Morgunblaðið - 23.09.1997, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ
** t* ,, , _
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. SBPTEMBER 1997______________________
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
GUÐJÓN Marteinsson og Leifur Örn Svavarsson komu fyrstir í mark í Fjallamaraþoni Landsbjargar
sem haldið var um helgina.
Fjallamaraþon Landsbjargar
Flestir náðu í mark
í krefj andi keppni
Lúðrasveit Akureyrar
Vetrar-
starfið að
hefjast
STARFSEMI Lúðrasveitar Akur-
eyrar starfsárið 1997-1998 hefst í
kvöld, þriðjudaginn 23. september, í
félagsheimilinu að Laxagötu 5 kl.
19.30. Fastur æfmgatími sveitarinn-
ar er á þriðjudagskvöldum.
Lúðrasveit Akureyrar er áhuga-
mannasveit sem hefur það að mark-
miði að koma fram við ýmis tæki-
færi og býður upp á lúðrasveit, létt-
sveit og dixilandband. Þetta gerir
félagsstarfíð fjölbreytt og skemmti-
legt. Þá er farið í heimsóknir til ann-
arra lúðrasveita á landinu og í vetur
er fyrirhugað að heimsækja Lúðra-
sveitina Svan. Á þriggja ára fresti
er haldið landsmót lúðrasveita og í
júní si. var slíkt mót haldið á Selfossi.
Starfandi félagar í Lúðrasveit Ak-
ureyrar eru 25-30, á aldrinum 15-70
ára og alltaf er laust sæti ef menn
hafa áhuga á að vera með. Hugsan-
legt er að starfrækja sveit eldri fé-
laga í vetur. Stjórnandi sveitarinnar
verður Atli Guðlaugsson, sem verið
hefur við stjómvölinn í 16. Hann
veitir nánari upplýsingar ásamt Ein-
ari G. Jónssyni.
-----♦ ♦ ♦
Bílbeltanotk-
un aukist
ÞRJÁTÍU og fímm ökumenn vom
kærðir fyrir of hraðan akstur á Akur-
eyri í liðinni viku. Þá voru 5 teknir
fyrir ölvun við akstur, 1 fyrir akstur
án ökuréttinda, 2 fyrir að aka mót
rauðu ljósi og 3 fyrir að nota ekki
bflbelti.
Lögreglumenn telja sérlega
ánægjulegt hversu notkun bílbelta
hefur aukist á Akureyri á þessu ári
enda aukin bílbeltanotkun talin ár-
angursríkasta aðgerðin til að fækka
alvarlegum meiðslum í umferðar-
óhöppum.
Hins vegar telur lögregla að öku-
menn mættu passa betur upp á að
fara með bifreiðar sínar tímanlega í
skoðun en númeraspjöld voru tekin
af 20 bifreiðum í vikunni sem vom
komnar fram yfír lögfestan frest.
FJALLAMARAÞON Lands-
bjargar var haldið í Eyjafirði
um helgina en 20 tveggja manna
lið úr 11 björgunarsveitum tóku
þátt.
Ólafur Jónsson, starfsmaður
Landsbjargar, sagði að vel hefði
tekist til í öllum aðalatriðum og
greinilegt að þessi keppni nyti
vinsælda. Keppendur ferðuðust
um fjalllendi í Eyjafirði, fóru
samtals rúmlega 40 kílómetra
og var gert að leysa úr 10 þraut-
um á leiðinni. Þær tengdust
einkum útivist og ferðalögum.
Keppnin var endurvakin á síð-
asta ári en ekki hafði verið efnt
til hennar um nokkurt skeið.
Ólafur segir nú ljóst að hún
verði haldin árlega héðan í frá.
Sagði hann ánægjulegt að lang-
flestir hefðu náð í mark þó
keppnin hefði verið mjög krefj-
andi.
Leifur Örn Svavarsson og
Guðjón Marteinsson í Flugbjörg-
unarsveit Reykjavíkur fóru með
sigur af hólmi í karlaflokki og
var tími þeirra 10 klukkustundir
og 4 mínútur. Styrmir Stein-
grímsson og Hlynur Stefánsson
úr Hjálparsveit skáta í Kópa-
vogi fóru hringinn á 12 klukku-
stundum og 33 mínútum og
urðu í öðru sæti, en í því þriðja
urðu félagarnir Páll Sveinsson
og Helgi Borg í Hjálparsveit
skáta í Reykjavík sem voru 14
klukkustundir og 10 mínútur.
í kvennaflokki urðu þær Iris
Marelsdóttir og Margrét Valdi-
marsdóttir úr Hjálparsveit skáta
í Kópavogi fyrsta í mark á tím-
anum 16 klukkustundir og 13
mínútur. Þórey Gylfadóttir og
María Dögg Hjörleifsdóttir úr
Björgunarsveitinni Ingólfi urðu
í öðru sæti á 16 klukkustundum
og 22 mínútum og í 3-4 sæti
urðu Magnea Magnúsdóttir og
Brynja Magnúsdóttir í Hjálpar-
sveit skáta í Reykjavík og Rán
Sturlaugsdóttir og Jóhanna Ósk
Jensdóttir í Hjálparsveit skáta í
Kópavogi en þær fóru hringinn
á 18 klukkustundum og 2 mínút-
Óhappavika
í umferðinni
A slysadeild
eftir bílveltu
ÓVENJUMIKIÐ hefur verið um
umferðaróhöpp á Akureyri að und-
anförnu, alls voru skráð 12 slík hjá
lögreglu, þar af urðu meiðsli í 5
þeirra.
Ekið var aftan á bifreið í Gránu-
félagsgötu og kvartaði ökumaður
um eymsl í hálsi eftir hann. Ökumað-
ur missti stjórn á bifreið sinni á
Ólafsfjarðarvegi við Hörgárbrú síð-
degis á laugardag og fór hún út af
veginum. Farþegi í bílnum slasaðist
á höfði en í ljós kom síðar að meiðsl
hans reyndust minniháttar. Þá missti
ökumaður vald á bifreið sem hann
ók á Leiruveginum skammt norðan
við Eyjafjarðarbraut á sunnudags-
morgun. Valt bíllinn út af veginum
og voru þrír fluttir á slysadeild tals-
vert slasaðir. Grunur leikur á að
ökumaður sem var réttindalaus hafí
verið undir áhrifum áfengis. Barn
sem hlaupið hafði út á götu í Skarðs-
hlíð varð fyrir bíl sem ekið var suð-
ur götuna, það var flutt á slysadeild
en meiðsl þess reyndust lítil.
Lögregla bendir ökumönnum á
að varasamur tími sé að ganga í
garð í umferðinni, en á haustin verða
akstursskilyrði lakari, bæði hvað
snertir birtu og veðurfar. Telur hún
forsmekkinn hafa fengist í liðinni
viku með óvenju mörgum umferðar-
óhöppum. Einnig vill lögregla hvetja
alla, bæði börn og fullorðna, til að
nota hjálma þegar farið er á reið-
hjóli, enginn ætti að koma á hjóli í
skólann án þess að vera með hjálm.
----------♦ ♦ ♦
Braut rúðu á
löggustöð
HUNDUR virðist hafa verið í mörg-
um sem fóru út að skemmta sér um
helgina því óvenju erilsamt var,
pústrar, minniháttar líkamsmeiðing-
ar og skemmdarverk. Telur lögregla
farsælla að menn fari út að skemmta
sér þegar betur liggur á þeim.
Brotnar voru rúður í húsum á
tveimur stöðum í miðbænum og tvær
bifreiðar voru skemmdar auk þess
sem einnig var brotin rúða í annarri
þeirra.
Lögregla handtók mann sem þeir
stóðu að því að sparka í bifreið sem
hann var farþegi í. Var hann fluttur
á lögreglustöðina og virtist þar fá
svo góða iðran eftir viðtal við varð-
stjóra að honum var leyft að fara
frjálsum ferða sinna. En það stóð
ekki lengi, maðurinn kom fljótlega
aftur á lögreglustöðina sínu æstari
en áður og hafði fyrr en varði brotið
rúðu í anddyri lögreglustöðvarinnar.
Var hann við svo búið settur í fanga-
geymslu og fara ekki sögur af iðran
hans þar.
-----♦ ♦ ♦----
Heilbrigðisdeild
Háskólans
Hátíðardag-
skrá á 10 ára
afmæli
HEILBRIGÐISDEILD Háskólans á
Akureyri fagnar tíu ára afmæli sínu
næstkomandi laugardag, 27. sept-
ember.
Efnt verður til hátíðardagskrár
sem hefst kl. 14 í Oddfellowhúsinu
við Sjafnarstíg. Margrét Tómasdótt-
ir, fyrsti forstöðumaður heilbrigðis-
deildar, flytur hátíðarræðu, Þor-
steinn Gunnarsson, rektor Háskólans
á Akureyri, og Sigríður Halldórsdótt-
ir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar,
ávarpa gesti. Þá sjá fulltrúar braut-
skráðra kandídata og núverandi
nemendur um dagskráratriði. Ný-
stofnuð námsbraut í iðjuþjálfun verð-
ur kynnt og hjúkrunarfræðingar,
brautskráðir vorið 1997, kynna loka-
verkefni sín. Slegið verður á létta
strengi í tali og tónum. Kaffíveiting-
ar verða í boði háskólans.
Laus er til umsóknar staða
lektors í eðlisfræði
hAskóunn
A AKUPEYTII
Háskólinn á Akureyri óskar eftir að ráða lektor í
eðlisfræði með áherslu á kennilega eðlisfræði og
stærðfræði.
Helstu viðfangsefni rannsókna eru hagnýting eðlis-
fræði/stærðfræði í framleiðslu og eðlisfræðikennsla í
grunnskóla.
Starfsvettvangur verður aðallega við kennaradeild og
sjávarútvegsdeild. Umsækjendur skulu láta fylgja um-
sókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er
þeir hafa unnið, ritsmíðar, rannsóknir, kennslustörf,
stjórnunarstörf svo og námsferil sinn og önnur störf.
Með umsóknum skulu send eintök af þeim vísinda-
legu ritum sem umsækjendur vilja láta taka tillit til.
Einnig er nauðsynlegt að í umsókn komi fram hvaða
verkefnum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir
eru að sinna og hver eru áform þeirra ef til ráðningar
kemur. Ennfremur er ætlast til þess að umsækjendur
láti fylgja nöfn og heimilisföng minnst tveggja aðila
sem leita má til um meðmæli.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskóla-
kennara á Akureyri.
Upplýsingar um starfið gefa forstöðumenn viðkom-
andi deilda eða rektor háskólans í síma 463 0900.
Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri
fyrir 10. október nk.
um.
Aðalfundur sjálfstæðis-
félaganna á Akureyri
verður haldinn mánudaginn 29. september í
Kaupangi við Mýrarveg. Sjálfstæðisfélagið,
Sleipnir og Vörn kl. 20.00. Fulltrúaráð kl. 20.30.
Dagskrá: auk venjulegra aðalfundarstarfa verða til umræðu
tillögur kjörnefndar um framboðsmál fyrir komandi bæjar-
stjórnarkosningar. , ,,
' 3 Stjorn felaganna.
K0RG RAFPIAN0
verð fra kr. 138.900
ÍUÍWiBÚDIN
Akureyri,
sfmi 462 1415
Laugavegi 163,
sími 552 4515