Morgunblaðið - 23.09.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.09.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 21 Tókýó. Reuter. NORÐUR-Kóreumenn hafa tekið fyrsta skrefið í þá átt að gera Kim Jong-il formlega að leiðtoga komm- únistaflokksins. Norður-kóreskir fjölmiðlar segja að fulltrúar flokksins í Phyongan- héraði hafi sam- þykkt á ráð- 'stefnu á sunnu- dag að leggja til að Kim Jong-il verði formlega gerður að eftir- manni föður síns, Kims II- sungs. Kim Il-sung, sem var nefndur „leiðtoginn mikli“, lést árið 1994 og þriggja ára sorgartímabili vegna andláts hans lauk í júlí. „Allir flokksbræður okkar og þjóðin öll Andóf við kínversk stjómvöld ANDÓFSMENN í Hong Kong veifa mótmælastpjöldum og myndum af fangelsuðum and- ófsmönnum fyrir utan Sam- komumiðstöð borgarinnar þar sem kínverskir ráðamenn eru gestgjafar á fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans. Árlegur fundur þess- ara stofnana er nú í fyrsta sinn haldinn í Kína. Hrópuðu and- ófsmennirnir slagorð og kröfð- ust þess að þeir, sem hnepptir hafa verið í fangelsi fyrir and- óf, yrðu látnir lausir og lýðræði yrði komið á í Kína. Alls tóku um 30 manns þátt í mótmæl- unum, en um 50 lögregluþjónar stóðu vörð á meðan. -----»■ » 4--- Sjö fórust í lestarslysi Manila. Reuter. SJÖ létust og rúmlega 300 slösuð- ust, sumir alvarlega, er þéttsetin farþegalest rakst á tvo vagna sem losnað höfðu frá annarri lest í út- hverfi Manila, höfuðborgar Filipps- eyja, í gær. Lestarnar voru báðar á leið inn til borgarinnar á sama spori þegar tveir vagnar af þeirri, er á undan var, losnuðu í brekku og runnu aft- ur á bak, að því er lögregla og vitni að atburðinum greindu frá. Lestarnar voru svo þéttsettnar að fólk hafði komið sér fyrir uppi á vögnunum. Slíkt er ekki óalgengt í filippseyskum lestum. Einn vagn fór út af sporinu er áreksturinn varð og rakst á fjögur hús í fátækt- arhverfi sem er rétt við teinana þar sem þeir liggja gegnum úthverfið Paranaque í Manila. ERLEIMT Valdataka Kims Jong-ils undirbúin hafa síðan virt og stutt félaga Kim Jong-il sem afburðasnjallan mann,“ sagði Ri Jong-ok, sem á sæti i fram- kvæmdastjórn flokksins, á ráð- stefnunni. Sérfræðingar í málefnum Norð- ur-Kóreu segja að Kim verði líklega skipaður flokksleiðtogi 10. október, þegar haldið verður upp á 52 ára afmæli flokksins. Alvarlegur matvælaskortur hef- ur verið í landinu vegna þurrka og flóða sem hafa eyðilagt uppskeru síðustu tveggja ára. Hjálparstofn- anir Sameinuðu þjóðanna telja að senda þurfi 1,9 milljónir tonna af korni til Norður-Kóreu á næsta ári. Fréttaskýrendur segja að kommúnistastjórnin þurfi að láta af einangrunarstefnu sinni og bæta samskiptin við Vesturlönd til að bjarga landinu frá hungursneyð og efnahagshruni. Japanskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að samkvæmt upplýsingum frá bandarískum njósnahnetti hefðu Norður-Kóreu- menn flutt meðaldrægar eldflaugar á hreyfanlega skotpalla í norðaust- urhluta landsins. Þaðan væri hægt að skjóta eld- flaugunum á Tókýó en talið er að Norður-Kóreumenn séu að búa sig undir að skjóta þeim í Japanshaf í tilraunaskyni og það gæti valdið mikilli spennu í samskiptum Japans og Norður-Kóreu. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa sent tvær könnun- arvélar til norðurhluta Japans til að fylgjast með hugsanlegum eld- flaugatilraunum. Viðræðum Kóreuríkjanna um friðarsamning, sem á að binda formlega enda á Kóreustríðið sem lauk með vopnahléssamningi árið 1953, var slitið á föstudag þegar Norður-Kóreumenn kröfðust þess að samið yrði um að 37.000 banda- rískir hermenn í Suður-Kóreu yrðu fluttir þaðan. Norður-Kóreumenn sökuðu einn- ig Bandaríkjastjórn um að hafa notfært sér hungursneyðina í land- inu til að knýja fram pólitískar til- slakanir af hálfu kommúnista- stjórnarinnar. Subaru Legacy 4WD sjalfskiptur með sidrifi og serstakri spólvörn kr. 2.366.000,- Ingvar Helgason hf Sd'rarhofna . Simi />:?/» snnn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.