Morgunblaðið - 07.06.1997, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ1997 45
FRÉTTIR
AFMÆLI
FRÁ Byggðasafni Árnesinga.
Söfnin á Eyrarbakka
opin alla daga
SUMAROPNUN Byggðasafns Ár-
nesinga í Húsinu og Sjóminjasafns-
ins á Eyrarbakka er þann 1. júní.
Húsið er opið kl. 10-18 alla daga
til 31. ágúst. Sami aðgangseyrir
gildir að báðum söfnunum.
Húsið er í hópi elstu bygginga
landsins frá 1765 og var í upphafi
og fram til ársins 1926 heimili
kaupmanna og annars starfsfólks
Eyrarbakkaverslunar. Frá 1995
hefur Húsið verið opið almenningi
til sýnis með flutningi Byggðasafns
Árnesinga þangað. Þar gefur nú
að líta merka safnmuni sem tengj-
ast sögu Hússins sem og sögu hér-
aðsins.
Nýjar sýningar hafa verið settar
upp í safninu, aðrar sýningar endur-
bættar og lítillega breytt í sýningar-
skápum. Meðal þess helsta sem
bætt hefur verið við má nefna göm-
ul leikföng á sýningu í súðarkompu
og ljósmyndum af prestum, lækn-
FRAKKINN Hervé Thiriez segir frá
og sýnir líkangerð í töflureikninum
Excel mánudaginn 9. júní í Odda,
stofu 101 frá kl. 16.30-18. Hervé
er prófessor við viðskiptaháskóla í
Frakklandi og hefur mikla reynslu
af notkun Excel í ráðgjöf við fyrir-
tæki.
Hervé mun ræða almennt um
noktun líkana í Excel og segja frá
ýmsum verkefnum sem hann hefur
unnið. Hann mun m.a. íjalla um
erfiðleikla við notkun aðgerðarann-
sókna við raunhæf verkefni. Auk
Útgáfutón-
leikar Skárren
ekkert
HUÓMSVEITIN Skárren ekkert
efnir til útgáfutónleika í kvöld í
Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum.
Hljómsveitin mun spila verkið Ein
sem hún samdi fyrir íslenska dans-
flokkinn á sýningum í Borgarleik-
húsinu í vetur. Verkið hefur nú ver-
ið gefið út á geisladiski.
Tónleikarnir heijast kl. 21.30 og
tekur verkið um hálftíma í flutn-
ingi. Síðar um kvöldið, ef stemmn-
ing verður fyrir hendi, mun hljóm-
sveitin flytja lög af eldri efnisskrá.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Húsið opnar kl. 20.
um, sýslumönnum og fleiri merkum
Árnesingum. Uppi á hanabjálkalofti
hefur verið komið fyrir gömlum
hlutum sem tengdust lífi vinnu-
manna fyrr á tímum en þeir höfðu
loftið fyrir svefnstað. í borðstofu
Hússins er sýning á ljósmyndum
Agnesar Lunn, danskrar myndlist-
arkonu sem dvaldist á Eyrarbakka
sumrin 1902-1912. Myndirnar eru
frá strandi gufubátsins Njáls sem
strandaði skammt vestan við Eyrar-
bakkahöfn veturinn 1907 en náðist
á flot í júlíbyijun sama ár.
í Sjóminjasafninu em munir frá
Eyrarbakka með áherslu á sjósókn,
iðnað og félags- og menningarsögu
síðustu 100 ára. Stærsti og merk-
asti gripurinn er áraskipið Farsæll,
sem Steinn Guðmundsson skipa-
smiður á Eyrarbakka smíðaði árið
1915. Á síðasta ári var fastasýning
Sjóminjasafnsins endurnýjuð al-
gjörlega.
þess mun Hervé sýna eitt eða tvö
líkön sem hann hefur gert. Líklega
verður fyrir valinu líkan sem hann
gerði í Excel til að herma eftir sjálf-
virku kerfí fyrir farangur á Roissy
flugvelli.
Meðal hjálparforrita (add-in) sem
Hervé notar oft er Crystal Ball sem
líkist um margt @RISK hjálparfor-
ritinu sem nokkrir íslendingar hafa
notað en þessi hjálparforit auðvelda
m.a. slembna hermun (Monte Carlo
simulation), segir í fréttatilkynningu.
Þriðjudaginn 10. júní kennir
Hervé líkangerð í Excel á námskeið
kl. 9-12. Fjöldi þátttakenda í nám-
skeiðinu er takmarkaður við 18 og
fá þeir aðgang sem fyrst skrá sig.
Hægt er að skrá sig með því að
senda töivupóst til snjolfur@rhi.hi.is
eða hringja á skrifstofu viðskipta-
og hagfræðideildar.
-------» ♦ «-------
Orlofsvikur á
vegum Bergmáls
LÍKNAR- og vinafélagið Bergmál
efnir til tveggja orlofsvikna nú í
sumar að Hlíðardal í Ölfusi.
Fyrri vikan 15.-21. júlí er ætluð
blindum og einnig sjúkum og öldr-
uðum. Seinni vikan 22.-29. júlí
verður fyrir krabbameinssjúka.
Dvölin er gestum að kostnaðar-
lausu. Þátttaka tilkynnist fyrir 20.
júni nk.
Sumarönn
Fullorðins-
fræðslunnar
FULLORÐINSFRÆÐSLAN í
Gerðubergi 1 sem hóf starfsemi
1989 hefur frá upphafi starfað allt
árið og hefur verið boðið upp á
matshæft prófnám frá 1990.
Kennsla er nú að hefjast í kjama-
greinum á fornáms- (samr.pr.) og
framhaldsskólastigi á 9 vikna suma-
rönn. í boði eru fyrstu áfangar í
tungumálum (10, 20, 30) og raun-
greinum (10, 20, 30, 40) ásamt
fyrsta áfanga í spænsku og frönsku.
Fomám hefst 9. júní en framhalds-
skólaáfangar 16. júní. Nýmæli er
að einnig verða nú í boði nokkrir
áfangar í fjarnámi.
----» ♦ »---
Síðasta
sýningarhelgi
Ricart
SÝNINGU á verkum Philippe Ricart
lýkur í Listasetrinu Kirkjuhvoli,
Ákranesi, sunnudaginn 8. júní nk.
Philippe sýnir þar textílverk unn-
in með blandaðri tækni. Hann hefur
kennt spjaldvefnað og jurtalitun við
Endurmenntunardeild Bændaskól-
ans á Hvanneyri og útskurð í ýsu-
bein við Heimilisiðnaðarskólann í
Reykjavík.
Philippe hefur aðallega fengist
við spjald- og myndvefnað en síð-
ustu ár einnig við flókagerð og er
flóki uppistaðan í flestum verkunum
á sýningunni.
Listasetrið er opið daglega frá
kl. 15-18.
----»■■■♦ ■■»—.—-
LEIÐRÉTT
RÝNINUM varð nokkuð á í mess-
unni í niðurlagi listdóms um kynn-
ingu á „akvarellum“ Hafsteins
Austmanns í fimmdudagsblaðinu 5
júní. Honum láðist að geta, að auk
myndbands um nokkrar síðustu sýn-
ingar og aðrar framkvæmdir lista-
mannsins, lægi frammi á þríblöð-
ungi ítarleg skrá yfir feril lista-
mannsins frá upphafi til dagsins í
dag. Allt tíundað af mikilli ná-
kvæmni og samviskusemi. Þessu
gleymdi hann fyrir óskiljanlegt
skammhlaup, er hann saknaði þess
að myndirnar væru ekki númeraðar,
sem gerir umfjallendum erfítt um
vik er vísa skal til einhverra sér-
stakra, og ekkert um þær sjálfar
né hina sérstöku tækni á prenti.
Þetta getur valdið misskilningi og
biður rýnirinn listamanninn og
framkvæmdaraðila afsökunar hér
á. Um leið skal áréttað, að varðandi
kynningar á einstökum listamönn-
um ber vægi þess sem sýnt er hveiju
sinni síður að mæta afgangi.
Bragi Ásgeirsson
Opið allan
sólarhringinn
7 daga vikunnar
Á\
HÁALEITIS
APÓTEK
Háaleitisbraut 68, sími 581 2101.
Opið hús hjá Skóla
Johns Casablancas
SKÓLJ Johns Casa-
blancas hefur staðið
fyrir ferðum íslenskra
ungmenna til New York
sl. 5 ár til þátttöku í
keppni ungs fólks á
vegum M.A.A.I. Leit
stendur nú yfír og einn-
ig er hafín leit fyrir
Elite 1998. Af því til-
efni verður opið hús hjá
Skóla Johns Casablanc-
as, Skeifunni 7, kjallara
(snýr út að Suðurlands-
braut) sunnudaginn 8.
RAGNHEIÐUR Guðnadótt-
ir frá Vestmaunacyjuin og
strarfandi módel hóf feril
sinn ineð þátttöku í
M.A.A.I. ferð.
júní kl. 15-17.
„Farin var ferð um
síðustu páska með
mjög góðum árangri.
T.d. unnu íslensku
krakkarnir til marg-
faldra verðlauna. Nú
hefur Skóli Johns Casa-
blancas verið á ferð
víðsvegar um landið til
að leita eftir ungu hæfi-
leikaríku fólki til að
fara í næstu ferð til
New York 1998,“ segir
í fréttatilkynningu.
Kynnir líkangerð í Excel
SKARPHÉÐINN
PÁLMASON
Skarphéðinn Pálma-
son menntaskólakenn-
ari er sjötugur í dag. Á
þeim tímamótum fer
ekki hjá því, að hugur
margra nemenda hans
hvarflí til áranna í
Menntaskólanum í
Reykjavík, er Finnbogi
rýndi með okkur í Yöl-
uspá, Ottó og Baldur
töluðu tungum og
Guðni lét ýmislegt
flakka. Björn og Guð-
mundur sönnuðu form-
úlur, Eiríkur kenndi
glímutökin og Skarp-
héðinn leiddi okkur í allan sannleika
um Coulomb og Kirchhoff.
Skarphéðinn stundaði nám í
stærðfræði við Kaupmannahafnar-
háskóla á árunum 1948 til 1954 og
iauk þaðan prófi með láði. Hann
kenndi við Menntaskólann á Akur-
eyri en kom til starfa við Mennta-
skólann í Reykjavík haustið 1962.
Þar lágu leiðir hans og 5. bekkjar
Z saman. Vafalítið hefur það verið
ærið verkefni að glíma við þennan
hóp ærslafullra og áhyggjulausra
ungra manna, sem töldu tímanum
oft betur varið í grín og glens en
glugga í skræðumar. Hinn hógværi
og ljúfí kennari hélt þó sínu striki
í að glæða áhuga þessa hóps. Ár-
angurinn má meðal annars sjá á
því, að úr þessum nemendahópi kom
fjöldi verkfræðinga auk stærðfræði-
kennara á öllum skólastigum.
Skarphéðinn kenndi okkur eðlis-
fræði og var auk þess umsjónar-
kennari Zetunnar. Nemendahópur-
inn varð fljótt samstilltur og mynd-
aði með sér félagsskap byggðan á
líflegri hugmynda-
fræði. Félagið var
nefnt eftir umsjónar-
kennaranum Skarp-
héðingafélagið og fé-
lagarnir Skarphéðing-
ar. Fékk Skarphéðinn
nafnbótina meistari.
Þetta bekkjarfélag er
enn, að 35 árum liðn-
um, í fullu fjöri, félags-
menn hittast oft á ári
ásamt mökum og skap-
ast hafa mikil og góð
vináttutengsl. Að fjórð-
ungi bregður til fóst-
urs, segir gamalt mál-
tæki. Vafalaust hefur Skarphéðin
ekki órað fyrir því, að hann ætti
eftir að hafa slík áhrif á líf þessara
ungu manna, er hann tók til við að
kenna þeim haustið 1962. Nú er
stund til að þakka.
Við Skarphéðingar færum Skarp-
héðni og fjölskyldu hans bestu árn-
aðaróskir á þessum merkisdegi.
Níels Indriðason, Tómas
Tómasson, Orlygur Richter.
APOTEK
OPIÐ OLL KVOLD
VIKUNNARTIL KL 21.00 í
HRINGBRAUT I 19, -VIÐ|L HÚSIÐ.
Opið alfa
daga vikunnar
9-22
& LYFJ A
Lágmúla 5
Slmi 533 2300
Vantar þig
STARFSMANN?
í gegnum EURES-netið getur EES-vinnumiðlun
auglýst lausar stöður á íslandi í öllum EES-löndunum
og þannig auðveldað þér að ná til atvinnuleitenda
á stóru svæði.
Haföu samband við Evróráðgjafa
hjá EES-vinnumiðlun sem mun veita
þér allar nánarí upplýsingar.
EES ViMÍMEMiÐLEM
Engjateigur 11 • 105 Reykjavík
Sími: 588 2580 • Fax: 588 2587