Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 22

Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTBMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________ERLENT Samstöðuflokkar sigurvegarar þingkosninga í Póllandi Frelsissambandið í oddastöðu á þinginu Varsjá. Reuter. KOSNIN GAB AND ALAG Sam- stöðu (AWS) bar sigurorð af Lýð- ræðislega vinstrabandalaginu (SLD), flokki fyrrverandi kommún- ista, í þingkosningum í Póllandi á sunnudag. Frelsissambandið, sem á rætur að rekja til verkalýðssamtak- anna Samstöðu eins AWS, verður í oddastöðu á þinginu og búist er við að flokkamir reyni að mynda nýja samsteypustjóm á næstu vikum. Lýðræðislega vinstrabandalagið vonast þó til þess að geta komist hjá því að lenda í stjómarandstöðu með því að bjóða leiðtoga Frelsissam- bandsins forsætisráðherraembættið. Úrslitin virtust koma fjármála- mönnum á óvart og þeir voru frem- ur bjartsýnir á að hægt yrði að mynda sterka stjóm eftir kosning- arnar. Gengi pólska gjaldmiðilsins, zlotísins, hækkaði og seðlabankinn varð að grípa til þess ráðs að selja zlotí til að draga úr hækkuninni. Margir fjármálamenn höfðu stutt Frelsissambandið og óttuðust að þingið yrði óstarfhæft eftir kosning- amar og enginn flokkanna fengi nógu mikið fylgi til að geta myndað lífvænlega stjórn. Þeir óttuðust einnig að næsta stjóm yrði háð stuðningi Bændaflokksins, sem að- hyllist vemdarstefnu í efnahags- málum, eða hægriöfgamanna, en sá ótti reyndistástæðulaus. Sæt hefnd fyrir Walesa Sigur AWS og Frelsissambands- ins er sæt hefnd fyrir Lech Walesa, fyrrverandi forseta Póllands og leiðtoga Samstöðu, en hann tapaði í forsetakosningúnum fyrir leiðtoga fyrrverandi kommúnista árið 1995. Walesa hét því í gær að beita sér fyrir því að Frelsissambandið og AWS næðu sem fyrst samkomulagi um myndun nýrrar stjómar. „Ég vil bjóða leiðtoga sigurvegaranna til viðræðna ekki síðar en á miðviku- dag eða fimmtudag," sagði hann. „Við verðum að gera sem mest úr þessum sigri og knýja fram umbæt- ur.“ Stjórnarmyndunin gæti þó reynst erfið þar sem tortryggni ríkir milli AWS og Frelsissambandsins í efna- hagsmálum. Frelsissambandið legg- ur áherslu á að flýta einkavæðingu, auka frjálsræðið í viðskiptum við út- lönd og að framfylgt verði strangri aðhaldsstefnu í peningamálum, en AWS telur hins vegar brýnast að örva iðnaðinn í landinu. Frelsissam- bandið leggur einnig áherslu á ver- aldarhyggju en AWS á hefðbundin kaþólsk fjölskyldugildi. Vilja Balcerowicz í forsætisráðherraembættið Lýðræðislega vinstrabandalagið vonast til þess að geta notfært sér þennan ágreining Samstöðuflokk- anna og ætlar að reyna að fá Frels- issambandið til samstarfs við sig með því að bjóða leiðtoga flokksins, Leszek Balcerowicz, fyrrverandi fjármálaráðherra, forsætisráð- herraembættið. Takist Samstöðuflokkunum hins vegar að mynda stjórn stendur Aeksander Kwasniewski forseti, sem er fyrrverandi kommúnisti, frammi fyrir því að þurfa að starfa með stjórn sem er andvíg honum. Kwasniewski sagði fyrst eftir að hann var kjörinn forseti að hann gæti starfað með hvaða stjórn sem er en hann gaf til kynna nýlega að hann væri tregur til að veita AWS umboð til að mynda nýja stjóm. Hann vildi ekki útiloka að hann myndi hunsa þá óskrifuðu reglu að stærsti flokkurinn fengi stjórnar- Ljósmynd/Pressens Bild LESZEK Balcerowics, sem líklegastur þykir til að verða í forsæti næstu ríkisstjórnar Póliands, stendur hér lengst til hægri með keppi- nauta sína í kosningabaráttunni Jan Olszewski (Endurreisnarhreyf- ingu Póiiands), Wlodzimierz Cimoszewics, starfandi forsætisráðherra (AWS), og Waldemar Pawlak (Bændaflokki). myndunarumboðið eftir kosningar. Talsmaður forsetans sagði í gær að hann vildi að leiðtogi Frelsissam- bandsins yrði næsti forsætisráð- herra. „Balcerowicz er höfundur áætlunarinnar sem markaði upphaf umbótanna í Póllandi og hann er frábært forsætisráðherraefni," sagði hann. Stefnt að sljórnarmyndun { október Kwasniewski sagðist þó ætla að ræða við forystumenn AWS og hafa samráð við leiðtoga allra þeirra flokka sern fengu þingsæti í kosningunum. „Ég tel raunsætt að nafn næsta forsætisráðherra liggi fyrir í byrjun október,“ sagði hann. Nýja þingið kemur saman 20. október og forsetinn hefur þá hálf- an mánuð til að tilnefna forsætis- ráðherra. Takist forsætisráðherra- efni hans ekki að mynda stjórn get- ur þingið tilnefnt næsta forsætis- ráðherra. Bændaflokkurinn, sem var í stjóm með Lýðræðislega vinstra- bandalaginu, fékk 6,9% atkvæð- anna, en fylgi hans var 15,4% í síð- ustu kosningum. Endurreisnar- hreyfing Póllands, sem var sökuð um lýðskmm í kosningunum, fékk 5,5% atkvæðanna og þrjú þingsæti og flokkar þýska minnihlutans þrjá þingmenn. Geðsjúkir notaðir í tilraumim Stokkhdlmi. Reuter. RÚMLEGA 400 geðsjúkum Svíum voru gefín sérstök sætuefni á fímmta áratugnum, þannig að hægt væri að fylgjast með þróun tann- skemmda. Þetta kom í dagblaðinu Dagens nyheterí gær. Hluta fólksins var gefín sérstök karamella, sem lýst var sem hættu- legustu og klístruðustu karamellu í heimi. Hún var of stór til að hægt væri að gleypa hana og festist í tönnunum þar sem hún leystist smám saman upp. Tilraunin, sem náði einnig til bama, var gerð á sjúklingum á Vipeholm-sjúkrahúsinu í nágrenni Lundar. Fólkinu var skipt upp í hópa og hópunum gefið mismunandi sælgæti. Síðan voru tekin munn- vatnssýni úr fólkinu allt að 36 sinn- um á dag, stundum með einungis 15 mínútna millibili. Frétt dagblaðsins kemur einung- is mánuði eftir að blaðið upplýsti að ófrjósemisaðgerðir hefðu verið framkvæmdar á þúsundum fátækra og ómenntaðra kvenna í Svíþjóð, án vitundar þeirra og vilja, allt fram til ársins 1976. ---------------- Fjöldamorð í Lettlandi Riga. Reutcr. 47 ÁRA karlmaður svipti sig lífi í skógi í Lettlandi um helgina eftir að hafa skotið sjö manns til bana. Alois Blonskis lögreglustjóri sagði að sporhundur hefði fundið lík morð- ingjans um tveim km frá morð- staðnum og að hann virtist hafa skotið sig. Maðurinn skaut fimm karlmenn og tvær konur til bana á akri nálægt bænum Iecava á laugardag og einn maður særðist alvarlega 1 árásinni. 500 lögreglumenn og þjóðvarðliðar tóku þátt í leitinni, sem var sú mesta sem gerð hefur verið í Lett- landi frá því landið fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum 1991. Forseta- og þingkosningar í Serbíu • • Onnur umferð nauðsynleg Belgrad. Reuter. ALLT útlit var fyrir að efna yrði til annarrar umferðar í forsetakosn- ingunum í Serbíu, er tveir þriðju hlutar atkvæða höfðu verið taldir í gær, þar sem allt benti til að enginn helstu frambjóðendanna þriggja fengi hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferðinni. Jafnhliða for- setakosningunum fóru fram kosn- ingar til Serbíuþings, og var þar út- lit fyrir að harðlínuþjóðernissinnar í sósíalistaflokki Slobodans Milos- evics forseta Júgóslavíu, SPS, héldi stöðu sinni sem stærsti flokkurinn en missti meirihlutann úr síðustu þingkosningum 1993. Önnur umferð kosninganna mun að öllum líkindum fara fram 5. októ- ber næstkomandi. Alþjóðlegir eftirlitsmenn sögðu kosningamar á sunnudag hafa farið vel fram en sögðu hins vegar að ný kosningalög og heftur aðgangur frambjóðenda stjórnarandstöðunn- ar að fjölmiðlum hefðu ýtt undir tortryggni. Er tveir þriðju hlutar atkvæða höfðu verið taldir hafði Zoran Lilic frambjóðandi SPS 37,5% atkvæða, Vojislav Sesselj, frambjóðandi Rót- tæka flokksins SRS, sem einnig er tr—-{] mjög þjóðemis- jppPiPHk I sinnaður, hafði ‘ff- ... m\ ^uk Draskovic " , * frambjóðandi TflB'jMÉT ungssinna, 23% atkvæða. ggM Tilraun stjórn- arandstöðunnar, sem hvatti stuðn- Llllc ingsmenn sína til að sitja heima og ógilda þar með kosningarnar, mistókst þar sem 60% kjósenda neyttu atkvæðisrétt- ar síns, en til að ógilda kosningarn- ar hefði kjörsókn þurft að vera minni en 50%. Samsteypustjóm? Einnig var kosið til þings Serbíu, en útlit var fyrir að SPS tapaði þó nokkru fylgi og fengi aðeins 102 sæti af 250 í þinginu, en flokkurinn hlaut 123 sæti í kosningum 1993 og hefur stjórnað einn síðan. Milosevic, fráfarandi forseti Júgóslavíu, sam- bandsríkis Serbíu og Svartfjalla- lands, gæti því þurft að leita stjóm- arsamstarfs við flokk kongungs- sinna að loknum kosningunum. Fjörutíu myrtir í Alsír París. Reuter. I minningu Langa-Ulfs WILMER Mesteth, töfralæknir Si- oux-indíána, veifar fjöður við greftrunarstað indíánahöfðingjans Langa-ÚIfs í Brompton-kirkjugarði í Lundúnum. Jarðneskar leifar Langa-ÚIfs verða grafnar upp á fímmtudag og fluttar til greftrun- arstaðar forfeðra hans og ættingja í Svörtu fjöllum í Suður-Dakóta í Bandarfkjunum. Langi-Úlfur dó úr lungnabólgu er hann var á sýning- arferð í Bretlandi árið 1892 með Villta-vesturs-sýningu „Vísunda- Villa“, BiIIs Cody. TALIÐ er að múslímskir upp- reisnarmenn hafí myrt um 40 óbreytta borgara, og brennt lík margra þeirra, í árásum á þorp í Medeahéraði í Alsír um helgina. Alsírsk dagblöð greindu frá þessu á mánudag. Flestir hinna myrtu voru skornir á háls. 17 þeirra vom börn. Ahmed Ouyahia, forsætisráð- herra Alsír, sagði að þrátt fyrir of- beldisaðgerðir sem þessar væri hryðjuverkastarfsemi uppreisnar- manna dæmd til að mistakast. Hann viðurkenndi þó, að ótti Aisír- inga stafaði af þeim „hryðjuverk- um sem unnin voru í ágúst, myrkasta mánuðinum síðan 1994“. Óöld hófst í Alsír í janúar 1992 þegar stjómvöld hættu við kosn- ingar eftir að Frelsisfylking islam (FIS) hafði tekið afgerandi forystu í fyrri umferð. Síðan hafa 60 þús- und manns fallið. I sjónvarpsviðtali á sunnudag sagði Ouyahia að ekki kæmi til greina að mæta til við- ræðna við öfgasinnaða múslíma, og að Frelsisfylkingin svokallaða „heyrði fortíðinni til“. Blaðið Liberté sagði að upp- reisnarmennimir hefðu verið um fímmtán og ráðist á fólkið í tveim bæjum í Medea, sem er um 70 km suður af Algeirsborg, aðfaranætur laugardags og sunnudags og myrt 43. Blaðið A1 Khabar greindi frá því að að minnsta kosti sautján börn hefðu verið meðal hinna myrtu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.