Morgunblaðið - 21.10.1997, Side 24
24 C ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Trjágróðurinn
og haustið
Gróður og garðar
/
Akjósanlegast er að velja einungis harð-
gerðan og vetrarþolinn trjágróður í ís-
lenska garða, segir Hafsteinn Hafliðason.
Hann bendir á að vilji menn tryggja „dek-
urdrósum“ framhaldslíf í görðunum þurfí
að skýla þeim með einhverju móti.
VIÐA standa berin enn á reyninum. Þau má frysta
til að nota þau í jólaskreytingarnar!
VÆTAN og hvassviðrið undan-
farið hefur nú aldeilis gert í
því að skerða haustskrúðið
sem kofnið var á tré og runna. Hið
litfagra laufskúð, sem setti svip á
kjarrið héma í Hafnarfjarðarhraun-
inu og garða höfuðborgarsvæðisins í
nokkra daga um daginn, er nú fallið
til jarðai- og eftir standa naktar
greinar. Samt era nú eftir nokkrar
tegundir trjágróðurs sem enn halda
grænu laufi - þótt mikið sé það orðið
• tuskulegt af vindbamingnum. Sá
trjágróður er af suðlægum uppruna.
Uppruni trjánna ræður mestu um
það hversu snemma þau laufgast og
hversu snemma þau ljúka sumar-
vexti.
Norðlægu trjátegundirnar ljúka
sumarvextinum snemma og eru til-
búnar að taka við vetri um leið og
fyrstu næturfrost koma. Þá skipta
þær litum, frá grænu yfir í gult og
gulrautt-rauðgult. Það er vegna þess
að í blaðgrænunni eru ýmis efnasam-
.bönd, sem skipta miklu máli fyrir
blaðgrænuna og gróðurinn þarf að
fara sparlega með tii þess að hafa
þau nærtæk í nýtt blaðgrænusett
með hækkandi sól á nýju vori. Það
sem eftir situr í blöðunum eru tor-
leystari efni sem plönturnar taka
auðveldlega upp gegnum rætumar
eftir að ljóstillífimin er komin í gang
eftir laufgun á vorin. Þessi dýrmætu
efnasambönd draga þau inn í brum,
börk og bol - og flytja líka stóran
hluta þeirra niður til rótanna þar sem
þau eru vel varðveitt yfir veturinn.
Suðrænar trjáplöntur
skipta sjaldan litum
Flestar suðlægar trjátegundir eru
aftur á móti seinni til með haustfrá-
ganginn en þær norðlægu. Þess
vegna verður lítið um haustliti hjá
þeim nema þegar haustin eru löng,
kyrr og hlý með síðbúnum nætur-
frostum. Það gerist sjaldan hér á
iandi, svo að við fáum ekki oft að sjá
þær í haustskrúða. Margar þessara
tegunda eru grænar langt fram eftir
haustinu og fella sjaldnast lauf fyrr
en eftir nokkra frostakafla og jafn-
vel nokkra snjókomu. Af þessu tagi
er gljávíðirinn þekktastur. Hann
nær sjaldan að þroska endabramin
og sumarvöxtinn kelur ávalit nokk-
uð við fyrstu frost á haustin. Sama
er að segja um flestar tegundir rósa
og mispla sem hér eru ræktaðar.
Uppruninn ræður þessu - og
þess vegna er svo mikilvægt, þegar
þess er nokkur kostur, að velja þau
kvæmi trjátegundanna sem helst er
að vænta að þrífist á þeim stað sem
fyrirhugað er að planta þeim. Sama
tegundin getur átt mjög stórt út-
breiðslusvæði - með mismunandi
hnattstöðu og veðurfari. Hugtökin
kvæmi eða staðbrigði eru notuð um
sérhvern þann hóp innan tegundar-
innar sem þróast hefur á sama
svæði og við sömu umhverfisskilyrði
s.s. veðurfar, daglengd o.sv.frv. (All-
ir Mývetningar eru t.d. sama kvæm-
ið af tegundinni Islendingar, Inn-
djúpsmenn annað og Keflvíkingar
þriðja - svo að þetta sé yfirfært í
líkingu!). Þetta þýðir með öðrum
orðum að við þurfum að velja teg-
undimar frá svæðum sem eru líkust
Islandi hvað varðar alla staðhætti.
Haustplöntun trjáa
Með lauffallinu er vexti tijánna
samt ekki alveg lokið í bili, því að á
haustin eflist sá hormóna- og en-
sýmaferill sem stjómar rótarvexti.
Þegar trjágróðurinn dregur næring-
una úr blöðum og berki niður í ræt-
urnar taka þær vaxtarkipp sem varir
frá septemberbyijun og út nóvem-
ber. Þess vegna gefur það yfirleitt
mjög góða raun að planta trjáplönt-
um (runnum og trjám) á haustin. Þá
ræta þau sig hraðast og eru fyrr til-
búin í slaginn þegar vorar. Þar að
auki þurfa þau þá ekki að standa í því
að gera tvennt í einu: Ræta sig og
laufgast í sama rykknum. Á vorin
snýst hormónastarfsemi trjánna við
og þau leggja mest í yfirvöxtinn. Séu
vorin þurr og næðingssöm geta
plöntumar orðið fyrir miklu vökva-
tapi - og fengið afturkipp sem er
lengi að lagast. Helsti hængurinn á
haustplöntun hefur verið sá að gróðr-
arstöðvamar hafa lítið unnið að því
að selja tijáplöntur á haustin. Fólk
hefur ekki haft trú á því að það kynni
góðri lukku að stýra að gróðursetja
tré á haustin, þannig að markaðurinn
hefur ekki staðið undir þeim mann-
afla sem þarf til að afgreiða plöntum-
ar. Eins hefur óttinn við holklaka og
frostlyfting haldið aftur af haust-
plöntun. En sé þokkalega gengið frá
plöntuninni og skýlt yfir rótarhnaus-
ana með viðarkurli, aíraki eða jafnvel
steinullarmottum er lítil hætta á að
holklakinn spilli rætingunni.
Haustklipping
Margir hringja til mín á haustin
til að fá leiðbeiningar um haust-
klippingu á trjágróðri. Meginreglan
er að klippa trjágróður á útmánuð-
um vegna þess að þá er auðveldast
að sjá og komast að greinabygging-
unni - og ekki síður að tími til þess-
ara starfa er rýmri en á annatímum
vors og sumars. En það er svo sem
ekkert sem aftrar þvi að klippa tré
og ranna á öðrum árstímum. Oft er
það meira að segja svo að marga
runna sem blómgast á veturgamla
sprota er best að klippa á sumrin,
strax að blómgun lokinni - áður en
sprotavöxtur hefst. Dæmi um þetta
eru t.d. birkikvistur og sírenur. Sum-
arklipping gefst líka vel þegar þai-f
að fjarlægja stórar greinar af tijám
vegna þess að þá eru trén í fullum
vexti og loka sárunum hratt.
Gömul og breið limgerði taka á sig
mikinn snjó og geta gliðnað eða
brotnað undan snjóþunganum. Til að
koma í veg fyrir þetta kemur haust-
klipping að góðu gagni. Það er alveg
óhætt að taka nokkuð nærri og
forma limgerðin þannig að þau
mjókki upp á við, m.ö.o. verði A-laga.
Þannig standa þau betur af sér snjó-
ana. Haustklipping er líka ágæt þeg-
ar grisja þarf trjákrónur sem taka á
sig mikinn vind og er hætt við broti
af völdum vinda og snjóa.
EIGNAMIÐSTOÐIN-Hátún
Suðurlandsbraut 10
Simi 568 7800
Fax 568 6747
Opið virka daga frá kl. 9-18
Brynjar Fransson löggiltur fasteignasab'
Lárus H. Lárusson sölustjóri
Kjartan Hallgeirsson sölumaður
Súlunes. Stórglæsilegt 375 fm nýlegt ein-
býli með aukaíbúð á 1. hæð og 63 fm tvö-
földum bílskúr. Vandaðar innréttingar. Parket
og marmari. Stór sólskáli með heitum potti
og arinn. 150 fm verönd með lítilli sundlaug,
öll afgirt og upplýst. Mikið áhv. í hagstæðum
lánum. 1184
Faxatún - Garðabær. Vorum að fá í sölu
fallegt og skemmtilega staðsett 136 fm ein-
býli ásamt 25 fm bílskúr á þessum eftirsótta
stað. Einstaklega fallegur garður. V. 12,3
m. 1170
Einarsnes - Einb./tvíb. Reisulegt einbýli
á tveimur hæðum ásamt bílskúr á þessum
eftirsótta stað í Skerjafirðinum. Séríbúð er
í kjallara. Spennandi hús á skemmtilegum
stað. Hafðu samband við sölumenn og fáðu
nánari uppl. 1138
Frfusel - lækkað verð. Til sölu gott 217,2
fm raðhús með góðri íbúð (sérinng.) í kjal-
lara. Nýlegar innr. Parket og flísar. Gott verð
og þægileg lán áhv. V. 12,8 m. 1133
Skriðustekkur. Til sölu mjög gott ca 275
fm einbýlishús með innb. bílskúr. Góðar og
vandaðar innr. Möguleiki á aukaíb. Spennandi
hús. V. 16,7 m. 1143
hædir
Nýbýlavegur - Kóp. Falleg og
endurnýjuð 134 fm efri sérhæð með bíl-
skúr. 4-5 svefnherb. Nýtt gler og flísar
á gólfum. Arinn í stofu. Gott útsýni. Áhv.
4 millj. Gott verð. 1191
Eyrarholt - HF. Til sölu 160 fm „pent-
house”íbúð í Hafnarfirði. fbúðin er tilbúin til
innréttinga. Ótrúlegt útsýni yfir stór-
Hafnarfjarðarsvæðið. 1051
Hlaðbrekka - Kóp. Höfum í sölu tvær 125
fm íbúðir með bílskúr í grónu hverfi í Kópavogi.
Ibúðinar seljast tilbúnar tii innréttinga. V. 8,5
m. 1188
Vantar 4ra herbergja Vegna góðrar sölu
undanfarið vantar okkur nú þegar góðar 4ra
herbergja íbúðir á söluskrá. Við höfum mikinn
fjölda ákv. kaupanda á skrá. ÖFLUGT
STARFSFÓLK FINNUR KAUPANDANN AÐ
þlNNI ÍBÚÐ
Lundarbrekka - Gott verð Falleg íbúð
með góðum innréttingum á jarðhæð með
sérinngangi. í nýviðgerðu fjölbýli. Parket og
flísar. Sérþvottahús.Áhv. 3 millj. Verð 6,8
m. 1247
Sigtún. Gullfalleg 110 fm björt kjal-
laraíb, lítið niðurgrafin. Góðar innréttin-
gar, parket/flísar. Fallegur garður og gott
hús. Áhv. 4 millj. 1180
Miðleiti - Glæsilegar innréttingar. Vorum
að fá í sölu stórglæsilega ca 125 fm íbúð
ásamt stæði i bílskýli i mjög fallegu og vel
umgengnu fjöllbýli. Mjög vandaðar innr., par-
ket og flísar. Þetta er íbúð fyrir vandláta.
Laus strax. V. 11,9 m. 1169
Engihjalli - Tilboð!! Falleg og skemmti-
leg stór 110 fm íb. á 7. hæð í mjög góðu
lyftuhúsi. Ibúðin er nýlega standsett. Stórar
svalir. Gott verð og hagstæð lán V. 6,9 m.
1093
Hraunbær. Mjög góð 88 fm íb. á 3ju hæð.
Rúmgóð svefnh. Nýlegt parket á stofu og
herb. Stórar suðursvalir. Gott útsýni. Kannaðu
málið, gott verð. V. 7,4 m. 1089
í£ herbergja |
Vantar!! Vegna góðrar sölu undanfar-
ið vantar okkur nú þegar góðar 3ja her-
bergja íbúðir, helst vestan Elliðaáa. Við
höfum mikínn fjölda ákv. kaupanda á
skrá.
Skildinganes - sjávarlóð
Við höfum í sölu þetta vel staðsetta 440
fm einbýli með aukaíb. og bílskúr. Frábær
hönnun. Húsið er byggt í U utan um 90
fm hellulagða og upphitaða verönd. Svalir
út af rúmgóðu turnherb. Baðherb. innaf
svefnherb. auk gestasnyrtingar. í kj. er
íbúð með sérinngangi auk rýmis með sér
inngangi sem má nýta á ýmsan hátt. Þetta
er frábært hús sem bíður upp á mikla
möguleika. Hafið samband við sölumenn
og leitið frekari upplýsinga. Sjón er sögu
ríkari! 1179
Skipholt Falleg og vel skipulögð 84 fm íbúð
á 2. hæð í mjög góðu fjölbýlíshúsi. Nýtt eld-
hús og parket. Vestursvalir, góður staður.
Áhv. 4 millj. V. 6,9 millj. 1235
Eiðistorg Falleg 90 fm íbúð á jarðhæð með
sérgarði í þessu vandaða húsi. Parket og
flísar á gólfum. Nýtt baðherb. Gengið slétt inn
frá garði en svalir út frá stofu. Öll þjónusta
til staðar. V. 7,5 m. 1198
Dúfnahólar. Vorum að fá í sölu mjög góða
72 fm íb. á 7. hæð í lyftuhúsi. Frábært útsýni.
Áhv. 3,0 m. V. 5,9 m. 1072
herbergja
Við seljum og seljum! Nú er hart í ári.
Allar tveggja herbergja íbúðinar eru að verða
uppumar og nú vantar okkur nauðsynlega
eignir á skrá strax. Hringdu og við mætum,
það ber árangur.
Vesturberg Falleg íbúð í nýviögerðu húsi,
pergo parket á gólfum. Stórar suðursvalir.
Skipti á stærra möguleg. Áhv. 3,3 millj. V.
5,3 m. 1199
Frostafold - Byggsj. 63 fm íbúð í góðu
lyftufjölbýli á 4. hæð. Suðursvalir, mjög gott
útsýni. Parket, þvottahús í íbúð. Áhv. 4. millj.
í Byggsj. V. 6,2 m. 1200
Vesturbær - Bflskýli Góð 56 fm íbúð á
3. hæð í nýlegu fjölbýli. Stórar s/svalir og
fallegt útsýni. Parket. Góður staður. Áhv.
byggsj. 1,5 miilj. 5,3 1182
Hverafold. Til sölu mjög falleg 56 fm íbúð
á 1. haeð. Vandaðar innréttingar, parket og
flísar. Áhv. 2,7 m. byggsj., 40 ára. V. 5,7 m.
1053
^I annað
1 1
FJÁRFESTAR - VERKALÝÐS- OG
STÉTTARFÉLÖG! Vorum að fá í sölu
nokkrar íbúðir í nýju íbúðarhóteli við
Höfðabakka. Mjög góð staðsetning. Upplagt
fyrir t.d. verkalýðs- og stéttarfélög sem van-
tar aðstöðu í borginni. Nokkrar ibúðir eftir.
V. 4-5 m. 1077
Grensásvegur. Til sölu skemmtilegt og
vel umgengið 188 fm skrifstofuhúsnæði.
Góðar innréttingar og gólfefni. Tilvalið fyrir
lögmenn, endurskoðendur og svipaða starf-
semi. Góðir greiðsluskilmálar fyrir rétta
aðila. 1016
Álfaskeið. Nýkomið í sölu ca 400 fm at-
vinnuhúsnæði á góðum stað í Hafnarfirði.
Margskonar notkun kemur til greina.Tilboð
1047
Vetrarskýling
Eiginlega er það ákjósanlegast að
velja einungis harðgerðan og vetrar-
þolinn trjágróður í íslenska garða.
Hins vegar getum við fæst látið það
vera að pota nokkrum dekurdrósum
niður í garðana okkar. Ef við viljum
tryggja þeim framhaldslíf þarf að
skýla þeim með einhverju móti á vet-
uma. Oftast dugir að slá upp þrem
til fjórum staurum umhverfis plönt-
urnar og klæða með hessíanstriga á
milli þeirra þannig að myndist eins
konar tjald sem hlífír plöntunum. I
sumum tilvikum dugar líka vel að
reka staur niður með plöntunum og
vefja síðan strigarenningum líkt og
sárabindi utan um plöntu og staur -
neðanfrá og upp - og festa tryggi-
lega við staurinn efst. Með þessari
aðferð er greinum lyft varlega upp
að bolnum eftir því sem vindingurinn
hækkar. Þessi aðferð vemdar vel
gegn skemmdum af völdum
skafrenningsins sem er vandamál
víða um land - og hún dugar líka vel
gegn næðingi og sólbruna útmánað-
anna. Viðkvæmari runna, eins og t.d.
ágræddar rósir, er auðveldast að
vefja inn í steinullarmottu sem látin
er ná vel niður yfir rótarhálsinn og
binda svo utan um með striga. Stein-
ullinn einangrar vel og um hana loft-
ar nægilega til að greinarnar haldist
frískar og vel varðar. Glerull kemur
ekki að sama gagni utandyra, hún
leggst saman og missir einangrunar-
gildi sitt þegar hún blotnar.
Plastdúkur á grind er ágæt vöm
gegn raka - og hentar því vel sem
vætuvörn yfir fjölærar plöntur,
steinhæðajurtir og plöntur í uppeld-
isreitum - en hann má aldrei liggja
fast við plönturnar og fylgjast þarf
með því að hann setji plönturnar
ekki af stað of snemma þegar dag-
ana fer að lengja. Þá þarf að lofta út
eða skyggja til að koma í veg fyrir að
hitni undir dúknum - annars er
hætta á að plöntumar eyðileggist ef
gerir hret og kuldaköst. Plastdúk má
aldrei nota sem vörn um tré eða
runna á vetuma. Aftur á móti getur
gróðurdúkur (Agryl-17 eða þess
háttar) sem lagður er yfir plönturnar
gert gagn á vorin þegar verja þarf
gróður gegn næturfrostum eða vor-
næðingi.