Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR Hvað er FAAS? FAAS er félag áhugafólks og að- standenda Alzheim- erssjúklinga og ann- arra minnissjúkra. Fé- lagið var stofnað árið 1985. Það hefur að markmiði sínu að gæta hagsmuna skjólstæð- inga sinna, efla sam- vinnu og samheldni að- standenda m.a. með fræðslufundum og út- gáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og al- mennings á þeim Guðrún K. vandamálum sem Þórsdóttir sjúklingar og aðstand- endur þeirra eiga við að etja. Alz- heimerssamtökin eru landssam- tök. Alzheimerssjúkdómurinn og aðrir minnissjúkdómar hafa verið nefndir elliglöp eða heilabilun (dementia). Aðaleinkennið er hægt vaxandi minnisleysi, einkum er varðar skammtímaminni og því er Talið er að 1.300 til 1.800 manns hérlendis, segir Guðrún K. Þórs- dóttir, fólk 65 ára og eldra, þjáist af Aiz- heimerssjúkdómnum. jafnframt oft talað um minnissjúk- dóma. Alzheimer er tiltölulega algeng- ur sjúkdómur, sem einkum leggst á eldra fólk, en dæmi eru um að fólk á fimmtugs- og sextugsaldri fái þennan sjúkdóm. Nákvæmar upplýsingar um tíðni sjúkdómsins hér á landi liggja ekki íýrir en talið er að 1.300 til 1.800 manns, 65 ára og eldra, þjáist af Alzheimerssjúk- dómnum. Flestir Alzheimerssjúklingar og aðiir minnissjúkir búa í heimahús- um og njóta umönnunar maka, bama og annarra aðstandenda. Aðstandendur og fjölskylda sjúk- lings eiga oft erfitt með að stand- ast það mikla álag sem fylgir því að annast minnissjúkan einstak- ling. Þó má segja að með þekk- ingu á gangi sjúkdómsins og ein- kennum sé oft hægt að draga úr eða koma í veg fyrir kvíða, óör- yggi og örvæntingu aðstandenda. Félagið hefur milligöngu um lán á tímaritsgreinum, bókum og myndböndum er fjalla um Alzheimer og aðra minnissjúk- dóma. FAAS hefur gefíð út bæk- linginn „Umönnun fólks sem þjá- ist af heilabilun" og stóð að útgáfu bókar- innar „Þegar á reyn- ir“. A næstu dögum mun koma út bókin „KAREN - í viðjum Alzheimer", en félagið stendur að útgáfu hennar. „Þetta er saga af lækninum Karen Sofie Mörstad og baráttu hennar við Alzheimerssjúkdóm- inn. Bókin er tilraun til að lýsa þjáningunni frá sjónarhóli mann- eskju sem haldin er sjúkdómnum og jafn- framt viðbrögðum hennar nánustu við því hvernig hún smám saman á nokkrum ár- um hverfur þeim sjónum." Þannig byrjar höfundur, Helja Solberg, bókina. Þessi bók var gefin út í Noregi 1996 og vakti mikla athygli þar. Jón Snædal, öldrunarlæknir, skrifar formála að bókinni, og í bókarlok er viðtal við Knut Enge- dal prófessor, einn fremsta sér- fræðing Norðmanna um Alzheimerssjúkdóminn. Það er von okkar hjá FAAS að þessi áhrifamikla saga auðveldi mörg- um að fást við vandann sem við er að glíma. Því meira sem vitað er um sjúkdómsferlið og við hverju má búast, þeim mun betur standa sjúklingar og aðstandendur þeirra að vígi við að láta sjúkdóminn ekki buga sig. Félagið býður aðstandendum minnissjúkra, sem eru með sína heima og komast lítið frá, heima- stuðning. Alzheimerssamtökin hafa fólk á sínum vegum með reynslu á þekkingu á minnissjúk- dómum sem er tilbúið að leysa aðstandendur af, á heimili við- komandi, um lengri eða skemmri tíma. Reglulegir fræðslufundir eru hjá FAAS yfir vetrarmánuðina og er hægt að fá upplýsingar um þá í síma 587-8388 og 898-5819. Þar er jafnframt hægt að skrá þátttöku í félagið og nálgast minningarkort þess. Bréfsími félagsins er 587- 8333. Eins og fram kom í fjölmiðlum landsins 19. nóvember sl. gaf Pét- ur Símonarson, ævintýi-a- og hug- vitsmaður, Alzheimerssamtökun- um húseign sína að Austurbrún í Reykjavík til minningar um konu sína, Fríðu Ólafsdóttur ljósmynd- ara. Ósk Péturs var að húsið gæti nýst félaginu og skjólstæðingum þess sem best. Húsið þarfnast mikils viðhalds áður en nokkur starfsemi getur hafist þar og er það von félagsins að fyrii-tæki, fé- lagasamtök og hið opinbera sjái sér fært að styðja Alzheimerssam- tökin í því að gera húsið upp og hefja starfsemi í því fyrir minnis- sjúka sem fyrst. Avísanareikning- ur FAAS er í SPRON við Skóla- vörðustíg og er nr. 8841. Öll fram- lög eru vel þegin. Höfundur er framkvæmdastjóri FAAS. filodcnó SOKKABUXUR SEM MÓTA LÍKAMANN ÞÚFBNNUR MUNINN ■-------------------------------- SLIMUP utsölustaðir. HagkaupSkeifen,HagkaupKnnglan, Jan Hagkaup Akureyri, Fjarðarkaup og í flestum apótekum. "■ V Uvll LÍFEYRISSJÓÐUR VELJIÐ FYRIR 1. DESEMBER Barnakuldaskór Loðfóðraðir. St. 25-34, mjög vatnsheldir. Rauðir og bláir. Verð frá kr. 3.990. Smáskór Sjóðfclagar sem kjósa að færa sig úr B-dcild sjóósins í A-deild þurfa að tílkynna sjóðnum þá ákvðrðun sína fyrír 1. desember 1997. Skrifstofa sjóðsíns verður opin: Föstudaginn 28. nóvember kl. 08:05 - 19:00 Laugardaginn 29. nóvember kl. 10:00 - 16:00 Sunnudaginn 30. nóvember kl. 13:00 - 16:00 Upplýsingasímar: 560 4400, 560 4441, 560 4444 og 560 4458. Fax: 562 8445. LÍFEYRISSJÓÐUR STARFSMANNA RÍKISINS Laugavegi 114, 150 Reykjavík. Öðruvísi aðventukransar Full búð afnýjum gjafavörum Allar skreytingar unnar af fagrnönnum Sjón er sögu rfkari blómaverkstæði INNA* Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 90901 fsláttur r Gouda 26% í apakkninguin á tilboði í næstu verslun kostaði áður 740 kr. v kostar núna 592 kr. sparar 148 kr. á kíló Smjöb^ S -1 'W ú rtíbvvWjjf&MjBi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.