Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 45

Morgunblaðið - 23.09.1997, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 45 FRÉTTIR HALLDÓRA Reynisdóttir og Isak Halldórsson, í 14. sæti á dansmóti ÍSAK Halldórsson og Halldóra Reynisdóttir náðu að lenda í 14. sæti í German Open Champions- hip sem haldin er árlega í Þýska- landi. Keppnin í ár var haldin í Mannheim dagana 19.-23. ágúst sl. í 8 dansa keppninni voru skráð 122 pör og lentu þau ísak og Halldóra þar í 14. sæti. í lat- in-dönsum voru skráð 140 pör en þar lentu þau í 32. sæti. í standard-dönsum var skráð 131 par og lentu þau í 30. sæti. ísak og Halldóra eru bæði 14 ára gömul og eru margfaldir íslandsmeistarar. Níu dómarar dæmdu keppn- ina. í fyrstu sætunum í hópi unglinga voru pör frá Rúss- landi, Slóveníu, Litháen og Úkraníu. Ur dagbók lögreglunnar Mörg* alvarleg mál til lögreglu um helgina MIKIÐ annríki var hjá lögregl- unni í Reykjavík þessa helgi og voru 410 mál færð til bókunar. Mörg þeirra mála sem lögreglan varð að glíma við um helgina voru mjög alvarleg. Ölvun við akstur Þessa helgi voru höfð afskipti af 24 ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Fyrstu 8 mánuði þessa árs hefur lögreglan haft afskipti af 511 ökumönnum vegna gruns um ölv- un við akstur en þeir voru 468 árið 1996 og virðist þvi sem aukn- ing sé á því að ökumenn setjist ölvaðir við stjórn ökutækja sinna. Umferðarslys Umferðarslys varð á bílastæði við nætursölustað við Sæbraut að morgni sunnudags. Ökumaður sem hafði nýlokið að taka á móti næturnæringu missti stjórn á öku- tæki sínu er hann ók af miklum krafti brott frá sölulúgu. Ökuferð- inni, sem var stutt, lauk á næsta ökutæki og þar slasaðist farþegi svo að flytja varð hann á slysa- deild til aðhlynningar. Þá voru höfð afskipti af 36 ökumönnum vegna aksturs þeirra umfram hámarkshraða og 55 vegna ýmissa annarra umferðar- lagabrota. Innbrot Um helgina var lögreglu til- kynnt um 16 innbrot. Fyrstu 8 mánuði ársins hafa 1.050 innbrot verið tilkynnt lögreglu en þau voru 1.258 árið 1996 og hefur því fækkað nokkuð frá því í fyrra eða nærri 20%. Brotist var inná Grensásdeild Borgarspítala og þaðan stolið milli 20 og 30 þúsund í fjármunum. Karlmaður var handtekinn þar sem hann hafði brotist inní brauð- búð í miðbænum og sofnað þar ölvunarsvefni. Hann fékk að halda áfram svefni sínum í fanga- geymslu lögreglu. Brunar Um helgina var lögreglu til- kynnt um 7 bruna og voru 3 þeirra alvarlegir. Alvarlegir brunar eru helmingi færri fyrstu 8 mánuði þessa árs miðað við sama tíma 1996 og reyndar á svo einnig við um minniháttar bruna sem eru nokkru færri. Kveikt var í stólum í tveimur kennslustofum í Sjómannaskólan- um að morgni föstudags. Af verksummerkjum á vettvangi mátti ráða að gerð var tilraun til að láta eldinn breiðast frekar út án þess að það hafi borið tilætlað- an árangur. Einn maður var hand- tekinn vegna málsins. Eldur kom upp í geymslu í kjall- ara húss við Háteigsveg laust eft- ir miðnætti á sunnudag. Er lög- reglan kom á staðinn var einn íbúi hússins fastur á efstu hæð og tókst lögreglumönnum að bjarga honum út. Slökkviliði gekk greiðlega að slökkva eldinn en miklar skemmdir eru á húsnæðinu vegna sóts og reyks. Líkamsmeiðingar Það voru 10 líkamsmeiðingar tilkynntar til lögreglu um helgina þar af nokkrar alvarlegar. Fyrstu 8 mánuði þess árs hafa 366 lík- amsmeiðingar verið tilkynntar til lögreglu þar af 22 alvarlegar en á sama tíma í fyrra voru þær 370 þar af 6 alvarlegar. Því virðist sem hlutfall alvarlegri meiðinga hafa aukist þótt heildarfjöldinn sé svip- aður. Kona var flutt á slysadeild eft- ir áverka sem hún hafði orðið fyrir á veitingahúsi í miðbænum á laugardagskvöld. Þrír menn voru handteknir eft- ir að þeir höfðu ráðist að manni á Smiðjustíg laust eftir klukkan 3 að morgni sunnudags. Flytja varð árásarþola á slysadeild en ítrekað hafði verið sparkað í höfuð hans. Annað Ungur piltur slasaðist í andliti er mark féll á hann á íþróttavelli. Ástæða er til að minna ábyrgðar- aðila íþróttamannvirkja á að sýna aðgæslu við frágang íþróttatækja sinna. Karlmaður gekk berserksgang í íbúð sinni í vesturbænum, braut húsmuni og slasaðist það illa að flytja varð hann á slysadeild til aðhlynningar. Þá var ungur piltur handtekinn er hann hafði ógnað föður sínum með hnífi um miðjan dag á sunnu- dag. FRÁ púttkeppni aldraðra í fyrra. Fyrirlestur um stærðfræðikennslu Námstefna um stjórnun fyrirtækja NÁMSTEFNA á vegum Stjórnun- arfélags íslands verður haldin á Hótel Loftleiðum, þingsal 1, þriðju- daginn 30. september, kl. 9-13 eða 14-18. Fyrirlesari er dr. William Bridges, sérfræðingur á sviði stjórnunarbreytinga. „Dr. Bridges er einn eftisóttasti ráðgjafi og fyrirlesari í Bandaríkj- unum um þessar mundir ekki síst vegna þess að spár hans eru að ganga eftir. Framsögn hans er afar góð og hér er á ferðinni efni sem á erindi til allra íslenskra stjórnenda í viðskiptum og hjá hinu opinbera ekki síður en forystumanna laun- þegafélaga. Bridges segir þörfina fyrir fækk- un fastra starfsmanna augljósa en framundan séu fleiri tímabundin störf og enn meiri sjálfvirkni. Hann mun tilgreina gjaldið sem fyrirtæki þurfa að greiða fyrir þessa óhjá- kvæmilegu þróun,“ segir í fréttatil- kynningu frá Stjórnunarfélagi ís- lands. Skráning fer fram hjá Stjórnun- arfélagi íslands. Símaráðgjöf UMSJÓNARFÉLAG einhverfra vekur athygli á símaráðgjöf sem stendur aðstandendum einhverfra til boða þriðjudagskvöld í september og október milli kl. 20 og 22. Þriðjudagskvöldið 23. september mun Sólveg Guðlaugsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og tjölskylduráð- gjafi, veita ráðgjöf, m.a. varðandi kennslu og umönnun barna á for- skólaaldri og vandamál sem upp geta komið í daglegu lífi. Málörvun barna með Downs heilkenni FYRSTI fundur vetrarins hjá Fé- lagi áhugafólks um Downs heil- kenni verður haldinn þriðjudaginn 23. september kl. 20.30 í húsnæði Landssamtakanna Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Á fundinum verður sýnt mynd- band sem fjallar um málörvun barna með Downs heilkenni og rætt um vetrarstarfið. Kynntar verða bækur sem eru í eigu félags- ins en félagið hefur nú fengið að- stöðu sem auðveldar útlán á bók- um og myndböndum. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á málefninu. PÚtt- keppni aldraðra Á FIMMTUDAG, þann 25. sept- ember fer fram opið mót í „Pútti“ á vegum Félags áhuga- fólks um íþróttir aldraðra, á púttvellinum í Laugardal. Mótið hefst kl. 14 og fer skráning fram á staðnum frá kl. 13.30. Um er að ræða liðakeppni (3 i liði) þar sem keppt verður um farandbik- ar. Einnig verður einstaklings- keppni kvenna og karla. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra beinir því til væntanlegra þátt- takenda að þeir verði hlýlega klæddir. Dr. JAN de Lange, forstöðumaður Freudenthal-stofnunarinnar í Hol- landi, flytur fýrirlestur í boði Rann- sóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands og Skólaskrifstofu Hafnar- fjarðar miðvikudaginn 24. septem- ber kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefn- ist: Fagmennska stærðfræðikenn- ara og hlutverk þeirra í samstarfi. í fréttatilkynningu segir: „Freud- enthal-stofnunin í Hollandi er ein kunnasta rannsóknar- og þróunar- stofnun á sviði stærðfræðimenntun- ar og hóf hún starfsemi árið 1971. Hún er kennd við stofnanda sinn Hans Freudenthal en hann var brautryðjandi í því sem kallað hefur verið „rauntengt stærðfræðinám". Starf stofnunarinnar hefur haft mikil áhrif á námskrá í stærðfræði í Hollandi en árangur nemenda þar er einn sá besti í Vestur-Evrópu. Freudenthal-stofnunin hefur einnig átt samstarf við rannsóknarstofn- anir, m.a. í Bandaríkjunum, um þróun námskrár, námsefnis og kennsluhátta, og hafa þau verk sem þar hafa verið unnin verið tekin ti! fyrirmyndar viða um lönd. Sérstök áhersla hefur verið lögð á námsmat í starfi Freudenthal- stofnunarinnar og hafa rannsóknir beinst að því hvernig vanda megi námsmat og láta það endurspegla „rauntengt stærðfræðinám". Stofn- unin leggur mikla áherslu á að tengja rannsóknir og þróunarstarf því starfi sem fram fer í skólum í nánu samstarfi við kennara." Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu M-301 í Kennarahá- skóla íslands og er öllum opinn. Auk fyrirlestrar Jan de Lange munu hann og Maq'a van den Heuv- el-Panhuizen vera með fjölbreytta dagskrá fyrir kennara í Hafnarfirði á vegum Skólaskrifstofu Hafnar-' fjarðar og verður sú dagskrá endur- tekin næstkomandi laugardag í Frí- múrarahúsinu, Ljósutröð 2 í Hafn- arfirði, fyrir áhugasama skólamenn utan Hafnarfjarðar. Mæðgnahelgi í Olveri MÆÐGNAHELGI verður í sumar- búðunum í Ölveri helgina 3.-5. október. „Þetta er helgi fyrir mæðgur á öllum aldri sem óska þess að njóta helgarinnar í góðu samfélagi og' fögru umhverfi. Leitast verður við að efla andlegu og félagslegu tengslin í gegnum samverustundir, kvöldvökur, gönguferðir og leiki. Einungis er pláss fyrir 40 manns. Því fá þær pláss sem fyrstar skrá sig,“ segir í fréttatilkynningu frá sumarbúðunum í Ölveri. LEIÐRÉTT Rangt nafn verkefnastjóra í myndatexta með frétt um alþjóð- lega vottun verkefnastjóra í Morg- unblaðinu á sunnudag var rangt farið með nafn Sigurðar Ragnars- sonar, verkefnastjóra og hann kall- aður Stefán. Beðist er velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.