Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 35

Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Flóttinn undan fijálshyggjunni NÍUNDA hugvekja Hannesar Hólmsteins (3. sept.) verður hon- um seint til sóma. Þeir sem vilja skipta því jafnt sem enginn hefur unnið til, eiga sam- kvæmt henni að bíta gras með Rousseau. Það er reyndar hlálegt hverja sú ósk hittir fyrir, og það rifjast upp með tíundu grein Hannesar 4. sept. Hún fjallar um aflaheimild- ir og útvarpsrásir. Hannesi er mikið í mun að menn haldi ekki að það sé eitthvað sambærilegt við að bjóða út út- varpsrásir og og að bjóða út kvóta. I greininni skrifar Hannes: „Þegar ákveðið var að binda útgerð sér- stökum leyfum í árslok 1983 var til fjölmennur hópur manna, sem hafði ríka hagsmuni af þeirri starf- semi. En þegar ákveðið var að binda útvarpsrekstur sérstökum leyfum sumarið 1985 var enginn Líta verður á málflutn- ing Hannesar sem óða- gotsflótta undan leið- togum frjálshyggjunn- ar, segir Markús Möll- er, í síðustu athuga- semd sinni við greinaröð Hannesar Hólmsteins. sambærilegur hópur til. Með lögum var fiskimiðunum lokað en ljósvak- inn opnaður. Þess vegna var rök- rétt að úthluta aflaheimildum eftir veiðireynslu. Annars hefði löggjaf- inn gert á hlut ijölmenns hóps manna, skert hagsmuni hans stórl- ega.“ í síðustu setningunni er bara tvennt til: Annaðhvort talar Hann- es hér gegn betri vitund ellegar hann botnar ekki í hagfræði kvóta- málsins þrátt fyrir lexíur Benjam- íns og Beckers. Kjarni málsins, sem þeir hagfræðingamir þekkja mætavel, er að kvótaverðmætin eru ný og felast í því að kvótinn gefur færi á að sækja sama fisk og áður með miklu minni mann- afla og tilkostnaði. Það er að vísu eðlilegt að bæta tímabundna verð- lækkun skipa og þekkingar, en hæfilegar bætur eru einungis brot af heildarverðmæti kvótans. Til lengri tíma eru það hins vegar jafn- verðmæt réttindi að fá að bjóða í kvóta á samkeppnisgrundvelli ann- ars vegar og hins vegar að mega taka þátt í óheftum veiðum eins og þær tíðkuðust hér á landi fram undir 1980. Af því að þau eru ný, eru kvótaverðmætin harla sam- bærileg við nýtt tíðnisvið sem tek- ið er í notkun í útvarpsrekstri. Staðhæfingar um annað eru ein- faldlega rangar. Það er ekki bara hin nýja tilurð, sem er eins. Hvort tveggja era verðmæti sem ekki þarf að halda við og nauðsynlegt millibil í senditíðni er keimlíkt nauðsyninni á að koma í veg fyrir ofveiði og örtröð á miðunum. Sú skoðun að kvót- inn sé eins og útvarps- réttur er ekki án for- mælenda. Hannes minnir sjálfur á það í bók sinni að Milton Friedman hefur haldið því fram að réttindin til að veiða fisk úr sjó væru um margt sam- bærileg við að útvarpa á tilteknum rásum. Og hveijir skyldu nú hafa praktiserað útboð á útvarpsrásum? Þar hafa bresk stjórnvöld farið fremst í flokki undir leiðsögn kommúnista á borð við Margréti Thatcher auk þess sem áðumefnd tilvitnun í Milton Friedman vekur gran um að hann sé hallur undir slíkt. Enn má rifja upp (Hádegis- verðurinn ... bls. 422) að fijáls- hyggjumaðurinn Samuel Brittan mun hafa lagt til einhvers konar uppboð á Norðursjávarolíunni og skrifað að fyrst breskur almenn- ingur ætti olíuna, væri eðlilegt að hann nyti afrakstursins. Það þarf ekki að koma á óvart að Hannes hefur einnig andmælt því að kvó- taútboð væri sambærilegt við út- boð á olíu (t.d. bls. 257 í Hádegis- verðinum). Andmælin era vita- skuld ekki á rökum reist, því olían var jafnný og kvótaverðmætin. Ummæli Friedmans og Brittans og verk Thatcher sýna málflutning Hannesar í nýju ljósi sem óðagots- flótta undan helstu leiðtogum fijálshyggjunnar. Ólíkt Hannesi virðast þeir telja sjálfsagt að skipta verðmætum jafnt þegar enginn hefur unnið neitt sérstakt til þeirra. Alþjóðleg fijálshyggja er ekki ójafnaðarstefna. Nauðsyn misrétt- isins er hugarfóstur Hannesar. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son er sérkennilegt sambland af predikara og fræðaþul. Predikar- inn fer stundum með hreinar vit- leysur til að renna stoðum undir trúarkenningar, en fræðaþulur- inn getur illa stillt sig um að greina frá staðreyndum, jafnvel þegar þær koma predikaranum illa. Þannig eru allar tilvitnanir þessarar greinar í „óþægileg" ummæli frjálshyggjuleiðtoga sem hér eru tilfærð, komnar frá Hann- esi. Slíkt ber að virða. Hins vegar er ljóst að ef mönnum þykir ein- hvers um vert að leita álits er- lendra frjálshyggjumanna og markaðssinna á því hvernig skyn- samlegt og eðlilegt væri að haga eignarhaldi á íslenskum fiski- stofnum, þá dugar ekki endur- sögn og túlkun Hannesar. Höfundur er hagfræðingur. Markús Möller ,SJ aðu 'rr \ Laugavegi40 MEG frá ABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 35 Hjálpar þér að: Dale Carnegie® Þjálfun s Fólk-A rangur-Hagnaður V Verða hæfari í starfi. V Öðlast meiri „Skipulegri vinnubrögð, stjórn á áhyggjum, og aukinn eldmóður er þaö sem stendur upp úr hjá mér eftir Dale Carnegie® námskeiö. Fyrir vikið hef ég öðlast ánægjulegra og betra líf. Það hafa allir gott af aö fara á þetta námskeiö og láta minna sig á og kenna sér einhverjar bestu lífsreglur sem hægt er að fara eftir”. Berglind Snæland, Sölufulltrúl eldmóð. V Verða betri í mannlegum samskiptum. V Losna við „Dale Camegie® námskeiöið hefur fyrst og fremst bætt hæfileika mína í mannlegum samskiptum í vinnunni og í fjölskyldulífinu. Um leið hafa hugmyndir mínar hlotið meira fylgi og hef ég þjáffað upp hæfi- leika til að halda frjálslegar og aflsappaðar kynningar fyrir framan hóp manna”. Sævar Freyr Þráinsson, Viðskiptafræðlngur „Ég hef alltaf talið mig vera glaöa, hamingjusama og ánægða og aö ég þyrfti ekki á sjálfstyrkingamám- skeiöi að halda. En í Dale Carnegie® námskeiðinu komst ég að því að einhversstaðar inni í mér var falinn meiri kraftur, þor og lífsgleöi. Nú veit ég að það er hægt að lifa áhyggjulausu Iffi og láta sér líöa vel alla daga”. G. Ósk Frtðrlksdóttir Veitlngastjórl áhyggjur og kvíða V Setja þér markmið KYNNINGARFUNDUR MIÐVIKUDAG KL. 20:30 AÐ SOGAVEGI69,108 REYKJAVIK FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐIÆVILANGT ! STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson — Einkaumboli á íslandi 581-2411 • k. ^Tábæryysíaborg „ yvrcssing á hverju homi ^ÖTtuí rosranöu^ bj.arma 0íbast í lieimsreisu \*V**»^ Hafið samband við sðluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn, ferðaskrifstofumar eða simsðludeUd Flugleiðaí síma SO SO 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8 -19 og á laugard. kl. 8 -16.) Vcfur Flugleiða á Intemetinu: www.icelandair.is Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is ‘Innifalið: flug, gisting og morgunverður og flugvallarskattar. Gildirfrá l.október. 25.900 ki.v,„«í„ í 3 nætur um helgi a Hotel fluenue. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi mim mmm ■ m m 'm • •• • * ••■ • •«■■ •■• •■■• •• ■•• • • ■•■• ■■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.