Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 44
„ 44 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kvöldstund með pabba
Nomí
nútímanum
" BOKMENNTIR
Barnabók
KVÖLDSTUND MEÐ
PABBA. LÍTIL SAGA
HANDABÖRNUM
eftir Guðjón Sveinsson.
Myndskreytt af Erlu Sigurðardóttur.
Mánabergsútgáfan, 1997 - 36 bls.
GUÐJÓN Sveinsson heldur upp
á 30 ára rithöfundarferil sinn með
útgáfu þessarar bókar. Guðjón hef-
^ ur sent frá sér margar eftirminni-
legar barna- og unglingabækur á
þessum ferli sínum og má þar nefna
„Ört rennur æskublóð" sem var á
sínum tíma brautryðjendaverk þar
sem íjallað er um innri átök ungl-
ingspilts. Flestir muna þó líklega
eftir Glaumbæjar-fjölskyldunni sem
kom brosi út á mörgum andlitum.
Sagan, sem nú markar þetta af-
mæli, kom áður út árið 1983 og
verður að segjast að hún hefur elst
BOKMENNTIR
T r ú m á I
SÖGURÚR GAMLA
TESTAMENTINU
Endursögn: Geraldine McCaughre-
an. Þýðing: Vilborg Dagbjartsdóttir.
Myndskreyting: Anna Cynthia Lepl-
ar. Útgefandi: Mál og menning 1997,
120 síður.
HÉR leggja þijár listakonur sam-
an í gerð bókar, og af tilvitnunum
sézt, að þær ganga til verksins í
þeim kærleika er þær eiga mestan.
Þær minna mig á móður, sem er
að búa barn sitt til langferðar, rétt-
ir því dýrasta djásnið úr „pússi"
sínu og segir: Lærðu að virða, nema
af, og þræddu stiginn er það bend-
ir. Skildu aldrei við þig, fyrr en þú
réttir barni er þú annt, því aðeins
hrein barnssál getur borið það móti
skini nýrra morgna.
Listakonurnar sækja efnið í
vel. I sögunni er lýst gamaldags
verkaskiptingu þar sem mamma er
heima og hugsar um börn og bú.
Pabbi er hins vegar kennari sem
lítið kann til búsverka en er þeim
mun spenntari
fyrir sjónvarpinu
og því sem er að
gerast í þjóðlíf-
inu. Gert er góð-
látlegt grín að
vanda pabbans
sem þarf að
sinna börnunum
sínum eina
Guðjón kvöldstund með-
Sveinsson an marnma fer í
síld.
Sögumaður er Kalli sem er að
verða sex ára. Systir hans heitir
Guðrún og er um það bil ársgöm-
ul. Þegar mamma fer af bæ þarf
pabbi að annast börnin sín en þar
sem Gunna er fljót að sofna eru
samskiptin aðallega milli feðganna.
Kalli vill fá athygli en pabbi vill frá
gullahirzlur Gamla testamentisins,
segja á ný þær frásagnir er hrifið
hafa þær mest, allt frá sögunni um
sköpun heims til væntingar manna
um Messías. Síðustu setning bókar:
„Sagan af manninum sem kom -
Jesús frá Nasaret - fyllir heila bók
sem heitir Nýja testamentið." tek
eg sem fyrirheit um að framhalds
sé að vænta, - og bíð spenntur.
Biblíusögurnar, gömlu, hrifu
okkur börnin flest, og voru þær
langt í frá svo sparibúnar sem þess-
ar. Því er það von mín, að nú muni
þær fá fleiri til þess að nema stað-
ar, hlusta, grunda vízku genginna
kynslóða. Hún er meitluð og fægð
af sagnaþulum aldanna um spurn-
ina miklu: Stöðu mannkyns gagn-
vart skapara sínum, hver tilgangur-
inn er með þátttöku okkar í ævin-
týrinu líf?
Um 30 sagnir eru valdar til birt-
ingar. Biblíutextinn er skráður á
spássíu, en endursögnin síðan birt
sem aðalmál. Lík uppsetning og
frið til að horfa á allt sem hann
má ekki missa af í sjónvarpinu.
Hann pirrast mjög á syni sínum sem
heldur fast við það loforð að pabbi
lesi fyrir hann.
Á ýmsu gengur í samskiptum
þeirra feðga og eru frásagnirnar
bráðskemmtilegar og lifandi. Strák-
ur gerir allt sem hann getur til að
vekja athygli pabba á sér og að
lokum tekst það og allt verður gott
í sögulok.
Guðjón er góður sögumaður og
er einstaklega vel lagið að skrifa
kímnar sögur sem segja frá atvikum
sem eru launfyndin fremur en bein-
Iínis hlægileg. Myndir Erlu eru mik-
il prýði fyrir söguna. Þar haldast í
hendur lýsingar á viðburðum sög-
unnar og myndskreytingar sem
undirstrika atburðina. Þessi endur-
útgáfa er vel til fundin og er Guð-
jóni óskað til hamingju með rithöf-
undarafmælið.
ræðusafna, margra, en sá munur
þó á, að hér er ekki um þynnku
útleggingar að ræða, heldur endur-
sögn kjarna sagnanna, hann dreg-
inn fram og baðaður ljósi. Víst er
Geraldine McCaughrean þekkt fyr-
ir endursagnir gamalla sagna
heimsbókmenntanna, og eins og
svo oft áður fer hún hér á kostum
sem fáir leika eftir. Það var því
við hæfi að veija til þýðingarinnar
einn af verðlaunahöfundum ís-
lenzkrar tungu. Taktslög þeirra
hreinlega óma á síðum bókar. Og
ekki skulum við gleyma mynd-
skreytingunum. Önnu tekst svo
listavel, að sögurnar, margar,
dansa um sviðið. Eg bendi á síðu
10 og 11, þar sem aldingarðinum
Eden er lýst; nú eða 103, þar sem
Elía, spámaður, ekur eldvagni til
himins; og ..., og ...
Bók sem útgáfunni er til mikils
sóma, í engu til sparað.
Sig. Haukur
BOKMENNTIR
Barnabök
NORNIN HLÆR
eftir Jón Hjartarson.
Fróði, 1997 - 119 bls.
SÖGUSVIÐIÐ er Reykjavík nú-
tímans. Aðalsöguhetjurnar eru
tvær telpur, Gunnur og Sara, sem
eru sjö ára perluvin-
konur. Pabbi á í mesta
basli með að hemja
þær þegar Sara fær
að gista hjá vinkonu
sinni en með harðfylgi
tekst honum þó að
koma þeim í ró. En
ævintýrin byija fyrir
alvöru þegar þær vin-
konumar fara í felu-
leik úti eftir kvöldmat
og fela sig svo ræki-
lega að auglýst er eft-
ir þeim og sendir út
björgunarleiðangrar
til að reyna að hafa
upp á þeim, foreldrum
og aðstandendum til
mikillar skelfingar.
En þær stöllur voru ekki týndar
heldur höfðu þær fundið sér af-
drep hjá norninni Albínu sem býr
í skrýtnum kofa og allir eru
hræddir við af því hún er talin
göldrótt. Albína er hins vegar
bara gömul kona þótt ekki geti
hún talist venjuleg. Þær stöllur
Gunnur og Sara eru hins vegar
ekkert hræddar við þá gömlu og
fara með henni í ímyndaðar sigl-
ingar um heimsins höf og komast
að því að þykjustuveröldin er bráð-
skemmtileg. Einnig kennir Albína
þeim dans sem skapar öfund þeim
sem fá að sjá.
Höfundi er vel lagið að skapa
sérkennilegar gamlar konur og
má þar nefna frábæra ömmu Pál-
ínu úr sögu hans Snoðhausar. Þó
er Albína ennþá skrýtnari og um-
hverfið telur að hún sé geggjuð
og jafnvel hættuleg en áður fyrr
hefði hún líklega aðeins verið talin
sérvitringur. Samspil telpnanna og
gömlu konunnar er vel unnið og
þær stuttu eru svo ákveðnar í því
að gleðja gömlu konuna að þær
hrífa með sér hina krakkana og
fá þá til að vera með og aðstoða
hana við innkaup.
Auðvitað hafa þær líka
gaman af því að telja
krökkunum trú um að
hún sé rammgöldrótt
og þær séu umboðs-
menn nornarinnar og
ráði hvaða göldrum
verði beitt.
Sagan er kímin og
full af glensi og
fyndnum uppákom-
um. Stelpurnar halda
hlutaveltu fyrir svöng
börn en langar svo að
nota ágóðann í eigin
þágu þar til þeim er
leitt fyrir sjónir hvað
sé rétt og rangt í þeim
efnum. í gegnum glensið í kring-
um Albínu skín samt viðhorf nú-
tímans til gamals fólks sem helst
þarf að setja í (eða á) Dvala, dval-
arheimili fyrir aldraða. Enginn
treystir sér til að hafa þá sem
gamlir eru og þegar húsið hennar
Albínu stendur í vegi fyrir hol-
ræsaframkvæmdum þarf ekki að
spyija að leikslokum.
Myndir Brians Pilkingtons eru
gamansamar en hann mætti gjarn-
an vinna andlitin betur og leyfa
hveiju barni að hafa sín sérkenni.
Stelpurnar og Albína hafa sín sér-
kenni á kápumynd sem er mjög
vel unnin en í sögunni sjálfri er
hver öðrum líkur.
Sigrún Klara Hannesdóttir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Skin nýrra morgna
Jón
Hjartarson
Nýjar bækur
ÁRNI Guðmundsson æskulýðsfulltrúi og Guðmundur Ási Tryggva-
son, formaður æskulýðsráðs, afhenda Bryndísi Björgvinsdóttur
og Auði Magndísi Leiknisdóttur rithöfundum blóm og viðurkenn-
ingu fyrir barnabókina Orðabelgur Ormars ofurmennis.
Myndasögur
• BARNABÓKIN Orðnbelgur
Ormars ofurmennis er eftir tvær
.' fimmtán ára stúlkur úr Hafnar-
fírði, Auði Magndísi Leiknisdóttur
og Bryndísi Björgvinsdóttur.
Ormar ákveður að skrifa smá-
sögur sér til dægrastyttingar í
sumarbústaðarferð. Til að æfa sig
í stafrófinu tengir hann hveija
þeirra ákveðnum staf og útkoman
^ verður fullur orðabelgur af kostu-
w legum sögum.
Æskulýðsráð Hafnarfjarðar
veitti stúlkunum viðurkenningu
nýlega fyrir bókina og eru þær
yngstu rithöfundar bæjarins. Með
þessari viðurkenningu er verið að
sýna velvilja og hvetja fleiri ung-
menni til dáða.
Utgefandi er Mál og menning.
Bryndís skreytti söguna teikning-
um oggerði kápumynd. Bókin er
75 blaðsíður, prentuð íGrafík hf.
ogkostar 1.390 krónur.
BOKMENNTIR
S ö g u r
5 MÍNÚTNA KISUSÖGUR
FYRIR HÁTTINN
Myndskreyting: Peter Stevenson.
Texti: Geoffrey Cowan, Alison
Galloway, Douglas Hague, Barbara
Hayes, Julie West og Tim L. West.
Þýðing: Jón Haukur Brynjólfsson.
Útgefandi: Skjaldborg ehf.
1997 - 96 síður.
MYNDSKREYTINGAR Steven-
sons eru meistaralega gerðar, það
er vorangan frá leikvelli bernsk-
unnar sem mætir þér á hverri síðu.
Hann hefir valið að leiða ketti um
sviðið, í stað barna, en þeir tala
mál manna; klæðast fötum manna;
hegða sér sem prúðum börnum
sæmir.
Yngri hefði eg látið segja mér
oftar en einu sinni, að eg gæti
orðið hrifinn af köttum, slíkan við-
bjóð og hræðslu sem urðarkettir
æskuslóðar sáðu í hug mér, svo
köttur þýddi þar: Herfileg mistök
skaparans! En Stevenson hefir lag
á að gera kettina svo aðlaðandi
og skemmtilega, að eg horfi á
kisulórurnar sem ærslafull kríli að
leikjum sem eg hrærðist í sem
barnið, - þær bjóða mér upp í
dans, og eg svíf á gleðispori með
þeim. List Stevensons er meiri en
aðeins að hrífa mig, við hlið mér
er mýsla, - froskur, - fiskur, -
moldvarpa og vera á flugvæng, og
ætti nú öllum að vera orðið ljóst,
að þetta eru ekki neinir venjulegir
kettir, því flest okkar,' sem eg hefi
verið að telja upp, myndu gera
krók á leið framhjá slíkum. Hafi
útgáfan þökk fyrir að kynna okkur
list þessa manns, því hún mun
sannarlega gleðja margt barnið,
ekki einu sinni, heldur oft.
Víst hefði eg viljað, að textinn
hefði hrifið mig á sama hátt og
myndirnar, en því miður var svo
ekki. Hópvinna höfunda minnti
mig á helgar-vinnuferð í sumarbú-
stað, þar sem forskriftin er: Það
þarf að koma þessu af!
Stundum, sjá síðu 57, er eins
og texti og mynd nái engum takti,
og að mér læðist, af fullyrðingum
á kápusíðum, að sögur hafi stolizt
úr bók. Skilji enginn mig svo, að
textinn sé þrugl, nei, hann er vissu-
lega mjög svo þokkalegur, en hann
þolir samt engan samanburð við
frábærar myndir bókarinnar.
Jón Haukur hefir vandað sig við
þýðinguna og tekizt vel, þó hann
fái mig ekki til að „elska fótbolta"
(28); telji mér heldur ekki trú um
„að sýna sig“ og að sýnast sé eitt
og hið sama. (62). Á slík pen-
naglöp hefði eg ekki minnzt, nema
af því, að hann kann mjög vel til
verka, mál hans lipurt og skýrt.
Bók, sem börn, foreldrar, ömm-
ur og afar munu skoða og lesa,
þar til spjöld ein eru eftir.
Sig. Haukur
Nýjar bækur
• SUNDUR & saman er sjálfstætt
framhald af bókinni Allt í sleik sem
kom út í fyrra.
„Bókin fjallar um krakka og ungl-
inga og sýnir inn í heim venjulegra
nútímaunglinga í Reykjavík. Tekið
er á samskiptum eða samskiptaleysi
foreldra og unglinga" segir í kynn-
ingu.
Bókin er 130 bls. Kápu hannaði
SumarliðiE. Daðason. Prentun: Ás-
prent/POB á Akureyri. Verð: 1.990.
• GÆSAHÚÐ er draugasaga fyrir
krakka og unglinga á aldrinum
10-15.
Aðalpersóna sögunnar er ung
stúlka, Lilja, sem passar lítinn dreng
eitt kvöld hjá vinafólki. En margt
undarlegt gerist þetta skrítna kvöld.
Hvað eru tveir hundrað ára gamlir
draugar að gera í húsinu?
Bókin er 92 bls. Kápu hannaði
Sumarliði E. Daðason. Prentun: Ás-
prent/POB á Akureyri. Verð 990 kr.
0 KRAFTA VERKIÐ fjallar um
Maríu og Þór, sem eru 6 ára gamlir
vinir. María lendir í slysi rétt fyrir
jólin og er vart
hugað líf. Þá fær
Þór Guð í lið með
sér til að bjarga
Maríu vinkonu
sinni.
Bókin er 30
bls. Myndskreyt-
ingar eru eftir
Sölva H. Ingi-
mundarson,
myndlistarmann.
Prentuð í prentsmiðjunni Odda í
Reykjavík. Verð: 880 kr.
Höfundur allra bókannaer Helgi
Jónsson. Dreifingu annast íslenska
bókadreifingin, Síðumúla 21.