Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 21 Tókýó. Reuter. NORÐUR-Kóreumenn hafa tekið fyrsta skrefið í þá átt að gera Kim Jong-il formlega að leiðtoga komm- únistaflokksins. Norður-kóreskir fjölmiðlar segja að fulltrúar flokksins í Phyongan- héraði hafi sam- þykkt á ráð- 'stefnu á sunnu- dag að leggja til að Kim Jong-il verði formlega gerður að eftir- manni föður síns, Kims II- sungs. Kim Il-sung, sem var nefndur „leiðtoginn mikli“, lést árið 1994 og þriggja ára sorgartímabili vegna andláts hans lauk í júlí. „Allir flokksbræður okkar og þjóðin öll Andóf við kínversk stjómvöld ANDÓFSMENN í Hong Kong veifa mótmælastpjöldum og myndum af fangelsuðum and- ófsmönnum fyrir utan Sam- komumiðstöð borgarinnar þar sem kínverskir ráðamenn eru gestgjafar á fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans. Árlegur fundur þess- ara stofnana er nú í fyrsta sinn haldinn í Kína. Hrópuðu and- ófsmennirnir slagorð og kröfð- ust þess að þeir, sem hnepptir hafa verið í fangelsi fyrir and- óf, yrðu látnir lausir og lýðræði yrði komið á í Kína. Alls tóku um 30 manns þátt í mótmæl- unum, en um 50 lögregluþjónar stóðu vörð á meðan. -----»■ » 4--- Sjö fórust í lestarslysi Manila. Reuter. SJÖ létust og rúmlega 300 slösuð- ust, sumir alvarlega, er þéttsetin farþegalest rakst á tvo vagna sem losnað höfðu frá annarri lest í út- hverfi Manila, höfuðborgar Filipps- eyja, í gær. Lestarnar voru báðar á leið inn til borgarinnar á sama spori þegar tveir vagnar af þeirri, er á undan var, losnuðu í brekku og runnu aft- ur á bak, að því er lögregla og vitni að atburðinum greindu frá. Lestarnar voru svo þéttsettnar að fólk hafði komið sér fyrir uppi á vögnunum. Slíkt er ekki óalgengt í filippseyskum lestum. Einn vagn fór út af sporinu er áreksturinn varð og rakst á fjögur hús í fátækt- arhverfi sem er rétt við teinana þar sem þeir liggja gegnum úthverfið Paranaque í Manila. ERLEIMT Valdataka Kims Jong-ils undirbúin hafa síðan virt og stutt félaga Kim Jong-il sem afburðasnjallan mann,“ sagði Ri Jong-ok, sem á sæti i fram- kvæmdastjórn flokksins, á ráð- stefnunni. Sérfræðingar í málefnum Norð- ur-Kóreu segja að Kim verði líklega skipaður flokksleiðtogi 10. október, þegar haldið verður upp á 52 ára afmæli flokksins. Alvarlegur matvælaskortur hef- ur verið í landinu vegna þurrka og flóða sem hafa eyðilagt uppskeru síðustu tveggja ára. Hjálparstofn- anir Sameinuðu þjóðanna telja að senda þurfi 1,9 milljónir tonna af korni til Norður-Kóreu á næsta ári. Fréttaskýrendur segja að kommúnistastjórnin þurfi að láta af einangrunarstefnu sinni og bæta samskiptin við Vesturlönd til að bjarga landinu frá hungursneyð og efnahagshruni. Japanskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að samkvæmt upplýsingum frá bandarískum njósnahnetti hefðu Norður-Kóreu- menn flutt meðaldrægar eldflaugar á hreyfanlega skotpalla í norðaust- urhluta landsins. Þaðan væri hægt að skjóta eld- flaugunum á Tókýó en talið er að Norður-Kóreumenn séu að búa sig undir að skjóta þeim í Japanshaf í tilraunaskyni og það gæti valdið mikilli spennu í samskiptum Japans og Norður-Kóreu. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa sent tvær könnun- arvélar til norðurhluta Japans til að fylgjast með hugsanlegum eld- flaugatilraunum. Viðræðum Kóreuríkjanna um friðarsamning, sem á að binda formlega enda á Kóreustríðið sem lauk með vopnahléssamningi árið 1953, var slitið á föstudag þegar Norður-Kóreumenn kröfðust þess að samið yrði um að 37.000 banda- rískir hermenn í Suður-Kóreu yrðu fluttir þaðan. Norður-Kóreumenn sökuðu einn- ig Bandaríkjastjórn um að hafa notfært sér hungursneyðina í land- inu til að knýja fram pólitískar til- slakanir af hálfu kommúnista- stjórnarinnar. Subaru Legacy 4WD sjalfskiptur með sidrifi og serstakri spólvörn kr. 2.366.000,- Ingvar Helgason hf Sd'rarhofna . Simi />:?/» snnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.