Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 52

Morgunblaðið - 23.09.1997, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 21. SEPTBMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Útgáfa Altmans í bíó MYNDBÖND UMA Thurman leikur aðalhlutverk í framtíðartryllinum „Gattaca“. Fullkomin börn eftir pöntun í Cabaret er ekki fyrir að fara ljúfleika og yndi Hammersteins og Rogers söngvamyndanna eða hamingju og lífsnautn MGM myndanna. Hún er kröftug, gróf, staðföst, beisk og hárbeitt háðsá- deila, og má með sanni kalla fyrstu söngva- og dansamyndina einungis fyrir fullorðna. Cabaret fékk átta Óskarsverð- laun í allt. Þ.á.m sem besta mynd- in, Liza Minelli sem besta leikkon- an og Joel Grey sem besti karl- kyns aukaleikari. Leikstj: Bob Fosse. Handrit: Jay Presson Allen. Tónlist: Fred Ebb, John Kander. Kvikm.taka: Geoffrey Unsworth. Leikarar: Liza Minelli, Michael York, Helmut Griem og Joel Grey. VILTU barn með blá augu eða fullkomið nef? Hjá rannsóknar- stofunni Gattaca er hægt að panta hið fullkomna barn með því að velja erfðavísana af vandvirkni. Auglýsing á þessum nótum birtist * í USA Today, Wall Street Journal, og New York Times um miðjan september. Símanúmer fylgdi með og um 50.000 Bandaríkjamenn slógu á þráðinn til þess að fá nán- ari upplýsingar um hvernig þeir gætu eignast draumabarnið. Málið var bara það að þetta er ekki hægt o g auglýsingin var til þess að vekja athygli á nýrri kvikmynd frá Sony, „Gattaca", sem gerist í framtíð þar sem einræktun er daglegt brauð. Bandarískir vísindamenn voru 'ekki hrifnir af þessu uppátæki Sony-manna. Benjamin Young, framkvæmdastjóri American Soci- ety for Reproductive Medicine, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að sam- tökin vildu að Sony breytti auglýs- ingunni svo öllum væri ljóst að um kvikmynd væri að ræða en ekki raunhæfan möguleika. Talskona samtakanna, Heather Kowalski, ít- rekaði að svona auglýsingar kæmu af stað ranghugmyndum um til- gang erfðarannsókna og einrækt- unar. Takmarkið væri ekki að gera foreldrum kleift að ráða augnlit eða hæð barna heldur að koma í veg fyrir hættulega erfðasjúk- dóma. Talsmaður Sony, Ed Russell, svaraði því til að auglýsingin hefði eingöngu átt að birtast einu sinni svo vísindamennirnir gætu slappað af. Tilganginum væri líka náð en hann hefði verið að vekja athygli á framtíðartryllinum „Gattaca“. Et- han Hawke og Uma Thurman fara með aðalhlutverkin í myndinni sem á að frumsýna í Bandaríkjun- um 24. október. „Gattaca" er væntanleg í Stjörnubíó í nóvem- ber. Nýtt á íslandi: Image Collection Tíska úr kasmír, silki, ull og leðri Listinn kostar 300 kr. L I S T A KAUP VERSLUNARHÚStÐ DALVEGI2 - KÓPAVOGI SÍMI564 2000 Fax 564 2230 Netfang: listakaup@skyrr.is Merkis- mynd Cabaret -1972 ÞESSI mynd eftir leik- stjórann Bob Fosse mark- aði tímamót í sögu dans- og söngvamynda. Frá 1940 höfðu tónlistarat- riðin í slíkum kvikmynd um alltaf verið felld inn í söguna. Þá hættu per- sónurnar í myndinnni snögglega að tala sam- an og byrjuðu að syngja og dansa eins og ekkert væri eðli- legra í daglegum samskiptum við fólk. í Cabaret eru tónlistin og sagan algerlega aðskild. Öll söngva- og dansatriði fara fram á sama svið- inu í hinum frekar subbulega Kit Kat næturklúbbi. Þau voru ekki lengur óviðkomandi draumórar í tónlistarbúningi, heldur harðvít- ugar ádeilur og eftirlíkingar þess sem var að gerast í þjóðfélaginu. Þetta var því upphaf „trúlegs trú- verðugleika" í söngva- og dans- myndum, eins og Fosse orðaði það sjálfur. Myndin byggir á smásögusafni Georges Isherwoods um Berlín, mynd eftir John van Druten „I Am A Camera“ ("• 951), og söng- leiknum Cabaret. Hún fjallar um spillinguna á seinustu dögum Weimar lýðveldisins og ris Nas- istaflokksins. KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN Robert Altman hefur haft betur í slagnum við Polygram Pictures um hvaða útgáfa nýjustu myndar hans „The Gingerbread Man“ verði markaðssett. Það slettist upp á vin- skapinn milli leikstjórans og fram- leiðendanna þegar kvartanir áhorf- enda á tilraunasýningum sannfærðu stjórnendur Polygram um nauðsyn þess að stytta myndina en útgáfa Altmans er 109 mínútur á lengd. Altman hafði fengið Georaldine Peroni til að klippa „The Gingerbread Man“, en hún klippti t.d. mynd hans „The Player“. Áhorfendur kvörtuðu yfir því að myndin væri löng og niglingsleg svo Polygram-menn fengu klipparann Don Cam- bem til þess að stytta „The Gingerbread Man“ um níu mínútur. Jafnframt var tónlist- inni sem Altman hafði vaíið hent út og hefð- bundnari tónlist sem undirstrikar spennuat- riði klístrað á í staðinn. Seinni útgáfan fékk síðan ekkert betir viðtökur á tilraunasýningum. Áhorfendur sögðu styttri útgáfuna ruglingslegri en þá fyrri og nýja tónlistin væri klaufalega þunglama- leg. Nú voru góð ráð dýr. Það kostaði 25 milljónir Bandaríkjadollara að framleiða „The Gingerbread Man“ og ekki vildu peningamennirnir hjá Polygi’am tapa öllu. Altman hafði í millitíðinni haldið einkaforsýningu í New York og boðið mönnum eins og kvikmyndaleikstjóranum Sidney Lumet og rithöfundinum E.L. Doct- orow. Sá áhorfendahópur hafði tek- ið myndinni mjög vel. Stjómendur Polygram sneru sér því til Altmans og samþykktu að hans útgáfa færi í kvikmyndahús. Þeir spældu þó gamla manninn með því að fresta frumsýningu fram í febrúar-mars á næsta ári en upphaflega átti að frumsýna 3. október en þá hefði myndin komið til greina fyrir næstu Óskarsverðlaunaútnefningu. „The Gingerbread Man“ er byggð á skáldsögu metsölupennans John Grisham, og með aðalhlutverk fara Kenneth Branagh, Robert Downey jr., Robert Duvall, og Daryl Hannah. ROBERT Altman við upphaf áttunda áratugarins, áður en hann sló í gegn með „M*A*S*H“. Drap hún mann eða drap hún ekki mann? Morð með undirmeðvitundinni (Murder in Mind) Spennumynd Framleiðendur: Vicki Slotnick og Jeremy Paige. Leikstjóri: Andrew Morahan. Handritshöfundur: Michael Codney. Kvikmyndataka: John Aron- son. Tónlist: Paul Buckmaster. Aðal- hlutverk: Nigel Hawthorne, Mary Louise Parker, Jimmy Smits, Jason Scott Lee. 90 mín. Bandari'kin. Mynd- form 1997. Utgáfudagur: 2. septem- ber. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. UNG kona hringir kvöld eitt til lögreglunnar og segist hafa drepið eiginmann sinn. Þegar lögreglan kemm- á vettvang blasir við óhugn- anleg sjón. Kon- an segist ekkert muna eftir at- burðunum og lög- reglan telur að málið sé mjög einfalt. En þegar heimskunnur sál- fræðingur, Mark Ellis, dáleiðir konuna kemur margt fram sem varpar ljósi á atburði kvöldsins ör- lagaríka. Hugmyndin um að búa til nýj- ar minningar er ekki ýkja frum- leg í vísindaskáldsögum. Þessi mynd reynir að nálgast .viðfúngs- efnið á nýstárlegan máta og er út- koman athylgisverð en mishéppn- uð kvikmynd. Helsti gallinn við myndina er úrvinnslan á efniviðn- um og á handritshöfundurinn Michael Codney sökina á því. Per- sónurnar eru margar illa skrifaðar og þá sérstaklega persóna Mary Louise Parker, og einnig er Jason Scott Lee hálfvandræðalegur í hlutverki lögi’eglumanns. Nigel Hawthorne er góður í hlutverki sálfræðingsins og er eiginlega sá eini sem sýnir einhver leiktilþrif. I höndunum á meira hæfileikafólki hefði þessi mynd geta orðið mjög góð en því miður er sú ekki raunin. Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.