Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
MAGNÚS
- JÓHANNSSON
+ Magnús Jó-
hannsson var
fæddur þann 3.
september 1912 að
Skjaldfönn í Skjald-
fannardal í ísafjarð-
ardjúpi. Hann lést í
Landspítalanum 15.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru þau Jóna Sig-
ríður Jónsdóttir,
JIjósmóðir, frá Ytri-
Hjarðardal í Önund-
arfirði, en uppalin á
Stað í Súgandafirði,
og Jóhann Jens
Matthías Ásgeirsson frá Skjaldf-
önn, en sú ætt hefur nú búið
þar í um 170 ár.
Magnús var 3. í röð átta
systkina, en fimm eru eftirlif-
andi: Guðjón, Karen, Kristján,
Halldór og Ásthildur. Hann
lærði tréútskurð hjá Guðmundi
í dag kveðjum við kæran vin
minn, Magnús Jóhannsson útvarps-
virkjameistara. Mig langar að
minnast Magnúsar með fáeinum
orðum.
Magnús kynntist foreldruni mín-
um, Sveinbirni Egilssyni og Rann-
veigu Helgadóttur, árið 1933 þegar
hann réð sig til starfa á útvarps-
stöðinni á Vatnsenda, þar sem
Sveinbjörn var stöðvarstjóri. Þeir
unnu saman við uppsetningu á stöð-
inni. Magnús var mjög framsýnn
frá Mosdal 1928.
Árið 1932 flutti
hann til Reykjavík-
ur til að læra út-
varpsvirkjun á Við-
gerðastofu útvarps-
ins. Á árunum
1933-1943 starfaði
hann sem stöðvar-
vörður á Vatnsenda
ásamt Sveinbirni
Egilssyni. Þeir
stofnuðu Radíó- og
raftækjastofuna
1943. Magnús var
einn af stofnendum
Jöklarannsóknafé-
lagsins 1950. Hann sá um upp-
tökur á umræðum á Alþingi
1952—1987. Hann kvæntist
Hönnu Brynjóifsdóttur 7. mars
1959. Hún lést 8. mars 1989.
Útför Magnúsar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
og áhugasamur um allar tækninýj-
ungar. Þeir félagar lögðu saman
krafta sína og stofnuðu Radíó- og
raftækjastofuna að Óðinsgötu 2
árið 1943. Þeir hófu sölu á útvarps-
tækjum og var það eina verslunin
í landinu sem fékk það leyfi frá
Viðtækjaverslun ríkisins, sem var
einkasala. Þeir félagar voru frum-
kvöðlar á ýmsum sviðum, smíðuðu
t.d. hátalarakerfi og kallkerfi fyrir
stóra vinnustaði. Þeir fluttu inn
fyrsta stálvírsupptökutækið, en það
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÓSKAR SVEINBJÖRNSSON,
Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag,
þriðjudaginn 23. september kl. 15.
Þeim sem viídu minnast hans er bent á
líknarstofnanir.
Jóna Guðrún Ágústsdóttir,
Sveinbjörn Óskarsson, Ingibjörg S. Gísladóttir,
Ásgeir Óskarsson, Guðrún Árnadóttir
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur,
móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ERNU DÓRU MARELSDÓTTUR,
Áifheimum 7,
Reykjavík.
Alfreð Júlíusson,
Guðbjörg Pálsdóttir,
Guðbjörg Alfreðsdóttir, Ásmundur Karlsson,
María Júlía Alfreðsdóttir, Símon Ólafsson,
Ólöf Alfreðsdóttir, Ágúst Victorsson,
Kristín Gróa Alfreðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur vináttu og hiýhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, tengdadóttur og ömmu,
ÞÓRU MARTEINSDÓTTUR,
Þlngholtsstræti 14,
Reykjavík
Einar Gíslason,
Sigrún Einarsdóttir,
Kristín Anna Einardóttir,
Marteinn Einarsson,
Óskar Einarsson,
Sigrún Einarsdóttir,
Páll Bergþór Guðmundsson,
Sigurður Stefánsson,
Edda Margrét Hilmarsdóttir
Björk Ólafsdóttir,
Gísli Björnsson,
og barnabörn.
var árið 1945. Fyrsta upptakan var
gerð þegar Menntaskólinn í Reykja-
vík varð 100 ára, 17. júní 1946,
og síðan afhending Reykjavíkur-
flugvallar 6. júlí sama ár. Næsta
markverða upptakan var þegar
Heklugos hófst 1947. Fór þá Magn-
ús með í flugvél og lýsti gosinu en
tók einnig_ viðtöl við fólk í nágrenni
Heklu. Útvarpið eignaðist sitt
fyrsta stálvírstæki 1948. Eftirþetta
kom segulbandstækið á markaðinn
og Jeysti stálvírstækið af hólmi.
Árið 1952 var þeim félögum fal-
ið að setja upp upptökutæki á Al-
þingi og tók Magnús að sér stjórn
tækjanna á öllum þingfundum Al-
þingis næstu 37 árin þar til hann
hætti hjá Alþingi 1. október 1989.
Þegar upptökutækin voru tekin í
notkun hjá þinginu var hætt við að
nota þingskrifara og var Alþingi
fyrsta og lengi eina þingið sem
studdist við hljóðupptöku á þing-
ræðum. Magnús var ábyggilegur
og góður starfsmaður og aldrei
brást öll þessi ár að hann mætti til
upptöku svo hægt væri að halda
fund. Magnús annaðist einnig upp-
setningu tækja hjá borgarstjórn
Reykjavíkur 1961 og sá um þær
upptökur þar til 1980.
Magnús var fjölhæfur maður.
Hann fór að taka kvikmyndir 1949.
Hann gerði margar þekktar mynd-
ir, t.d. Fuglarnir okkar, Laxaklak,
Arnarstapi, Hálendi íslands, Geys-
isslysið og margar fleiri. Þessar
kvikmyndir voru mikið notaðar í
skólum landsins sem kennsluefni.
Ég vissi til að Magnús teiknaði og
hannaði tvær byggingar. Árið 1939
teiknaði hann bæinn að Skjaldfönn,
fallegan burstabæ sem sómir sér
vel enn þann dag í dag, og síðan
teiknaði hann kirkjuna að Melgras-
eyri við ísafjarðardjúp en hún var
vígð 1968.
Magnús var einn af stofnendum
Jöklarannsóknarfélags íslands.
Hann fór margar ferðir á Vatnajök-
ul og aðra jökla í rannsóknar- og
vísindaleiðangra. Þeir voru góðir
vinir hans, Jón Eyþórsson og Sig-
urður Þórarinsson og margir fleiri
í þessu félagi. Man ég helst eftir
Ásgeiri Jónssyni og Gunnari Guð-
mundssyni. Magnús kynntist eigin-
konu sinni Hönnu Brynjólfsdóttur
í jöklaferð. Þegar við bjuggum á
útvarpsstöðinni á Vatnsenda kom
það fyrir að foreldrar okkar þurftu
að bregða sér frá. Þá sá Magnús
um okkur systkinin og var hann
ekki í vandræðum með bleiuskipti
eða neitt annað. Hann var mjög
góður við okkur. Það var líka mjög
gott að umgangast hann. Þegar við
vorum á verkstæðinu að smíða eða
leika okkur var Magnús alltaf tilbú-
inn að hjálpa okkur og gefa okkur
góð ráð.
Magnús hafði ekki komið á
heimaslóðir í mörg ár, en 22. ágúst
síðastliðinn fór hann vestur með
Jónu Garðarsdóttur, stjúpdóttur
sinni, sem var honum mjög góð og
hjálpleg í alla staði, og dvaldist þar
í sumarhúsi þeirra systkina. Hann
heimsótti bróðurson sinn Indriða
bónda á Skjaldfönn og þáði góð-
gerðir. Hann var mjög ánægður
með þessa ferð.
Magnús varð 85 ára gamall 3.
september sl. og komu margir vinir
og vandamenn í heimsókn til hans
á Droplaugarstaði. Magnús var
mjög ánægður með daginn og var
hann hress og glaður.
Kæri Magnús. Ég þakka þér fyr-
ir samfylgdina. Blessuð sé minning
þín.
Úlfar Sveinbjörnsson.
Látinn er í hárri elli Magnús Jó-
hannsson, einn þeirra áhugamanna
sem lögðu grundvöll að starfi Jökla-
rannsóknafélags íslands. Magnús
átti mikinn þátt í að skapa einstak-
an félagsanda meðal vísindamanna
og áhugamanna um jöklarannsókn-
ir og leggja grunn að reglubundnum
rannsóknaferðum á Vatnajökui.
Hann kom að jöklarannsóknum árið
1957 þegar reistur var skáli á
Grímsfjalli sem ætlað var að auð-
velda rannsóknir, ferðalög og björg-
unarstörf á Vatnajökli. Hann starf-
aði síðan í ferða- og skálanefnd og
var í nær áratug fararstjóri í jökla-
ferðum, sem þá voru nánast eina
tækifæri sem almenningi gafst til
ferða um jökla landsins. Slíkar ferð-
ir voru þá ekkert áhlaupaverk
vegna skorts á hentugum farar-
tækjum og öðrum ferðabúnaði auk
þess sem gista þurfti í tjöldum
hvernig sem viðraði. Magnús skipu-
lagði leiðangra af mikilli nákvæmni
og þekking hans á fjarskiptum kom
sér vel þegar eingöngu var unnt
að ná sambandi við umheiminn um
gömlu Gufunesstöðina.
Með árlegum ferðum á Vatnajök-
ul hafa jöklafélagar síðan fylgst
með baráttu elds og ísa í Grímsvötn-
um þar sem jökull hefur lagst yfir
eina virkustu eldstöð landsins, jarð-
hiti bræðir stöðugt ís og jökulhlaup
falla. Hlaupin töfðu í nokkra ára-
tugi að hringvegi yrði að fullu lokið
um landið og ógna stöðugt brúm á
Skeiðarársandi. Með brautryðj-
endastarfi Jöklarannsóknafélagsins
var grundvöllur lagður að þekkingu
á Grímsvötnum og jökulhlaupum
þaðan, sem nýttist við vegagerð
yfir Skeiðarársand 1974 og var for-
senda skilnings á þeim hamförum
sem urðu í Vatnajökli haustið 1996.
Magnús var fararstjóri í ferðum
sem könnuðu Grímsvötn við jökul-
hlaupin 1960 og 1965, þegar aflað
var gagna sem sýna að þá voru
Grímsvötn mun stærri en síðar varð.
Frá þeim tíma dró þar úr afli jarð-
hita uns gaus sl. haust. Magnús
bar gæfu til að stjóma rannsókna-
ferðum við þessi þáttaskil í Gríms-
vötnum og greina frá þeim í tímarit-
inu Jökli.
í Reykjavík vann Magnús mikið
að nefnda- og fræðslufundum og
skipulagði ýmsar sumarferðir fé-
lagsins t.d. gönguferðir í Esjufjöll
og hellaskoðunarferðir. Hann ferð-
aðist mikið um allt land, var glögg-
ur náttúruskoðandi og kunnugur
mörgum þáttum íslenskrar náttúru,
grösum jafnt sem fuglum, jarð-
fræði, sögu og örnefnum. Kvik-
myndir gerði hann á ferðum sínum,
m.a. um jökla og íslenska örninn.
Magnús var hægur maður í fasi,
stilltur og hýr, traustur vinur og
fús að miðla þekkingu sinni. Báru
menn mikið traust til hans, þótti
gott að vera í návist hans og vinna
með honum. Kona hans var Hanna
Brynjólfsdóttir ljósmyndari og var
með þeim jafnræði. í hópi félaga
var Magnús hrókur alls fagnaðar,
frábærlega hagmæltur og enn
syngja félagar bragi hans. Hann
unni íslensku og talaði mjög fallegt
mál.
Nú að leiðarlokum er þriðjungur
úr öld síðan ég kynntist áhuga,
forvitni og gleði Magnúsar er hann
ræddi hugðarefni sín, einlæga ást
á landi voru og náttúru þess. Sú
geislandi glóð entist honum enn er
við ræddum um umbrotin norðan
Grímsvatna snemma þessa árs.
Þeirri glóð miðlaði hann til félaga
sinna í Jöklarannsóknafélagi Is-
lands og fyrir þá alla ber ég fram
þakkir og votta aðstandendum sam-
úð okkar við fráfall hans.
Helgi Björnsson.
Þegar mér barst fréttin um and-
lát góðs vinar og fyrrverandi ná-
granna míns Magnúsar Jóhanns-
sonar frá Skjaldfönn í Skjaldfann-
ardal við ísafjarðardjúp stöðvaðist
tíminn í huga mínum og fór hugur
minn til baka og rifjuðust upp gaml-
ar minningar um hinn góða og
gáfaða mann sem Magnús var.
Hann var fæddur á Skjaldfönn son-
ur Jóhanns Ásgeirssonar, bónda
þar, og konu hans, Jónu Sigríðar
Jónsdóttur ljósmóður. Þessi heið-
urshjón á Skjaldfönn foreldrar
Magnúsar voru alla tíð mér og mínu
fólki góðir vinir. Jóna var ljósa mín
og þau hjónin vottar að skirn minni.
Mikil vinátta var á milli foreldra
minna á Laugalandi í Skjaldfarm-
ardal og foreldra Magnúsar. Átt-
hágar okkar Magnúsar voru hlið
við hlið og var áin Selá á milli jarð-
anna, og á hún upptök sín í Dranga-
jökli, sem blasir við í botni Skjald-
fannardals.
Strax á sínum bernskuárum
hafði Magnús mikinn áhuga fyrir
náttúruskoðun, enda var náttúran
fjölbreytt þarna á æskustöðvum
okkar Magnúsar, bæði hvað snertir
dýralíf og gróður. Skjaldfannardal-
urinn er vel gróinn skógi og er vel
grasivaxinn og ekkert er lát á því
í dag. Fuglalíf var þarna mjög fjöl-
breytt vegna góðra skilyrða. Þetta
umhverfi hvarf ekki úr huga Magn-
úsar fram á síðustu stundu.
Þegar Jón Eyþórsson veðurfræð-
ingur kom í skoðunarferð í Isafjarð-
ardjúp og kom að Skjaldfönn,
kynntist hann Magnúsi, sem var
og leiðsögumaður Jóns. Alveg er
ljóst að Jón hefur séð við kynni sín
af Magnúsi hversu mikill áhuga-
maður hann var um marga hluti.
Mun það hafa haft áhrif á það að
eftir að Magnús fór til Reykjavíkur
og gerðist útvarpsvirkjameistari, þá
gerðist hann stöðvarvörður við út-
varpsstöðina á Vatnsendahæð og
var þar á árunum 1933 til 1943.
Árið 1943 stofnaði hann ásamt
Sveinbirni Egilssyni útvarpsvirkja-
meistara sem starfað hafði með
honum við útvarpsstöðina, Radíó-
og raftækjastofu að Óðinsgötu 2,
Reykjavík. Starf Magnúsar þar var
fjölbreytt, t.d. varðandi tónupptöku
og kvikmyndagerð. Eitt af því var
að útvega og setja upp hljóðritunar-
kerfi fyrir Alþingi. Var hljóðupp-
taka Magnúsar á Alþingi um langt
árabil þ.e. þar til hann varð sjötug-
ur.
Það var mikill áhugi hjá Magn-
úsi að taka kvikmyndir. Var hann
brautryðjandi í kvikmyndagerð og
hljóðvinnslu. Magnús tók margar
athyglisverðar heimildarkvikmynd-
ir. Má þar t.d. nefna kvikmyndirnar
íslensk öræfi og Laxaklak. Hann
tók og ferðamyndir erlendis og af
íslensku efni frá ýmsum stöðum á
landinu svo og ýmsar iðnaðarmynd-
ir. Hann tók og ýmsar fuglamyndir
og eru mér mjög minnisstæðar
kvikmyndirnar sem hann tók af
örnum á varptíma í Mjóafirði við
ísafjarðardjúp svo og kvikmyndir
sem hann tók af fálkum, einnig á
varptímanum, en þeir áttu hreiður
á æskustöðvum okkar Magnúsar í
Skjaldfannardal. Hér nefni ég fá
atriði af mörgum en ég vil geta
þess að Magnús var með ýmsa kvik-
myndaþætti fyrir Sjónvarpið.
Magnús bjargaði líka ýmsum kvik-
myndum, sem aðrir höfðu tekið, frá
glötun. Þetta allt sýnir fjölhæfni
Magnúsar.
Magnús sýndi átthögum okkar
við Djúp alltaf mikinn áhuga og
vinsemd sem verður ógleymanlegt.
Ég vil þakka honum áhuga hans
og aðstoð við endurbyggingu á
kirkjunni á Melgraseyri við Djúp
sem sýndi vel hans ljúfa hug til
æskustöðvanna. Þegar slíkur elsku-
legur afreksmaður sem Magnús
Jóhannsson frá Skjaldfönn var er
kvaddur koma fram í hugann fjöl-
mörg góð atriði frá liðinni tíð varð-
andi hann, foreldra hans og systk-
ini, sem ekki hverfa úr huga manns.
Minningin um Magnús hinn góða
dreng mun geymast í hugum okkar
sem kynntust honum.
Ég sendi stjúpbömum, systkin-
um og öðrum vandamönnum Magn-
úsar mínar innilegustu samúðar-
kveðjur með ósk um að minningin
um Magnús frá Skjaldfönn megi
bregða hlýrri birtu í huga þeirra
og styrkja þau í sorg sinni.
Blessuð sé minning hins látna
heiðursmanns Magnúsar Jóhanns-
sonar frá Skjaldfönn.
Jóhann Þórðarson
frá Laugalandi.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð-
um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað
við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.