Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 5 7 ■
I
I
I
►
►
>
)
)
I
í
►
J
I
I
>
i
I
I
i
I
MINNINGAR
JÓHANNA
MA TTHÍASDÓTTIR
+ Jóhanna Matthí-
asdóttir fæddist f
Reykjavík 27. júh'
1930. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 18. nóvember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Matthías Kjartans-
son, f. í Presthúsum
5.12. 1902, og Jó-
hamia Eina Guðna-
dóttir, f. í Hafnarfirði
30.9. 1904.
Jóhanna giftist
Ólafi Andrési Guð-
mundssyni 1949. Þau
slitu samvistir. Dóttir þeirra er
Matthildur Ólafsdóttir, f. 18.8.
1948. Börn hennar eru: 1) Ingólf-
ur Guðbrandsson, f. 31.12. 1966,
sambýliskona hans er Ruth Öm-
ólfsdóttir. Barn Ingólfs er Anna
Margrét, f. 2.12. 1990. 2) Lilja
Ljósbjörg, f. 15.3.
1972, börn hennar
eru Aron Andri, f.
23.9. 1989, og Hlynur
Snorri, f. 10.1. 1996.
Dóttir Jóhönnu, Mar-
yann Thomas, f.
1955, lést í frum-
bernsku. Sonur Jó-
hönnu er Vilhjálmur
Einar McDonald, f.
27.8. 1961. Faðir
hans er George R.H.
McDonald.
Jóhanna starfaði á
Keflavíkurflugvelli,
hún var starfsmaður
Eimskips bæði sem þerna á skip-
um félagsins og í mötuneyti í
Sundahöfh. Sfðastliðin 17 ár starf-
aði hún á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Utför Jóhönnu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur,
þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku Hanna amma er dáin. Svo
hratt hefur allt gerst síðustu vik-
urnar að ég átta mig varla á því að
hún sé farin. Fyrir tveimur mánuð-
um var amma heima í fullu fjöri að
ég hélt, en þá var hún búin að vera
veik heima án þess að kvarta, fyrir
utan eitt skipti að hún nefndi við
mig að hún væri svo slæm í baki að
hún gæti ekki setið. Ég sagði við
hana svona í gríni að ef bíllinn bilaði
þá færi ég með hann á verkstæði og
það sama gilti um okkur, við færum
til læknis. Ekki óraði mig fyrir að
amma væri svo veik og ætti svo
stutt eftir.
Ég hélt í höndina á ömmu á dán-
arstundu og þá fór svo margt í
gegnum hugann. Ég man svo vel
þegar hún sendi mér bréf og nammi
í sveitina þegar ég var sjö ára gam-
all og alltaf var jafn spennandi þeg-
ar hún kom heim frá útlöndum þeg-
ar hún var þerna á skipum Éim-
skips. Oft fór ég til ömmu í mötu-
neytið í Sundahöfn þegar ég var að
PÁLMI
KRIS TJÁNSS ON
+ Pálmi Kristjáns-
son var fæddur í
Hvammi í Þistilfirði
20. júní 1933. Hann
andaðist á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
mánudaginn 17.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sveinbjörg
Pétursdóttir, f.
1895, d. 1963, og
Kristján Einarsson,
f. 1875, d. 1966,
bóndi á Hermundar-
felli. Pálmi var
yngstur systkinanna
sem alls voru níu er lifðu til full-
orðins ára. Þar af þrjú alsystk-
ini og sex hálfsystkini. Hálf-
systkini Pálma, börn Kristjáns
og Guðrúnar Pálsdóttur, voru:
Þórdís, f. 1901, Páll, f. 1909, og
Einar, f. 1911. Börn Sveinbjarg-
ar og Steinþórs Pálssonar eru:
Þórhallur, f. 1914, d. 1986, Frið-
björg, f. 1917, og Steinunn
Sessilía, f. 1921. Sveinbjörg og
Kristján eignuðust þrjú börn:
Lilju, f. 1929, Fjólu, f. 1931, d.
1975, og Pálma.
Pálmi giftist Elsu Georgsdótt-
ur 1956, en þau slitu samvistir
árið 1985. Börn þeirra eru: 1)
Sveinbjörg Fjóla
Pálmadóttir, f.
1957, sambýlismað-
ur hennar er Jón
Helgi Óskarsson, f.
1962. Börn hennar
eru Pálmi Blængs-
son, f. 1978, og Elís
Bergmann Blængs-
son, f. 1981. 2) Guð-
fínnur Georg
Pálmason, f. 1961,
sambýliskona hans
er Jóhanna Sigríður
Emilsdóttir, f. 1961.
Börn þeirra eru
Emil Freyr Freys-
son, f. 1982, og Trausti Guð-
finnsson, f. 1988.
Pálmi stundaði sjómennsku
mestan hluta ævi sinnar, var
þar af í allmörg ár með eigin út-
gerð frá Rifí á Snæfellsnesi.
Síðari ár vann hann við ýmis
störf tengd sjómennsku og var
m.a. um tíma á sjó með syni sín-
um og sfðast með frænda sfnum
á Þórshöfn, þar sem Pálmi átti
heimili þar til veikindi sóttu að
lionuin f ágúst f sumar.
Pálmi Kristjánsson verður
jarðsunginn frá Seljakirkju í
Reykjavík í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Þegar brott eru kvaddir þeir sem
manni þykir hvað vænst um hér í
þessum heimi virkar það eins og
nokkurs konar lömun á sál og
líkama eftirlifandi ástvina. Okkur
langar öll til að segja svo margt.
Ótal hugsanir fljúga um hugann,
en ef koma á þeim á blað verður
lítið úr verki. Hugsanir er ekki svo
gott að festa í rituðu máli. Mig
langar þó af veikum mætti að
reyna að setja hér niður nokkur
orð á blað til þess að minnast hans
Pálma, tengdaföður míns.
Þú varst einn af þeim, allt of
mörgu, sem þurfa að enda ævi sína
á baráttu við hinn illvíga og í
flestum tilfellum ósigranlega
sjúkdóm, krabbameinið. Sá
sjúkdómur, sem hjá þér var ekki
uppgötvaður fyrr en um miðjan
ágúst sl. herjaði á þig af miklum
krafti og þrátt fyrir að þú háðir
hetjulega baráttu hafði hann betur
að lokum. Eins og við mátti búast
af þér, barst þú þig alltaf vel og
reyndir fram á síðustu stundu að
bjarga þér sjálfur við alla hluti.
Við bænastund er við kvöddum
þig á Sjúltrahúsi Reykjavíkur
kvöldið sem þú varst burt kallaður
héðan fór sr. Gunnar Matthíasson
sjúkrahúsprestur með tvö vers úr
sálminum „Kallið er komið“. Mig
langar til þess að birta þessi erindi
hér:
selja blöðin og var svangur; þá fékk
ég malt og kleinu.
Amma rifjaði oft upp bolludaginn
þegar ég kom til hennar til að fá
bollu og hafði týnt strætópeningn-
um og gekk frá Hlemmi inn í Sól-
heima í brjáluðu veðri.
Alltaf stóðu dyrnar hjá ömmu
opnar fyrir mér. Hún var mér meira
sem móðir heldur en amma. Alltaf
gat ég leitað til hennar ef ég var í
vandræðum og fékk líka oft orð í
eyra ef henni fannst ég vera að gera
einhverja vitleysu. Þegar ég fór að
sigla hjá Eimskip upplifði hún upp á
nýtt þegar hún var að sigla. Hún
var að segja mér hvar ég ætti að
versla og ég ætti að skoða þetta og
hitt.
Þó ég sé orðinn þrítugur þá
spurði amma mig alltaf hvort ég
væri ekki svangur eða hvort ég
hefði borðað eitthvað þegar ég kom
til hennar. Amma vissi greinilega
hvað beið hennar því hún var búin
að kaupa jólagjafir handa barna-
barnabörnunum.
Það er skrýtið að koma í Sólheim-
ana núna og heyra ekki: „Ert þetta
þú, Ingó minn? Það er nýtt kaffi á
könnunni. Ert þú búinn að borða
eitthvað? Hvaða ferðalag er á þér?
Er Ruth með þér?“ Eg var svo
heppinn að amma fékk að kynnast
Ruth, kærustunni minni, og hún var
svo hrifin af henni. Góður guð gaf
það að amma þurfti ekki að berjast
lengi í veikindum sínum, og það var
erfið nótt þegar við vorum öll, ég,
Ruth, mamma, Lilja systir og Villi
frændi hjá henni á dánarstundu á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau, er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“
(Vald. Briem.)
Já, margs er að minnast og upp í
hugann kemur margt sem mér
hefur verið sagt frá fyrri árum,
þeim sem ég kynntist ekki. Þú
bjóst lengstan hluta ævi þinnar á
Hellissandi og Rifi á Snæfellsnesi,
en þar keyptir þú þér bát og
stundaðir útgerð í um tvo áratugi.
Okkar fyrstu kynni voru í
janúarbyrjun 1989, er ég hringdi í
þig frá íbúð Sveinbjargar og var
með mjög sérstakt og óvænt
erindi. Þú lést ekkert slá þig út af
laginu og samþykktir bón mína
strax með orðum sem ég mun seint
gleyma. Við náðum svo að kynnst
fljótlega augliti til auglitis og milli
okkar var alla tíð mjög þægilegt og
innilegt samband byggt á mikilli
væntumþykju. Mér fannst þó
okkar samverustundir vera allt of
fáar og stuttai', enda nokkuð langt
á milli heimila síðustu árin og við
ódugleg við heimsóknir. Nú
geymast góðar stundir í
minningunni.
Helgina 4.-6. júlí í sumar var
haldið íyrsta ættarmót niðja
Sveinbjargar Pétursdóttur móður
þinnar. Þetta var skemmtilegt og
velheppnað mót, þar sem saman
kom stór hluti ættarinnar. Engan
grunaði þá að ekki væri lengra
eftir.
Ég bið almáttugan Guð að hugga
og styrkja systur þínar þrjár,
börnin þín og barnabörn sem og
aðra ástvini þína.
Ég vil, hér að lokum, fyrir hönd
aðstandenda koma á framfæri
þakklæti til stai-fsfólks og lækna
deildar A7 á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur fyrir góða umönnun
og þægilegt viðmót.
Jdn Helgi Óskarsson.
M varst amma yndisleg og góð,
og allt hið mesta gafst þú hverju sinni.
Þinn traustur faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gætir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra,
nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá,
í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa.
(Ingibj. Sig.)
Elsku amma, megi algóður guð
umvefja þig ljósi og kærleika og
gefa þér frið.
Ingólfur
Guðbrandsson.
Éggræteiengengogþegi,
en grátþung er leiðin mín,
ó, stoltasta stjama á himni,
nú stari ég upp til þín!
Það var, og ég vil ekki tefja,
ég veit hvar í fjarska skín
stoltasta stjama á himni
og starir niður til min!
(Jónas Guðlaugsson.)
Aðfaranótt 18. nóv. kom kallið, þú
varst tekin burt frá okkur. Ég hélt
alltaf að þú myndir sigra þennan vá-
gest, því þú varst svo ótrúlega
sterk. Eitt það síðasta sem þú sagð-
ir við mig var að þú ætlaðir að lifa
gamlárskvöld og njóta dýrðarinnar.
Ég veit að þú horfir á dýrðina ann-
ars staðar frá og nýtur þess örugg-
lega.
Með sorgartár á kinn og trega
horfi ég til baka og rifja upp ævi
okkar. Hve yndisleg árin mín voru
með þér, hve góð þú ávallt varst,
svo þolinmóð og hlý í návist minni.
Hvað ég átti gott að eiga þig að, hve
þakklát ég er fyrir að hafa notið
góðmennsku þinnar og hjálpsemi.
Þau voru svo mörg sporin mín til
þín en öll þess virði, elsku amma
mín. Ég kveð þig með trega, ég veit
að þú ert sæl þar sem þú ert núna.
Vertu sæl, elsku amma mín.
Elsku mamma, Mac, Aron, Hlyn-
ur, Ingó, Rut, Anna, Alex og aðrir
aðstandendur, ég votta ykkur sam-
úð mína. Blessuð sé minning henn-
ar.
Lilja Ljósbjörg.
Núna þurfum við að kveðja Hönnu
langömmu, hún er farin til guðs.
Elsku amma, við söknum þín mikið
en reynum að skilja að þér líður vel
þar sem þú ert, hjá englunum á
himninum, þú verður alltaf hjá okk-
ur í huganum.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesú, að mér gáðu.
Kveðja.
Aron Andri og
Hlynur Snorri.
Kveðja til langömmu
Hjaitkær amma, far í friði
fóðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir
alvaldshendi falin ver,
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
Guð geymi þig.
Anna Margrét og
Alexandra Rut.
+
Elskuleg systir mín og mágkona,
GUÐBJÖRG MARÍA BJÖRNSDÓTTIR,
Þórsgötu 5,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt
miðvikudagsins 26. nóvember.
Margrét Björnsdóttir,
Óli J. Blöndal.
+
Ástkær eiginmaður minn,
ERLINGUR PÁLMASON
fyrrv. yfirlögregluþjónn,
Lindarsíðu 2,
Akureyri,
lést miðvikudaginn 26. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fjóla Þorbergsdóttir.
+
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
ÞORGEIR SVEINSSON,
Hrafnkelsstöðum,
Hrunamannahreppi,
Árnessýslu,
verður jarðsunginn frá Hrunakirkju laugar-
daginn 29. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á öldrunardeild Ljósheima,
Selfossi, og Sjúkrahús Suðurlands, Selfossi.
Svava Pálsdóttir,
Pálmar Þorgeirsson, Ragnhildur Þórarinsdóttir,
Hrafnhildur Þorgeirsdóttir, Guðmundur Auðunsson,
Brynhildur Þorgeirsdóttir,
Sveinn S. Þorgeirsson, Anna Ringsted,
Aðalsteinn Þorgeirsson, Margrét Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
STEFÁN ERNST PETTERSEN
verður jarðsettur frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 29 nóvember
kl. 14.00.
Aðstandendur.