Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 8

Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Biskup vígir prest og djákna ÓLAFUR Skúlason, biskup ís- lands, vígði prest og djákna við hátíðlega athöfn I Dóm- kirkjunni sl. sunnudagsmorg- un. Anna Sigríður Pálsdóttir var vígður aðstoðarprestur í Grafarvogsprestakalli og Halldór Elías Guðmundsson var vígður djákni. Hann verð- ur framkvæmdastjóri Æsku- lýðssambands kirkjunnar (ÆSK) í Reykjavíkurprófasts- dæmum. Vígsluvottar voru Ragn- heiður Sverrisdóttir, djákni, sr. Vigfús Þór Arnason, sóknarprestur í Grafarvogs- prestakalli, sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson, prófastur, sem lýsti vígslunni og sr. Hjalti Guð- mundsson Dómkirkjuprestur. Dómkórinn og Kirkjukór Grafarvogskirkju sungu við athöfnina. Um orgelleik sá Marteinn H. Friðriksson dóm- organisti. Morgunblaðið/Kristinn EFTIR vígsluna, efri röð: (f.v.) Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur, og sr. Hjalti Guðmunds- son, dómkirkjuprestur. Neðri röð: Halldór Elías Guðmundsson, djákni, hr. Ólafur Skúlason, biskup íslands, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Vigfús Þór Arnason. 5352000 er talan sem jjárfestar þurfa að muna Stórt stökk fram á við í upplýsingagjöf á fjármálamarkaði í nútíma fjármálaumhverfi þurfa fjárfestar nýjar og áreiðanlegar upplýsingar fljótt og örugglega. Upplýsingaveita Landsbréfa er stórt stökk fram á við í upplýsingagjöf um verðbréf og verbréfamarkað. Aðeins eitt símanúmer gefúr upplýsingar um: ----------------------- —• Síðasta viðskiptagcngi allra félaga á Verðbréfaþingi íslands og á Opna tilboðsmarkaðnum. —• Gengi verðbréfa- og hlutabréfasjóða Landsbréfa. —• Kaupverð Landsbréfaá húsbréfum á ákveðnu nafnverði í tiltcknum flokkum. —• Gengi, ávöxtunarkröfu og afföll húsbréfa, J—• Ahugaverð tilboð. Ennfremur er hægt að nota takkaborð símans til að fá sent fax með nýjustu upplýsingum um gengi bréfa. Upplýsingaveita Landsbréfa er opin allan sólarhringinn - hringdu! SUÐURLANDSBRAUT x LANDSBREF HF. Löggilt vorðbréfafyrirtœki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. 8 REYKJAVÍK, SÍMI 535 2000. BRÉFSÍMI Nýr sendiherra INloregs Fiskveiðideil- umar undan- tekning NÝLEGA var skipað- ur hér á landi nýr sendiherra Nor- egs, Knut Taraldset. Hann er ekki ókunnugur íslandi, því að árin 1962-1964 var hann annar sendiráðsritari í norska sendiráðinu í Reykjavík. „Nú er ég kom- inn aftur að eigin ósk,“ segir Taraldset. „Ég hafði áður sagt við konuna mína að fengjum við tækifæri til að snúa aftur til íslands vildi ég gjarnan grípa það. Nú opnaðist þessi mögu- leiki og ég sló til og bað um að fá að koma hingað.“ - Hvers vegna völduð þið hjónin ísiand aftur? „Okkur fannst dvölin hér á sínum tíma góð og áhugaverð. Við áttum auð- veldara með að kynnast fólki utan hins hefðbundna diplómata- samfélags en annars staðar. Okkur langaði til að verða frem- ur hluti af samfélaginu en að sitja einangruð í einhverju dipló- matahverfí, sem tilhneiging er víða til.“ - Hefur ísland hreytzt mikið á 35 árum? „Breytingarnar eru gífurlegar. Þegar við komum hingað voru aðeins 18 ár frá því að ísland hlaut fullt sjálfstæði. Reykjavík hefur stækkað ótrúlega hratt og margar breytingar í borginni eru jákvæðar. Mér sýnist til dæmis að menn hafi hugsað fram í tím- ann er þeir skipulögðu umferðar- kerfið. Perlan finnst mér ákaf- lega skemmtileg bygging og raunar meistarastykki. Á sínum tíma virtust þessir tankar á Öskjuhlíðinni hvorki fugl né fisk- ur en það er góð hugmynd að hafa þar veitingahús. Það er sömuleiðis gaman að sjá að lokið hefur verið við Hallgrímskirkju. Ég skil þær umræður, sem fram fóru um staðsetningu Ráðhússins við Tjörnina, en það kemur vel út. Almennt er arkitektúrinn hér skemmtilegur og arkitektar sýna viða mikið hugmyndaflug. Það er ekki allt jafnvel heppnað en margt hefur tekizt vel og það bregður ferskum svip á borgina. í mörgum öðrum borgum er til- hneiging til að steypa allt í sama mót.“ - Um hvað snerust pólitísk samskipti íslands og Noregs í sendiráðsritaratíð þinni? Þau einkenndust af miklum stöðugleika og ágætu samstarfi. Þegar ég kom hingað var Ólafur Thors forsætisráðherra og Við- reisnarstjórnin við völd. Þetta var rólegt ástand og ekki tímabil mikilla viðburða. Stóra málið í íslenzkri pólitík var afstaðan til Keflavík- urstöðvarinnar. Hvað fiskveiðisamskiptin varðaði var þar allt með friði og spekt; þetta var á tímum mikilla síldveiða og margir norskir bátar komu á Islandsmið. Við höfðum norskt varðskip fyrir austan land til að gæta þess að þeir færu ekki inn fyrir lögsögu- mörkin, sem þá Iágu reyndar miklu nær landi en nú.“ - Finnst þér ekki erfitt að snúa aftur sem sendiherra á tím- um óvenjulegra erfiðleika í sam- skiptum íslands og Noregs? Knut Taraldset ► Knut Taraldset er fæddur árið 1931. Hann er stjórnmála- fræðingur að mennt og hefur unnið mestan hluta starfsævi sinnar í norsku utanríkisþjón- ustunni. Hann var m.a. annar sendiráðsritari í norska sendi- ráðinu í Reykjavík á sjöunda áratugnum. Hann hefur verið sendiherra í Zimbabwe og fleiri Afríkuríkjum og í Tékk- landi, Slóvakíu og Rúmeníu. Kona sendiherrans er Ragn- hild Bruhjell Taraldset. „Jú, ég get ekki neitað því. Það er leitt að þessar deilur skuli vera uppi og stundum mikill til- finningahiti í mönnum. Mér finnst að lönd okkar ættu ekki að hafa óuppgerð mál sín á milli. Þegar lönd eru jafnnáin og ísland og Noregur vænta menn þess að þau geti leyst slík vandamál. Löndin hafa haft og hafa enn góð samskipti á sjávarútvegs- sviðinu. Þessar deilur eru því undantekning." - En telur þú að fiskveiðideii- urnar hafi haft áhrif á samkennd þjóðanna? „Nei, hreint ekki. Ég vona líka að í náinni framtíð leysist deil- urnar, þannig að þær hafi ekki neikvæð áhrif.“ - Staðan eftir nýafstaðnar kosningar í Noregi virðist fiókin. Hvernig má búast við að mái þróist í norskum stjórnmálum? „Það er erfitt að spá um. Sjö ólíírir flokkar sitja á Stórþinginu og á síðasta kjörtímabili var ekki ein stjórnarandstaða heldur margar, sem ekki gátu boðið upp á valkost við stjóm Verkamanna- flokksins. Nú virðist nýtt stjórn- armynztur í spilunum en að baki þess er aðeins íjórðungur þing- manna. Þessar kosningar benda því ekki til að framundan sé tímabil stöðugleika í norskum stjórnmál- um.“ - Getur sú stað- reynd með einhverjum hætti ógnað hinni óvenjulega góðu stöðu Gífurlegar breytingar á 35 árum efnahagsmálanna í Noregi? „Það held ég ekki. Allir þing- flokkar á Stórþinginu eru sér meðvitandi um að við verðum að fara varlega og ofhita ekki efna- hagslífið þannig að verðbólgan nái sér á strik. Þótt talað hafi verið um að auka ríkisútgjöld í kosningabaráttunni held ég að niðurstaðan verði sú að menn horfi kalt á málið.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.