Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 36

Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLA.ÐIÐ t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ÓLAFUR SIGFÚSSON, vélfræðingur, Hjálmholti 2, Reykjavík, lést af slysförum föstudaginn 19. september síðast liðinn. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju föstu- daginn 26. september kl. 15.00. Ingunn Klemenzdóttir, Sigurður Ólafsson, Margrét Þorvaldsdóttir, Sigfús Ólafsson, Einar Ólafsson, Sólveig R. Ólafsdóttir, Gunnar R. Ólafsson, Einar Darri Einarsson, Ólafur Tumi Sigurðarson, Björg Ólöf Helgadóttir, Magna Sigfúsdóttir, Guðný Jarnulf Sigfúsdóttir, Magnús Már Gústafsson og fjölskyldur. Kristín Konráðsdóttir, Ingibjörg Arnarsdóttir, Jóhannes Þormóðsson, Arnar Óli Einarsson, Álfheiður Edda Sigurðardóttir, Ingimundur Pétursson, - 1 t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, HRAFN SVEINBJÖRNSSON bifvélameistari, Rimasíðu 23B, Akureyri, lést á Landspítalanum sunnudaginn september. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. september kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afbeðin en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Bára Jakobsdóttir Ólsen, 21. Sigrún S. Hrafnsdóttir, Guðbjörg I. Hrafnsdóttir, Rósa H. Hrafnsdóttir, Arna Hrafnsdóttir, Edda Hrafnsdóttir, Harpa Hrafnsdóttir, Hrafn Hrafnsson, Þóra J. Hrafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Gylfi M. Jónsson, Wilhelm V. Steindórsson, Erlingur Óskarsson, Ásbjörn Valgeirsson, Áslaug H. Harðardóttir, t Móðir mín, tengdamóðir og amma, ANNA HERDÍS GUNNARSDÓTTIR, Hafnarstræti 107B, Akureyri, lést á heimili sínu föstudaginn 19. september. Ragnheiður Valdimarsdóttir, Sigurður Gíslason, Eygló Sigurðardóttir. Stjúpfaðir okkar, t ÓLAFURINGVARSSON frá Vindási, Kjós, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 20. september. Jakobína G. Finnbogadóttir, Guðni Jónsson, Elín Jónsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, PÉTURS G.J. JÓNASSONAR, Ásbúð 100, Garðabæ, er lést 24. ágúst sl. Guð blessi ykkur öll. Guðríður J. Pétursdóttir, Matthías Guðm. Pétursson, Margrét Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÓSKAR S VEINBJÖRNSSON + Óskar Svein- björnsson fædd- ist hinn 22. ágúst 1915 á Arnarfelli í Þingvallasveit. Hann andaðist i Landspitalanum hinn 14. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Svein- björn Kristjánsson, byggingameistari, f. 30. október 1883, d. 17. september 1965, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 12. febrúar 1885, d. 7. júní 1963. Systkini Óskars voru Ingi- berg, f. 19. júní 1907, d. 28. júní sama ár, Sigurður, f. 13. nóvember 1908, Sveinbjörn Hallgrímsson, f. 30. janúar 1911, d. 5. apríl 1912, Júlíus, f. 8. desember 1921, d. 8. mars 1990 og Erla, f. 3. desember 1930. Óskar kvæntist hmn 20. júní 1942 Jónu Guðrúnu Agústsdótt- ur, f. 14. mars 1914, dóttur hjónanna Agústar Pálssonar, sjómanns og verkamanns, f. 27. ágúst 1885, d. 3. ágúst 1962, og Ingibjargar Arnadóttur, f. 9. júlí 1876, d. 7. júlí 1948. Börn þeirra eru: 1) Svein- björn, f. 6. júlí 1945, kvæntur Ingibjörgu Sigríði Gísladóttur, f. 5. október 1946, og eiga þau fjögur börn, Aslaugu Ingi- björgu, f. 1. apríl 1972, Guð- Elsku afi. Það var dimmur sunnudagurinn 14. september sl. þegar þú kvadd- ir okkur og fórst í þína löngu ferð sem við öll eigum fyrir höndum. Við vissum að þú varst búinn að vera mikið veikur en einhvern veginn vildum við ekki trúa því að þessi yrði endirinn. Þú hafðir alltaf verið svo sterkur og dugleg- ur og ekki fór amma varhluta af því í lífinu eins og kom svo vei í Ijós þegar hún veiktist. Þá stóðstu eins og klettur við hliðina á henni. Þá virkilega sáum við hvaða mann þú hafðir að geyma. Rólegur en ákveðinn, yfirvegaður, traustur, en jafnframt hlýr og alltaf var stutt í brosið þitt og glettni. Þú varst dulur og flíkaðir ekki tilfinn- ingum þínum og hafa líklega fáir gert sér grein fyrir líðan þinni sem eflaust hefur verið verri heldur en þú lést uppi. Ef heilsan var til umræðu þá var svarið alltaf „hún er ágæt, maður er bara orðinn gamall" og hlóst við. Þú vildir ekki að amma eða neinn annar væri að hafa einhverjar áhyggjur af þér. Þú varst þessi trausti mátt- arstólpi sem alltaf gast bjargað málum, sama hvað gekk á. En nú ertu horfinn og margar eigum við minningarnar. Þegar við vorum lítil í pössun hjá ykkur þá sat amma og spilaði við okkur og söng og síðan var farið í bíltúr í ameríska kagganum þínum og keyptur ís handa hópnum og ekki má gleyma matnum, sem náttúrulega samanstóð af kjúklingi og frönskum því alltaf var reynt að gefa okkur það sem við vorum hvað sólgnust í. Síðan voru það jólaboðin og ættarmótin og margar fleiri góðar minningar sem streyma fram. Ekki má heldur gleyma því þegar við vorum að koma í heim- sókn til ykkar, þá tókstu í litlar hendur og leiddir okkur fram í búrið hennar ömmu og þar var margt góðgætið sem gladdi litla munna að ógleymdum öðrum gjöf- um sem þið voruð óspör á. Elsku afi, við höfum misst mikið en sárastur er söknuðurinn hjá ömmu sem hefur misst lífsförunaut sinn og besta vin til tæplega 60 ára. Var samband ykkar einstakt því þið voru alltaf sem eitt. Því rúnu Jónu, f. 22. mars 1976, Óskar Gísla, f. 16. febrúar 1978, og Hafdísi Örnu, f. 29. júlí 1979. 2) Ásgeir, f. 10. júní 1949, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur, f. 20. október 1951, og eiga þau tvö börn, Jónu Ósk, f. 8. nóvember 1971, og Elvar Þór, f. 23. október 1974. Óskar nam húsa- smíði hjá föður sín- um og lauk sveinsprófi 1933. Meistararéttindi í húsasmíði hlaut hann 1936. Hann var framkvæmdastjóri Korkiðj- unnar hf. 1942—1991, Plastiðj- unnar hf. á Eyrarbakka 1957— 1972 og Úretans hf. 1973— 1976, en hann hafði átt stóran þátt í stofnun allra fyrirtækj- anna. Þá stofnsetti hann Pla- steinangrun hf. á Akureyri í samstarfi við KEA og sat í stjórn þess í mörg ár. Þá var Óskar meðal hluthafa í Trygg- ingu hf. og sat í varastjórn og síðar í stjórn þess í nærfellt 30 ár._ Óskar var virkur félagi í Oddfellow-hreyfingunni í tæp 40 ár og gegndi ýmsum trúnað- arstörfum þar. Útför Óskars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. biðjum við Guð að gefa ömmu styrk á þessum erfiða tíma. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt tár ykk- ar snertir mig og kvelur, þótt lát- inn þið mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóss- ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt lát- inn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Óþekktur höfundur). Áslaug Ingibjörg, Guð- rún Jóna, Oskar Gísli og Hafdís Arna. Elsku Óskar. Þetta eru aðeins fátækleg kveðjuorð með þakklæti fyrir þína miklu tryggð við mig og mína í gegnum árin. Þú tókst tryggð við Ingibjörgu, systur mína, sem er náttúrlega skiljanlegt þar sem hún varð tengdadóttir þín, en þar með var ekki sagt að þú þyrftir að taka ijölskylduna að þér, en það gerðir þú og þið hjónin svo sannarlega eftir að pabbi féll frá og síðan mamma. Þú vildir vera viss um að ég og Gísli Þór, bróðir minn, stæð- um okkur í lífsins ólgusjó á meðan við vorum enn í foreldrahúsum, og fylgdist grannt með því að við gerðum engar vitleysur. Árin liðu og ég eignaðist mína fjölskyldu og þar með færðist þetta hlýja viðmót ykkar yfir á Áslaugu Elínu sem hefur alltaf kallað ykkur Jónu ömmu og Óskar afa, þó svo að það væru nú frændsystkini hennar sem hefðu þann rétt að mega kalla ykkur ömmu og afa. Ef frændsystkinin fengu eitthvað þá fékk hún líka, algjörlega óskyld. Það var eins og þið ættuð sjö barnabörn en ekki sex. Þetta er geymt en ekki gleymt. Ég þakka Guði fyrir að þú skyld- ir ekki þurfa að líða meir og þegar ég sagði Áslaugu Elínu frá þessu þá sagði hún með tárin í augunum, „hann var alltaf svo góður“. Þessi eina setning segir nóg um það hvern sess þú áttir í hjarta hennar og það var sorgmædd lítil telpa sem lagðist á koddann sinn það kvöld. Elsku Jóna og fjölskylda. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hafdís. Það er vissulega skarð fyrir skildi þegar Óskar Sveinbjörnsson for- stjóri er horfinn af sjónarsviðinu. Kynni okkar hófust í árslok 1957 svo að tengslin spanna hálfa mannsævi. Mér varð brátt ljóst að ég mundi mega hafa mig allan við ef ég ætlaði að halda í við hann hvað snerti störf okkar innan þess fé- lagsskapar, sem leiddi okkur sam- an. Upp á ýmsu var bryddað. Und- ir hans farsælu forystu undir- bjuggum við jólafagnað innan fé- lagsins með ýmsum aðgerðum sem þá þóttu nýstárlegar. Efnt var til framkvæmda í uppgræðslu örfoka lands víðs vegar um Reykjanes- skagann, í Árnessýslu og víðar var farið í þessu skyni. Hann stóð fyr- ir öllu því, sem til þurfti til að sem bestur árangur næðist í hveiju máli. Þegar upp kom hugmyndin um byggingu einnar húsalengju við Boðahlein á vegum félgsdeild- arinnar var hann sjálfkjörinn verk- efnisstjóri, svo nefndar séu nokkr- ar þeirra verklegu framkvæmda, sem hann átti þátt í. Þá var hann og þeim eiginleika gæddur að vera trúr þeirri hugsjón sem hann átti, styrkja hana og efla eftir mætti. Hann var góður félagi og manni leið vel í návist hans. Það er þungt að sjá á bak slíkum manni. En allt tekur enda. Svo er og um samvistir manna hér á jörð. Þeir, sem eftir lifa, geyma minningar um góðan og heilsteypt- an dreng. Kona mín og ég sendum að- standendum Óskars, frú Jónu Ág- ústsdóttur, og sonum þeirra, Svein- birni og Ásgeiri, svo og ijölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Erlingur Dagsson. í dag verður til moldar borinn til hinstu hvílu vinur minn og félagi um 29 ára skeið, Óskar Svein- björnsson, húsasmíðameistari og forstjóri Korkiðjunnar og fleiri fyr- irtækja. Raunar eru kunningsskap- ur og viðskipti okkar Óskars mun lengri, eða nær 45 ár. Strax við fyrstu kynni fann ég að þarna var sérstaklega traustur, vandaður og ábyggilegur maður til orðs og verka. Viðskipti okkar stóðu sam- fellt til þess tíma að hann seldi framleiðslu Korkiðjunnar og bar aldrei skugga á. - Það var svo árið 1968 að Óskar leiddi mig inn í þann félagsskap, sem hann unni mest, Oddfellow- regluna, en sjálfur gekk hann í hana 30. september 1957. Þessum félagsskap unni hann af heilum hug og var lengst af í fylkingar- bijósti við öll mannúðarverkefni sem stúkur þær er hann var í unnu að hveiju sinni. Lagði hann þar til ómælt fé og vinnu, sem hvergi er skráð, en lagt fram af mannúð og kærleika. Stærst þeirra verkefna er þegar hann var formaður bygg- inganefndar við byggingu þriggja raðhúsa við Boðahlein er tengdust Hrafnistu í Hafnarfirði, en tvö þeirra voru gefin Hrafnistu. Þar var hann ekki aðeins formaður bygginganefnda, heldur vann hann þar einnig hvaða störf sem var, útvegaði efni, smíðaði, hreinsaði til, sem sagt vann að öllu, sem gera þurfti. Hans verður lengi minnst í stúkunni okkar fyrir það frábæra starf er hann vann þar með ljúfmennsku og alúð. Óskar sat í stjórn stúkunnar í sex ár, þar af tvö ár formaður. Auk þess starfaði hann í fjölda nefnda, sem of langt mál yrði hér að telja upp. Fyrir öll þessi störf veit ég að allir stúkubræður hans þakka honum af alúð og minnast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.