Morgunblaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Skeljungur hf. styrkir skógrækt
um 10 milljónir króna í ár
Heildarfram-
lagið orðið 50
milljónir króna
SAMNINGUR um áframhaldandi
samstarf Skógræktar rikisins og
Skeljungs hf. undir kjörorðinu
„Skógrækt með Skeljungi" var und-
irritaður í gær. Samkvæmt samn-
ingnum mun Skeljungur hf. leggja
10 milljónir króna til verkefna á
sviði skógræktar á þessu ári.
Frá því samstarf þessara aðila
hófst á miðju ári 1993 hefur Skelj-
ungur hf. styrkt skógrækt í landinu
um 40 milljónir króna og nú bætast
10 milljónir króna við þá upphæð.
Félagasamtök og einstaídingar hafa
fengið skógræktarstyrki, framleidd-
ar hafa verið skógarplöntur og skóg-
lendi opnuð almenningi með bættu
aðgengi og áningaraðstöðu.
Auk skógræktarstyrkja verður í
ár lögð megináhersla á verkefni við
skóglendin í Þórsmörk, á Þingvöll-
um, að Vöglum á Þelamörk og í
tijásafninu við Múlakot í Fljótshlíð,
segir í frétt sem Morgunblaðinu
hefur borist.
Ennfremur segir: „Meginmark-
mið samstarfs Skeljungs hf. og
Skógræktarinnar hefur verið að efla
almennan áhuga á skógrækt og
skógræktarstarfið í landinu í þeim
tilgangi að stækka skóglendi ís-
lands. Vísasta leiðin til að glæða
skógræktaráhuga íslendinga er að
fá þá til að heimsækja þá fjölmörgu
skógarreiti sem til eru í landinu.
Slík heimsókn iætur engan ósnort-
inn. Því hefur í þessu samstarfi
verið gert sérstakt átak í að opna
skógana.
Skóglendi Skógræktar ríkisins
hafa verið gerð aðgengilegri til al-
mennrar notkunar með grisjun,
göngustígagerð, merkingum og
bættri áningaraðstöðu. Samanlögð
lengd skógarstíga sem unnt hefur
verið að leggja vegna framlagsins
frá Skeljungi hf. nemur tugum kíló-
metra og á enn eftir að aukast.
Reynslan sýnir að landsmenn kunna
vel að meta þetta framtak enda
hefur öll umferð um skóglendin
aukist til muna í kjölfarið.
Með samningnum sem nú hefur
verið undirritaður er tryggt áfram-
hald á því ánægjulega samstarfi sem
verið hefur milli Skógræktar rikisins
og Skeljungs hf. undanfarin ár.
Framtíðarverkefnin eru mörg enda
bíður fjöldi skóglenda grisjunar og
bætts aðgengis og áhugi almenn-
ings á skógrækt fer vaxandi. Síðast-
liðið vor auglýsti „Skógrækt með
Skeljungi" eftir umsóknum um
skógræktarstyrki frá einstaklingum
og féiagasamtökum. Mikill fjöldi
umsókna barst og verður næstu
daga greint frá niðurstöðum þeirrar
úthlutunar."
Til sölu raðhús á Spáni
3ja herb. fallegt 43 fm raðhús af gerðinni Rosita í byggðinni La-Marina
sem er um 50 km frá Alicante. Ekkert áhvílandi. Verð kr. 2,8 millj.
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 555 0764.
S&EIGSNAMIÐtUNIN
Pl Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustjóri.
____________________
Sí.ni 555IÍ 'XWO • I r.v ."»5555 9(I«U. • SÍA.....úla 2 1
Skrifstofuhúsnæði óskast
1500 - 2500 fm - staðgreiðsla
Traust fyrirtæki vantar 1500-2500 fm atvinnuhúsnæði
aðallega fyrir skrifstofur og afgreiðslu. Mest áhersla er lögð
á skrifstofur en verslunaraðstaða á jarðhæð væri æskileg
(ekki nauðsynleg). Heil húseign æskileg en hluti úr stærri
byggingu kemur vel til greina.
Svæði: Múlahverfi, Skeifan, gamli borgarhlutinn.
Staðgreiðsla - ein ávísun - í boði fyrir rétta eign.
Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson.
Armúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033
Fossvogur - raðhús
Vorum að fá í sölu þetta raðhús við Goðaland. Húsið er samtals
231 fm. Á hæðinni eru m.a. góðar stofur, gott eldhús, 4 svefn-
herb. og baðherb. auk aðstöðu í kj. 23 fm bílskúr. Góð og vel
viðhaldin eign m.a. endurnýjað eldhús, bað og gólfefni. Verð 14,6
millj. Áhv. 4,5 millj.
90 ára afmæli Sundbakkans í Viðey
SUNDBAKKINN í Viðey á fyrstu árunum.
SUNDBAKKINN í Viðey í dag.
Morgunblaðið/Amaldur
Kaffi í vatnstankinum
Á MORGUN fimmtudag eru ná-
kvæmlega 90 ár síðan hafnar-
gerð og aðrar byggingafram-
kvæmdir hófust í þorpinu Sund-
bakka í Viðey. Af því tilefni
munu Viðeyingafélagið og stað-
arhaldarinn í Viðey, Þórir
Stephensen, standa fyrir
skuggamyndasýningu í Viðeyj-
arskóla þar sem sýndar verða
skyggnur sem unnar eru upp
úr gömlum Ijósmyndum sem
teknar hafa verið í eynni. For-
maður Viðeyingafélagsins, Ör-
lygur Hálfdánarson mun sjá um
sýninguna.
Hann mun svo ásamt Þóri
ganga með gestum um rústir
Sundabakkans, en þorpið er
rústir einar í dag fyrir utan
skólahúsið sem hefur verið end-
urreist og vatnstank einn sem
gegnir nú hlutverki félagsheim-
ilis Viðeyingafélagsins. „Það er
alveg ævintýri líkast að koma
þar inn. Það er búið að klæða
vatnstankinn að innan með Ijós-
um panel og gamlir olíulampar
sem búið er að setja rafljós í sjá
um lýsinguna,“ segir Þórir en
félagið mun einmitt sjá um
kaffisölu í tankinum annað
kvöld.
Fyrsta hafskipa-
höfn landsins
í endurminningum Thors
Jensen eftir Valtý Stefánsson
er sagt frá því að 12. júní 1907
hafi 12 manns komið út i Viðey
og slegið upp tjöldum á Sund-
bakkanum til að undirbúa bygg-
ingu bólvirkis (hafnarkants).
Um sama leyti komu nokkrir
danskir menn til að hefja smíði
hafskipabryggju og verka-
mannabústaðar. „Það var í raun
hið nýstofnaða „MiHjónafélag“
sem stóð fyrir framkvæmdunum
og voru það þeir Pétur Thor-
steinsson og Thor Jensen sem
voru forsprakkar þess. Líkt og
í dag þá reyndu athafnamenn á
þessum tima að sameina krafta
sína og fá til liðs við sig erlenda
menn og fjármagn," segir Þórir.
Hann segir einnig að „Miiy-
ónafélagið“ hafi markað mikil
tímamót í atvinnulífi og sam-
göngum hér á landi þar sem í
Viðey reis fyrsta raunverulega
hafskipahöfn landsins. í þorpinu
Sundbakka sem reis við höfnina
voru reist allmörg íbúðarhús og
skóli ogþorpið fékk bæði síma,
rafmagn og vatnsleiðslu. Þar
voru miklar vörugeymslur, fisk-
verkunarhús og seinna olíu-
birgðarstöð.
Að sögn Þóris var athafna-
semin í eynni mest á árunum
1910-13 en árið 1908 var haf-
skipabryggjan fullkláruð og
lagðist fyrsta skipið að bryggju
þann 19. febrúar sama ár, með
saltfarm frá Spáni. í mai hófst
svo verkun á fiski og sama ár
var einnig byggð sérhönnuð ol-
íubryggja, vatnstankur, olíuport
og viti.
Þegar best lét voru skipakom-
ur allt að 368 á ári og um höfn-
ina fóru árlega um 50-60 þúsund
smálestir af vörum. „Það voru
ytri aðstæður sem urðu til þess
að starfsemin breyttist og dróst
saman. Árið 1943 fór byggðin í
eyði og þá voru flest hús og
hafnarmannvirki rifin. Þarna
gerðist mikil saga sem ekki er
hægt að greina frá í stuttu máli
en myndirnar sem sýndar verða
annað kvöld eru mjög góðar,“
segir Þórir og býður alla sem
áhuga hafa á sögu eyjunnar
velkomna. Skuggamyndasýn-
ingarnar verða tvær og eru báts-
ferðir frá Sundahöfn kl. 19:30
og 20:30.
Álfaskeið 33 - Hafnarfirði
Til sölu 170 fm einnar hæðar timburbygging (verkstæðishús). Þarfnast
mikilla endurbóta eða til niðurrifs. 600 fm lóð. Góður staður. Tilboð
óskast ,
Árni Gunnlaugsson hrl.,
Austurgötu 10, sími 555 0764.
HH
Nýkomnar til sölu - frábær greiöslukjör
Glæsileg suðuríbúð - eins og ný
3ja herb. 82,2 fm nettó á 3. hæð á útsýnisstað í Selási. 40 ára
byggingasjóðslán kr. 2,5 millj. Óvenju lítil útborgun fyrir traustan
kaupanda. Nánar á skrifstofunni.
Endurnýjuð jarðh./kj. - eins og ný
2ja herb. (b. 54,3 fm nettó við Hjallaveg. Sérinngangur. Hagstætt
verð. Lítil útborgun fyrir trautan kaupanda. Nánar á skrifstofunni.
Á söluskrá óskast
(búöir, sérhæðir, raðhús og einbýlishús I borginni og nágrenni.
Margskonar hagstæð eignaskipti möguleg.
Sérstaklega leitum við að góðu steinhúsi með 1-2 (búöum fyrir
gamlan og góðan viöskiptamann sem kemur til borgarinnar eftir
nokkra daga.
... ALMENNA
Gott verslunarhúsnæði óskast
við Bankastræti, Laugaveg, FASTEIGNASALAN
náqrenni. mmmmmmm^mmmmmmmm^mmmmmmmmmmm
Margt kemur til greina. ^^UGAVEGM^S^5^15^^5^370
I
I
\
I
l'
\
i
l