Morgunblaðið - 04.11.1997, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 04.11.1997, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTAÞING ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 B 5 íþróttahreyfingin er ekki eyland Ellert B. Schram, forseti íþrótta- og ólympíusambands íslands, var ánægður með þing nýrra samei- naðra samtaka, sem fram fór um helgina. „Þetta er búið að vera gott þing. Það hefur verið fjölmenni og það sést best á því að 212 höfðu atkvæðisrétt og í kjörinu til forseta greiddu 210 atkvæði. Það ríkti góð- ur andi á þinginu og menn voru málefnalegir og umræða um marg- vísleg mál sem snerta hreyfinguna," sagði Ellert og nefndi sem dæmi skipulags-, íjár- og forvamarmál. Hann sagði að nokkur breyting fylgdi sameiningunni og það fyrsta sem hann yrði var við væri að það væri auðveldara að vera á einni skrifstofu en tveimur. „Fólk og aðstaða nýtist betur og auðveldara verður að samræma störfin. Fjöld- inn innan hreyfingarinnar breytist ekki. Breytingin er að nú eru allir undir einum hatti. Áhugaverðasta málið er auðvitað að við vorum að halda fyrsta fund nýrra sameinaðra samtaka. Það finnst mér vera þáttaskil. Mikið var rætt um skipulagsmál hreyfingar- innar og greinilegt að menn vilja gjaman fara að hagræða og skipu- leggja í samræmi við þetta nýja fyrirkomulag. Taka þarf á íjármál- um íþróttafélaganna, en þau em langsamlega stærsti vandi okkar. Við þurfum líka að kalla aðra til liðs við íþróttahreyfinguna, nánast samfélagið allt því íþróttahreyfing- in er ekki eyland; íþróttir snerta samfélagið allt og eiga ekki að vera einkamál félaganna. Mikilvægi þess starfs sem íþróttahreyfingin vinnur er mikið og þar hefur lengi verið treyst á sjálfboðaliða og áhugamennsku. Á sama tíma eru kröfumar sem gerðar eru miklu meiri en áður og félögin mörg hver eru að kikna undan því oki. Til þess að þetta þjóðþrifastarf sé unnið áfram af einhveiju viti þurfum við aðstoð." Einhver orðaði það þannig á þinginu að ef til vill væri best að íþróttahreyfingin fengi sóknar- gjaid, svipað og kirkjan hefur, þannig að ákveðið gjaid fengist frá ríki fyrir hvert sóknarbam íþrótta- félaganna. „Já, það er ósköp einfalt að gera einhliða kröfur á hendur ríki og sveitarfélögum. Við eram ekki að því, heldur viljum við kalla þessa aðila til liðs við okkur þannig að þeir skilji mikilvægi þess starfs sem unnið er í íþróttahreyfingunni. Það hefur orðið viðhorfsbreyting hvað það varðar að nú er ekki öll áhersl- an á keppnisíþróttir heldur einnig á afþreyingar- og heilsubótarþátt- inn svo eitthvað sé nefnt.“ Ertu ánægður með stjómarkjörið? „Ég er út af fyrir sig auðvitað ánægður með alla þá einstaklinga sem náðu kjöri. Þetta eru einstakl- ingar sem hafa alist upp í íþrótta- hreyfingunni og verið kallað þar til ábyrgðarstarfa. Ég neita því hins vegar ekki að ég sé eftir öðram einstaklingum sem detta út úr stjóm eftir frábært starf. Það er til dæmis mikil eftirsjá í Loga Kristjánssyni, sem verið hefur for- maður Breiðabliks og var með mér í stjóm bæði ÍSÍ og Óí. Sama á við um Ara Bergmann Einarsson, sem stóð sig frábærlega vel með Smáþjóðaleikana. Mér finnst pínu- lítið vanþakklæti að veita honum ekki brautargengi í kosningunum." Hvað tekur svo við hjá þér á mánudaginn? „Ætli ég loki mig ekki af með framkvæmdastjóranum og við för- um yfir nokkur atriði sem varða ýmis framkvæmdaratriði og skipu- lag hreyfingarinnar. Fljótlega höld- um við stjómarfund og skiptum með okkur verkum," sagði nýkjör- inn forseti íþrótta- og ólympíusam- bands íslands. Fyrsta stjómin Morgunblaðið/Kristinn FYRSTA stjórn hlnna nýju samtaka, íþrótta- og Ólympíusambands íslands, f fremrl röó frá vlnstrl eru Frlójón B. Frlöjónsson, BJörg Blöndal, Unnur Stefánsdóttlr, Ellert B. Schram, forseti, Hlldur Haraldsdóttlr og Benedlkt Gairsson. Aftari röö frá vinstrl: Ágúst Ásgolrsson, Blrglr Quölaugsson, Ingólfur Freysson, Örn Andrósson, Slgmundur Þórlsson, Hafstelnn Pálsson og Stefán Konráösson, framkvœmdastjórl. Sigrföur Jónsdóttir og Helga Magnúsdóttir voru fjarverandl þegar þlngiö var haldlö. Ellert B. fékk 170 atkvæði ELLERT B. Schram fékk mjög afgerandi kosningu til forseta ISI, hlaut 170 atkvæði en Einar Óli Pedersen, formaður Ungmenna- sambands Borgarfjarðar, aðeins 26, en hann bauð sig óvænt fram á móti sitjandi formanni. Þegar úrslitin voru kunngjörð reis þing- heimur úr sætum og klappaði fyrir nýjum forseta. „Ég er nú svo hóg- vær maður að ég gerði mér í raun- inni engar vonir um svona kosn- ingu. Ég hafði á hinn bóginn ekki orðið fyrir neinni alvarlegri gagn- rýni áður en til þessa fundar kom,“ sagði Ellert við Morgunblaðið eftir þingið. Vilja sjón- varp frá Nagano SAMÞYKKT var áfyktun á þinginu þar sem áform RUV um að sýna ekki frá vetrarólympíuleikunum í Nagano eru hörmuð. í ályktuninni segir að gróflega sé vegið að tug- þúsundum íslendinga og að út- breiðslu vetraríþrótta hér á landi og þess krafist að í sjónvarpi allra landsmanna sitji vetraríþróttir við sama borð og stórviðburðir annarra íþróttagreina. Benedikt Geirsson, formaður Skíðasambandsins, lagði fram ályktunina fyrir hönd SKÍ og Skautasambandsins og sagði menn þar á bæ varla trúa því _að RÚV ætlaði ekki að sýna frá Ólympíu- leikunum í Nagano í Japan. Sóknar- gjöld í íþróttirnar ÞEGAR þingheimur ræddi um fjárstuðning sveitarfélga vð íþrótta- og ungmennafélög kom Arni Þór Arnason, formaður Fim- leikasambandsins, meðal annars í ræðustól og velti því fyrir sér hvort ekki væri skynsamlegt að íþrótta- hreyfinbgin færi fram á það við ríkisvaldið að hún fengi sóknar- gjald svipað og kirkjan hefur. Árni sagði að með því mætti til dæmis finna út að KR-ingar ættu að fá 31 milljón króna árlega frá ríkinu. Konur hlutu glæsilega kosningu FJÓRAR konur hlutu glæsilega kosningu í framkvæmdastjóm íþrótta- og Ólympíusambands ís- lands á sunnudaginn. Tíu manns eiga sæti í framkvæmdastjórninni og buðu fimmtán sig fram til þeirra starfa þannig að þingheim- ur þurfti að kjósa. Sigríður Jóns- dóttir hlaut 183 atkvæði, en 203 greiddu atkvæði, I fyrsta sætið, Helga Magnúsdóttir hlaut 177 at- kvæði í næsta sæti, Unnur Stefáns- dóttir hlaut 169 atkvæði í fjórða sæti og Hildur Haraldsdóttir 153 í sjöunda sæti. Aðrir sem kosnir vom í framkvæmdastjórn vora Benedikt Geirsson (174 atkvæði), Sigmundur Þórisson (163), Öm Andrésson (154), Friðjón B. Frið- jónsson (146), Hafsteinn Pálsson (131) og Ágúst Ásgeirsson (122). Aðrir sem gáfu kost á sér vom Ari Bergmann Einarsson (120), Logi Kristjánsson (119), Jens Kristmannsson (100), Bjarai Frið- riksson (64) og Hreggviður Þor- steinsson (45). Fjórir gáfu kost á sér i vara- stjórn en aðeins þrir komust að. Björg Blöndal var kjörin fyrsti varamaður, hlaut 183 atkvæði, Birgir Guðjónsson hlaut 181 og Ingólfur Freysson 173. Aðalsteinn Sigurgeirsson hlaut 51 atkvæði og komst ekki inn. Þeir sem ekki hlutu kosningu í framkvæmdastjórnina fengu tæki- færi til að gefa kost á sér í vara- stjóm en enginn þáði það. Ari Bergmann Einarsson, ritari Ólympíunefndarinnar fyrir sam- einingu, var að vonum ekki ánægð- ur eftir kjörið, en vildi ekkert láta hafa eftir sér annað en að hann væri hættur afskiptum af íþróttum á efsta stigi. Ari kom inni Ólympíu- hreyflnguna árið 1984 og hefur starfað óslitið síðan, en ætlar að snúa sér að siglingum, en hann var áður formaður Siglingasam- bandsins. Logi Kristjánsson var bæði í ÍSÍ og Óí og Jens Krist- mannsson var í ÍSI. Það vakti nokkra athygli að þær tvær konur sem hlutu besta kosn- ingu vom ekki viðstaddar þingið, en það fór ekki eins vel fyrir Aðal- steini Sigurgeirssyni sem bauð sig fram til varastjómar. Hann var ekki á þinginu þegar kosið var en hlaut ekki brautargengi eins og þær Sigriður og Helga. EUert B. Schram tilkynnti eftir að hann hafði verið kjörinn for- seti að hann myndi boða alla vara- menn á fundi framkvæmdastjóm- ar og þar hefðu þeir tiUögurétt þannig að í raun munu íjórtán sitja fundi framkvæmdastjórnarinnar. Bókhaldl breytt Samþykkt var á þinginu að hvetja aðUdarfélög til að aðskilja í bókhaldi sínu rekstur meistara- flokka og æskulýðsstarf og einnig var samþykkt að breyta bókhaldi ÍSÍ nokkuð. Það hefur í för með sér að bókhaldið verður gegn- særra, eins og menn orðuðu það, og má til dæmis sjá merki þess í fjárhagsáætlun fyrir 1998 og 1999. fársreikningum ÍSÍ era tekjur af lottóinu bókaðar á ÍSÍ um 156 mil(jónir króna en í fjár- hagsáætluninni aðeins sem 7,4 milljónir. Ástæðan er að lottótekj- unum er dreift að mestu leyti til grasrótarinnar og þvi koma að- eins um 7 mU(jónir til aðalskrif- stofu ÍSÍ. Á sama hátt verður ýmsum öðmm bókhaldslyklum breytt þannig að auðveldara sé að fylgjast grannt með hvemig staðan er hverju sinni. Mikið rætt um forvarnir MIKIÐ var rætt um stefnuyfirlýs- ingu um forvamir og fíkniefni á þinginu og sýndist sitt hveijum um orðalag yfírlýsingarinnar. Eftir mikið japl, jaml og fuður tókst mönnum þó að komast að sam- komulagi um texta yfírlýsingarinn- ar. Beita öllum ráðum FJÁRHAGSÁÆTLUN hinna nýju samtaka var samþykkt eftir að fram hafði komið tillaga um að hækka tölur hennar verulega þann- ig að framkvæmdastjórn hefði að einhveiju miklu að stefna. Bent var á að ÍSI gæti ekki verið með fjáröfl- un á svipuðum nótum og sérsam- böndin þannig að sambandið ætti erfitt um vik. Eina leiðin virtist mönnum að reyna að sækja meira fé til ríkis og sveitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.