Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FRÁ Þórshöfn í Færeyjum. Af fundum frænda BÓKMENNTIR Fyrirlcstrar FRÆNDAFUNDUR 2 Ritstjórar Turið Sigurðardóttir og Magnús Snædal. Foroya Fróðskapar- felag, Tórshafn 1997 - 216 bls. DAGANA 28. - 29. júní 1995 var haldin ráðstefna í Þórshöfn í Færeyj- um um ýmsa þá þræði, sögulega og menningarlega sem tengja frænd- þjóðirnar tvær, Færeyinga og íslend- inga, saman. Fyrirlestrar ráðstefn- unnar hafa nú verið gefnir út í rit- inu, Frændafundur 2. Eru þeir ýmist á færeysku eða íslensku og hefur sú leiðin verið valin að fræðimenn nálg- ast svipuð viðfangsefni ýmist út frá færeyskum eða íslenskum sjónarhól. Kennir þama ýmissa grasa. Þannig eru skoðuð örnefni á íslandi og Fær- eyjum, byggðasaga, þjóðtrú, orðatil- tæki, myndlist, þjóðsiðir, leiklist, samband þjóðanna við Dani og Norð- menn og áhrif síðari heimsstyijaldar á þær. Erindin í ritinu eru yfírleitt stutt og læsileg en höfða vitaskuld mis- jafnlega til almennings enda áhugi manna á þessum efnum misjafn. Þannig vakti sérstakan áhuga minn umfjöllun um það hvemig samband þjóðanna við dansk-norska ríkið þró- aðist á ólíkan hátt eins og lesa má úr erindum þeirra Zakaríasar Wang og Gunnars Karlssonar eða hvaða stjómmálaleg áhrif síðari heimsstyij- öldin hafði á stöðu þjóðanna eins og lesa má í ritum þeirra Hans Jacobs Debes og Sólrúnar Jensdóttur. Tvær greinarnar eru í mínum huga beinlínis innlegg inn í menningarlega umræðu hér á landi. Auður Ólafs- dóttir ræðir um sögu og stöðu mynd- listar hér á landi í erindi sínu Frá fjalli til hugmyndar þar sem hún beinir athygli sinni að þróun íslenska landslagsmálverksins. Lokaniður- staða hennar er vissulega verð um- ræðu en hún bendir á að landslags- málverkið hafí þróast úr heildar- og yfírlitssýn yfir í smáparta- og smá- sjárskoðun yngri listamanna og líkir við sambærilega þróun ljóðsins: „Listamaðurinn, hvort heldur er ljóð- skáldið eða myndlistarmaðurinn, stendur ekki lengur uppi á sjónarhól og horfír til fjalla í átt til framtíðar- landsins, heldur liggur hann út af og veltir sér upp úr mosanum en þó aðallega sjálfum sér og listinni." Þá er bara að spyija sig hvert slíkt leiði. Gunnar Karlsson reynir á vissan hátt í grein sinni ísland í dansk- norska ríkinu að andæfa þeirri nýju og einhliða söguskoðun að stöðnun, eymd og framtaksleysi Islendinga í gegnum aldirnar eftir fall þjóðveldis- ins hafi fyrst og fremst verið af völd- um hinnar íslensku embættismanna- og landeigendastéttar og áhættu- hræðslu hennar fremur en norskra og danskra yfírvalda. Það er hans skoðun „að eymd og framtaksleysi íslendinga á öldunum eftir að þeir gerðust konungs þegnar eigi að ein- hveiju leyti rætur í tilfinningu um að þeir hafi gefið eitthvað mikilvægt upp á bátinn, að þeir hafi misst ein- hvern_ hluta af réttlætingu þess að vera íslendingur, að þeir hafi beðið tjón á sjálfsmynd sinni.“ Frændafundur 2 er í heild vandað rit undir styrkri ritstjóm þeirra Magnúsar Snædal og Turiðar Sig- urðardóttur og hugmyndin á bak við það góð. í því em erindi sem vekja til umhugsunar auk þess að vera fræðandi og það er á sinn hátt inn- legg í íslenska menningarumræðu. Skafti Þ. Halldórsson. Blóðfóm í dreifbýlinu KVIKMYNPIR Regnboginn „THE SPITFIRE GRILL“ ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur: Lee David Zlotoff. Kvikmyndataka: Rob- ert Draper. Aðalhlutverk: Alison Elli- ott, Ellen Burstyn, Marcia Gay Hard- en, Will Patton, Gailard Sartain, og Kieran Mulroney. 117 mín. Banda- rísk. Castle Rock/ Columbia Pictur- es/ Gregory Productions/ The Mendocino Corporation. 1996. „THE SPITFIRE Grill“ hlaut áhorfendaverðlaun á Sundance kvik- myndahátíðinni og er það auglýst sem gæðastimpill. (Annars er kvikmynda- hátíð haldin vikulega einhvers staðar í heiminum svo ekki geta öll þessi verðlaun verið merkileg.) Það að þessi mynd hafí verið verðlaunuð á Sund- ance, sem flokkast með fínni hátíðum fyrir sjálfstæða markaðinn í Banda- ríkjunum, vekur hins vegar þá spum- ingu hvort framboðið á hátíðinni hafí verið frekar slappt. Því að þótt það sé alveg horfandi á „The Spitfíre Grill“, þá sérstaklega vegna góðrar frammistöðu Ieikara- hópsins, er myndin langt frá því að vera frábær. Hvað um það, áhorf- endahópurinn í Sundance hefur verið ánægður með þessa grátóperu sem blandar saman söguþræði „Fried Gre- en Tomatos" og „Nell“, og kryddar herlegheitin með því að láta staðnað dreifbýlisbæjarfélag færa blóðfóm til þess að geta endumýjast og fengið hjólin til að snúast aftur. „The Spitfíre Grill“ fer svo sem ágætlega af stað og lofar þægilegri tilbreytingu frá stórmyndafári sum- arsins. Útlitið er grátt og drungalegt og framvindan er hæg. Fókusinn verður þess vegna á leik Alison Eli- ott, Ellen Burstyn og Marciu Gay Harden í hlutverki kvennanna sem sjá um rekstur The Spitfire Grill í smábænum Gilead í Maine. Leikurinn hjá þeim öllum er sterkur og meðan eingöngu er ýjað að fortíð Percy (Eli- ott) og leyndarmáli Hönnu (Byrstyn) getur maður vel við unað. Eftir hlé birtir yfír myndinni í skamma stund og hálfgert töfraraun- sæi ríkir þegar bæjarbúar sameinast til að hjálpa þeim stöllum með ritgerð- arsamkeppni sem þær standa fyrir. Bréfín streyma inn í massavís eins og undir lokin í rómantísku gaman- myndinni „It Could Happen to You“. En það er snákur í paradís og hand- ritshöfundinum og leiksljóranum, Lee David Zlotoff, er greinilega illa við að enda mynd sína hamingjusamlega eins og einhveija vasaklútasjónvarps- mynd. Hann lætur þess vegna allt vaða í Iokakaflanum og það halda honum engin bönd í vitleysisgangin- um. Lokaræðan sem aumingja Will Patton þarf að flytja er svo punktur- inn yfir i-ið. Ef fólk hefur áhuga á því að tá- rast aðeins í bíó er „The Spitfíre Grill" ágætis val. Leikararanir vinna vel með efnið og tekst framan af að gera mjög skrautlegan söguþráð trúverð- ugan. Síðan er hægt að velja um að hlæja, gráta, eða gapa af undrun þegar lokakaflinn fer af stað. Anna Sveinbjarnardóttir Un g Nordisk Musik 1997 UMRÆÐUR ungu tónskáldanna um verk sín verða í Tónlistarskóla Reykjavíkur á morgun, föstudag kl. 11-13. Kvikmyndin Tár úr steini í enskri útgáfu verður sýnd í Stjömubíói kl. 14. Hjálmar H. Ragnarsson talar um Jón Leifs á undan sýningunni. Tónleikar verða í Listasafni Islands kl. 20. Caput- hópurinn flytur verk eftir Dagfinn Rosness, Briefe von einer Reise; Lotta Wennákoski, Three poems; Klaus Ib Jorgensen, Temperature og Björn Skjelbred, Head or gut? Lokatónleikar verða í Hvera- gerðiskirkju laugardaginn 27. september kl. 14. Þar munu ýmsir flytjendur leika verk eftir Egil Gunnarsson, Martröð; Jörgen Dafgárd, Agnus Dei; Tebogo Monnakgotla, Molnsteg; Jesper Koch, Jabberwocky og Riika Tal- vitie, Perspektiivejá. -----♦ ♦ ♦----- Píanótónleikar í Selfosskirkju MIKLOS Dalmay heldur píanótón- leika í Selfosskirkju í tónleikaröð sem haldin er hvert þriðjudags- kvöld þessar vikurnar. Miklos Dalmay er Ungveiji og hlaut tónlistarmenntun sína á hei- malandi sínu, en hefur starfað aðeins skamma hríð á íslandi og er nú búsettur á Flúðum. Miklos hlaut Tónvakaverðlaun Ríkisút- varpsins 1996. Á efnisskrá tónleikanna, sem hefjast kl. 20.30, eru verk eftir Brahms og Chopin. Aðgangur er ókeypis. Forn menn- ing í þjóðfræði- legnljósi BÆKUR Fræðirit BLÓT í NORRÆNUM SIÐ eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson. Rýnt í fom trúarbrögð með þjóðfræðilegri aðferð. Háskólaútgáfan, Félagsvís- indastofnun, Reykjavík, 1997, 263 bls. VIÐ vitum ekki mikið um þá menn- ingu sem landnámsmenn fluttu með sér til íslands. Það svona glittir í hana í gegnum þær heimildir sem við höfum. Þær eru meira og minna mótaðar af kristnum hugsunarhætti enda þær elztu ritaðar þegar kristni hafði verið í landinu í meira en eina öld. Það er því nokkrum erfíðleikum bundið að túlka þá vitneskju sem þó er að fínna í þeim fornu bókum sem við höfum. Blót var sennilega mik- ilvægasta athöfnin sem menn tóku sér fyrir hend- ur í norrænum sið. Þá voru guðimir ákallaðir til árs og friðar, gengis í orrustum eða hvers þess annars sem þurfa þótti. Við þessar athafnir var mönnum og dýrum fómað eftir því sem ástæða var til, fómin notuð til að blíðka goðin en blóðið notað til að ná sambandi við þau. Þetta er sú mynd sem dregin er upp af þessari athöfn í þessari bók í sem allra grófustum dráttum. Til að átta sig á blótinu er rýnt í margvíslegar fomar íslenzkar heimildir og heimildir annars staðar að úr veröldinni. Höfundurinn, Jón Hnefíll Aðalsteinssonj prófessor í þjóðfræði við Háskóla Islands, skoðar margt sem er forvitnilegt og kemst að niðurstöðum sem hann hefur leitt ágæt rök að. Bókin er skemmtileg aflestrar eftir að maður hefur vanið sig við skammstafanakerfið. Bókin hlýtur að teljast nokkur tíðindi í heimi þjóðlegra fræða. Bókin skiptist í níu kafla þar sem vikið er að margvíslegu efni sem teng- ist blóti í norrænum sið. í fyrsta kafla er Landnámabók skoðuð í þjóðfræði- legu ljósi. I honum er gerð nokkur grein fyrir hefðbundnum viðfangsefn- um þjóðfræðinnar og þeim aðferðum sem hún beitir. Þar er þess getið að viðfangsefni þjóðfræði sé venjulega siðir og venjur úr nálægri fortíð en í þessari bók sé skoðað efni frá miðöld- um, frá 12., 13. og 14. öld. íslenzk menning sé hins vegar einstök að því leyti að hún eigi ríkulegan forða af þjóðfræðilegu efni í þessum fomu heimildum. Mér virðist aðferðin vera sú að bera saman heimildir og af- marka þá staði sem segja hlutlaust frá blóti eða með sýnilegri velþóknun, þar sé að fínna elzta og áreiðanleg- asta efnið. Nú er ég ekki í aðstöðu til að meta þessa aðferð eða ályktan- imar, enda enginn sérfræðingur í þessu efni, en þetta virkar ágætlega og þau dæmi sem dregin eru fram varpa skýru ljósi á viðfangsefnið. í öðmm kafla er sagt frá blóti í íslendingabók og Landnámabók og í þeim þriðja frá blóti í þýddum helgirit- um, Postula sögu, Stjóm, Maríus sögu og í Heilagra manna sögum. Fjórði kafli segir frá blóti í Ólafs sögu Tryggvasonar, Kristni sögu og Þor- valds þætti víðförla. í þeim fímmta snýr höfundur sér að Konunga sögum og Snorra-Eddu og í þeim sjötta greinir hann frá blóti í íslendingasög- um. Sjöundi kafli fjallar sérstaklega um Guðrúnu Ósvífursdóttur og arf- sagnir um hana. Sá áttundi segir frá Úlfljótslögum og þvl sem vitað er um þau og hveiju lýst er um blót í þeim. Síðasti kaflinn er jgreinargerð um nokkur blóthugtök. I bókinni er ítar- leg samantekt á ensku, skrá yfír heimildarrit, nöfn, atriðisorð og skammstafanir. Það er vandað til bókarinnar og hún er augljóslega það rit um blót sem allir verða að kynna sér hafí þeir áhuga á því við- fangsefni. Það er mjög margt forvitnilegt í þessari bók. Ég vildi nefna þrennt. I fyrsta lagi þá þótti mér fróðlegt að sjá Jón Hnef- il taka undir skoðanir Benjamíns Eiríkssonar á átökum sona Ingimund- ar gamla og Þórólfs helj- arskinns, Ljótar og Hrol- leifs í Vatnsdæla sögu. Túlkun Benjamíns er djörf enda snýr hann við því sem segir um trú þeirra í sögunni. í öðru lagi er frásögnin af Guðrúnu Ósvíf- ursdóttur og því hvað hún gerði morg- uninn sem Kjartan var veginn löng og ítarleg. Það er farið vandlega yfir skoðanir fræðimanna um það efni og síðan gerir höfundur grein fyrir eigin skoðunum á þessu. Mér virðist höf- undur sanngjam við aðra fræðimenn og leitast við að láta þá njóta sann- mælis þótt hann sé þeim ekki sam- mála. Niðurstaða hans er sú að upp- runalegust séu þau orð Guðrúnar að mikil verði hermdarverk, þegar hún heilsar Bolla, úr elzta handriti Lax- dæla sögu, Möðruvallabók. í þriðja lagi fannst mér merkilegt að lesa um hin fomu trúarbrögð og sjá hvað þau em í raun framandi. Þau era rannin úr hugsunarhætti sem er öldungis ólíkur þeim sem okkur er tamur. Það merkir ekki að við sem nú lifum get- um ekki skilið hann, aðeins að það er erfiðara en mann granar. Ég þykist vita að ekki verði eining meðal fræðimanna um niðurstöður þessarar bókar. Það er til dæmis spuming að hve miklu leyti niðurstöð- umar eru framlag til skilnings á ís- lendingasögunum sem bókmennta- verkum. Það er ekki sjálfgefið að bókmenntaverk komi heim og saman við sögulegar staðreyndir. En Blót í norrænum sið er markvert og merki- legt framlag til þjóðlegra fræða. Guðmundur Heiðar Frímannsson Jón Hnefill Aðalsteinsson Nýjar bækur • L YKILBÓK að fjórum skáld- sögvm eftir Halldór Laxness er í samantekt Guðrúnar Ingólfsdóttur og Margrétar Guðmundsdóttur. Lykilbókin er hugsuð sem hjálpar- tæki fyrir lesendur við að auka þekkingu sína og skilning á skáld- sögunum Brekkukotsannál, íslands- klukkunni, Sölku Völku og Vefaran- um mikla frá Kasmír. Sögurnar hafa allar komið út í kilju á undan- förnum árum hjá Vöku-Helgafelli. í bókinni er að finna skýringar á yfir 5.000 orðum, orðasamböndum, til- vitnunum, persónum og kveðskap í þessum fjórum skáldsögum. Uppflettiorðunum er raðað í staf- rófsröð. Sum þeirra orða sem skáld- ið notar í verkum sínum hefur hann grafið úr þjóðardjúpinu og eru ekki til annars staðar á prenti - ekki einu sinni í orðabókum. í kynningu segir: „Skáldverkin sem Lykilbókin tekur eru ólík og því misjafnt hvað helst þarfnast skýringa. Þau eiga það sameiginlegt að varpa ljósi á tíma, tíðaranda og lífskjör fólksins í landinu, jafnframt því að draga dám af málfari þess tíma þegar sögurnar gerast. Þannig sýnir Lykilbókin glögglega marg- breytileika íslenskrar tungu og veit- ir nýstárlega sýn á sögu þjóðarinn- ar.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Lykilbókin er 159 blaðsíður að lengd oggefin útíkilju. Hún varbrotin um hjá Ritu, Sigurður Ármannsson hannaði kápu en Prentsmiðjan Oddi prentaði. Lykilbókin kostar 1.590 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.