Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 13

Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 13 Eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Snæfell, vígt Höfuðstöðvar á Dalvík en starfsemi í fjórum landshlutum SNÆFELL, eitt stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins sem stofnað var fyrr á árinu verður formlega vígt í dag, föstudag. Félagið er enn sem komið er í eigu Kaupfélags Ey- firðinga en stefnt er að því að það fari á almennan hlutabréfamarkað innan fárra vikna. Snæfell hefur tekið við rekstri frystihúsa KEA á Dalvík og í Hrís- ey, auk skreiðarverkunar á Hjalt- eyri. Pá hefur rekstur Utgerðarfé- lags Dalvíldnga verið sameinaður hinu nýja félagi. Snæfellingur hf. í Ólafsvík og Gunnarstindur hf. á Stöðvarfirði, en KEA á verulegan hlut í báðum félögum, munu sam- einast Snæfelli fyrir árslok. Loks hefur félagið keypt loðnuverk- smiðju í Sandgerði og nótaskipið Dagfara ásamt 1,8% af heildar- loðnukvótanum og 150 tonna afia- hlutdeild í rækju. Snæfell rekur fjölbreytta fisk- vinnslu og útgerð og er starfsemin í fjórum landshlutum en höfuðstöðv- ar fyrirtækisins eru á Dalvík. Vinnsla á bolfiski fer fram á Eyja- fjarðarsvæðinu og er lögð áhersla á fullvinnslu í neytendaumbúðir, rækjuvinnsla er í Ólafsvík, vinnsla uppsjávarfiska til manneldis á Stöðvarfirði og mjölvinnsla í Sand- gerði. Ársvelta áætluð um 4 milljarðar Áætluð ársvelta er um 4 milljarð- ar króna, þar af eru um 650 milljón- ir vegna sölu neytendapakkninga í smásölu í Evrópu en á Dalvík var nýlega tekið í notkun eitt fullkomn- asta bolfiskfrystihús í heimi. Afurð- unum er pakkað í neytendapakkn- ingar í Hrísey þar sem afkastamikil pökkunarverksmiðja var opnuð á liðnu sumri. Stærstu kaupendur þessara afurða eru Marks & Spenser, Tesco og System U. Aflaheimildir innan lögsögu Is- lands eru um 11.200 þorsk- ígildistonn en auk þess á félagið veiðihlutdeild í rækju á Flæmska hattinum, karfa á Reykjaneshrygg og hefur veiðireynslu af tveimur skipum á norsk-íslensku sfldinni. Loks hefur félagið veiðireynslu í Smugunni. Skip félagsins eru rækjufrystitogarinn Snæfell, flaka- frystiskipið Björgvin, ísfisktogar- arnir Björgúlfur, Sólfell og Már og nótaskipin Kambaröst og Dagfari. Fyrirhugað er að selja ísfisktogar- ana Sólfell og Má. Skipt upp í 6 rekstrareiningar Samfara vígslu Snæfells verður nýtt skipurit þess kynnt en sam- kvæmt því verður félaginu skipt upp í sex rekstrareiningar. Utgerð- arsviði stýrir Valdimar Bragason útgerðarstjóri, frumvinnslu stýrir Gunnar Aðalbjömsson rekstrar- stjóri, fullvinnslu í Hrísey stýrir Ámi Ólafsson rekstrarstjóri, Magn- ús Helgason rekstrarstjóri stýrir vinnslu uppsjávarfisks á Stöðvar- firði og Bjöm Sigtryggsson rekstr- arstjóri stýrir rækjuvinnslu á Ólafs- vík. Framkvæmdastjóri Snæfells er Ari Þ. Þorsteinsson. Gróður- setning við flugstöðina MIKLAR framkvæmdir hafa staðið yfir í sumar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. Flugmála- stjórn og umhverfisdeild bæjarins hafa unnið að frágangi á aðkomu að flugstöðinni og í gær voru starfsmenn umhverfisdeildar að gróðursetja tré við bílastæðin. Ami Steinar Jóhannsson um- hverfissijóri segir það vissulega óvenjulegt að unnið sé að gróður- setningu á þessum árstíma. „Við leggjum áherslu á að umhverfi flugstöðvarinnar sé í takt við ann- að umhverfi bæjarins. Þessi frá- gangur er í beinu framhaldi af framkvæmdum við viðbyggingu flugstöðvarinnar og eykur mögu- leika okkar á beinu flugi til Akur- eyrar frá útlöndum og ekki síst eftir að flughlaðið var stækkað," sagði Árni Steinar. Árlega fara um 130-140 þúsund farþegar um Akureyrarflugvöll, að sögn Árna Steinars, og því skiptir aðkoman miklu máli. Morgunblaðið/Kristján Dregið í Esso- haustleiknum VIÐSKIPTAVINIR Esso-stöðvanna á Akureyri hafa átt þess kost síðustu tvo mánuði að fá stimpil í úttektar- kort sitt við hverja áfyllingu en eftir 6 slíka stimpla fór kortið í pott sem nú hefur verið dregið úr en góðir vinningar voru í boði. Stefán Guð- bergsson frá Esso í Reykjavík og Vilhelm Ágústsson hjá Höldi drógu út vinninga. Ólafur Svanlaugsson, Tungusíðu 23 á Akureyri, hlaut aðalvinninginn, ferð fyrir tvo til Dyflinnar, Ingólfur Gestsson, Yti’a-Dalsgerði, Eyjafjarð- arsveit, fékk helgai’pakka til Reykja- víkur, flug með íslandsflugi og bíl frá Bílaleigu Akureyrar, Jórunn Finnsdóttir, Akureyri, Jón Jóhann- esson, Akureyri, og Jónheiður Sig- urðardóttir, Eyjafjarðarsveit, fengu kaffivél og þau Jóhann Gústafsson, Akureyri, Jón Viðar Guðlaugsson, Akureyri, Stefán Þoi-móðsson, Akur- eyri, Jón Jónsson, Eyjafjarðarsveit, og Rósa Eggertsdóttir, Akureyri, hlutu vetrarpakka fyrir bílinn. Morgunblaðið/Kristján Verslunin Handíð opnuð VERSLUNIN Handíð var opnuð í húsnæði við Skipagötu 16 á Akureyri (Pedrohúsinu) nýlega. Þetta er sér- verslun með Rowana prjónagarn, púðasaum frá Kaffe Fasset, púða- saum og bútasaumsvörur frá Virku. Eigendur verslunarinnar eru Edda S. Friðgeirsdóttir og Inga J. Pálma- dóttir. Verslunin er opin írá kl. 10 til 18 alla virka daga og frá kl. 10 til 14 á laugardögum. Morgunblaðið/Kristján STARFSMENN umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, þeir Jóhann Thorarensen og Baldur Gunnlaugsson voru að gróðursetja stafafuru, bergfuru og hansarósir í blíðunni í gær. Með þeim á myndinni er Árni Steinar Jó- hannsson umhverfisstjóri. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar Aætlað að skatttekjur nemi rúmum 2 milljörðum FYRRI umræða um fjárhagsáætl- un bæjarsjóðs Akureyrar, veitu- stofnana og sjóða verður á fundi bæjarstjómar næstkomandi þriðjudag. Bæjarráð lagði til á fundi í gær að útsvarpsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á næsta ári verði 11,84% af álagningastofni. Þá hef- ur bæjarráð lagt til að eftirtalin gjöld verði lögð á fasteignir á Akureyri; 0,36% fasteignaskattur samkvæmt a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga og 0,15875% samkvæmt b-lið sömu laga, vatnsgjald verður 0,16% af álagningarstofni, fráveitugjald 0,18% og sérstakur skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði verður 0,313% af álagningarstofni. Sorphreinsigjald af íbúðarhúsnæði verður 3 þúsund krónur á hverja íbúð. Bæjarráð hefur lagt til að fast- eignaskattur af eigin íbúðum þeirra sem verða 70 ára og eldri á árinu 1998 verði lækkaður um 16 þúsund krónur og fasteignaskatt- ur af íbúðum örorkulífeyrisþega verði einnig lækkaður um sömu upphæð, þ.e. hjá einstaklingum með tekjur allt að einni milljón króna og hjónum eða fólki í sam- búð með tekjur allt að 1.350 þúsund krónur. Gjalddagar fasteignagjalda verða 8 líkt og verið hefur síðustu ár, 1. dagur hvers mánaðai’ á tíma- bilinu frá febrúar til september. Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignaskatti Gert er ráð fyrir að skatttekjur Akureyrarbæjar verði um 2,1 milljarður króna á næsta ári. Tekj- ur vegna útsvara nema um 1,7 milljörðum króna, 288 milljónir eru vegna fasteignaskatta, 6 millj- ónir vegna skatts á verslunar- og skrifstofuhúsnæði og þá er gert ráð fyrir 105 milljóna króna fram- lagiúr jöfnunarsjóði. Áætlað er að rekstrargjöld bæj- arsjóðs Akureyrar verði 1.686.503 þúsund krónur, fjármunagjöld verði 7 milljónir króna og einnig er gert ráð fyrir að tæplega 400 þús- und krónur verði færðar til gjald- færðs stofnkostnaðar og eigna- breytinga. Rekstraráætlun næsta árs hljóða upp á tæplega 2,1 millj- arð króna. Langstærsta upphæðin fer til fræðslumála, eða um 735 milljónir, 368 milljónir fara í fé- lagsþjónustu, 115 milljónh’ í íþrótta- og tómstundamál, um 97 milljónir í menningarmál, 104 milljónii’ til umhverfismála og þá kostar yfirstjóm bæjarins um 110 milljónir króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.