Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 29
KÍSILGÚRNÁM í MÝVATNI
betri fyrir lífríkið í vatninu auk þess
sem einhver von geti verið um að
sátt náist um starfsemi fyrirtækis-
ins,“ segir Hreiðar. Stjóm félagsins
hefur ákveðið að láta meta umhverf-
isáhrif nýju dælingartækninnar.
Þurfa að komast í Syðriflóa
Nýja tæknin verður væntanlega
prófuð á Ytriflóa, á svæði sem verk-
smiðjan hefur leyfi til að dæla af.
Tæknin er þó að sjálfsögðu hugsuð
til þess að nota á Syðriflóa þar sem
efnistaka er bönnuð samkvæmt nú-
gildandi námaleyfi. Þar er hins veg-
ar mikið af kísilgúr enda fullyrti
Bjami Bjarnason, þáverandi fram-
kvæmdastjóri kísilgúrverksmiðj-
unnar, í viðtali í tilefni af þrjátíu ára
afmæli verksmiðjunnar að á starfs-
tíma hennar sé aðeins búið að vinna
um 5% af gúmum í vatninu. Einnig
kom fram hjá honum að verksmiðj-
an notaði 35 þúsund tonn af kísilgúr
á ári en nýmyndun kísilgúrs í Mý-
vatni væri talin 11-15 þúsund tonn.
Kísilgúrinn væri því endurnýjanleg
auðlind, þó að nýmyndun héldist
ekki í hendur við efnistöku verk-
smiðjunnar.
Augljóst er að nýjar kröfur um
efnisvinnslu í Syðriflóa em við-
kvæmar gagnvart þeim forystu-
mönnum 1 umhverfismálum sem
fyrir fjóram árum töldu sig vera að
færa miklar fórnh- í Ytriflóa gegn
því að fá tryggingu fyrir því að
Kísiliðjumönnum yrði aldrei hleypt
; í Syðriflóann. Þegar námaleyfið var
framlengt 1993 boðaði Eiður
Guðnason umhverfisráðherra
breytingar á lögum um vemdun
Mývatns og Laxár. í breytingartil-
lögunni kom fram að kísilgúmám á
botni Mývatns væri óheimilt. Þó
væri heimilt að vinna kísilgúr úr
botni á tilteknu svæði á Ytriflóa til
ársloka 2010. Með þessu átti að
festa niður umhverfisþátt sam-
komulags ráðuneytanna og Nátt-
úruverndarráðs, þó að lagabreyt-
ingin væri ekki að forminu til skil-
yrði fyrir námaleyfi.
Umhverfisráðherra lagði fram-
varpið fyrir ríkisstjóm í apríl 1993
og skömmu síðar var honum og
Halldóri Blöndal samgönguráð-
herra, sem jafnframt er þingmaður
Norðurlandskjördæmis eystra, falið
að ganga frá málinu. Eiður og Hall-
dór náðu ekki samkomulagi. Össur
Skarphéðinsson umhverfisráðherra
reyndi síðar tvívegis að minnsta
kosti að fá frumvarpið í gegnum rík-
isstjómina, vegna þess að hann
taldi nauðsynlegt að standa við
samkomulagið, en Halldór Blöndal
neitaði ávallt að samþykkja. „Það er
ljóst í mínum huga að ef við mynd-
um á þessari stundu slá því föstu að
kísilvinnsla hér á landi yrði bönnuð
árið 2010 væri útséð um að þessi
rekstur gæti haldið áfram. Þetta
yrði annars flokks rekstur og at-
vinnuöryggi alls þessa fólks stefnt í
hættu,“ sagði Halldór Blöndal í
samtali við Morgunblaðið í nóvem-
ber 1994, eftir að málið kom til um-
ræðu vegna fyrirspumar á Alþingi.
Hann tók það jafnframt fram að
ekkert samkomulag hefði verið gert
við stjóm Kísiliðjunnar hf. um að
hætta rekstri árið 2010.
Of mikil áhætta
Samkvæmt lögum um vemdun
Mývatns og Laxár er hvers konar
mannvirkjagerð og jarðrask óheim-
ilt, nema leyfi Náttúravemdar ríkis-
ins komi til. Eins og fram kemur hér
að ofan hefur verið viðurkennt að
kísilgúrvinnsla falli undir þetta
ákvæði. Heíúr þetta víðtæka ákvæði
sem takmarkar mjög skipulagsvald
hreppsnefndar og svigrúm íbúanna
til framkvæmda, valdið óánægju í
Mývatnssveit. Um leið og endanlega
væri lokað fyrir kísilgúmám úr vatn-
inu eftir 2010 átti að færa þetta vald
frá Náttúruvemd ríkisins til um-
hverfisráðuneytisins. Framvarpið
komst aldrei í gegn um ríkisstjóm-
ina og hefur Náttúruvemd ríkisins
því áfram neitunarvald um frekari
kísilgúrvinnslu. Af því sem áður er
sagt þurfa stjómendur verksmiðj-
unnar að knýja fram afstöðubreyt-
ingu hjá Náttúravemd til að komast
í námur í Syðriflóa. Á þessu stigi er
ómögulegt að segja hvort nægur
sannfæringarkraftur fylgir nýjum
vinnsluaðferðum til að tryggja fram-
tíð verksmiðjunnar.
Aðalheiður Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Náttúraverndar rík-
isins, segir að þar hafi ekki verið
fjallað um málið og ótímabært að
spyrja um afstöðu stofnunarinnar
til nýju vinnslutækninnar. Gísli Már
Gíslason prófessor segist taka undir
þau orð Guðmundar Bjamasonar
umhverfisráðherra, að sterk rök
þurfi til að taka upp samkomulagið
frá 1993. Segir Gísli að ef tæknin
reynist framkvæmanleg þurfi að at-
huga vel áhrif hennar á lífríki vatns-
ins, ekki aðeins spurningar um
röskun efsta lagsins heldur einnig
áhrif dýpkunar vatnsins. Bendir
hann á að með vinnslu í 20 ár eins
og farið sé fram á fari tækin yfir 20
ferkílómetra, miðað við að þau séu
látin fara eina umferð, eða næstum
því allan Syðriflóa og Boli. Muni því
allt vatnið dýpka á þessum tíma.
Segir hann að skoða þurfi áhrif
þessara breytinga á setflutninga.
Hann bendir sérstaklega á að und-
irstöðuþörangagróður vatnsins,
svokallaður kúluskítur, hafi komið í
vatnið á 18. öld þegar vatnið var
grynnra. Ef vatnið yrði dýpkað um
80 sentímetra færi botninn senni-
lega niður fyrir þau mörk sem hent-
uðu þessum þörangagróðri. Er á
honum að heyra að of mikil áhætta
fælist í kísilgúrnáminu í Syðriflóa til
þess að það teldist réttlætanlegt.
Barist fyrir tilverunni
Stjóm Kísiliðjunnar lítur ekki svo
á að tími verksmiðjunnar sé að
renna út heldur vinnur að því að
tryggja framtíðarrekstur hennar
eins og tilraunir með nýja tækni við
dælingu sýna. Fjárfestingar Kísil-
iðjunnar í vothreinsibúnaði og lag-
færingar á útliti verksmiðjunnar því
samfara benda heldur ekki til upp-
gjafar en kostnaður við þá fram-
kvæmd er áætlaður 30-35 milljónir
kr. Margir hafa fundið að mengun-
inni frá verksmiðjunni og útliti
hennar á þessum viðkvæma stað.
„Stjóm Kísiliðjunnar hefur litið svo
á að ekki væri hægt að fara fram á
lengra námaleyfi nema hægt væri
að sýna fram á breyttar vinnsluað-
ferðir sem röskuðu botni vatnsins
lítið eða ekkert. Það er vonandi að
þessi aðferð dugi vel svo Kísiliðjan
geti starfað í sátt við umhverfi sitt,
eins og hún vill,“ segir Hreiðar.
„Nei, við höfum tekið þá stefnu að
berjast fyrir tilvera Kísiliðjunnar
enda er það skylda okkar sem
stjórnarmanna að vinna að því að
fyrirtækið lifi. Ef tekst að koma
verksmiðjunni í viðunandi sambúð
við umhverfið, sé ég ekkert sem
réttlætt gæti þá ákvörðun að leggja
hana niður, fyrst hún er þangað
komin. Kísiliðjan er í eðli sínu um-
hverfisvæn starfsemi á ýmsan hátt.
Hún byggir á innlendu hráefni úr
námum sem endumýja sig að hluta
sjálfar. Þetta myndi teljast fyrir-
myndarfyrirtæki ef það væri á ein-
hverjum öðram stað,“ segir Hreiðar
þegar hann er spurður að því hvort
stjómin hafi ekki íhugað að viður-
kenna ósigur og byrja að undirbúa
lokun verksmiðjunnar. Bendir hann
á að lokun verksmiðjunnar þurfi
ekki langan aðdraganda ef ein-
göngu er litið til hagsmuna fyrir-
tækisins sjálfs.
Háð samþykki Náttúruverndar
Kísiliðjan vinnur að hönnun nýju
dælingartækninnar á eigin ábyrgð.
Stjómendur fyrirtækisins hafa þó
látið stjómvöld, bæði iðnaðar- og
umhverfisráðuneyti, fylgjast með
þróun málsins og kallað til náttúru-
vísindamenn. Það staðfestir Jón
Ingimarsson, skrifstofustjóri í iðn-
aðarráðuneytinu. Jón segir að
stjórnendum Kísiliðjunnar hafi ver-
ið ráðlagt að leggja hugmyndir sín-
ar í umhverfismat á grundvelli laga
um mat á umhverfisáhrifum mann-
virkja. Það telur hann hugsanlegt
að gera í tveimur þrepum, rétt geti
verið að byrja með einfaldri skýrslu
til að fá fram viðbrögð og spurning-
ar Náttúravemdar ríkisins og hags-
munaaðila heima í héraði. Væri þá
ef til vill hægt að taka tillit til óska
þeirra við endanlega hönnun búnað-
arins. Er á Jóni að heyra að ekki sé
óhugsandi að veita frekari heimildir
til námavinnslu á þessum grand-
velli. Það sé þó háð samþykki Nátt-
úruvemdar ríkisins.
Framtíðarrekstur Kísiliðjunnar
hf. virðist njóta nokkurs velvilja hjá
stjómvöldum, þótt menn séu að
sjálfsögðu varfærnir í yfirlýsingum
um mál sem ekki er lengra komið á
þróunarbrautinni. Framtíð fyrir-
tækisins er þó endanlega undir því
komin hvort starfsmönnum þess
tekst að hanna góða aðferð til að
vinna kísilgúr úr Syðriflóa Mývatns
og sannfæra Náttúruvemd ríkisins
um ágæti hennar.
Nýja vinnsluaðferðin er vafa-
laust skárri en niðurstaðan verð-
ur sú sama, hún mun ganga af
vatninu dauðu, bara á lengri tima.
Vatnið mun dýpka og strauma-
mynstur og botnrek breytist með
miklum neikvæðum afleiðingum.
Komið hefur fram að lífríki Mý-
vatns í núverandi mynd er
300-400 ára gamalt. Það hefur
hka komið fram að vatnið
grynnkar um 10-15 sentímetra á
öld. Kísiliðjumenn eru að tala um
að dýpka vatnið um 90 sentímetra
í hverri ferð. Samkvæmt því er
verið að færa lífríkið aftur um
600-800 ár og þar með langt
fram fyrir það frjósama lífríki
sem nú er þekkt.
Við verðum að horfast í augu
við það að Mývatn er ekki okkar
einkaeign, það er þjóðargersemi
sem okkur verður ekki leyft að
eyðileggja f eiginhagsmunaskyni.
A Mývatni eru uppeldisstöðvar
fugla fyrir önnur lönd, það fram-
Ieiðir til dæmis jafn mikið af and-
fugli og Svíþjóð og Noregur til
samans. Fuglaverndunarfélög í
öðrum löndum fylgjast því vel
með hvað hér gerist. Það yrði
gríðarlegt áfall fyrir í'slenska
náttúruverndarstefnu ef hafið
yrði kísilgúrnám með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum í Syðriflóa,"
segir Gylfí Yngvason.
Sigurjón Már
Pétursson
trúnaðarmaður
Áhyggjur af framtíðinni
„Ég bind
miklar vonir við
nýju tæknina.
Það er hins veg-
ar mikil óvissa
um það hvort
fyrirtækið fær
að nota hana,
þeir sem mest
eru á móti Kísil-
iðjunni reyna að
finna henni allt til foráttu," segir
Siguijón Már Pétursson, trúnað-
armaður starfsmanna Ki'siliðjunn-
ar hf.
Hann segir þvi' ekki að neita að
starfsmenn hafi áhyggjur af
framti'ðinni. „Á þessu eru tvær
hliðar. Hluti starfsmanna er í hús-
næði sem Ki'siliðjan á, þeir geta
flutt í' burtu án þess að hafa
áhyggjur eigninni. Þeir sem eiga
húsnæði hér sitja hins vegar uppi
með það og ef starfsemin hættir
hlýtur að verða verðfall á húsum.
Að mínu mati getur ekkert
komið í' stað Kísiliðjunnar. Ég hef
ekki trú á að annar atvinnurekst-
ur komi þegar verið er að reka
þetta fyrirtæki í burtu. Það er
varla áhugavert að stoftia fyrir-
tæki við þessar aðstæður. Frá því
Ki'siliðjan var byggð hefur ákveð-
inn hópur viljað losna við hana.
Búið er að rannsaka vatnið í 22 ár
en ekkert komið fram sem sýnir
að Kísiliðjan sé að eyðileggja það.
Mér fínnst slæmt að ekki skuli
vera hægt að kveða upp úr með
þetta.“
Siguijón Már segir að óvissan
sé farin að hafa áhrif á fólk og
segist verða var við að menn séu
farnir að líta í kringum sig eftir
annarri vinnu. Bendir þó á að
menn um fimmtugt hlaupi ekki í
aðra vinnu.
Frá Aðventkirkjunni í Reykjavík
Hátíðarguðsþjónusta vegna 100 ára
afmælis kirkjunnar verður laugardaginn
29. nóvember kl. 11.15.
Efnismikil dagskrá.
Allir velkomnir
Aðventkirkjan.
COMPACL
Compaq Deskpro 2000 vinnustöðin uppfyllir þarfir hinna
kröfúhörðu með því að sameina gæði, áreiðanleika og hraða
vinnslu. Hún býður upp á yfirburða margmiðlunarmöguleika
og með henni fylgir meðal annars Windows og
Lotus Smart Suite hugbúnaðarpakkinn.
• Forvarnarábyrgð á diskum
• Einstaklega hagkvæm í rekstri
• 3 ára ábyrgð
Pentium MMX 200MHz
16 MB minni
2,1 GB diskur
15" Compaq V50 SVGA skjár
149.900,-
Tæknival
Skeifunni 17 • 108 Reykjavlk • Simi 550 4000
Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarfirði • Sími 550 4020
www.taeknival.is
UMBOÐSMENN OG PJÓNUSTA UM LAND ALLT:
• AKRANES Tolvuþjonustan 431-4311 • RFYKJANESB4FR Tólvuvæðing 421 4040
• AKUREYRI Tolvutæki-Bokval 461 5000 • SAUDÁRKROKUR Skagfirðingabuð 45S 453/
• HORNAFJÖRÐUR H.itíðní 478 1111 • SELFOSS Tolvu og rafeindaþj. 482-3184
• HUSAVÍK Tölvuþj. Húsavik 464-2169 • VESTMANNAtYJAR Tólvun 481-1122
• ÍSAFJÓRÐUR Tolvuþj. Sneipa 456-5470
Blað allra landsmanna!
- kjarni málsins!