Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
Á rauðu liósi
SÓL lækkar nú jafnt og þétt á
Iofti og dagsbirtan þverr. Um
leið eykst umferðin, enda jólaös
in í vændum. Á þessum tíma
verða ökumenn að gæta fyllstu
varúðar í umferðinni. Brýnt er
að tryggja að Ijósabúnaður sé í
lagi og á það ekki síst við um
hjólreiðamenn, sem ásamt gang-
andi vegfarendum þurfa einnig
að muna eftir endurskinsmerkj-
unum.
Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja
Formaður FFSÍ er
óvelkominn um borð
„ÞAÐ er alveg rétt. Við bönnuðum
fulltrúum Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands og Sjó-
mannasambands Islands að koma
um borð í eitt af skipum okkar. Þeir
geta fundað með sjómönnum í landi,
en í þessu tilfelli hefði þurft að
fresta brottför, hefði verið leyft að
funda um borð. Til þess vorum við
ekki reiðubúnir.
Annars á þetta bann við öll okkar
skip. Með þessu erum við einnig að
mótmæla aðför Guðjóns A. Krist-
jánssonar, formanns FFSÍ, að sjó-
mönnum og útgerðum frystitogara,"
segir Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samherja, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Guðjón A. Kristjánsson greindi
frá þvl í ræðu sinni á þingi Far-
manna- og fiskimannasambandsins,
að fulltrúum sjómanna hefði verið
bannað að fara um borð í skip Sam-
herja og vonaðist hann til að þetta
væri ekki upphaf að nýjum sam-
skiptareglum milli aðila.
Hafa aldrei varið sjómenn
frystitogara
Þorsteinn segir að tvívegis hafi
sjómenn fyrir norðan farið í verkfall
án þess að það hafi haft nokkur áhrif
til bættra kjara fyrir sjómenn á
skipum Samherja. Það sé einnig
ljóst að Guðjón A. Kristjánsson, hafi
aldrei varið hagsmuni frystitogara-
sjómanna. Þvert á móti. Hann hafi
viijað skylda frystitogara til að
stunda veiðar á öðrum svæðum en
önnur skip og jafnframt að þeir
stundi veiðar utan landhelgi ákveð-
inn tíma hvers árs. Slíkt sé alls ekki
í þágu sjómanna á frystitogurum. Þá
hafi sjómannaforystan aldrei varið
frystitogarasjómenn, þegar þeir hafi
orðið fyrir árásum, bæði í þingsölum
og annars staðar. Þeir hafi aldrei
minnst á það að um borð í þessum
togurum sé unnin og flutt út einhver
bezta vara sem framleidd er úr ís-
lenzkum fiski. Það fáist svo dæmi sé
tekið ekki hærra afurðaverð en fyrir
sjófrystan karfa, gi'álúðu og rækju.
Áhafnirnar hafa ekki beðið um
að fá þá um borð
„Þetta kom berlega í ljós, þegar
ég spurði sjómennina hjá okkur;
hvort þeú' hefðu orðið varir við ein-
hvern stuðning frá sjómannaforyst-
unni, þegar verið væri fjalla um
störf þeirra á villandi og fjandsam-
legan hátt, sem oft hefur gerzt.
Svarið var samhljóða nei. Þessir
menn hafa aldrei unnið með sjó-
mönnum frystitogaranna á jákvæð-
an hátt og hafa því ekkert um borð
að gera. Enda hafa áhafnirnar ekki
beðið um að fá þá um borð. Þessir
sjómenn eiga enga samleið með
Guðjóni A. Kristjánssyni," segir
Þorsteinn Már Baldvinsson.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í bæjarstjornar fsafjarðar féll
Bæj arstj órinn sagði upp
starfi sínu í gær
ísafirði. Morgunblaðið.
Samþykkt tillögu um að hafna kaupum á
húsum Norðurtangans var náðarhöggið
„Við undirritaðir bæjarfulltrúar af
D-lista Siálfstæðisflokksins í bæj-
arstjóm Isafjarðarbæjar teljum að
á fundi bæjarstjómar í gærkveldi
hafi myndast nýr meirihluti í bæj-
arstjóm ísafjarðarbæjar. Sam-
þykktir meirihlutans ganga þvert
gegn samþykkt fulltrúaráðsfundar
sjálfstæðisfélaganna í ísafjarðar-
bæ sem og sannfæringu okkar í
bessu máli. Við lýsum allri ábyrgð
á þessum samþykktum á hendur
hinum nýja meirihluta og teljum
mikilvægt að hann taki þegar í
stað á sig framkvæmd þeirra til-
lagna sem knúðar voru í gegn með
valdníðslu á umræddum fundi.“
Svo hljóðar upphaf bréfs sem
bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins, Þorsteinn Jóhannesson,
Magnea Guðmundsdóttir og Hall-
dór Jónsson sendu Sigurði R.
Ólafssyni, bæjarfulltrúa Alþýðu-
flokksins, í gær. Þar er vitnað til
fundar sem haldinn var í bæjar-
stjóminni á miðvikudagskvöld, þar
sem samþykkt var tillaga um að
ekki yrði gengið til kaupa á Norð-
urtangahúsupum svoköfiuðu, undir
Grunnskóla ísafjarðar.
Sigurður R. Ólafsson, Alþýðu-
flokki, og Kolbrún Halldórsdóttir
og Jónas Ólafsson, Sjálfstæðis-
flokki, nutu stuðnings Óháðra og
Framsóknarflokks við samþykkt
tillögunnar á miðvikudaginn, sem
leitt hefur til falls meirihlutans.
Þessir aðilar vinna nú að myndun
nýs meirihluta og hefur Jónas
Ólafsson verið orðaður við bæjar-
stjórastólinn, samkvæmt heimild-
um blaðsins.
Sjálfstæðismennimir þrír boð-
uðu til blaðamannafundar seinni
partinn í gær. Þeir telja að dæmin
sanni að ákvarðanir í stómm hags-
munamálum, sem teknar hafi verið
á tilfinninganótum, hafi reynst
bæjarfélaginu dýrkeyptar. Þær
valdi því að framkvæmdafé bæjar-
ins hafi verið ráðstafað að stórum
hluta langt fram í tímann. Það al-
varlegasta í stöðunni sé að nú er
ekki aðeins tekist á um fjármál
bæjarins, heldur framtíðampp-
byggingu gmnnskóla sveitarfé-
lagsins.
Á blaðamannafundinum greindi
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri ísafjarðarbæjar, frá þvi að
hann hefði fyrr um daginn, í bréfi
til Þorsteins Jóhannessonar, for-
manns bæjarráðs, sagt upp starfi
sínu og jafnframt óskað eftír lausn
frá störfum sem fyrst.
„Sú samþykkt sem var gerð um
húsnæðismál Gmnnskólans á Isa-
firði á fundi bæjarstjómar í
gærkveldi gengur þvert á þau
gmndvallarsjónarmið sem ég tel
að hafa beri að leiðarljósi í störfum
sveitarstjómarmanna. Hún hefur
að engu álit fagmanna, starfsfólks
skóla og fulltrúa foreldra og tekur
ekkert tillit tíl tillagna og sam-
þykkta fræðslunefndar sem er
bæjarstjórn til ráðuneytis um mál-
efni grannskólans. Svo undarlegt
sem það er hefur bæjarstjóm enn-
fremur að engu eigin samþykktir
sem gerðar vom með 10 samhljóða
atkvæðum fyrir nokkram vikum,“
sagði Kristján meðal annars.
Reikna mættí með að samþykkt
tíllögunnar hefði í fór með sér
a.m.k. 500 milljóna króna skulda-
aukningu bæjarsjóðs á 3 áram, eða
úr u.þ.b. 1.200 milljónum króna í
1.700 milijómr.
Kristján Þór sagðist ekki hafa
sinnt starfi bæjarstjóra ísafjarðar-
bæjar eingöngu til þess að hafa af
því atvinnu, heldur tíl að vinna af
sannfæringu að framfaramálum
fyrir sveitarfélag sitt. Hann hefði
aldrei unnið að sveitarstjórnarmál-
um með öðm hugarfari og hygðist
ekki taka upp annað vinnulag. „Þar
sem ég tel brýnt að íbúum, einkum
foreldmm og nemendum, verði
sem fyrst gefin svör um hvers megi
vænta, tel ég farsælast að aðrir axli
ábyrgð á framgangi tfllögunnar en
ég,“ sagði Kristján Þór.
„í mínum huga vom það sorgar-
atburðir sem áttu sér stað í gær
því ég er sannfærður um að þeir
muni færa skólamál okkar aftur
um mörg ár. Ég tel einnig að með
uppsagnarbréfi Kristjáns Þórs
Júlíussonar höfum við misst einn
þann besta bæjarstjóra sem setið
hefur á ísafirði í gegnum árin,“
sagði Þorsteinn Jóhannesson.
Búist er við að uppsögn Krist-
jáns Þórs verði samþykkt á bæjar-
stjómarfundi í næstu viku og hann
fái lausn frá störfum þá þegar. Þá
munu Magnea Guðmundsdóttir,
forsetí bæjarstjómar, og Þor-
steinn Jóhannesson, formaður
bæjarráðs, láta af störfum sínum
og nýr meirihlutí skipa fulltrúa
sína í þau.
*
A
10-19
Sum fyrirtæki eru opin lengur.
KRINGMN
4
,OV
38 millj. í bundið
slitlag á Þingvalla-
veg frá Grímsnesi
Á NÆSTA ári er gert ráð fyrir að
veita 38 milljónum í bundið slitlag
á um 2-3 km kafla á veginum frá
Grímsnesi að Þingvöllum. Að sögn
Steingríms Ingvarssonar umdæm-
isverkfræðings Vegagerðarinnar á
Selfossi, er gert ráð fyrir að heild-
arkostnaður við að ljúka þeirri
framkvæmd sé um 140 milljónir en
bundið slitlag nær nú að Stein-
grímsstöð.
Vegaframkvæmdir á Lyngdals-
heiði em ekki inni á þeirri vegaá-
ætlun sem unnið er eftir og nær til
ársins 1998 að sögn Steingríms. En
unnið er að undirbúningi að vegar-
stæði og hafa verið reknar niður
stikur og teknar loftmyndir fyrir
kortagerð af svæðinu og verður
veglínan skoðuð af því korti. Áætl-
aður kostnaður við veginn yfir
Lyngdalsheiði er um 400 milljónir.
Refsing
vegna kyn-
ferðisbrots
skilorðs-
bundin
HÆSTIRÉTTUR ákvað í gær að
rétt væri að skilorðsbinda alla refs-
ingu manns, sem var dæmdur fyrir
kynferðisbrot gegn tveimur ungum
drengjum. Vísaði dómurinn tíl þess,
að ósannað væri að drengimir hefðu
í raun tekið atburðinn nærri sér og
ekki nyti gagna um að þeir hefðu
beðið skaða af. Þá hefði maðurinn
játað brot sitt vafningalaust og sýnt
iðmn vegna þess verknaðar, sem
honum var borinn á brýn.
Maðurinn viðurkenndi að hafa
snert getnaðarlimi drengjanna, sem
em 6 og 11 ára. Þá viðurkenndi
hann að drengimir hefðu fitlað við
lim sinn, en ekki með bemm hönd-
um heldur með ísmolatöng. Þessi
framburður hans var í samræmi við
framburð drengjanna.
Af hálfu mannsins var krafist
sýknu og vísað til þess að samþykki
drengjanna hefði legið fyrir og allt
benti til að fremur hefði verið um
gáska eða stríðni af hálfu mannsins
að ræða en kynferðislegan tilgang.
Auk þess var vísað til þess að mikl-
ar tafir hefðu orðið á rannsókn
málsins.
Héraðsdómur dæmdi manninn í 7
mánaða fangelsi, þar af 5 mánuði
skilorðsbundna. Hæstiréttur telur 7
mánaða fangelsi einnig hæfilega
refsingu, en skilorðsbindur hana að
fullu. Hæstiréttur vísar jafnframt
til þess að lögreglurannsókn hafi
verið ábótavant, því maðurinn hafi
fyrst gefið skýrslu hjá lögreglu og
verið kynnt sakarefnið níu mánuð-
um eftir kæru og ekki haft réttar-
gæslumann við rannsóknina.
Enn í
gjörgæslu
ENN liggur á gjörgæsludeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur hjól-
reiðamaðurinn sem varð fyrir
bíl á Kringlumýrarbraut sl.
mánudagsmorgun. Hann er al-
varlega slasaður, beinbrotinn
og með fleiri áverka en hjálm-
ur hans dró mjög úr höfuð-
meiðslum.