Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 50

Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Lau. 27. sept. Miðnætursýning. Lau. 4. okt. Miðnætursýning Námufélagar fá 15% afslátt a< sýningum 2.-10. W/.jfcRkii, Miðasölusími KASIAiINKI 552 3000 Þríréttuö Veðmáls- máltiö á 1800 kr. WM.öm:a Afsláttur af akstri á Veðmálið. " s □ Í:§ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sóiðið kt. 20.00: ÞRJÁR SYSTUR - Anton Tsjekhof 4. sýn. fim. 25/9 nokkur sæti laus — 5. sýn. sun. 28/9 — nokkur sæti laus — 6. sýn. fim. 2/10 nokkur sæti laus — 7. sýn. sun. 5/10 nokkur sæti laus — 8. sýn. lau. 11/10 nokkur sæti laus. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick Fös. 26/9 — lau. 27/9 nokkur sæti laus — fös. 3/10 — lau. 4/10 — fös. 10/10. Litta sóiðið kt. 20.30: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Fös. 26/9 uppselt — lau. 27/9 uppselt — mið. 1/10 uppselt — fös. 3/10 uppselt — lau. 4/10 uppselt — mið. 15/10 — fim. 16/10 — lau. 18/10. SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR Miðasalan er opin alla daga í september kl. 13-20 Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Fós. 26. sept. kl. 20. uppselt Fös. 26. sept. kl. 23.15 miðnaatursýning - örfá sæti laus Fös. 3. okt. kl. 20. uppselt Lau. 4. okt. laus sæti. LSnilldarlegir kómískir taktar leikaranna. |Þau voru satt að segja morðfyndin."(SA.DV „Þarna er loksins kominn sumarsmellurínn í ár“. (GS.DT.) Íj&SlI alltaf fyrir og eftir leikhús i MAT EÐA DRYKK L «A\> J, lifandI TÓNUST ÖLL KVÖLD KRINGLUKRÁIN - á góðri stund öTSEWOifiJB 3. sýn. sun. 28. sept. kl. 20 Leikfélag Akureyrar 4 TROMP Á HENDI 4 Hart í bak ♦ Á ferð með frú Daisy y Söngvaseiður é Markúsarguðspjall_____ Kortasalan er hafin s. 462 1400 sýningafjöldi mið. 24. sept. uppselt fös. 26.9 kl. 23.30 örfá sæti laus fös. 3.10 kl.23,30 mið. 8. okt. kl. 20 Ath. aðeins örfáar sýningar._________ Loftkastalinn, Seljavegi 2. Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasalan opin frá 10:00—18:00 Leikfélagið Regína og Sniglabandið kynna 6. sýn. lau. 27/9. Sýning hefst kl. 22. Sniglabandið leikur fyrir dansi að lokinni sýningu. Uppl. og miðapaptanir kl. 13-17 á Hótel Islandi ATVINNULAUSIR Bretar gerast fatafellur í gamanmyndinni „The Full Monty“. Væntanlegar kvikmyndir í Regnboganum Stórslys, grín og alvara IHAUST- og vetrardagskrá Regnbogans kennir ýmissa grasa. Spenna, grín og alvar- leg stykki verða á boðstólun- um. Einnig er stefnt að því að halda Kvikmyndahátíð Reykjavíkur annað árið í röð um mánaðamótin október- nóvember og verður þá boðið upp á myndir eins og „Hamlet“ í leik- stjórn Kenneth Branagh, frumraun Johnny Depp sem leikstjóra „The Brave“, og naflaskoðun A1 Pacino á Ríkharði III „Looking for Richard" í Regnboganum. Stórslysamyndin „Volcano“ er ein af þeim kvikmyndum sem eru væntanlegar í Regnbogann. í henni beijast Tommy Lee Jones og Anne Heche við eldgos í miðborg Los Angeles. Leikstjóri „Volcano“ er Mick Jackson. Önnur stórslysamynd sem margir bíða örugglega spenntir eftir er „Titanic“, myndin sem stefnir í að verða dýrasta kvikmynd Hollywood. Hún fjallar að sjálfsögðu um feigð- arför skemmtiferðaskipsins Titanic. í aðalhlutverkunum eru Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. Þau leika farþegana Jack og Rose sem fella hugi saman þrátt fyrir mikinn mun á stéttarstöðu þeirra. James Camer- on leikstýrir þessari risamynd. „Alien“-framhaldsmyndaflokk- urinn heldur síðan áfram þegar íjórða myndin um átök Ripley við geimskrímslin ógurlegu rennir í hlað. Það er að sjálfsögðu Sigourney Weaver sem leikur Ripley sem er endurborin í „Alien: Resurrection" eftir að hafa farist í lok þriðju mynd- arinnar. Frakkinn Jean-Pierre Jeu- net heldur um stjórnvölinn. Hryllingsmyndir eiga aftur upp á pallborðið hjá bíógestum eftir nokk- ur mögur ár. Regnboginn sýnir í vetur „Mimic“ með Miru Sorvino og Jeremy Notham í aðalhlutverk- unum. Þau leika hjón sem þurfa að takast á við martraðarkennt ástand þegar tilraunir þeirra með erfðavísa leiða til skelfilegra stökkbreytinga. Leikstjóri er Guillermo Del Toro. Danski leikstjórinn Ole Bornedal fékk tækifæri í Hollywood til þess að endurgera „Nattevagten“ á eng- ilsaxnesku með stjörnuliði. Nýja útgáfan ber titilinn „Nightwatch" og helstu hlutverk eru í höndum Ewan McGregor, Patrieiu Arquette, Josh Brolin, Lauren Graham, og Nick Nolte. Það verður gaman að sjá hvernig ameríkanísering fer með skemmtilega danska spennumynd. Sylvester Stallone sýnir á sér nýjar hliðar í lögregludramanu „Copland" sem er önnur mynd nýl- iðans James Mangold. Stallone fer með hlutverk Freddy Heflin, heyrn- arskerts lögreglustjóra í smábæ í New Jersey, sem þarf að taka erfið- ar ákvarðanir þegar rannsókn á glæpamáli beinir athyglinni að starfsaðferðum lögreglunnar. Harv- ey Keitel, Ray Liotta, Peter Berg, Janeane Garofalo, Annabella Sci- orra, og Robert DeNiro fara einnig með hlutverk í myndinni. Sean Penn fékk verðlaun á Cannes fyrir hlutverk sitt í „She’s De Lovely" sem verður frumsýnd í Regnboganum í vetur. Handritið að myndinni var skrifað af leikstjór- anum John Cassavetes en sonur hans Nick sá um leikstjórnina. Penn leikur Eddie sem snýr heim úr fang- elsi til þess að finna stóru ástina í lífi sínu Maureen (Robin Wright) gifta öðrum manni (John Travolta). Óskarsverðlaunamyndin „Sling KENNETH Branagh er ljós- hærður Danaprins í „Hamlet“. Blade" er einnig væntanleg. Billy Bob Thornton skrifaði handritið og leikstýrði myndinni auk þess sem hann leikur aðalhlutverkið. Thorn- ton leikur Karl Childers, mann sem er sleppt lausum eftir að hafa verið á geðveikrahæli í 25 ár. Karl reynir að fóta sig aftur í samfélaginu og vingast við ungan dreng, Frank (Lucas Black). Þegar Frank er ógn- að af ofbeldisfullum kærasta móður sinnar grípur Karl til sinna ráða. Aðdáendur Woody Allen verða örugglega ánægðir með þá frétt að söngleikjamynd hans „Everyone Says I Love You“ verður sýnd bráðlega. Að vanda prýðir stjörnu- fans myndina. Alan Alda, Drew Barrymore, Lucas Haas, Goldie Hawn, Edward Norton, Natalie Portman, Julia Roberts, Tim Roth, og leikstjórinn sjálfur kanna ólík blæbrigði ástarinnar og tjá sig með söng í „Everyone Says I Love You“. Breska gamanmyndin „The Full Monty“ verður líka frumsýnd í Regnboganum bráðlega. Þessi mynd sem hefur notið mikilla vinsælda í Bretlandi fjallar um nokkra atvinnu- lausa félaga sem ákveða að skapa sín eigin atvinnutækifæri og gerast fatafeliur. Robert Carlyle („Train- spotting"), Mark Addy, William Snape, og Steve Huison fara með aðalhlutverkin en gríninu er leik- stýrt af Peter Cattaneo. Teiknimynd Don Bluth og Gary Goldman „Anastasia" verður síðan sýnd fyrir börnin og alla aðra sem hafa gaman af teiknimyndum í vet- ur. Fox hefur lagt mikið undir í kynningunni á þessari mynd og verður spennandi að sjá afrakstur- inn en hún verður talsett á íslensku fyrir yngstu áhorfendurna. Lolita fær neikvæða gagnrýni KVIKMYNDIN Lolita sem leikstýrt er af Adrian Lyne hefur loks verið frum- sýnd eftir að hafa verið lögð til hliðar af bandarískum dreifingaraðilum fyrir átján mánuðum vegna þess að efni myndarinnar þótti of eldfimt. Hún var frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í San Sebastian á Spáni. Stendur til að hún verði sýnd annars staðar á Spáni í næstu'viku, svo á Italíu og loks í Frakklandi í byijun næsta árs. Sagan var skrifuð af rússneska rit- höfundinum Vladimir Nabokov á sjötta áratugnum og fjallar um þráhyggju 45 ára - háskólaprófessors sem hrífst af tólf ára stúlku. Jeremy Irons er í hlutverki prófessorsins en stúlkan er leikin af Dominique Swain, sem er 14 ára. Lyne hefur áður leikstýrt umdeilduni myndum á borð við Níu og hálfa viku, „Fatal Attraction" og „Indecent Propo- Jeremy Irons sal“. Hann hefur aldrei verið eftirlæti kvikmyndagagnrýnenda og nýja mynd- in er engin undantekning. Hafa við- brögð gagnrýnenda verið neikvæð, en áhorfendur hafa tekið henni betur. Lyne er skiljanlega afar ósáttur við þá meðferð sem myndin hefur fengið í Bandaríkjunum. „Eg held að andrúms- loftið í Bandaríkjunum hafi breyst und- anfarin þrjú til fjögur ár og sé svipað og það var á sjötta áratugnum," sagði hann á fjölmennum fréttamannafundi í San Sebastian. Jeremy Irons er á sama máli og Lyne: „Mér finnst það afskaplega mikilvægt að þessi kvikmynd og kvikmyndir í sama dúr verði framleiddar og sýndar. Þær krefjast þess af okkur að við séum full- orðnar, gagnrýnar siðferðisverur sem getum hneykslast, undrast, reiðst eða hrifist og umfram allt dæmt fyrir okkur sjálf.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.