæri sitt í síðasta sinn.
Synir Sigrúnar og Halldórs em
Einar Þór, Hlynur Kristinn og Sig-
urður Mar, auk dótturinnar Sigrún-
ar sem búsett er í Noregi. Við þökk-
um Halldóri Sigurðssyni góða og
drengilega viðkynningu og sam-
fylgd fyrr og síðar. Fjölskyldu hans
vottum við samúð okkar. Guð blessi
minningu Halldórs á Miðhúsum.
Sigvaldi Snær Kaldalóns, Örn
Sigmar Kaldalóns.
Mig langar með örfáum orðum
að minnast föðurbróður míns Hall-
dórs Sigurðssonar frá Snæfjalla-
strönd. Stórt skarð hefur verið
höggvið í stóran systkinahóp.
Halldór bjó allan sinn búskap á
Austurlandi, fyrst á Eiðum þar sem
hann var kennari, en síðan á Mið-
húsum við Egilsstaði þar sem hann
rak fjárbúskap en kenndi jafnframt
við grunnskólann á Egilsstöðum.
Vegna áhrifa Halldórs atvikaðist
það að við hjónin fluttum til Egils-
staða þar sem maðurinn minn tók
við skólastjóm grunnskólans og ég
hóf þar kennslu. Við bjuggum á
Egilsstöðum í fimm ár og liðu þau
ár hratt þar sem viðmót fólks var
gott og eignuðumst við marga góða
vini. Við höfðum mikið samband
við Halldór og Sigrúnu á Miðhúsum
o g áttum margar ánægjulegar sam-
verustundir með þeim.
Halldóri var margt til lista lagt
og má þar sérstaklega nefna hæfi-
leika hans til að skera út í tré og
liggja margir dýrgripir eftir hann
sem prýða heimili og kirkjur. Senni-
lega er hurðin fyrir Valþjófsstaðar-
kirkju eitt þekktasta verk hans.
Halldór var líka félagslyndur og
starfaði með Leikfélagi Fljótsdals-
héraðs frá upphafi. Hann var með-
limur í klúbbi Rotary á Egilsstöðum
og í fjölda nefnda.
Eftir að við hjónin fluttum aftur
til Reykjavikur héldum við alltaf
nánu sambandi og Halldór gaf sér
alltaf tíma til að líta til okkar þeg-
ar hann var á ferðinni í borginni.
Síðustu starfsár sín starfaði Halldór
fyrir Fasteignamat ríkisins en vann
jafnframt að útskurði og við að
endurbyggja kirkjur í sveitum. Fyr-
ir u.þ.b. fjórum árum veiktist Hall-
dór alvarlega og náði aldrei fullum
kröftum eftir það og hefur dvalist
síðan á Sjúkrahúsi Egilsstaða. Þessi
veikindi urðu Halldóri þungbær en
fjölskyldan reyndist honum vel í
erfiðum veikindum.
Um leið og ég kveð frænda minn
og góðan vin votta ég aðstandend-
um samúð mína. Kær kveðja frá
fjölskyldunni.
Guð geymi þig._
Ragnheiður Óskarsdóttir.
Það er komin ný símaskrá og ég
er að endurskrá nöfn og símanúmer
sem ég ætla að geyma úr gömlu
skránni, þar á meðal símanúmer
frænda míns Halldórs Sigurðssonar
og kemur þá upp í huga minn, að
allt of langt er síðan ég hringdi til
hans. En það er alltaf svo mikið
að gera eða það finnst manni að
minnsta kosti og því er það að um
leið hugsa ég, það er best að gera
það á morgun.
En þetta á morgum er stundum
of seint og það gerist einmitt hér
því að næsta morgun hringir föður-
systir mín Dúdda og segir mér að
bróðir hennar Halldór sé dáinn,
hann hafi dáið í svefni þennan
morgun.
Svona hlutir gera ekki boð á
undan sér og þó svo að frændi minn
hafí sannarlega ekki verið heill