Morgunblaðið - 07.06.1997, Síða 48
t8 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Við flutningana
í Skeifuna 6
kom ýmislegt
eigulegt í ljós úr
kjallaranum;
stólar, lampar,
sófar, borð,
efnisbútar o.fl.
Allt selt á ótrú-
lega hagstæðu
verði.
i
opið
laugardag kl. 10-14
CfXll
Skeifunni 6, sími 568 7733.
> Trjáplöntur - runnar
j - túnþökur - sumarblóm
Veröhrun á eftirtöldum tegundum
meðan birgðir endast:
Ruhnamura kr. 340. Gljámispiil kr. 160-180. Alparifs kr. 190.
Blátoppur kr. 220-380. Birki kr. 240-290. Hansarós kr. 390.
Rifeberjarunnar kr. 650. FjallaPura kr. 1.200. Birkikvistur kr. 290.
Sírena kr. 390. Yllír kr. 350. Sólbroddur kr. 300. Skriðmispill kr. 340.
Rauðblaðarós kr. 300. Himalayaeinir kr. 900-1.600. Gljávíðir kr. 85-110.
Dökk viðja kr. 79. Brekkuvíðir kr. 79. Hreggstaðavíðir kr. 79-110.
Aspir kr. 490. Verðhrun á Alaskavíði, brúnn, (tröllaviðir) kr. 69.
Einnig túnþökur, sóttar á staðinn kr. 80 eða
fluttar heim kr. 110. Mjög hagstætt verð.
Verið velkomin.
Trjáplöntu- og túnþökusalan, Núpum, öitusí.
(Beygt til hægri við Hveragerði). Sími 892 0388 og 483 4388.
Opiðtil kl. 17
Fk V
Kynnum í dag allt
það nýjasta frá
/. a. E ye works
SJAÐU
'fr t\VV
Laugavegi 40 s. 561 0075
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Ábending
til atvinnu-
rekenda
ÞRÖSTUR hafði samband
við Velvakanda og var
hann óhress með að at-
vinnurekendur, sem hann
hefur sótt um vinnu hjá
og farið í viðtal til, hafa
ekki sýnt þá kurteisi að
láta hann vita um árangur
viðtalsins eða svara at-
vinnuumsóknum. Hann
segir að oft þurfi hann að
bíða dögum saman eftir
að vita hvemig farið hafi
og sæki jafnvel ekki um
vinnu hjá öðrum á meðan.
Hann vill beina þeim til-
mælum til atvinnurekenda
hvort ekki sé hægt að sýna
þá kurteisi að láta fólk vita
eins fljótt og hægt er um
árangur viðtals eða um-
sóknar.
Skrif um
landbúnað og
landeyðingu
ÞÓRUNN vildi koma að
athugasemd til þeirra sem
eru að skrifa um landbún-
að og gróðureyðingu. Hún
vill að þeir sem skrifi um
þessi mál kynni sér þau
betur. Hún er mest
óánægð með að sauðfénu
sé kennt um allt, þótt það
eigi mikla sök á gróðureyð-
ingu eigi það ekki alla sök.
Eins vildi hún koma því
að, að henni fínnst bændur
hafa gert mikið í því að
rækta upp landsvæði. Hún
er mikið á móti þessum
skrifum og fínnst þau ekki
rétt, landbúnaður sé það
sem við höfum lifað af í
margar aldir.
Þórunn.
Tapað/fundið
Karlmannsgler-
augu töpuðust
KARLMANN SGLER-
augu í hörðu hulstri töpuð-
ust á leiðinni úr Skeifunni
að Laugavegs Apóteki eða
frá Lækjartorgi að Mjódd.
Skilvís finnandi vinsam-
lega hringið í síma
564-3329.
Hver tók hattinn?
GRÁR hattur var tekinn í
misgripum í Laugames-
kirkju miðvikudaginn 4.
júní, annar mjög líkur skil-
inn eftir. Viðkomandi er
góðfúslega beðinn að at-
huga hattinn sinn og
hringja í Elsu í síma
568-5278 eða 588-9422,
eða Daníel í síma
554-0322.
GSM-sími tapaðist
GSM-sími, Orbitel 905,
tapaðist 24. maí annaðhvort
á Bíóbamum eða í nágrenni.
Skilvís finnandi vinsamlega
hafi samband í síma
553-7749. Fundarlaun.
Kerra fannst
REGNHLÍFAKERRA
fannst við Básenda í lok
maí. Uppl. í síma
553-5796.
Dýrahald
Kettlingar
NÍU vikna kettlingar fást
gefins. Upplýsingar í síma
564-2128.
Kul
Morgnnbladið/Árni Sæberg
Hringbraut malbikuð í blíðviðrinu í gær
Víkveiji skrifar...
>
IMORGUNBLAÐINU á fimmtu-
dag er ágæt grein eftir fimm
hjúkrunarfræðinga um hlutskipti
foreldra fatlaðra barna. Það vakti
hins vegar athygli Víkverja að rann-
sóknin, sem greinin segir frá, er
byggð á viðtölum við fimm mæður
fatlaðra barna. Af hveiju fimm
mæður en engan föður? Eiga börn-
in ekki feður? Víkveiji virðir þó við
hjúkrunarfræðingana að þær skuli
birta Ijóð eftir föður í lok greinar-
innar.
í nýju hefti Nýs lífs er líka grein
með góðum ráðleggingum fyrir
mæður ungbarna sem eru svefn-
lausar af því að sinna þeim á nótt-
unni. Samkvæmt þessari grein er
það hlutverk feðra barnanna að
„hjálpa“ mæðrunum. Víkverji þekk-
ir nú engu að síður marga feður,
sem vakna ekki síður til barnanna
á nóttunni en mæðurnar og er það
kappsmál að taka þátt í umönnun
þeirra til jafns við konur sínar.
Stundum eru þeir líka svefnlausir,
ekki sízt af því að þeir fá ekki fæð-
ingarorlof og verða að mæta í vinn-
una að morgni.
xxx
AÐ er undarlega útbreitt við-
horf að það séu nánast ein-
göngu mæður barna, sem bera
ábyrgð á þeim, uppeldi þeirra og
umönnun. Það er hugsanlega hægt
að réttlæta efnistök hjúkrunarfræð-
inganna, ritstjórnar Nýs lífs og allra
hinna, sem hafa ekki breytt þessu
viðhorfi sínu, með því að á meiri-
hluta heimila sé það ennþá konan,
sem axlar meginábyrgðina á börn-
unum. En þeim fjölskyldum fjölgar,
þar sem foreldrar skipta ábyrgðinni
jafnt. Og sannarlega er ekki stuðlað
að því að karlar sinni umönnun
barnanna sinna með því að horfa
fram hjá þeim, tala ekki við þá eða
setja þá í hlutverk aðstoðarmanna.
xxx
KUNNINGI Víkveija hafði á
orði við hann að betl væri
farið að setja leiðinlegan svip á fjöl-
farna staði á borð við Lækjartorg
og Kringluna. Víkveiji hváði í fyrstu
og útskýrði kunninginn þá að ung-
lingar, sem halda til á þessum stöð-
um, gengju gjarnan að fullorðnu
fólki og bæðu um „lán“ til að borga
far með strætisvagni eða um að fá
„lánaða" sígarettu. í ljósi þess að
einkar ólíklegt væri að bláókunnugt
fólk fengi „lánið“ nokkurn tímann
endurgreitt væri þetta í raun ekki
annað en betl.
xxx
ENDURBÆTUR þær sem gerð-
ar voru á Ingólfstorgi fyrir
nokkrum árum heppnuðust að
flestu leyti mjög vel og vonandi
verður endurgerð Austurstrætis,
sem nú er unnið að, til að auðga
mannlíf í gamla miðbænum. Eitt
er það þó sem torveldar fólki mjög
að njóta mannlífsins á Ingólfstorgi.
Torgið hefur bókstaflega verið
hernumið af unglingum, sem virð-
ast líta á þennan blett í miðbænum
sem æfingastað fyrir hjólabretta-
kúnstir.
Víkveiji hefur í sjálfu sér ekkert
á móti því að þessir krakkar leiki
sér á hjólabrettum. Það er hins
vegar með öllu óviðunandi að eitt
helsta torg miðbæjarins sé lagt
undir þessa iðju og þannig að oft
stafar vegfarendum stórhætta af,
ekki síst börnum. Unglingarnir
virðast ekkert tillit taka til annarra
vegfarenda og bruna um torgið eins
og þeim sýnist. Jafnvel kemur fyrir
að sorptunnur úr nágrenninu séu
teknar ófijálsri hendi og notaðar
sem hindranir til að stökkva yfir.
Tunnunum er komið fyrir á braut-
um sem alla jafna á að nota fyrir
barnavagna, hjólastóla eða reiðhjól.
Varð Víkveiji vitni að því um síð-
ustu helgi að hjón með barn, sem
voru úti að spóka sig í góða veðr-
inu, ýttu ruslatunnu frá til að kom-
ast niður á torgið. Var veitzt að
þeim með skömmum og dónalegu
handapati af hjólabrettaliðinu. Er
ekki komin tími til að borgaryfir-
völd grípi í taumana?