Morgunblaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.06.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Akureyrarbæ veitt lán til byggingar 24 íbúða Mikíl eftirspurn eftir félags- legum íbúðum Morgunblaðið/Bjöm Gíslason STEFNT er að því að byggingu 72 íbúða við Snægil á Akureyri Ijúki sumarið 1999. Framkvæmdir eru í fullum gangi og verða 20 íbúðir afhentar í næsta mánuði. MIKIL eftirspurn er eftir félags- legum íbúðum á Akureyri. Guð- ríður Friðriksdóttir, forstöðumaður Húsnæðisskrifstofunnar á Akur- eyri segir að hjá skrifstofunni liggi 150 umsóknir um félagslegar íbúð- ir og er stærsti hópurinn að leita eftir kaupum á íbúðum. „Leigu- markaðurinn á Akureyri er mjög erfiður núna og því er ásóknin meiri í félagslegar íbúðir." Húsnæðisstofnun ríkisins hefur veitt Akureyrarbæ framkvæmdal- án úr Byggingasjóði verkamanna til byggingar eða kaupa á 24 íbúð- um, 16 félagslegum eignaríbúðum, 2 félagslegum leiguíbúðum og 6 félagslegum kaupleiguíbúðum. Húsnæðisnefnd Akureyrar sótti um heimildir fyrir 33 íbúðum. Húsnæðisnefnd gerði samning við Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks hf. fyrir rúmu einu og hálfu ári, um skipulag og hönnum á alls 72 íbúðum í 18 húsum í Snægili 2-36 í Giljahverfí III. Gísli Kristinn Lórenzson, formaður nefndarinn- ar, segir að heimild Byggingasjóðs verði nýtt til áframhaldandi fram- kvæmda í Snægili. íbúðir í Snægíli vinsælar Guðríður segir að íbúðirnar í Snægili séu sérlega vinsælar enda Giljaskóli og leikskólinn Kiðagil í næsta nágrenni. „íbúðirnar eru mjög hentugar og foreldrar sjá það sem mikinn kost að þurfa ekki að senda börn sín yfir umferðargötur á leið í skólann." Byggingarfyrirtækið Hyrna hf. átti lægsta tilboðið í byggingu 36 félagslegra íbúða í níu fjögurra íbúða fjölbýlishúsum við Snægil, í útboði í apríl á síðasta ári. Fyrir- tækið er að ljúka framkvæmdum við 5 húsanna, samtals 20 íbúðir og verða þær afhentar í næsta mánuði. Framkvæmdir við 16 íbúð- ir til viðbótar eru komnar í gang og þá hefur húsnæðisnefnd samið við Hyrnu um byggingu 8 íbúða til viðbótar án útboðs. Verklok í júlí 1999 „Þessu til viðbótar hyggst hús- næðisnefnd selja Hyrnu 2-3 hús á svæðinu, með 8-12 íbúðum, sem fyrirtækið selur á fijálsum mark- aði. Þetta gerum við til að hægt verði að ljúka við byggingareitinn sem fyrst,“ segir Gísli Kristinn. í samningi húsnæðisnefndar og Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks hf. um skipulag og hönnun svæðisins var gert ráð fyrir að húsin risu á sex árum og var áætl- aður heildarkostnaður við allt verk- ið um hálfur milljarður króna. Guðríður segir stefnt að því að hefja byggingu 16 íbúða til viðbót- ar á næsta ári og að uppbyggingu svæðisins verði lokið í júlí árið 1999. Stofnframlag til grunnskóla 19 milljónir króna Bæjarráð mótmælir Á FUNDI bæjarráðs á fimmtudag var lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, þar sem greint er frá úthlutun stofnframlags til Akureyrar- bæjar á árinu 1997, af fjár- veitingu til framkvæmda við grunnskóla í sveitarfélögum sem hafa fleiri en 2000 íbúa. Úthlutunin nemur 19 milljón- um króna. Bæjarráð mótmælir þeim reglum sem viðhafðar hafa verið við úthlutunina, þ.e. viðmiðun við normkostnað en ekki raunkostnað. Bæjarráð gerir fýrirvara um upphæðina og fer fram á að reglumar verði teknar til endurskoðun- ar. Sundurliðun stofnfram- lagsins er þannig; að 1,6 millj- ón króna fer til breytinga á eldra húsnæði Glerárskóla, 2,6 milljónir króna vegna hönnunar nýrrar kennsluálmu við Síðuskóla og fleira og 14,8 milljónir króna vegna I. áfanga Giljaskóla. Vel heppnað danslistamót VEL heppnuðu danslistamóti lauk með glæsilegri danssýn- ingu í íþróttahöllinni á Akur- eyri sl. sunnudag. Þátttakend- ur á námskeiðinu voru nem- endur 12 ára og eldri frá skap- andi dansskólum víðs vegar af landinu, samtals á annað hund- rað manns. Nemendur notuðu helgina til að þjálfa sig í hinum ýmsu greinum danslistarinnar og nutu leiðsagnar reyndra kenn- ara. Danssýningin í mótslok var fjölbreytt og skemmtileg og kunnu áhorfendur vel að meta það sem fyrir augu bar. Á myndinni eru dansarar frá Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Listdansskóla íslands að sýna listir sínar. Morgunblaðið/Kristján EIRÍKUR Jóhannsson, útibússljóri Landsbankans á Akureyri t.v. og Jóhannes Ófeigsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, undirrita samninginn. Fyrir aftan þá standa tveir af leikmönnum meistaraflokks, Jón Helgi Pétursson og Hreinn Hringsson. Landsbankinn styrkir Þór KNATTSPYRNUDEILD Þórs og Landsbanki íslands, Akureyri, hafa gert með sér samning um bankaviðskipti og markaðsmál. Samningurinn er til tveggja ára og verður Landsbankinn á Akur- eyri aðalstyrktaraðili knatt- spyrnudeildar Þórs. Einnig mun merki Landsbank- ans prýða keppnistreyjur meist- araflokks karla á þeim tíma. Samningurinn felur í sér meðal annars afslátt af æfingagjöldum hjá þeim sem eru í klúbbum Landsbankans eða koma til með að ganga í þá í sumar, þ.e. Sport- klúbbinn, Gengið og Námuna. Einnig mun knattspyrnudeild- in geta nýtt sér Sumarútvarp Frostrásarinnar fyrir auglýsing- ar eða sérstaka þætti, í boði Landsbankans. Loks munu leik- menn meistaraflokks karla ásamt leikmönnum yngri flokka taka þátt í markaðsátaki bankans og kynna vörumerki hans. Nám í iðjuþjálfun hefst næsta haust RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu Björns Bjamasonar menntamálaráðherra um að nám í iðjuþjálfun hefjist við Háskólann á Akureyri í haust. Nemendur í iðjuþjálfun hafa fram að þessu þurft að fara til útlanda til að afla sér menntunar. Samþykkt ríkisstjórnarinnar fel- ur ekki í sér að fjárframlög til háskólans verði aukin vegna þessa nýja verkefnis, en menntamálaráð- herra sagði að þetta yrði skoðað betur síðar í tengslum við almenn- ar fjárveitingar til skólans. Styrkir starf skólans Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri var að von- um ánægður með samþykktina og Námskrá liggur fyrir og tugir nemenda bíða eftir að hefja nám taldi hana mjög framsýna af ríkis- stjórnarinnar hálfu. „Þetta styrkir starf Háskólans og er nýtt nám á háskólastigi hér á landi sem mikil þörf er á. Við skiljum þann fyrirvara að sam- þykktin feli ekki í sér aukin fjár- framlög til skólans. Með hagræð- ingu í okkar starfsemi getum við hafíð þetta nám í haust. Síðan treystum við á að ríkisvaldið komi til móts þann aukna nemendafjölda sem af þessu leiðir, rheð auknum fjárveitingum." Þorsteinn segir að námskráin liggi fyrir og tugir nemenda bíði eftir því að hefja nám. Á næstu dögum verður námið auglýst og segir Þorsteinn stefnt að því að hefja kennslu í iðjuþjálfun við Há- skólann á Akureyri þann 25. ágúst nk. „Við höfum undirbúið að ráða fyrst í stað stundakennara til að sinna þessu og í framhaldinu er stefnt að fastráðningu þeirra,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði ennfremur að Björn Bjamason menntamálaráðherra ætti hrós skilið fýrir skjót við- brögð. Tillagan hafi verið kynnt honum í lok maí og verið sam- þykkt í dag (í gær). Bætt aðkoma fyrir farþega skemmtiferðaskipa Morgunblaðið/Björn Gíslason FRAMKVÆMDIR við Torfunefsbryggju eru á lokastigi. í gær var verið að helluleggja a og koma fyrir flotbryggjunni. Fram- kvæmdir á lokastigi FRAMKVÆMDIR á vegum Hafnasamlags Norðurlands á svæðinu norðan Torfunefsbryggju eru á lokastigi. Undanfarnar vikur hefur verið unnið þar að dýpkun, byggingu gijótgarðs og landveggs fyrir nýja farþegabryggju. Einnig við gatnagerð, gerð göngustíga og gróðursetningu. Upphaflega var ráðgert að ljúka verkinu í gær en ljóst að fram- kvæmdum seinkar um viku og er stefnt að því taka mannvirkið í notkun 18. júní. Byggður hefur verið 40 metra langur gijótgarður og dýpkað innan hans niður á þriggja metra dýpi. Heildarkostn- aður við framkvæmdir á svæðinu og kaupin á flotbryggjunni er áætl- aður um 14-15 milljónir króna. Flotbryggjan er hugsuð fyrir farþegabáta skemmtiferðaskipa, sem stöðugt fjölga ferðum sínum til Akureyrar. Um leið batnar að- koma gesta sem koma að landi með farþegabátum þeirra skemmtiferðaskipa sem þurfa að liggja á Pollinum. Fyrsta skemmtiferðaskip sum- arsins kemur til Akureyrar í dag. Það heitir Vistamar, er 7500 tonn að stærð og kemur hingað frá ísafírði og Reykjavík. Alls hafa verið boðaðar komur 37 skemmti- ferðaskipa í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.