Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fimm ár af öldinni
BðKMElVl\TIR
Sagnfræði
ÖLDIN OKKAR
Minnisverð tfðindi 1991-1995. Nanna
Rögnvaldardóttir tók sainan. 187 bls.
Iðunn. Prentun: Oddi. Reykjavík,
1997. Verð kr. 4.480.
SKÖMMU eftir 1950 tók Gils
Guðmundsson saman tveggja
binda rit sem hann nefndi Óldin
okkíir, en Iðunn gaf út.
Ritið tók til fyrri hluta
aldarinnar og varð afar
vinsælt. Gils mun hafa
sett sér þá meginreglu
að skýra frá viðburð-
um sem þóttu annað-
hvort fréttnæmir á sín-
um tíma eða höfðu al-
mennt sögulegt gildi
þegar frá leið. Síðan
hefur forlagið stöðugt
aukið við ritið, bæði
fram og aftur í tíman-
um. Hafa aðrir nú tek-
ið við verkinu. Sú Öld-
in sem hér um ræðir
nær einungis yfir fimm
ára tímabil, það er árin
1991-1995, og segir
þannig frá tiltölulega nýliðnum at-
burðum. Þeim línum, sem Gils
Guðmundsson lagði í upphafi, er
enn fylgt að verulegu leyti. Nema
hvað Gils skráði hálfrar aldar sögu
í tveim bindum en hér er hverju
ári ætlað mikíu meira rúm.
Forðum var sagt að nokkuð
þyrfti að bera til sögu hverrar. Það
fer að sjálfsögðu eftir mati hvers
og eins hvað hann telur markvert
á hverjum tíma og þar með hversu
viðburðarík umrædd fimm ár skuli
teljast. Að mati undirritaðs var
þetta fremur daufur tími, bæði
innanlands og utan, hálfgerð
gúrkutíð í fréttaheiminum. Innan-
lands gerðist það fréttnæmast að
hörmuleg snjófióð ollu mannskaða
og eignatjóni á Vestfjörðum.
Vinstri menn unnu Reykjavík - í
annað skipti á öldinni. Ög þjóðhá-
tíð á Þingvöllum olli nokkurs kon-
ar kransæðastíflu í vegakerfinu ís-
lenska. A erlendum
vettvangi bar það helst
til nýlundu að frændur
vorir Norðmenn
eins og ræðumenn
sögðu svo oft á árum
áður - hættu að vera
vinir vorir. Síðan hefur
frændseminnar verið
að fáu getið. Minnir sá
gangur málanna á orð
Kissingers: Vinátta er
ekki til, aðeins hags-
munir.
Á listasviðinu bar
fátt til stórtíðinda; það
helst að Björk sló í
gegn í Bretlandi eins
og það er orðað í fyrir-
sögn. Skáldin íslensku
héldu áfram að yrkja og útgefend-
ur héldu áfram að gefa út bækur
þeirra. Ekki fer þó mikið fyrir
skáldskaparmálum í bók þessari.
Nema hvað ritstjórinn man eftir
skáldum síns forlags. Má það kall-
ast tilhlýðileg ræktarsemi á dög-
um fálætis og gleymsku.
Atvinnulífíð gekk sinn hæga-
gang þennan fyrripart áratugar-
ins. Stóri áldraumurinn rættist
ekki. Tíðarfarið var löngum með
verra móti. Kuldaskeiðinu, sem
hófst um miðjan sjöunda áratug-
inn, var síður en svo lokið. Iþróttir
voru stundaðar af kappi og stund-
um líka með forsjá. Þar skiptust á
sigrar og ósigrar, kannski fleiri
ósigrar.
Áfar mikið ber þama á hasar-
fréttum ýmiss konar, einkum úr
höfuðstaðarlífinu. Hvort mannlífið
í borginni er orðið svona fyrirferð-
armiklð eða fréttamenn eru farnir
að fylgjast betur með þeim þætti
þjóðlífsins? Það skal ósagt látið.
En mikill er sá munur hversu til-
þrifameira lífið er nú orðið miðað
við hæglætið í bókum Gils Guð-
mundssonar. Hugsast getur að
landslýðurinn sé þannig að bæta
sér upp missi þeirrar skemmtunar
sem margur hafði af pólitíkinni á
fyrri hluta aldarinnar. Með hhð-
sjón af atgangi stjómmálamann-
anna í þá daga, og reyndar líka
fylgismanna þeirra, má segja að
pólitíkin sé nú liðin undir lok nán-
ast.
Að sjálfsögðu hljóta bækur að
breytast með breyttum tímum og
nýjum höfundum. Með tilliti til
röðunar efnis og útliti síðnanna
svipar bók þessari til hinna íyrstu.
Vinnuaðferðunum við öflun efnis
virðist líka vera haldið - að mestu.
En frásagnarefnin era að nokkra
leyti önnur. Tíðarandinn hefur
breyst. Og bókin er ætluð öðram
og ef tii vill annars konar lesend-
um en þeim sem GOs Guðmunds-
son skrifaði fyrir um miðja öldina.
Að vanda er bókin myndskreytt
og allt í svart-hvítu nema kápan.
Erlendur Jónsson
Nanna
Rögnvaldardóttir
Magnús Oskars-
son segir frá
BÆKIJR
Minningar
MEÐ BROS I' BLAND
Minningabrot eftir Magnús Óskars-
son. Bókaforlagið, Reykjavík,
1997, 224 bls.
MAGNÚS Óskarsson, fyrram
borgarlögmaður, er kunnur
húmoristi og hafa gamansögur
hans áður komið út á bók. Þessa
bók sína kallar hann Minningabrot
og tekur fram í formála „að þetta
sé ekki sjálfsævisaga. Sem betur
fer hefur aldrei hvarflað að mér að
setja svoleiðis nektarsýningu á
svið“. Þetta er vel mælt. Auðvitað
eru margar sjálfsævisögur hinar
bestu bókmenntir, en ekki eru allir
svo vaxnir að vel fari á að þeir ber-
hátti sig frammi íyrir alþjóð.
Magnús fellur ekki í þá freistni þó
að óvíst sé að sýningin yrði lakari
en gengur og gerist.
Erindi hans á ritvöllinn að þessu
sinni er annað. Aðalmarkmiðið
virðist mér vera að segja frá mikl-
um fjölda manna sem Magnús hef-
ur kynnst á lífsleiðinni við ýmsar
kringumstæður. Þarna eru Jón
Kadett, Lási kokkur, Pétur Hoff-
BIODROGA
snyrtivörur
tella
Bankastræti 3, sími 551 3635.
mann, Stefán frá Möðradal, Ljón
Norðursins, Kristján á B.S.A,
Gunnlaugur Tryggvi,
Jón Sveinsson, Jón
Sólnes, Helgi Skúla-
son, augnlæknir, Jón
Norðfjörð, Davíð Stef-
ánsson, Björgvin Guð-
mundsson, Jóhann
Konráðsson, Brynleif-
ur Tobíasson, Sigurður
Pálsson, Óskar Hall-
dórsson, síldarspek-
úlant, Gunnar
Thoroddsen, Ólafur
Jóhannesson, Ólafur
Lárasson, Ármann
Snævar, Sigurður Óla-
son, Guttormur Er-
lendsson, Friðfinnur
Ólafsson, Sigurður
Baldursson, Guðmundur J. Guð-
mundsson, Jökull Jakobsson og
Steinn Steinarr.
Þetta er mikil og fríð fylking og
vantar þó ýmsa sem minna er sagt
frá. Sögusviðið er býsna vítt:
Akureyri, Menntaskólinn á Akur-
eyri, Raufarhöfn, Háskóli íslands,
einkum Garður, borgarskrifstof-
urnar í Reykjavík. Frá ferðalögum
erlendis segir: til Indlands, Afríku
og Suður-Ameríku. Þá segir frá
Magnús
Óskarsson
gÚtihurðirl
1 gluggar I
05678 100
Fax 567 9080
Bíldshöfða 18
kosningum og kjarasamningum.
Rauði þráðurinn í þessari frá-
sögn allri era skemmtilegar at-
vikalýsingar, oft bráðskemmtileg-
ar, snjöll tilsvör manna og óvenju-
leg viðbrögð. Annað er í rauninni
umgerð. Bakkus gamli kemur hér
allvíða við sögu og má vera að
sumum þyki fylgispektin við hann
hafa verið í meira lagi. En látum
höfund útskýra það:
„Hér er nokkuð oft
minnst á að menn hafi
gert sér glaðan dag. Af
því má hver draga þá
ályktun sem hann vill.
Það segir lítið um hlut-
fall gleði og vinnu-
stunda um ævina, þótt
skemmtunin verði fyr-
irferðarmeiri við upp-
rifjun en brauðstritið.“
Bók þessa prýða
margir kostir. Þar er
kannski fýrst að nefna
að Magnús er hinn
ágætasti sögumaður.
Hann segir einstaklega
vel og skemmtilega frá
og kann prýðisvel með íslenskt
mál að fara. Annað er það að hér
er að finna margar bráðgóðar
mannlýsingar. Margar af þeim
persónum sem hér er lýst standa
lesandanum ljóslifandi fyrir sjón-
um. Þá er í þriðja lagi þess að geta
að Magnús er hreint magnaður
húmoristi. Hann kann þá góðu list
að segja kímilegar sögur án nokk-
urrar rætni, hæðni eða illkvittni.
Og er það því miður alltof sjald-
gæft meðal íslendinga. Frásögn
hans ber með sér hlýju, áhuga á
fólki og góðan mannskilning.
Ýmislegt má af því læra hvemig
hann fjallar um samferðarmenn
sína. Kannski hefur hann sleppt
þeim sem hann hefði þurft að hall-
mæla eða fundist leiðinlegir. Ekki
veit ég það. Sé svo má hið fom-
kveðna gilda að oft megi satt kyrrt
liggja.
Bók Magnúsar Óskarssonar er
skemmtileg bók. Engum mun held
ég leiðast að una sér við hana
nokkrar kvöldstundir.
Sigurjón Björnsson
Enn syngur
vornóttin
niM.ivi
Ilijóindiskar
ÚT í VORIÐ
KVARTETTSÖNGVAR
Þorvaldur Friðriksson, Einar
Clausen, Halldór Torfason og Ásgeir
Böðvarsson. Við hljóðfærið: Bjarni
Þór Jónatansson. Raddþjálfari: Signý
Sæmundsdóttir. Hljómsveit: Bjarni
Þór Jónatansson píanó, Daníel Þor-
steinsson harmonikka, Steef van
Oosterhout slagverk og Þórður
Högnason bassi. Upptöku önnuðust
Sveinn Kjartansson og Ari Dan. Hljóð-
blöndun fór fram hjá Stafræna hljóð-
upj)tökufe;laginu ehf. Dreifing: SPOR.
Útgefandi: Út í vorið. Stafræn upp-
taka fór fram í Laugarneskirkju
1.-3. júní 1997.
KVARTETTINN Út í vorið kom
íyrst fram opinberlega í Ríldsútvarp-
inu á nýársdag 1993, en um vorið var
honum boðið að halda tónleika í Sig-
urjónssafni og síðan hefur hann hald-
ið tónleika víða, einnig komið fram á
tónleikum erlendis og í útvarpi.
Kvartettinn var stofnaður árið
1992 af söngfélögum í Kór Lang-
holtskirkju. Bjarni Þór Jónatansson
hefur þjálfað kvartettinn og annast
undirleik á tónleikum frá því
snemma árs 1993; einnig útsett
fjölda laga fyrir hann, m.a. sex á
þessum hljómdiski (aðrar útsetn.
eru eftir Emil Thoroddsen, Magnús
Ingimarsson, séra Öm Friðriksson
og Carl Billich).
Einsog segir í bæklingi er hér
leitast við að „fylgja þeirri tónlistar-
hefð sem varð til með M.A. kvar-
tettinum á fjórða og fimmta ára-
tugnum“. Segja má með nokkram
sanni að þar hafi hinn fjölhæfi og
góðkunni tónlistarmaður og píanó-
leikari, Carl Billich, komið manna
mest við sögu og átt stærstan þátt í
að móta kvartetthefðina, en hann
starfaði m.a. með M.A. kvartettin-
um og öðrum kvartettum sem komu
í kjölfarið. Þess má geta að á þess-
um hljómdiski era nokkrar útsetn-
ingar eftir Carl Billich sem ekki
hafa verið hljóðritaðar áður, þ.á m.
tvær sem hann gerði sérstaklega
fyrir M.A. kvartettinn (Suður um
höfin og Vögguljóð Schuberts).
Svo er annað mál með sumar
þessar hefðir, hvort sérstök ástæða
sé til að viðhalda þeim - nema auð-
vitað til að gleðja sína aðdáendur
með góðum söng á konsertum og
skemmtikvöldum, einkum vaknar
sú spuming ef hlutirnir eru hvorki
verr né betur gerðir, svona í það
heila.
Enda þótt Út í vorið sé ágætur
sönghópur og hefur flesta þá kosti
sem hinir hafa, bætir hann litlu við
hefðina - hvað þá hann slái M.A.
kvartettinum við, enda varla mein-
ingin. Mörg lögin koma ágætlega
út, m.a. vegna líflegs hraðavals og
skemmtilegra takta. Stundum virð-
ist samt söngurinn ögn þvingaður,
einsog menn vandi sig óþarflega
mikið í stað þess að hlutimir komi
einsog „af sjálfu sér“. Engu að síður
er hér margt prýðilega gert, með
sönggleði og góðum sans. Útsetn-
ingar flestar einnig vel heppnaðar.
Oddur Björnsson
Skagfirðing-
ar kveða
BÆKUR
Kva;ðabók
SKAGFIRSK SKEMMTILJÓÐ
Bjarni Stefán Konráðsson frá Frosta-
stöðum safnaði. Bókaútgáfan Hólar,
Akureyri, 1977, 96 bls.
SIGURÐUR Nordal var ekki í
vafa um gildi lausavísunnar, fer-
skeytlunnar, fyrir þróun íslensks
skáldskapar. Það er og augljóst að
mikil list er það að sníða í fjórar
stuttar línur með stuðlum, höfuð-
stöfum og jafnvel miðrími, svo að
ekki sé lengra farið, samfellda,
skýra hugsun, sem hefur bæði upp-
haf og endi. Svo að ekki sé um talað
þegar hún verður að beittu vopni,
háði eða gamni meira eða minna tví-
ræðu. Til þess að slíkt takist vel þarf
ekki aðeins hæfileika heldur og
geysimikla þjálfun.
Nordal lét þess og getið að þó að
enginn viti hversu margar vísur ís-
lendingar hafi ort á liðnum öldum
megi samt ætla, án þes að of djarf-
legt þyki, „að lausavísur íslendinga
frá 16. öld til 20. aldar mundu skipta
miljónum, ef öllu hefði verið til skila
haldið, - fyrir utan rímurnar. Og
þótt ekki nema ein af þúsundi hefði
lánast eða hitt í mark væri það mikil
auðlegð“. Hann talar jafnvel um
„þjóðargersemi" á borð við Þjóðsög-
ur Jóns Ámasonar.
Skagfirðingar hafa löngum feng-
ist mikið við vísnagerð. Mikill fjöldi
snjallra hagyrðinga kemur upp í
hugann þegar ég lít yfir sviðið.
Sumir eiga margar stökur sem lifa á
vörum vísnavina, aðrir kannski að-
eins eina eða tvær. Og ótölulegur er
sá grúi vísna sem hefur fæðst and-
vana eða dáið í reifum. En allt hefur
þetta þjónað tilgangi og gerir svo
enn.
Nú hefur einn góður Skagfirðing-
ur tekið sig til og gefið út á bók vís-
ur sem orðið hafa til á allra síðustu
árum. Efnissviðið er bundið við
skemmtiljóð. Hér kveða sér hljóðs
hvorki meira né minna en hátt í
fjörutíu hagyrðingar. Það er mikill
fjöldi úr ekki stærri sveit. Vantar þó
fjölmarga skagfirska hagyrðinga.
Sýnir þetta vel að vísnagerð lifir enn
góðu lífi þar í héraði og er það vissu-
lega góðs viti.
Þess verður nú að geta að stakan
nýtur sín aldrei til fullnustu þegar
hún er komin á bók, allra síst ef
mikill fjöldi er saman kominn. Stök-
ur þarf maður að læra og þær eru
miklu fremur munnlegur kveðskap-
ur en bóklegur. Því verður safn sem
þetta ekki metið fyrr en eftir langan
tíma, þegar eigandinn hefur tínt úr
því það sem hann vill eiga. Ég gæti
ímyndað mér að þegar ég væri bú-
inn að þaullesa þetta kver vildi ég
eiga og geyma í minni svo sem fjór-
ar, fimm vísur. Ætli það teljist ekki
nokkuð gott miðað við eftirtekju-
stuðul Nordals?
Það er ekki mitt að fara að fetta
fingur út í það hvernig Skagfirðing-
ar yrkja nú. Sjaldnast bregst þeim
að fylgja réttum rímreglum, þó að
einstöku sinnum bregði útaf um
áherslur og hljóðstafasetningu.
Frekar gæti ég fundið að því hvað
þeir yrkja um. Því er ekki að neita
að býsna era þeir klámfengnir og er
líklegt að sumum falli það fyrir
brjóst. Að ósekju mættu þeir temja
sér betri siði í þeim efnum. Það þarf
hvorki að draga úr snilld né kímni.
En þess ber að geta að þetta er ekki
þversnið af skagfirskri vísnagerð og
stundum áttu hagyrðingarnir ekki
annars úrkosta, þar sem þeim var
lagt efnið í hendur, s.s. á hagyrð-
ingakvöldum.
En hvað sem þessu líður var út-
gáfa þessarar bókar gott framtak og
gott að vita að framhald er íyrirhug-
að. Þá myndi ekki saka að farið yrði
víðar yfir í efnisvali.
Sigurjón Björnsson