Morgunblaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Upplýsingar Norðmanna um loðnuveiðar tortryggðar 25 þúsund tonna munur á aflatölum VERULEGT misræmi hefur komið í ljós á milli aflatalna um veiðar í ís- lensku lögsögunni sem norsk loðnu- veiðiskip tilkynntu Landhelgisgæsl- unni á síðustu loðnuvertíð og þess afla sem opinberir aðilar í Noregi gefa upp að veiðst hafi við ísland á vertíðinni. Er mismunurinn nálægt 25 þúsund tonnum. Gáfu upp 60 þúsund tonn en Gæslan skráði 85 þús. Að lokinni sumar- og haustvertíð í fyrra gáfu opinberir aðilar í Nor- egi upp að norsk skip hefðu alls veitt 59.897 tonn af loðnu í íslensku lögsögunni, 100.837 tonn í græn- lensku lögsögunni og 45.252 tonn á Jan Mayen-svæðinu. Skv. upplýs- ingiim sjávarútvegsráðuneytisins bera aflatilkynningar norskra skipa til Landhelgisgæslunnar hins vegar með sér að skipin hafi alls veitt um 85 þúsund tonn í íslensku fiskveiði- lögsögunni á vertíðinni. I vetur óskaði sjávarútvegsráðu- neytið eftir skýringum Norðmanna á þessu misræmi en skv. upplýsing- um blaðsins eru stjórnvöld ekki ánægð með þau svör sem Norð- menn hafa veitt. Norðmenn mega ekki veiða meira en 60% af hámarksafla sínum innan íslenskrar lögsögu. Reglur kveða á um að norsku loðnuskipin eigi að tilkynna Landhelgisgæslu komu sína inn í íslensku fiskveiði- lögsöguna og þeim ber að tilkynna um afla á hverjum degi meðan þau eru inni á svæðinu. Loks ber þeim að senda tilkynningu þegar lögsag- an er yfirgefin ásamt upplýsingum um afla um borð sem er veiddur í íslensku lögsögunni. Ráðherrar og embættismenn lýstu yfir í kjölfar töku Sigurðar VE í lögsögu Jan Mayen að stór- herða bæri eftirlit með norskum skipum á loðnuvertíðinni sem hefst l.júlí. Grunsemdir og hert eftirlit Davíð Oddsson forsætisráðherra og Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segja að grunsemdir hafi verið um að Norðmenn hafi tilkynnt um afla á Jan Mayen svæðinu sem hafi í reynd verið veiddur innan íslensku lögsögunnar. Davíð segir að ástæða sé til tortryggni í þessum efnum og full ástæða sé til að krefja Norð- menn skýringa á mismunandi afla- tölum. ■ Mikið misræmi/26 Nýjar niðurstöður TIMSS- rannsóknarinnar kynntar Islendingar langt undir meðallagi ÍSLENSKIR nemendur í 3. bekk grunnskóla hafna í 23. sæti af 24 og nemendur í 4. bekk í 24. sæti af 26 í stærðfræði í hinni fjölþjóðlegu TIMSS-rannsókn sem kynnt var samtímis í öllum þátttökulöndunum í gær. I nátt- úrufræðigreinum er staðan litlu skárri, en þar eru nemendur 3. bekkjar í 20. sæti af 24 og 4. bekkur í 20. sæti af 26. Heildar- frammistaða íslenskra nemenda í 3. og 4. bekk í báðum greinum er langt undir alþjóðlegu meðal- tali. Að sögn dr. Einars Guð- mundssonar, verkefnisstjóra TIMSS-rannsóknarinnar á Is- landi, eru niðurstöðumar í nátt- úmfræði í 3. og 4. bekk svipaðar þeim sem fram komu í 7. og 8. bekk í fyrsta hluta rannsóknar- innar sem birtar vora í desem- ber síðastliðnum en heldur lak- ari í stærðfræði. Nemendur í Singapúr og Kóreu standa sig best í stærð- fræði og í náttúrufræði era nem- endur í Kóreu efstir. Neðstu sætin skipa, ásamt Islendingum, sem fyrr lönd á borð við Iran, Kúveit, Kýpur, Portúgal, Grikk- land og Tæland. Einar segir niðurstöðumar valda vonbrigðum og augljóst sé að ekki sé hægt að sitja aðgerða- laus gagnvart þeim. Nú sé kom- inn tími til að hefja endurreisn þessara greina í íslensku skóla- kerfi. ■ íslenskir nemendur/4 Reykjaneshryggur Nær helm- ingi minni afli í ár KARFAAFLI íslenskra skipa á Reykjaneshrygg var um síðustu mánaðamót nær helmingi minni ef miðað er við sama tíma á síðasta ári. í lok síðasta mánaðar höfðu ís- lensk skip á Reykjaneshrygg land- að um 15.362 tonnum af karfa. A sama tíma á síðasta ári höfðu hins- vegar borist um 28.499 tonn á land. Alls voru 40 íslenskir togarar á Reykjaneshrygg í fyrra þegar mest var, en í ár hafa 27 togarar landað afla af Hryggnum. Leyfilegur heildarafli Islendinga á Reykjaneshrygg er 45 þúsund tonn. I fyrra veiddust samtals 45.867 tonn og var veiðum þá hætt um miðjan júní. Aflabrögð hafa ver- ið léleg allt frá því að veiðamar hófust fyrr í vor og sagði Kristján Elíasson, stýrimaður á Sigli SI, í gær að botninum hafi verið náð nú eftir sjómannadag. ■ Afli á Reykjaneshrygg/lC Japönum öheimilt að kaupa hvala- afurðir frá Islandi JAPÖNSK lög banna Japönum að kaupa hvalaafurðir af öðrum ríkjum en þeim sem era í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Munu þeir því ekki kaupa slíkar afurðir af ís- lendingum. Island tekið af lista Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að íslensk stjórnvöld hafi nýlega spurst fyrir um þetta atriði hjá japönskum yfirvöldum og fengið það staðfest. í bréfi fiskimáladeildar japanska land- búnaðarráðuneytisins segir að ís- land hafi verið tekið af lista yfir þau lönd sem Japan sé leyfilegt að flytja inn hvalaafurðir frá. Hafi það verið ákveðið í septem- ber 1992 eftir að íslensk stjórn- völd ákváðu að segja landið úr hvalveiðiráðinu í júní það ár. Hins vegar segir í bréfi japönsku yfirvaldanna að þau hafi áhuga á samvinnu við Islend- inga á alþjóðavettvangi til að tala máli sjálfbærrar nýtingar á auð- lindum hafsins. Þykkvabæjar frosnar EKKI var fagurt um að litast í kartöflugörðum í Þykkvabænum eftir norðaustan rok og frost um síðustu helgi. „Við þessar aðstæður fer hluti af landinu af stað og það fýkur einfaldlega ofan af kartöfiun- um,“ segir Sigurbjartur Pálsson bóndi í Skarði. „Þetta seinkar örugglega upp- skeru í því landi sem hreyfðist,“ segir hann. „Ekki má þó halda að það eigi allstaðar við. Verstu sögpur sem maður heyrir eru að fokið hafi ofan af liðlega helm- ingi af niðursetningu. Svo er tjónið óverulegt hjá sumum öðr- um.“ Það er engin nýlunda að fjúki ofan af kartöflum, að sögn Sigur- bjarts, en sfðan gerðist nokkuð sem hann telur allt að því ein- stakt. „I kjölfarið fylgdu tvær nætur í röð með brunagaddi þeg- ar allt var meira og minna berrassað," segir hann. „Seinni nóttina var frostið 5,5 gráður. Menn geta vart gert sér í hugarlund hvaða afleiðingar það hefur. Svo virðist sem kartöfl- urnar hafi þó ekki skemmst, þ.e. farið í drullu. En hvort þær eiga eftir að jafna sig verður tíminn að leiða í ljós.“ Bændur eru ekki tryggðir gegn tjóni sem þessu, en þeir eru aðilar að Bjargráðasjóði „Hugs- anlegt er að bætur komi þaðan. Það verður ekki fyrr en í haust þegar menn sjá raunverulega hvert tjónið er, m.a. með hliðsjón af heildaruppskeru í Iandinu." Afli Sigfurð- ar VE úr kvóta Is- lendinga „KJARNI málsins er sá að Sigurð- ur VE veiddi úr þeim kvóta sem Is- land hefur í síld á alþjóðlega haf- svæðinu við Jan Mayen,“ sagði Helgi Ágústsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins aðspurður um ásakanir norsku strandgæsl- unnar á hendur skipstjóra Sigurð- ar um veiðiþjófnað. Helgi Ágústsson sagði að afli Sigurðar VE á þessum slóðum kæmi til frádráttar kvóta Islend- inga og væri því alrangt hjá Norð- mönnum að tala um veiðiþjófnað í þessu sambandi. Ráðuneytisstjór- inn sagði að skipstjórinn hefði gert fullkomlega grein fyrir þeim 400 tonnum sem hann veiddi og hefði aflanum verið landað á Akureyri. Skipstjórinn hefði hins vegar ekki haft afrit af skeytinu þegar skipið var fært til hafnar í Noregi. ■ Beðið eftir/U ■ Viðbrögðum Davfðs/11 ■ Hissa á/11 -------♦ ♦ ♦------ Krían yfir- gefur hreiður Ólafsvík, Morgunblaðið. EKKI festi snjó hér á Snæfellsnes- inu í hretinu um helgina en nóg var samt. Greinilegt er að kríuvarpið mikla í Rifi hefm- orðið fyrir áfalli því stórir hópar fugla yfirgáfu hreiður sín og leituðu sér skýlli staða. Kúrðu fuglamir þar í rokinu með nefið uppí vind eins og þotur á fiugvelli. Eftir að hlýnaði má þó sjá að karlfuglinn er reiðubúinn að gera sitt til þess að bæta skaðann en í heild er hjörðin hijóðari og kyrrlátari en vant er um þennan atorkumikla fugl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.