Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 27
LISTIR
Sígaunablóð
TÓNLIST
Ilafnarborg
PÍANÓTÓNLEIKAR
Píanódúó eftir Brahms, Debussy,
Milhaud og Vaughan Williams. Stein-
unn Bima Ragnarsdóttir, píanó; Þor-
steinn Gauti Sigurðsson, píanó. Hafn-
arborg, Hafnarfírði, sunnudaginn 21.
september kl. 20.
STEINUNN Birna Ragnarsdóttir
og Þorsteinn Gauti Sigurðsson léku
síðast saman píanódúó á rómuðum
tónleikum í Islenzku óperunni í apríl
í fyrravor, og hafði tóngreinin þá
ekki verið reifuð hér á landi í nær-
fellt tvo áratugi frá því er Halldór
Haraldsson og Gísli Magnússon
störfuðu saman. Nú hafa þau Stein-
unn tekið upp þráðinn að nýju og
stefna að eigin sögn að því að gera
hann að árvissum viðburði.
Á tónleikunum í Hafnarborg var
beitt hefðbundinni uppstillingu, þar
sem s-bugður hljóðfæranna falla
hvor að annarri eins og jin/jang-
táknið í þjóðfána Suðurkóreu.
Vinstri flygillinn var með lok alopið,
sá til hægri var lokaður. í fljótu
bragði hefði það getað verið ávísun
á mikinn ósamjöfnuð milli hljóðfær-
anna í hljómblæ og styrk, en hinn
hljómandi munur reyndist þrátt fyr
það ótrúlega lítill, og hlýtur lokaða
hljóðfærið því að hafa verið mun
ómhvassara en hitt. Að öðru leyti
virtist sem meirihluti „secondo“-part-
anna, þ.e. á neðra tónsviði, hafi lent
á lokaða hljóðfærinu, en þar sat fyr-
ir hlé Þorsteinn, eftir hlé Steinunn.
Aðsókn var mjög góð og veruleg
stemning í hinum ágæta myndlistar-
og kammertónleikasal Hafnfirðinga.
Líkt og fyrir ári hlaut eitt verk hér
frumflutning á íslandi, Les Songes-
svíta Dariusar Milhauds, en því mið-
ur stóð ekki aukatekið orð um það
verk í tónieikaskrá frekar en um
önnur, þó að fínna mætti allítarlegt
ferilságrip um flytjendur, og var það
því bagalegra sem lítt er almennt
vitað um „orsök og afieiðingu," þeg-
ar píanódúó eru annars vegar, þ.e.
hvort þau séu frumsamin sem slík
eða útsetningar úr öðrum verkum -
og fyrir eitt fjórhent eða tvö tvíhent
píanó. T.a.m. var undirrituðum ekki
ljóst, hvenær upphafsatriði tónleik-
anna, hinir kunnu en fremur stuttu
Brahms-valsar „nr. 1, 2, 3, 4 og 15“
(fleira var ekki gefið upp, en átt er
við Op. 39) birtust í fjórhendri út-
gáfu. Hitt er svo annað mál, að fyr-
ir daga grammófóns og útvarps
fengust tónskáldin til að píanófæra
ólíklegustu hluti að beiðni útgef-
enda; t.a.m. mun nýlega endurfund-
in 3 sinfónía Brahms í útsetningu
höfundar fyrir 2 píanó. Annars voru
valsarnir fínlega leiknir og gælt við
rúbató og styrkbreytingar, jafnvel
ívið betur en fyrir ári.
„Tunglskinið" (Clair de lune) úr
Bergamasque-svítu Debussys frá
1890 var mjúkt og hæfilega dreym-
andi, og þó að „En bateau" úr Petit
Suite (frumsamin f. fjórhent píanó
1888) hafi verið svolítið silalegur,
var Cortége líflegri, en hefði þó þol-
að enn meiri snerpu. Menúettinn var
mjög fallegur, þó að mótun væri í
lágmarki, og Ballettinn varð fruss-
andi tour de force, sem gerði mikla
lukku, þrátt fyrir stundum grautar-
kennda pedalbeitingu.
Þættirnir þrír úr Les Songes eftir
Milhaud voru og fjörleg tónlist; mér
ókunnug, en líklega hugsuð fyrir
ballett eins og svo margt sem hinn
fjölhæfi og afkastamikli franski tón-
höfundur skrifaði, ekki sízt á „sirk-
us“-tímabilinu á 3. áratug, þegar var
í tízku að vera svolítið skrípó (og
átti þó eftir að blikna hjá því sem
síðar varð!) Scherzóið vakti spurn-
ingu um hvort ekki þurfi að ýkja (=
stytta) staccato-nótur meir í góðum
sal en í þurrum. Hinn hægfara en
hugljúfi Vals var frábærlega vel
mótaður, og hinn knæpukenndi Polki
freyddi af bjór og lífsgleði í skínandi
samleik. Píanóútfærsla Greensleeves
Fantasiunnar eftir Vaughan Will-
iams er svipur hjá heyrn miðað við
hljómsveitarútgáfuna, en rann ljúf-
lega niður, þótt ekki væri hún alls
staðar nógu samtaka leikin.
Eftir hlé var komið að Ungversk-
um dönsum nr. 1-10, sem á seinni
áratugum hafa sem betur fer náð
að jafna sig eftir linnulausa útvarps-
spilun fyrri ára, er ætlaði að ganga
af þeim dauðum. Líkt og Slavnesku
dansar Dvoráks hófu þeir lífdaga
sem fjórhend píanóstykki handa litlu
heimilunum, en vinsældir þeirra
knúðu óðara á um orkestrun fyrir
tónleikasalina. Viðfangsefnið er
ákaflega þakklátt, ekki aðeins tveim
einstaklingum til skemmtunar, held-
ur einnig áheyrendum, eins og oft
vill verða um velheppnaða skemmti-
tónlist, enda lifnaði hér heldur betur
yfir flytjendum.
Of langt mál væri að rekja einstök
númer, en, svo stiklað sé á stóru,
naut skaphiti sígaunatónlistarinnar
úr kaffihúsum Búdapestar sín sérlega
vel í nr. 2 og 3, þó að nr. 4 (rakst-
urssenan óborganlega í Einræðis-
herra Chaplins) væri fremur ósam-
taka. Nr. 5 naut góðs af eitilsnörpu
sforzandó-höggum Steinunnar, er
hlýtur að hafa verið ungverskur sí-
gauni í fyrra lífi. Loka-accelerandóið
í nr. 6 var bezt heppnaða accelerandó
kvöldsins, og þó að síðasti þriðjungur
syrpunnar léti ókunnugra í eyrum
flestra en fyrstu 6 númerin, voru
hlustendur auðheyrilega hæstánægð-
ir og voru leystir út með aukalögum.
Ríkarður Ö. Pálsson
GUNNAR Guðbjörnsson tenór-
söngvari mun syngja hlutverk
Taminos í Töfraflautunni í upp-
færslu Ríkisóperunnar í Berlín í
stórum almenningsgarði þar í borg
í ágúst á næsta ári. Var hann ráð-
inn til starfans að frumkvæði Dani-
els Barenboims, listræns stjórn-
anda óperunnar og eins virtasta
hljómsveitarstjóra heims.
Gunnar þreytti frumraun sína í
Ríkisóperunni í Töfraflautunni
undir lok síðasta mánaðar - á
upphafssýningu leikársins. Hann
mun ekki syngja hlutverk Taminos
aftur í Berlín í vetur en fer sem
staðgengill aðalsöngvarans í upp-
færslunni, Peters Schreiers, í ferð
til Japans í nóvember. „Sýningin
í Berlín gekk vel og ég var ákaf-
lega ánægður með viðtökurnar,"
segir Gunnar.
Hann segir það einstaklega
ánægjulegt að hafa í kjölfarið
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
ADVENTSANGERNE
Stjórnandi Sverre Valen, orgelleik-
ari Tormod Ovrum. Einsöngvari
Sidsel E. Olsen, Lisbeth Smedstad
og Sigrun Eckhoff. Simnudagur 21.
september.
ÞEIR láta ekki deigan síga, að-
ventistar, í sínu trúboði. Fyrir aðeins
fáum vikum heimsótti Island heil
sinfóníuhljómsveit skipuð aðventist-
um, lærðum og leikum, áhuga- og
atvinnumönnum í tónlistinni. Kom
sú hljómsveit frá Ameríku. Nú er
það kór norskra aðventista, skipað-
ur áhugasöngfólki svo og atvinnu-
söngfólki og taldi hópurinn kringum
100 manns. Kórinn var með þessum
tónleikum, ef ég hef skilið rétt, að
byija tónleikaferð sína til Bandaríkj-
anna, en þar bíða hans fjöldi tón-
leika. Efnisskráin var eingöngu trú-
arlegs eðlis og voru atriðin 50 tals-
ins á efnisskránni. Aðgangur á tón-
leikana var frír og viðamikil efnis-
skrá í kaupbæti.
Vitanlega var aðeins fluttur lít-
ill hluti þessara fimmtíu atriða og
þar byijuðu vandræðin fyrir undir-
ritaðan a.m.k., sem sat ásamt
fleirum, á stól aftast í kirkjunni
og greindi því mjög illa þegar
kynnirinn kynnti hvaða verkefni
fengið tilboð um að
syngja í almennings-
garðinum - í því felist
mikil hvatning. „Þetta
er stórt skref fyrir
mig í tvennum skiln-
ingi, annars vegar að
fá tækifæri til að
starfa með manni á
borð við Barenboim,
sem er stjórnandi í
fremstu röð í heimin-
um, og hins vegar að
hann skuli sækjast
eftir því að fá mig til
liðs við sig svo fljótt
aftur.“
Gunnar hefur verið
fastráðinn við óperu-
hús í Frakklandi undanfarin sex
ár en er frá og með þessu hausti
farinn að reyna fyrir sér í lausa-
mennskunni. „Byijunin var óneit-
anlega erfið og um tíma leit út
yrðu valin til flutnings úr efnis-
skránni, en þetta gerði hann án
þess að nota hátalarakerfi kirkj-
unnar. Slíkt er vonlaust ef heyra
eiga fleiri en þeir einir, sem sitja
á fremstu bekkjunum. Kórinn byrj-
aði með „Þitt lof Drottinn" eftir
L.v. Beethoven. Meðferð kórsins á
þessum lofsöng Beethovens var
nokkuð óvenjulegur hvað styrk-
breytingar varðar, en kórinn sýndi
strax að heilmikinn hljóm á hann
til. Næst kom svo Ave verum corp-
us, eftir W.A. Mozart, mjög fallega
sungið og sýndi kórinn þar að
hann gat einnig haldið uppi veikum
söng, sem segir vitanlega miklu
meira um ágæti eins kórs heldur
en sterkur söngur. Hér saknaði
ég þó hljómmeiri bassa eða
kannski öllu frekar skýrari eða
beittari raddbeitingu og þessa átti
ég eftir að sakna tónleikanna út.
Ef stjórnandi kórsins tækist að
þétta bassann trúi ég að hann
fengi ennþá betri kór í hendurnar.
Sidsel E. Olsen söng einsöng í
„Hear My Prayer", eftir F. Mend-
elsohn, þar var auðheyranlega um
atvinnusöngvara að ræða sem skil-
aði sínu hlutverki fallega, með
jafnri raddbeitingu og af öryggi.
Serre Valen, söngstjóri kórsins,
hefur reynsluna á bak við sig og
margar viðurkenningar sem kór-
stjóri og hefur ágætum kór á að
skipa, en gaman hefði verið að
fyrir að ég fengi lítið
að gera í vetur. Á
skömmum tíma hlóð-
ust verkefnin hins
vegar upp og sam-
starfið við Barenboim
var eiginlega rúsínan
í pylsuendanum - ég
hefði ekki getað hugs-
að mér betri vítam-
ínsprautu fyrir vetur-
inn.“
Sviðið í almenn-
ingsgarðinum, sem
verður vettvangur
sýningarinnar að ári,
kallast Waldbúhne,
en óperur eru við og
við færðar þar upp.
Telur Gunnar að fyrirmyndin sé
fengin frá New York en sem kunn-
ugt er setur Metropolitanóperan
annað veifið óperur á svið í Centr-
al Park.
heyra kórinn í húsi sem gleypir
ekki kórhljóminn, eins og Hall-
grímskirkja gerir, a.m.k. frá þeim
stað sem kórinn staðsettir sig.
Tormod Övrum, orgelleikari
með kórnum, hafð nóg að gera,
ýmist á Frobeniusar-orgelið niðri
eða Klais-orgelið uppi. Tvö ein-
leiksverk lék Óvrum á Klais-orgel-
ið, hið fyrra Tokkötu eftir Frakk-
ann Theodore Dubois sem uppi var
á síðari hluta nítjándu aldar og
nokkuð fram á þá tuttugustu.
Tokkatan þessi sór sig í franskan
orgelstíl þessa tímabils, þó í nokk-
uð óvenjulegu formi, milliþætti, í
algjörri andstæðu við tokkötu-
formið, en Övrum lék verkið með
„bravur“. Síðara verkið var Fant-
asia Trionfale eftir Knut Nystedt.
Þetta glæsilega orgelverk þarf að
markerast mjög nákvæmlega í
ryþma, sérstaklega í upphafi og í
lokin, og má gjarnan gera meira
úr þessum atriðum í kirkjuhljómi
sem Hallgrímskirja hefur. Á sama
hátt fannst mér kaflinn eftir inn-
ganginn of hægur, en kannski er
þetta bara smekksatriði undirrit-
aðs sem sjálfur hefur spilað verkið
á mörgum tónleikum. Hafi hópur-
inn allur þökk fyrir komuna og
ánægjulega tónleika. Megi hann
halda áfram að ferðast um heiminn
og boða erindi sem ná ætti til
okkar hvers og eins.
Ragnar Björnsson
Barenboim býður Gunnari
áframhaldandi samstarf
Gunnar
Guðbjörnsson
Skammt stórra högga milli
ILEIT AÐ LIST
TONLIST
Listasafn íslands
KAMMERTÓNLEIKAR
Félagsskapurinn Ung Nordisk Musik
hóf tónleikahátíð sína með verkum
eftir Jonas Klingborg, Jón Guð-
mundsson og Johan Tallgren. Flytj-
andi var Caput-hópurinn undir stjóm
Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Sunnudagurinn 21. september 1997
ROMAN Rolland ritaði í dagbók
sína er Debussy lést: „Hann var sá
eini sem gæddi tónlist okkar tíma
fegurð." Það má með sanni segja
að leit sú er hófst við upphaf nútíma-
tónlistar standi enn og sú umbylting
á eldri formum og vinnuaðferðum,
er sérstaklega náði hámarki eftir lok
seinni heimsstyrjaldarainnar, sé
núna fyrst komin á stig endurmats-
ins. Eins og ávallt, er „Akademian"
þung í taumi og kennir enn það sem
spratt af sæði byltingarinnar, nærri
því eins og um trúarbrögð sé að
ræða, enda er skammt í millum trú-
ar og fagurfræðilegrar afstöðu. Þó
er enn ólokið um eina tilraunina og
það er sú hljóðsköpun er tengist
tölvutækninni, sem enn stendur
meira eða að minna leyti á stigi
leitarinnar. Ekki verður sagt að leit-
inni að listinni ljúki nokkurn tíma,
þótt numið sé staðar við einstaka
nöfn listamanna er slógu hörpu sína
af meiri snilld en almennt gerðist
því hvergi er reglan að „margir séu
kallaðir en fáir útvaldir11 eins skörp
og á sviði listsköpunar. Leitin kemur
meðal annars fram í áhuga manna
á ungum listamönnum því þar er
ef til vill von sem þeim eldri hefur
mistekist að uppfylla lil svölunar
listþyrstum lýðnum.
Það sem oft hefur einkennt tón-
verk ungra tónskálda er þörf þeirra
fyrir tæknilegar útskýringar á hegð-
un sinni. En á tónleikunum sl.
sunnudag bregður svo við að tækni-
útskýringarnar eru horfnar en í
staðinn fyrir þær er kominn allt að
því „súrrealískur" sagnagrunnur af
ætt þeirri sem um og fyrir aldamót-
in nefndist hermitónlist og er hjá
hinum ungu listamönnum jafnvel
svolítið „freudiskur".
Fyrsta verkið er samið undir
áhrifum af myndasögunni „Klas
Katt og Olle Angest, eftir Gunnar
Lindkvist, í bland við leitina að
hamingjunni, sem hægt er að upp-
lifa „í sjónvarpi og útvarpi" er að
lokum mun þó „afskræma okkur“
eins og höfundurinn tilgreinir í efn-
isskrá. Vandinn við slíka pró-
grammeringu er að tónlist býr ekki
yfir sams konar merkingakerfi og
orð og á endanum verður hlustand-
inn að styðja sig eingöngu við tón-
listina sjálfa og meta sér til yndis,
það sem fléttast saman af tónlínum,
blæbrigðum og hryn, er blanda má
saman á órtúlega fjölbreytilegan
máta. Sagan um köttinn Kláus
skiptir því ekki máli en tónlistin
sjálf er á margan hátt vel unnin,
var skemmtileg áheyrnar, svolítið
gamaldags, þar sem unnið var með
endurtekningar stefja, oft í hljóð-
fallsbundinni skipan og svo brugðið
upp gömlum „kaotískum" vinnuað-
ferðum. Notkun klarínettsins var
það eina sem tengja mætti við kött-
inn Kláus en annað í verkinu, var
aðeins hrein og áheyrileg tónlist.
Eftir Jón Guðmundsson, er stund-
ar tónsmíðanám í Norgei, var flutt
verk sem er í raun byggt á „freu-
diskri" afstöðu til Antons Weberns,
og heitir Webernrebew en seinni
hluti orðsins er stafréttur umsnún-
ingur á fyrri hluta þess. Þarna má
merkja einhveija feimni við að „vera
sjálfur", þar sem leikaraskapur er
notaður til fela sig, búa sér til afsök-
un, sem er í raun óþörf því verkið
í heild býr yfir mörgu skemmtilegu
og er vel samið. Það er nokkuð
langt, 7 þættir, sem margir hvetjir
minna á vinnuaðferðir sem Webern
er þekktur fyrir en þó án þess að
um stælingu sé að ræða. Verkið er
í heild nokkuð hefðbundið þar sem
heyra má rematík, háttbundið hljóð-
fall, áherslusterkt „attacca", eftir-
líkingar af „pointalisma" Weberns
og margt það sem ungur tónsmiður
verður að læra og kunna að leggja
hljóðfærum „í munn“, svo að hér
má heyra að vel hefur verið unnið
og að Jón Guðmundsson er efnileg-
ur tónsmiður.
Lokaverkið á tónleikunum er
hermiverk sem tengist súrrealis-
tískri kvikmynd og er eftir Johan
Tallgren. Verkið ber nafnið Coden-
ame Opheus og eins og tónskáldið
ritar í efnisskrá hefur hann ekki séð
þessa kvikmynd, en leggur hlust-
endum til þá frásögn að í myndinni
sé höfuð Orfeusar látið fljóta niður
Thames.
I heild er verkið þykkt unnið, allt
að því með „kaótískum" hætti,
vinnuaðferð sem leyfír næstum allt
og mátti oft heyra í þykkum tón-
vefnum bergmál þekktra stefja sem
komu hvað best fram í fiðlurödd-
inni. Það var ekkert nýtt í þessu
verki, frekar en hinum verkunum
en auðheyrt að hér er um unga og
lædómsþyrsta menn að ræða sem
ef til eiga eftir að finna list sinni
farveg til glæstrar framtíðar.
Caput-hópurinn flutti verkin und-
ir stjóm Guðmundar Óla Gunnars-
sonar og var allur flutningurinn hið
besta mótaður og framfærður af
listfengi.
Jón Ásgeirsson