Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ var að kísilgúrinn á þessu svæði myndi duga verksmiðjunni til 2005 eða 2006, miðað við að afkastageta verksmiðjunnar yrði nýtt að fuliu. Ákveðið var að námaleyfið gilti heldur lengur, til þess að verksmiðj- an hefði ákveðið svigrúm, til dæmis með því að treina sér hráefnið. Nú er hins vegar á stjórnendum fyrir- tækisins að skilja að svigrúmið sé minna, gúrinn í núverandi námum dugi ekki nema til 2002 til 2004. Samkomulag um endalok I fréttatilkynningu sem iðnaðar- ráðuneytið sendi frá sér af þessu til- efni varr á stofnanamáli gefíð í skyn að séð væri fyrir endann á starfsemi Kísiliðjunnar með framlengingu námaleyfisins sem gerð væri „í því skyni að eyða óvissu um framtíð fyrirtækisins, ekki síst vegna þeirra félagslegu og fjárhagslegu hags- muna sem í húfi eru fyrir íbúa svæðisins og þjóðfélagsins í heild“. Það segir einnig sína sögu að ákveð- ið var að hluti af leyfisgjaldi verk- smiðjunnar renni í sérstakan sjóð sem varið er til að kosta undirbún- ing að aðgerðum til þess að efla at- vinnulífið í sveitarfélögunum þar sem íbúamir eiga verulega hags- muni undir starfsemi kísilgúrverk- smiðjunnar. Ætlunin er að auka þessi framlög á síðari hluta leyfls- tímabilsins og verður að skoða það sem enn eina vísbendinguna um það hvemig stjórnvöld mátu framtíð Kísiliðjunnar á þessum tíma. Náttúruvemdarmenn sem unnu að málinu fullyrða að samkomulag hafí verið gert milli Náttúruvemdar- ráðs og umhverfís- og iðnaðarráðu- neyta um að umrætt námaleyfi í Mý- vatni væri endanlegt og yrði ekld framlengt. Gísli Már Gíslason pró- fessor, stjómarformaður Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, segir að ráðherramir hafi staðfest það á blaðamannafundi í Hótel Reynihlíð, og frekari vísbendingar í þá átt væri einnig að finna í greinar- gerð með frumvarpi til breytingar á vemdarlögum Mývatns sem lagt var fram á Alþingi og í skilyrðum í út- gefnu námaleyfi. Gísli Már upplýsir einnig að umhverfisráðherra hafi falið fulltrúum íslendinga á þingi Ramsarsáttmálans um alþjóðlega mildlvæg votlendissvæði fyrir fugla- líf, sem haldið var skömmu eftir að námaleyfið var gefið út, að gefa út þá yfirlýsingu að efnistaka verksmiðj- unnar væri bundin því svæði þar sem minnst áhætta væri tekin. Þetta hafi verið gert til að koma Mývatni út af Montreux-skránni yfir votlend- issvæði sem væru í hættu. Það hafi verið gert. Reykjahlíð í eyði? Lokun kísilgúrverksmiðjunnar, hvort sem menn velja orðin „þegar“ eða „ef‘ í því sambandi, mun hafa gríðarleg áhrif á efnahag og at- vinnulíf í Mývatnssveit og nágrenni, eins og skýrsla Byggðastofnunar staðfestir. Tahð er líklegt að 75 árs- verk myndu hverfa úr atvinnulífi KISILGURNÁM í MÝVATNI Skútustaðahrepps og um 210 íbúar þyrftu að finna sér annað lífsviður- væri. Er þetta nærri því helmingur hreppsbúa sem nú eru 470. Eftir stæði 260 manna samfélag, að stór- um hluta í dreifbýli, með um 130 ársverk og um 10% lægri meðallaun en nú er. Þessi orð þýða það nánast að þorpið í Reykjahlíð legðist í eyði, ef ekkert annað kæmi í staðinn fýrir kísilgúrverksmiðjuna. Byggðastofnun telur að tekjur sveitarsjóðs gætu dregist saman um helming. Rekstur þjónustu sem einkum tengist þéttbýlinu, til dæm- is hitaveitu, vatnsveitu og holræsa- og gatnakerfis, yrði án efa mjög erf- iður og nýting skóla og íþróttahúss mun lakari en nú er. Áhrifin myndu ná út fyrir sveitina, t.d. yrði 4% samdráttur í tekjum bæjarsjóðs Húsavíkur auk þess sem minni verkefni yrðu í tengslum við út- flutning um Húsavíkurhöfn. „Óvissan er verst,“ segir Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri um áhrif umræðunnar á samfélagið. Hann segir að ef það lægi fyrir eftir ár að ekki fengist að taka meiri kísilgúr, þá þyrfti að fara að undirbúa lokun verksmiðjunnar. Þá segir hann að óvissan hafi mikil áhrif á íbúana sem flestir hafi beinan eða óbeinan hag af starfsemi verksmiðjunnar. „Eg er ekki farinn að verða var við að fólk fari, en ég fmn það á fólki að það er í biðstöðu," segir Sigbjöm. íbúar Reykjahlíðarþorpsins og nágrennis styðja starfrækslu kísil- gúrverksmiðjunnar en andstaðan er í suðurhluta sveitarinnar. Þar segja bændur að verksmiðjunni verði lok- að á næstu árum. Menn verði að sætta sig við það og hefjast handa við að undirbúa það með því að finna eitthvað annað í staðinn. Tilraunir með undanskurð Ekki vildu stjómvöld þó gefast upp baráttulaust því Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra ákvað, þegar gefið var út nýtt námaleyfi fyrir kís- ilgúrverksmiðjuna 1993, að beita sér fyrir rannsóknum á nýrri vinnslutækni við kísilgúmám í vatn- inu og hugsanlegri nýtingu á kísil- gúr sem lenti undir hraunið sem rann út í vatnið í Kröflueldum á átj- ándu öld. Þetta kemur fram í lok sömu fréttatilkynningar og vitnað er til hér að framan að hafi falið í sér vísbendingar um lokun verk- smiðjunnar í síðasta lagi árið 2010. Skilaboðin eru því ekki skýr. I upphafi vora einkum bundnar vonir við síðamefnda atriðið. Borað- ar vora rannsóknaholur en niður- stöður rannsóknanna sýndu að það væri ekki raunhæf leið til hráefnis- vinnslu fyrir verksmiðjuna. Bjami Bjamason tæknistjóri Jarðborana vann að þessu verkefni og hann var síðan ráðinn framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. í því starfi hélt hann áfram að athuga nýjar aðferð- ir til vinnslu á kísilgúr úr Mývatni. Síðustu tvö árin hefur verið unnið að hönnun tækni til að ná kísilgúr undan botni Mývatns þannig að hið BÚIST er við að þorpið í Reykjahlíð fari nánast í eyði ef kísilgúrverksmiðjunni verður lokað. lífræna botnlag raskist sem minnst. Tækninni er líkt við kílplóg. Smíðað- ur verður prammi þannig útbúinn að botnstykki hans plægir og dælir upp 70-80 sentímetra kísilgúrlagi undan lífræna botnlaginu sem leggst aftur niður og rákin eftir stút tækisins er það eina sem rótar við efsta botnlag- inu. Auðvitað lækkar botninn sem nemur því lagi sem skorið er undan. Unnið verður á tveggja metra dýpi í vatninu, en hingað til hefur verið unnið á grunnu vatni. Munurinn á þessari og fyrri aðferð er auðsjáan- lega mjög mikill. Núna er unnið á hálfs metra dýpi í vatninu og rótað upp tveggja og hálfs metra lagi og leðjunni allri dælt á land. Eftir era miklar gryfjur sem nýja setið, sem er á hreyfingu í vatninu, er talið stöðvast í. Tæknin var prófuð í haust á til- raunastofu í Hollandi og notaður við það leir úr Mývatni. Niðurstöðurnar vora jákvæðar. Hreiðar- Karlsson, stjórnarformaður verksmiðjunnar, segir að meginniðurstaðan sé að það sé þess virði að prófa tæknina á Mývatni og verði það gert næsta sumar. Tækin verða þó ekki í fullri stærð. Vonast Hreiðar til þess að eftir ár verði menn mun fróðari um það hvort þessi nýja tækni komi að notum. Ekki er talið tímabært að gera kostnaðaráætlun vegna hönnunar og smíði tækja til að taka kísilgúr með nýju tækninni en stjómarfor- maður fyrirtækisins telur að kostn- aðurinn muni nema hundruðum milljóna. Því þurfi að fást námaleyfi til að minnsta kosti 20-25 ára til að forsvaranlegt sé að ráðast í verkið, þannig að hægt verði að gera sér vonir um að mögulegt verði að greiða niður stofnkostnaðinn. „Mér finnst það réttlætanlegt, ef aðferðin virkar. Mér finnst hún taka mikið mið af sjónarmiðum umhverfis- vemdar. Við trúum því að vinnsla efnis með þessum hætti sé mun Morgunblaðið/Helgi Bjarnason TURNINN við verksmiðju Kisiliðjunnar lækkar um tíu metra og út- blásturinn hverfur þegar settur verður upp vothreinsibúnaður á brennsluofninn í svokölluðum þurra hluta verksmiðjunnar. Mengun minnkar og útlitið batnar um leið. Leifur Hallgrímsson oddviti í Vogum Stöndum vörð um Kísiliðjuna „Skýrsla Byggðastofnun- ar skýrir stöðu mála og niður- staðan er óum- deilanleg,“ segir Leifur Hall- grímsson bóndi og flugmaður í Vogum, oddviti Skútustaða- hrepps. „Rétt viðbrögð við henni eru að standa vörð um starfsemi Kfsiliðjunnar. Ef hún veldur spjölluni á lifríkinu þarf að breyta um vinnubrögð." Leifur segir að óvissan um framtíð Kísiliðjunnar sé stóralvar- legt ástand sem hafi lamandi áhrif á samfélagið og nái langt út fyrir veggi fyrirtækisins. Skýrsla Byggðastofnunar sýni hvað muni gerast í Mývatnssveit ef verk- smiðjunni verður lokað. Þá yrði ekki bjart yfir staðnum. Hann segir ekki hlaupið að því að finna störf fyrir það fólk sem vinnur í Kfsiliðjunni. „Sumir segja að við eigum að gleyma Kísiliðj- unni og snúa okkur að einhveiju öðru. Það er auðveldara um að tala en f að komast eins og sést á því að búið er að veija milljörðum í átaksverkefni úti um allt land án þess að það skili miklu. Ferða- þjónustan mun aldrei taka við öllu fólkinu enda er það í raun og veru vinna sem stendur aðallega yfir í þijá mánuði. Hvarvetna stendur landsbyggð- in höllum fæti. Það kann einhveij- um að þykja það eðlileg byggða- stefna að leggja Kfsiliðjuna niður, því verða aðrir að svara en ég. Verksmiðjan er eina stóriðjufyrir- tækið utan höfuðborgarsvæðisins og kannski eðlilegt þess vegna að fólk hafi horn í síðu hennar,“ seg- ir oddvitinn. Leifúr segist binda miklar vonir við nýju vinnslutæknina. „Að mfnu mati eru afar fáar vísbend- ingar um að kfsilgúrnámið úr vatninu hafí haft verulega skað- leg áhrif á lífríkið. Það er helst að sjá megi tíðari og dýpri sveiflur í lífríki vatnsins en menn telja að áður hafi verið en í því sambandi verður að benda á að afar litlar rannsóknir eru til um ástandið áð- ur en verksmiðjan tók til starfa. Sveiflumar valda vissulega áhyggjum en það er margt sem menn ekki vita. Hvemig skyldi til dæmis standa á því að ávailt þeg- ar niðursveifla er í Mývatni er líf- ríki Laxár í blóma og svo öfugt?“ Bændur í Vogum hafa óskað eftir því að Kfsiliðjunni verði leyft að dæla kísilgúr úr Vogaflóa sem er syðsti og austasti hluti Norður- flóa en Vogaflói er utan þess svæðis sem námaleyfí verksmiðj- unnar nær til. „Vatnið hefur grynnkað mikið á þessu svæði og fiskur nánast horfið á hluta svæð- isins. Sum bestu veiðisvæðin em aftur á móti á svæði sem búið er að dæla af. Maður gerir sér grein fyrir því að dælingin hefur áhrif á því svæði sem verið er að vinna á hveijum tíma. En hvað tekur það langan tfma að ná fyrri fram- leiðslugetu? Ég vil líkja þessu við tún sem er unnið upp, það dregur úr uppskem í bili en eftir fáein ár er það komið í samt Iag,“ segir Leifur Hallgrímsson. Gylfi Yngvason bóndi á Skútustöðum Kfsiliðjan mun hætta „Það boðar stórkostlegar breytingar þeg- ar Kfsiliðjan verður lögð nið- ur, ég segi þegar en ekki ef eins og allir sem kynnt hafa sér málið af kost- gæfni,“ segir Gylfi Yngvason bóndi á Skútustöðum II. Hann og fjölskylda hans hafa lengi veitt silung í Mývatni og fylgst með breytingum í lffríkinu. Gylfi kenn- ir starfsemi Kfsiliðjunnar um breytingar á lffríki vatnsins „Skýrslan gefur mynd af því sem gerist í atvinnulffinu ef ekk- ert verður reynt að gera í stað- inn. Skýrsluhöfundar gefa sér heldur ekki þá forsendu að hlut- irnir muni lagast eða breytast í framtfðinni. Við verðum að gera ráð fyrir því að vatnið og áin muni smám saman rétta við, enn er líf í á og vatni þó bæði séu illa farin. Við höfum bent á að Kfsiliðjan muni hætta innan skamms tfma og menn verði að horfast í augu við það og bregðast við í tfma. Ganga í að leita annarra atvinnu- tækifæra fyrir það fólk sem vill vera hér áfram. Ég geri mér þó grein fyrir því að erfitt verður að finna störf fyrir iðnaðarmenn og fleiri." Gylfa líst illa á að hleypa Kísil- iðjunni í Syðriflóa. „Námavinnsla í Syðriflóa kallar á miklar breyt- ingar, það eitt að opna þar námu verður að teljast kaflaskipti. Þá er eins og verið sé að byija á vinnslu í nýju vatni. Það yrði gegn öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið og áður en til þess kemur verður að ganga af allri náttúruverndarstefnu í land- inu dauðri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.