Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 17

Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 17 LANDIÐ Utför Dagbjarts Sigurðs- sonar Björk. Mývatnssveit. - Útför Dagbjarts Sigurðssonar var gerð frá Skútustaðakirkju föstudaginn 19. september að viðstöddu miklu ijölmenni. Kór kirkjunnar söng, organisti var Jón Árni Sigfús- son. Einsögnur Brynhildur Björnsdóttir, hljóðfæraleikur Gréta Baldursdóttir og Rich- ard Simm. Sóknarpresturinn séra Örn Friðriksson las úr ritningunni, fór með bænir og flutti minningarræðu. Að lok- inni athöfninni í kirkjunni var erfidrykkja í Skjólbrekku. Jarðsett var í Akureyrar- kirkjugarði. Dagbjartur Sigurðsson átti fjölmennan hóp vina og kunn- ingja og var vel látinn af öllum er honum kynntust. Hann bjó í Álftagerði um áratugaskeið og stundaði ætíð silungsveiði í Mývatni._ Eiginkona hans Kristjana Ásbjarnardóttir frá Guðmundarstöðum í Vopna- firði studdi ávallt mann sinn með ráðum og dáð í öllum hans störfum. Hún lést árið 1990. Dagbjartur og Kristjana eignuðust 6 börn sem öll eru á lífi. Dagbjartur lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 14. steptember. Styður upp- byggingu Fjórðungs- sjúkra- hússins Húsavík - Bæjarráð Húsavíkur samþykkti á fundi sínum 17. sept- ember að taka undir síðari hluta ályktunar um heilbrigðismál á landsbyggðinni sem samþykkt var á aðalfundi Eyþings 1997 en þar segir: „Aðalfundurinn skorar á heil- •brigðisyfirvöld að standa myndar- lega að uppbyggingu Fj'órðungs- sjúkrahússins á Akureyri þannig að það geti með sanni talist eitt hátæknisjúkrahúsa landsins. Fundurinn telur að með því að standa vel að uppbyggingu Fjórð- ungssjúkrahússins séu stjórnvöld að framkvæmda byggðastefnu í verki og skapa æskilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Staðsetn- ing þessa hátæknisjúkrahúss er jafnframt mikilvæg með tilliti til hugsanlegra náttúruhamfara." PMALVFTUR ÞÓR HF Roykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 -sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - simi 461-1070 Heimt af fjalli FJÖLMENNI var í stóðréttum í Skrapatungurétt í Austur- Húnavatnssýslu á sunnudag. Réttarstörfin gengu vel og var lokið með fyrra móti. Þrátt fyrir nálægð haustsins var hlýja í lofti og sáium manna. íslenskir blómadagar í blómaverslunum M Islenskar résir Rósasýning í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardag 27. sept. og sunnudag 28. sept. kl. 14.-17. 1 Skreytingarfólk sýnir vinnu sína. Blómaverslanir og blómaframleiðendur á íslandi efna til uppskeru- hátíðar þessa viku. Risavöndur 990 kr. í öllum blómaverslunum Margskonartilboð og uppákomur í blómaverslunum alla daga vikunnar. Félag blómaverslana Blómaframleiðendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.