Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 12

Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Erlingur Bjömsson ÍSLENZK skip að veiðum í Smugunni undir eftirliti norsku strandgæzlunnar. Smuguveiðarnar hafa aukið út- blástur gróðurhúsalofttegunda frá fiskiskipaflotanum, en samkomulag um kvóta handa Islendingum myndi draga úr útblæstrinum á ný. Sjávarútvegurinn og Kyoto-ráðstefnan Draga mun sjálfkrafa úr útblæstri á aflaeiningu Miðað við málflutning talsmanna sjávarút- vegsins mun sjálfkrafa draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá fiskiskipum miðað við aflamagn, án þess að nýrra aðgerða sé þörf. Olafur Þ. Steph- ensen segir að lausn af því tagi, sem ríkis- stjórnin vill fá fyrir ís- lenzkan sjávarútveg, hafi lítt verið til um- ræðu í viðræðum aðildarríkja loftslags- samnings SÞ. í SAMNINGSUMBOÐI því, sem ríkisstjómin hefur samþykkt fyrir íslenzku sendinefndina á loftslags- ráðstefnuna í Kyoto, er gerð krafa um að íslenzkur sjávarútvegur fái áfram að auka útblástur gróður- húsalofttegunda vegna hugsanlegr- ar sóknar í nýja stofna eða á ný mið. Hins vegar treystir ríkis- stjómin sér til að bjóða að Island minnki útblástur fískiskipa á hverja aflaeiningu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur líkan af þessu tagi; takmörkun útblásturs á fram- leiðslueiningu, lítt verið til umræðu í þeim viðræðum ríkja loftslags- samnings Sameinuðu þjóðanna, sem fram hafa farið undanfarin tvö ár. Aimennt er litið svo á að undan- tekningar fyrir einstakar atvinnu- greinar einstakra ríkja opni of margar smugur í væntanlegri bók- un við loftslagssamninginn. Það blasir við að verði undanþágumar margar verður Kyoto-bókunin fremur bitlaust vopn í baráttunni við gróðurhúsaáhrifín á heimsvísu. Ný sóknarfæri ekki séð fyrir Hins vegar ber á það að líta að sérstaða íslenzks sjávarútvegs er nokkur; það er líkast til einsdæmi í iðnríkjunum að ein atvinnugrein standi undir jafnstómm hluta út- flutningstekna. Islenzk stjómvöld telja til vinnandi að reyna að fá við- urkenningu á þessari sérstöðu á Kyoto-ráðstefnunni. Þeir, sem segja að viðhalda verði svigrúmi til að auka sókn físki- skipaflotans, benda á að enn séu ónýttar tegundir innan íslenzkrar lögsögu eða nálægt henni, til dæmis makríll, kolmunni og túnfiskur. Þeir sömu benda á að erfítt sé að sjá fyrir hvar ný sóknarfæri fiski- skipaflotans muni bjóðast og því varasamt að takast á hendur skuld- bindingar, sem geti takmarkað sóknina. Fyrir nokkmm ámm hafí menn t.d. ekki séð fyrir veiðar í Smugunni eða á Flæmingjagmnni og ekki heldur að norsk-íslenzki síldarstofninn gengi í endurnýjun lífdaga. Engra nýrra aðgerða þörf En til hvaða aðgerða á að grípa til að draga úr útblæstri gróður- húsalofttegunda á hverja aflaein- ingu? Ef marka má yfirlýsingar sjálfra talsmanna sjávarútvegsins þarf ekki að grípa til neinna nýrra aðgerða. Landssamband íslenzkra útvegsmanna hefur haldið því fram að spá Hollustuvemdar um mikla aukningu útblásturs frá fiskiskip- um á næstu ámm sé byggð á röng- um forsendum. Annars vegar sé miðað við að aukningin verði áfram svipuð og á árunum 1990-1995, en þá vom menn að uppgötva Smug- una, Flæmingjagmnn, Reykjanes- hrygg og Síldarsmuguna. Sókn á þessi mið var óheft og útgerðir kepptust við að skapa sér veiði- reynslu. Fyrir vikið jókst útblástur frá fiskiskipaflotanum auðvitað gríðarlega. Nú hefur hins vegar verið settur kvóti á öllum þessum úthafsveiðisvæðum nema í Smug- unni og sóknin þar af leiðandi minnkað verulega. Hins vegar segja talsmenn út- gerðarinnar að Hollustuvernd geri ráð fyrir að haldið verði áfram að skipta út ózoneyðandi efnum í kæli- kerfum fiskiskipa með vetnisflúor- kolefnum, sem valda gróðurhúsaá- hrifum. Þetta muni hins vegar að öllum líkindum breytast og notað verði ammóníak eða náttúrulegir kælimiðlar á borð við bútan í stað- inn. Utgerðarmenn benda jafnframt á að núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi hafi þegar skilað þeim árangri að hægt sé að veiða fiskinn með færri skipum og minni sókn og þar af leiðandi með minni eldsneytis- brennslu, en hún er stærsta upp- spretta útblásturs gróðurhúsaloft- tegunda frá fiskiskipum. Kvóta- kerfið eigi eftir að leiða til þess að veiðamar verði enn hagkvæmari og umhverfisvænni í framtíðinni. Samkvæmt þessu mun draga sjálfkrafa úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda á næstu árum miðað við núverandi sókn og ekki verður erfitt að ná niður útblæstri á hvert þorskígildistonn eða aðra þá afla- viðmiðun, sem menn vilja nota. Hægt að gera betur Magnús Magnússon, vélaverk- fræðingur og stjómarmaður í LIU, sem talaði á ráðstefnu um gróður- húsalofttegundir og atvinnulífið í síðustu viku, benti síðan á nýjar leiðir, sem útgerðin gæti farið til að draga úr útblæstri gróðurhúsaá- hrifa. Hann nefndi í fyrsta lagi frekari breytingar á kælimiðlum. Þá sagði hann að ná mætti árangri með því að fmstilla vélar skipa bet- ur en nú væri gert og með því að endurnýta smurolíu. Skipstjórnar- menn gætu gætt að hraða skipanna á siglingu og þegar þau em að veið- um, með það fyrir augum að nýta eldsneytið sem bezt. Einnig væri til í dæminu að fiskiskip nýttu sér upplýsingatæknina í auknum mæli tU að fá upplýsingar um hnattstöðu, strauma og vinda, sem nýta mætti til að draga úr eldsneytiseyðslu. Ibúar mótmæla fyrirhuguðu fjarskiptamastri við Síðumúla Byggingafulltrúa falið að ræða við báða aðila ÍBÚAR við Fellsmúla 17 og 19 hafa sent inn mótmæli til byggingafull- trúa vegna hugmynda um að reisa 25 metra hátt fjarskiptamastur á lóðinni við Síðumúla 28. BYGGINGANEFND Reykjavíkur- borgar frestaði á fundi sínum í gær afgreiðslu umsóknar Mótáss ehf. sem sótt hefur um leyfi til að reisa 25 metra stálgrindarmastur við Síðumúla 28. Var byggingafulltrúa falið að fara yfir þau gögn sem lögð hafa verið fram og ræða við báða aðila, Islenska farsímafélagið og íbúa í nágrenninu sem sent hafa inn mótmæli til byggingafulltrúa og krafist þess að hætt verði við fyrir- hugaða framkvæmd. Næsti fundur í bygginganefnd er 11. desember. Fordæmisgildi fyrir alla borgina í erindi íbúanna við Fellsmúla 17 og 19 til byggingafulltrúa segir að sú hugmynd að reisa 25 metra hátt og fyrirferðarmikið fjarskiptamast- ur á lóðinni við Síðumúla 28 sé fjar- stæðukennd. Mastrið yrði aðeins í um 20-30 metra fjarlægð frá næstu íbúðarhúsum við Fellsmúla og Háaleitisbraut og myndi valda sjónmengun. Spurt er hvar í borg- inni séu fordæmi fyrir mannvirki af þessu tagi og hvers vegna það ætti að rísa á útivistarsvæði inni í íbúð- arhverfi. Spurt er hvers vegna bygginga- fulltrúi leiti einungis álits íbúa við Fellsmúla 19 en ekki 17 og Háaleit- isbraut 117 en ekki 119. Ennfremur hvemig standi á að íbúum hafi ekki fyrir löngu verið kynnt áform um smíði mastursins eins og lög gera ráð fyrir. Framkvæmdir sem þess- ar komi ekki einungis fáeinum hús- um við heldur snerti þær allt hverf- ið og hafi fordæmisgildi fyrir alla borgina. Bent er á að mastrið myndi spilla útsýni úr húsunum í nágrenninu og hugsanlega draga úr verðmæti þeirra. Ekki væri vitað um hver áhrif af geislun kynnu að verða frá mastrinu og spurt er hvort staðar- valið sé í samræmi við nútímaleg viðhorf til umhverfis- og heilsu- verndar. Ætti ekki búnaður sem þessi heima utan borgarinnar eins og önnur mannvirki sömu tegund- ar? Loks er spurt hver beri ábyrgð á þeirri hættu sem myndi stafa af mastrinu ef það hryndi í ofsaveðri eða í jarðskjálftum, eða af búnaði mastursins sem fyki og hvað um hávaðamengun af mastrinu? Arnþór Halldórsson, íram- kvæmdastjóri Islenska farsímafé- lagsins, sagðist ekki hafa fengið í hendur mótmæli íbúanna og vildi því ekki tjá sig um þau að svo stöddu. „Við komum til með að gera okkar besta og svara öllum athuga- semdum á skilmerkilegan hátt,“ sagði hann. „Það er okkar stefna að byggja kerfi okkar upp í sátt og samlyndi við alla. Séu einhverjar athugasemdir eða ótti um að þetta sé heilsuspillandi er ekkert slíkt að óttast samkvæmt þeim upplýsing- um sem ég hef þegar um er að ræða GSM sendistöðvar eins og við ætlum að setja upp. Við erum bundnir við þennan stað að því leyti að þarna er okkar aðalsímstöð við Síðumúla 28 og því fylgir verulegt óhagræði ef okkur er ekki gert kleift að hafa þar sendistöð.“ Fluga veld- ur exemi í útfluttum hrossum EXEM sem íslensk hross hafa feng- ið af völdum flugu í Þýskalandi og Svíþjóð hefur valdið nokkrum ótta meðal hrossaútflytjenda um að það kunni að fæla kaupendur í þessum löndum frá. Hefur verið sett á lagg- imar sérstakt rannsóknarverkefni til að finna lausn á þessu vandamáli. Að sögn Bergs Pálssonar, for- manns Félags hrossabænda, hefur ekki orðið vart við exem í hrossum hér á landi og heldur ekki í íslensk- um hrossum sem til dæmis hafa verið flutt til Skotlands. Hins vegar hafi þess orðið vart í um 30% ís- lenskra hrossa í Svíþjóð og Þýska- landi eftir að þau hafa verið komin þangað, og einnig í þeim hrossum sem fædd eru í þessum löndum þótt í minna mæli sé. „Þetta er vel þekkt í öðrum hestakynjum og er ekkert sérís- lenskt fyrirbrigði, en þetta lýsir sér með útbrotum og skellum. Við telj- um að þetta sé vandamál, og við er- um hræddir um að það geti hugsan- lega fælt kaupendur frá að hrossin fá exem. Þetta dregur þau hins veg- ar alls ekki til dauða og mér skilst að þeir sem eru natnir geti komist hjá þessu með því að hafa hrossin inni yfir heitasta hluta dagsins, en þá sleppa þau. Við erum núna farnir af stað með rannsóknarverkefni til þess að reyna að finna einhverja lausn á þessu,“ sagði Bergur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.