Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ferdinand Daysturned into weeks.. weeks into months. We never heard anythinq more f rom Andy and Olaf. I imaqine they’re still out there ; somewhere.walkinq § andwalking.tryinq f tofindtheirbrother % Spikeinthedesert. 1 t' '1 Dagarnir urðu að Við heyrðum aldr- Ég imynda mér að þeir vikum, vikurnar að mánuðum. ei framar frá Kát og Lubba. séu þarna einhvers stað- ar, gangandi og gangandi að reyna að finna bróður sinn Sám í eyðimörkinni. Það stendur: „Ýtið á hnappinn til að fara yfir götuna“. Þetta er lík- legast ein- hvers konar gabb... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Frá vörn til signrs á landeyðingu Frá Reyni Eyjólfssyni: SKAMMT austan vegarins inn að Hagavatni á Biskupstungnaafrétti í Sandvatnshlíðum er falleg gróður- torfa í annars örfoka landi. Hún er aflöng frá suðvestri til norðausturs, um 700 m iöng, 60-70 m á breidd og 2-3 m á þykkt. Gróðurfarið er dæmigerð íslensk lyngheiði með fjaildrapa, víði, blábeijalyngi, kræki- beijalyngi og eini. Þetta er réttnefnd vin í eyðimörk, sem nær yfir geysi- stórt svæði frá Bláfelli og langt suð- vestur fyrir Sandá. Þó eru þarna nokkur önnur lítil gróðursvæði, svo sem Rótarmannagil og Sultarkriki. Á báðum þessum stöðum og víðar hafa farið fram landgræðsiutilraunir með dálitlum árangri þó hægt gangi. Hversu mikil eyðimörk þetta er sést vel sé staðið á tindi Bláfells og skyggnst suðvestur eftir. Allt þetta svæði var algróið og skógi vaxið fyrr á öldum eins og sagnir herma og leifar kolagrafa, sem fundist hafa þarna vitna um það sama. Áðurnefnd gróðurtorfa er í aðeins liðiega 300 m hæð, en fullvíst má telja að gróður hafí áður náð upp í 500-600 m, þ.e. langieið- ina upp að Jarlhettum og upp á Blá- fellsháls. Á svæðinu frá Sandá inn að Bláfelli hafa þarna því tapast 60-100 ferkílómetrar af dásamlega fallegu landi eins og gróðurtorfan ber með sér. Verði ekkert að gert mun hún einnig fjúka burt innan tíðar. Það er nöturleg tilhugsun. Sú mynd sem hér hefur verið dregin upp er því miður glöggt dæmi um þá gífurlegu gróðureyðingu, sem hefur átt sér stað um allt land. Þó lítið sé um það talað er stærsta eyði- mörk Evrópu á íslandi, en um 80% af flatarmáli landsins munu falla undir þá skilgreiningu og um helm- ingur þess gróðurlendis, sem var hér í upphafi landnáms hefur fokið burt. Flatarmál þessa horfna gróðursvæð- is er talið vera um 20 þúsund ferkíló- metrar, sem er u.þ.b. fimmtungur af flatarmáli landsins. Hafi jarðvegs- þykktin verið einn metri að meðal- tali, sem ég tel vera varfærið mat svarar þetta til um 20 milljarða rúm- metra. Til að setja þessa stóru tölu í lýsandi samhengi svarar þetta til þess að meira en 500 fjöll á stærð við Keili á Reykjanesskaga hafi fok- ið út í veður og vind. Veruleg starfsemi hefur verið og er í gangi til að sporna við þessari óheillaþróun, en eigi að síður er eng- inn vafi á því að ástandið er alvar- legt. Þetta kemur t.d. vel fram í nýlegri skýrslu „Jarðvegsrof á ís- landi“, sem gefin var út af Land- græðslu ríkisins og Rannsóknastofn- un landbúnaðarins í febrúar 1997. Almenn umræða um efni hennar hefur samt verið lítil þó undarlegt megi þykja. Ekki verður hér fjölyrt um þær aðferðir sem notaðar hafa verið í baráttunni við uppblásturinn og það- an af síður gert lítið úr árangrinum. Á hinn bóginn má til sanns vegar færa að þessar aðferðir séu almennt of seinvirkar og of dýrar ti! þess að þær dugi nema til að halda í horf- inu. Vandamálið magnast líka af þeirri staðreynd, að koldíoxíðmeng- un vegna eldsneytisbruna og iðnaðar bætist við það sem fyrir er. Fyrir hvert nýtt álver þyrfti nauðsynlega að rækta plöntur, sem eyða koldíox- íðinu og búa til súrefni um leið. Landgræðsla og koldíoxíðbinding eiga semsé fullkomlega samleið. Svo vel vill til að ekki þarf að velta vöngum yfir því hvað skuli rækta vegna þess að til er planta, sem kostar lítið í ræktun því hún þarf engan áburð, engin illgresis- eða sníklalyf, er harðger, myndar hratt jarðveg, hættir að þrífast þeg- ar jarðvegurinn er orðinn fijór þann- ig að aðrar plöntur geta tekið við og er stór og falleg. Það er meira að segja hægt að nota hana í ýmsan vistvænan iðnað, svo sem fram- leiðslu á plágueyðum, fóðurmjöli og eldsneyti. Það er bókstaflega engin önnur planta til, sem kemst með tærnar þar sem hún hefur hælana í þessum efnum. Þessi töfrajurt er að sjálfsögðu iúpínan. Ef lúpínunni væri beitt svo um munaði við landgræðslu á íslandi er lítill vafi á því að hægt væri að taka risaskref fram á við í baráttunni við landeyðinguna og endurheimt hinna horfnu gróðursvæða. Hraðvirkni yrði meiri og kostnaður minni en við aðrar aðferðir, svo sem grasrækt, áburðardreifingu eða skógrækt. Ef fyrrgreind áform um efnaiðnað byggðan á lúpínu verða að veruleika er vel hugsanlegt að hún geti borgað með sér og jafnvel vel það. Lúpínan gæti því orðið sannur bjargvættur gróðurlendis á íslandi eins og hún hefur alla burði til. REYNIR EYJÓLFSSON, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Góðir skór á stráka og stelpur stærðir 22-36 svartir 3.990 smáskór (bláu húsl vlð fákafen' sími 568 3919
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.