Morgunblaðið - 21.10.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.10.1997, Qupperneq 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 21. október 1997 Blað C Einfalt að kaupa SUMUM hefur virst flókið að kaupa fasteign með tilheyrandi pappírsfrágangi og öðru sem þarf að huga að, m.a. varðandi húsbréf. Grétar J. Guðmunds- son skýrir þessi mál rækilega og segir einfalt að kaupa. /2 ► Haustið í garðinum PLÖNTUN trjáa að hausti, haustklipping og vetrarskýling trjágróðurs er meðal þess sem Hafsteinn Hafliðason gerir að umtalsefni í þætti sínum. Hann segir að haustplöntun gefi góða raun því þá ræti trén sig hrað- ast. /14 ► Ú T T E K T Viðhaldið er vanda- verk VANDAVERK er að halda við gömlum hús- um og friðuðum og segir Magnús Skúlason, arki- tekt og framkvæmdastjóri húsafriðunarnefndar ríkisins, að ekki sé sama hvemig það sé gert. Frumskilyrði segir hann að vinna verkið í eins mikilli nánd við upphaflega gerð hússins og unnt sé. Meðal þess sem hann ráð- leggur er að ekki megi dæma allt ónýtt, ekki síst þegar lag- færa á klæðningar. „Við leggj- um áherslu á að henda engu sem er heilt, menn hafa farið offari í því að dæma allt ónýtt þótt það sé það ekki. Það gef- ur húsunum aukið gildi að gera frekar við en fleygja.“ Hann greinir frá ýmsum atriðum sem vert er að hafa í huga, m.a. varðandi glugga sem oft séu eyðilagðir, og vert sé að hafa í huga mikil- vægi nagla og kíttis. Þá segir hann gott að handslípa gömul gólf, það hæfi ekki í gömlum húsum að nota stórvirkar slípivélar. Varðandi liti segir hann eðlilegast að leita hins upp- runalega lits en þyki mönn- um hann ekki fallegastur megi kannski fínna samt lit frá svipuðum tíma. í Iokin má minna á ritröð húsafriðunar- nefndar en þegar er komið út rit um tréglugga og á næst- unni er væntanlegt rit um klæðningu veggja og þaka./16 ► ílögn með flotmúr í stað sands og sements HERMANN Ragnarsson múrara- meistari, sem rekur byggingafé- lagið Við-Reisn ehf., hefur fjárfest í tækjabúnaði sem gerir honum kleift að bjóða húsbyggjendum nýja aðferð við lögn í gólf. Notar hann Imúr flotefni og getur lagt í mun stærri fleti en með hefð- bundnum aðferðum og með meiri afköstum. Ekkert ryk Imúr flotefnið er íslensk fram- leiðsla, framleitt hjá Imúr í Reykjavík, og er það fáanlegt í lausu og felst nýjungin í þeirri að- ferð sem fyrirtækið notar en ímúr gólfefnið hefur verið fáanlegt hér um skeið. Hermann Ragnarsson er framkvæmdastjóri byggingafé- lagsins Við-Reisnar ehf., en með- eigendur hans eru þeir Högni Hannesson og Omar H. Sunal, sem báðir eru flísalagningamenn en fyrirtækið sinnir jafnframt flísa- lögnum. Hermann Ragnarsson lýsir helstu kostum ímúr flotefnisins á þennan hátt: „Einn kosturinn er að þegar unnið er með þetta fljótandi efni verður ekkert ryk á bygginga- staðnum og menn eru líka lausir við pokana og annað umbúðai-usl sem alltaf er að þvælast fyrir og minna má á að það kostar peninga að losa sig við ruslið og er aðferðin því umhverfisvænni líka,“ segir Hermann. „Rýrnun er nánast eng- in og því fer ekkert efni til spillis og ég staðhæfi að ímúr sé ódýrari lausn en hefðbundin ílögn, sem eru sandur og sement. Ilögnin með ímúr er mun þynnri eða allt frá 0,5 cm uppí 3 í stað 4-6 cm með hefðbundnum aðferðum." Þá segir Hermann ekki sísta kostinn að efnið sé fljótharðnandi og að hægt sé að fara inn á gólf þremur til sex tímum eftir ílögn og vinna á því daginn eftir. „Þetta er allt annað en hægt er með hefð- bundnu efnunum þegar menn þurfa kannski að bíða tvo til þrjá daga. I þessu sambandi má líka vekja athygli á því að hægt er að leggja á gólfefni mun fyrr, hvort sem væri dúkur eða flísar.“ Mikil fjárfesting Fyrirtæki Hermanns og félaga hefur fjárfest í sílói og öflugri dælu og segist hann geta dælt uppá 10. hæð húsa. Til að fá nákvæmni í ílögnina eru hæðarpunktar settir út með litlu leysigeislatæki. Fjár- festingin nemur kringum 5 milljón- um króna og segir Hermann bún- aðinn mjög afkastamikinn, hann geti lagt í 500 fermetra gólf á einni klukkustund. Morganblaðið/Jón Svavarsson ÞEIR standa að byggingafélag- inu Við-Reisn. Aftastur er fram- kvæmdastjórinn, Hermann Ragnarsson, í miðið Högni Hannesson og fremstur er Ómar H. Sunal. Fasteigqaícm Fjárvangis Kynntu þér kosti Fasteignalána Fjárvangs hjá ráðgjöfum Fjárvangs í síma 5 40 50 60 Dæmi um mánaðaiiegar afboiganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Fjárvangs* \txtír(%) 10 ór 15 ór 25 ór 7,0 7,5 8,0 11.610 8.990 7.070 11.900 9.270 7.500 12.100 9.560 7.700 Miðaö er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta [PP- FJÁRVANGUR L 0 G G 1L T VEHÐBGEFAFYRIRIÆKI Laugavegi 170,105 Reykjavfk, sfmi 540 50 60, símbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is Lnk. ir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.