Morgunblaðið - 11.06.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 21
Nýrtónn
TONLIST
Gerdarsafni
PÍANÓTÓNLEIKAR
Ami Heimir Ingólfsson. Verkefni
eftir Bach-Busoni, Olivier Messiaen,
Atla Heimi Sveinsson og R. Wagner-
Liszt. Gerðarsafn 9. júni.
HER upplifði maður sannarlega
nýjan tón hjá ungum píanista sem
heldur sína fyrstu einleikstónleika
hér á landi, eins og kynnt er í efnis-
skrá. Fyrir sjálfa efnisskrána fær
Árni einnig „kredit“, en frágangur
efnisskrárinnar er mjög vandaður,
nokkuð sem stundum vantar tölu-
vert á þegar um tónleika í Gerðar-
safni er að að ræða.
Ovenjulegt er að ungur maður
sem er að kynna sig sem píanóleik-
ari skuli velja sem viðfangsefni svo
tii eingöngu nútímaverk, engin fing-
urbijótaverk sem hægt er að slá í
gegn með, eða falla ella, engan Beet-
hoven, engan Mozart, engan Chopin,
heldur ekki hreinan _og ómengaðan
Bach. Reyndar hóf Árni tónleikana
með útsetningu Busonis á einum
sálmforleiknum úr Orgelbuchleini
Bachs, Ich ruf zu dir, Herr Jesu
Christ. Árni málaði forleikinn dökk-
um litum, sem vafalaust hefur einn-
ig verið ætlan Busonis, teygði á öll-
um hendingum, sem einnig er líklegt
að hafi verið stíll Busonis, píanistiskt
á það að heita og eftirláta verður
það áheyrandanum hvort annar leik-
máti hefði hentað betur þessum
klassísku perlum Bachs. En nú kom
að þeim hluta efnisskráinnar sem
útskýrði efnisvalið óvenjulega. Ur
einu þekktasta píanóverki Messia-
ens, Vingt Regards sur l’Enfant-Jes-
us, (Tuttugu hugleiðingar um Jesú-
barnið) lék Árni þrjáþætti. í þessum
þrem þáttum sem Árni lék, koma
ekki áberandi mest fram þau meðui
sem Messiaen er hvað þekktastur
fyrir, hindua-ryþma, poly-ryþma og
polymodal og margar aðrar fléttur,
sem eigna má Messiaen einum, en
litirnir - eins og regnbogar - Jýsa
andrúmsloftið og þar tókst Árna
upp. Honum auðnaðist að Iaða fram
anda Messiaen. Jafnvægi og vald
yfir áslætti á píanóið eru skilyrði
fyrir að Messiaen skili sér og _ því
valdi og þeirri tilfinningu bjó Árni
yfir, minnkaðar ferundir og stækk-
aðar þríundir skiluðu sér sem á
perlubandi væru yfir til áheyrenda.
Og grípandi var síðasta atriðið, þar
sem Messiaen skrifar einkonar
hljómfræðidæmi, með klassískum
upplausnum o.s.frv., lýsandi því þeg-
ar við göngum til altaris og Jesú-
barnið sefur með okkur nálægt hlið-
um himins „opnar þau síðan inn í
garð sköpunarinnar og flýtir sér að
faðma okkur í allri birtu sinni..
Víst heyrir maður fyrir sér Messiaen
við orgelið í Trinitat-kirkjunni og
leika af fingrum fram, því sannar-
lega hljómar Le baiser de l’Enfant-
Jesus eins og improvisasjón og snill-
ingur sem Messiaen gat gert slíkar
eilífar. Árni á margfaldan heiður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nútímaverk nær Árni að
túlka af sannfæringu og inn-
sæi, segir m.a. í umsögninni.
fyrir flutning þessara þriggja þátta.
Geta skal þess að Árni lék þættina
þijá utanbókar.
Atli Heimir átti fyrsta verk eftir
hlé, Agnus Dei, sem er einn þáttur
úr fyrirhugaðri messu sem hann
hyggst skrifa fyrir píanó. Árni Heim-
ir frumflutti þetta verk á tónleikum
á Akureyri í síðustu viku og hafði
áður leikið það á tónleikum í Oberlin-
tónlistarháskólanum. íhugull þáttur
með kunnum leikbrögðum. Þrátt
fyrir að verkið byggist á nótunum
ÁG(nu) DE(i), sem koma fram í
upphafi verksins varð undirrituðum
þátturinn dálítið langdreginn, en
forvitnilegt verður að heyra píanó-
messuna í heild sinni.
Enn tvær útsetningar Busonis á
tveim sálmforleikjum úr Litlu orgel-
bókinni, Nun komm, der Heiden
Heiland og In dir ist Freude. Hið
fyrra leikið í stíl Busonis, In dir ist
Freude naut sín miður í miklum
hljómburði salarins og verður Árna
ekki þar um kennt, þótt heppilegra
hefði kannske verið að spara hægri
pedalann meira en gert var. Árni
lauk tónleikunum með útsetningu
Liszts á ástaróði ísoldar yfir_ líki
Tristans úr óperunni Tristan og ísold
eftir Wagner. Hér spilar Liszt á
upphafnar tilfinningar, ástríður og
ofsa, sem og í öðrum fjölmörgum
útsetningum sínum á atriðum úr
óperum Wagners.
Ekki er hægt að ætlast til af rúm-
lega tvítugum manni að öllu sé hér
hægt að koma til skila. Engu skal
spáð um það hversu efnilegur píanó-
leikari sé hér á ferð, til þess hefðu
þurft að koma til einhveijir gömlu
sjjámannanna. En nútimaverk nær
Árni að túlka af sannfæringu og
innsæi sem er ekki öllum ungum
píanistum sjálfgefið.
Árni mun á förum til Harvard-
háskólans til doktorsnáms í tónvís-
indum og er honum óskað góðs
gengis og til hamingju með eftir-
minnilega tónleika í Gerðarsafni.
Ragnar Björnsson
J. Anthony Lukas látinn
EINN þekktasti blaðamaður
Bandaríkjanna, J. Anthony Lukas,
framdi sjálfsmorð á fimmtdag að
talið er. Hann var 64 ára gamall.
Lukas fannst Iátinn í íbúð sinni
á Manhattan. Hann lauk nýlega við
að skrifa bók, sem fjallar um morð-
réttarhöld með pólitískri undiröldu
í vesturhluta Bandaríkjanna í lok
síðustu aldar. „Hann hafði verið
niðurdreginn frá því hann lauk við
bókina,“ sagði umboðsmaður hans,
Amanda Urban, í samtali við dag-
blaðið The New York Times. „Hann
taldi sjálfum sér trú um að hún
væri ekki nógu góð, sem var fárán-
legt vegna þess að hún var snilldar-
verk.“
Lukas fékk Pulitzer-verðlaunin
fyrst árið 1968 fyrir grein í The
New York Times um „Tvo heima
Lindu Fitzpatrick”. Linda Fitz-
patrick var barin til bana ásamt
elskhuga sínum í East Village á
Manhattan, vafasömu hverfi, þar
sem allt flóði í eiturlyfjum. Þremur
árum síðar fylgdi Lukas greininni
eftir með bókinni „Ekki skjóta, við
erum börnin ykkar“ þar sem kyn-
slóðabilinu var lýst með því að skoða
líf Fitzpatrick og níu annarra ung-
menna.
Árið 1986 vann hann til Pulitzer-
verðlaunanna öðru sinni, þá fyrir
bókina „Common Ground". I bók-
inni er því lýst hvernig dómsúr-
skurður um að skylt væri að aka
skólabömum milli hverfa til að
tryggja blandaða skóla setti Boston
á annan endann og hafði áhrif á líf
fjölskyldna í borginni á sjöunda og
áttunda áratugnum.
Handverk/hönnun
PEYSA nr. 2.
IISi OG HÖNNIJN
Ilandvcrk & hönnun
PEYSUR
Elísabet Thoroddsen. Opið
mánud.-föstud. 11-17.
Laugardaga 12-16. Til 14. júní.
Aðgangur ókeypis.
HÚSNÆÐIÐ vinalega í Torfunni,
þar sem listhúsið Úmbra var um ára-
bil, hefur nú skipt um hlutverk, þó
það verði áfram í og með rekið sem
sýningarsalur. Starfsemin verður í
raun með líku sniði og áður að því
undanskildu að þar mun einvörðungu
vera til sýnis handverk og hönnun
og er samnefndur félagsskapur að
baki rekstrinum og er jafnframt með
ráðgjafaþjónustu á staðnum. Gefur
það út fréttabréfið Handverk & hönn-
un og er Guðrún Hannela Henttinen
ábyrgðarmaður þess.
Einhvern veginn fór fyrsta fram-
kvæmd félagsskaparins á staðnum
framhjá okkur listrýnum blaðsins, en
það var sýning á skartgripum Elísa-
betar Ásberg, en það verður fylgst
með starfseminni í framtíðinni, eink-
um ef hún verður með líflegra sniði.
Borðleggjandi er að handverk og
hönnun hafa miklu hlutverki að
gegna í nútímaþjóðfélagi og virðast
menn gera sér æ ljósari grein fyrir
því hér á landi. Má nefna að málþing
um handverk og listhandverk, mennt-
un og atvinnu í samvinnu við Heimil-
isiðnaðarfélag íslands var haldið í
Norræna húsinu í nóvember sl. og
voru þar fluttir markandi fyrirlestrar
í þéttskipuðum salnum, en alls munu
120 manns hafa tekið þátt í því.
Sökum þess að fjarri því allir sem
vildu höfðu tök á að sækja þingið
verða nokkrir fyrirlestranna birtir í
fréttabréfinu og sá fyrsti er skerfur
Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu á
Akureyri í aprílhefti þess. Margrét
er ein af okkar reyndari leirlistar-
mönnum og fjallar opinskátt um líf
sitt í leir í meira en 15 ár, en það
hefur ekki verið neinn dans á rósum
frekar en margra annarra í þessari
stétt.
Það er alveg rétt að handverk og
listiðnaður hafi ekki verið sérlega
hátt skrifaður hér á landi og gjarnan
lagður að jöfnu við föndur og dútl,
en hér höfum við þó af meiri arfleifð
um giidan heimilisiðnað að ausa en
mörgum mun ljóst. En þessi öld hef-
ur framborið yfirgengilegt flóð ódýrs
fjöldaframleidds vamings sem spillt
hefur upprunlegri sjónrænni mynd-
hefð og rýrt virðingu fyrir ekta hand-
verki. Alltof lengi var alltof lítið gert
til að hamla gegn því í þessu þjóðfé-
lagi, og veita skapandi og blóðríkum
kenndum útrás, sem er svartur blett-
ur í uppbyggingu þjóðreisnar.
- Áð þessu sinni er í húsnæðinu
sýning á peysum úr íslenzkri úrvals
lambsull og jurtalituðu ullarbandi
ásamt ýmissi annarri vinnu. Er hér
að verki Elísabet Thoroddsen, og er
þetta frumraun hennar á opinberum
vettvangi. Svo sem segir, hafa sex
peysur á sýningunni sama megin-
þema, íslenzka peysufatakerlingu í
mismunandi útfærslum. Gerandinn
sækir þannig til íslenzkra hefða og
menningar í hönnun sinni og er hér
mjög upptekin af afmörkuðum þætti
hennar. Einnig nokkuð takmörkuðum
og lokuðum jafnframt því sem ekki
er langt á föndurvettvanginn, því hér
virðist grunnmenntun ábótavant þótt
pijónið kunni að vera óaðfinnanlegt.
Mynstrið á peysunum fylgir einfald-
lega ekki alltaf lögun þeirra né útlits-
hönnun og virkar þá sem sjálfstætt
ferli frekar en að vera samofíð þeim
mikilvægu grunnþáttum. Undan-
tekning er þó hin formhreina peysa
nr. 2 auk þess sem „Peysufatakerling
VI“ er skemmtilega skondin í út-
færslu. Hér eru þannig hæfíleikar
fyrir hendi og sviðið opið að vinna úr
þeim.
Bragi Ásgeirsson
GOÐ)R
Fjölbreytt úrval af vönduöum
fataskápum á frábœru verði
t*
.160.-
Aöeins í Húsgagnahöllinni
Breidd 120 cm
HϚ 203 cm
Dýpt 55 cm
HÚSGAGNAHÖLUN
Beyki OQ hvítt Bddshöfai 20-112 Rvn< - S:5108000