Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.11.1997, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 63 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 [ Enn ein hraðfara | rokkstjarna fallin Frá Ólafi Helga Kjartanssyni: LAUGARDAGSMORGUNINN 22. nóvember síðastliðinn heyrði ég í morgunfréttum Ríkisútvarps að Michael Hutchence, söngvari fræg- ustu, vinsælustu og að sumra mati beztu áströlsku rokksveitarinnar, | INXS, hefði fundizt látinn á hótel- Iherbergi í Sydney. Pað er sorglegt þegar góðir listamenn deyja ungir, | ekki sízt er þeir falla fyrir eigin hendi. Við áttum þess kost fjögur að sjá og heyra INXS á stórgóðum hljóm- leikum í Manchester 14. júní síðast- liðinn. Það var ekkert gefið eftir. INXS hefur lengi minnst mig tölu- vert á Rolling Stones (líkt og Aero- smith). Því var kærkomið að fá að hlusta strákana flytja lög eins og ÍSuicide Blonde, Need you Tonight, Never Tear us Apart, New P Sensation og fleiri á tónleikum auk margra ágætra af Elegantly Wa- sted, sem leynir á sér. En það var þeirra síðasta plata. INXS er eða var skipuð þeim Michael Hutchence, bræðrunum Tim, gítar, Andrew, hljómborð og gítar, og Jon Fariss, trommur, Kirk Pingally, gítar og saxófónn, og J Garry Gary Bees, bassa. Hljóm- • sveitin var stofnuð í Perth í Ástralíu 1978. P Því verður ekki neitað að Michael Hutchence minnti mjög á nafna sinn Michael Philip Jagger í sviðs- framkomu og oft í söng. Reyndar hélt ég íyrst, þegar Need You To- night hljómaði í útvarpi, af plötunni Kick, þeirra vinsælustu, sem seldist í 9 milljónum eintaka 1987, að um væri að ræða nýtt Rolling Stones || iag. En þegar eyrun voru lögð við • kom í ljós að svo var ekki. Michael var þekktur fyrir kvennamái sín, P bjó með áströlsku poppstjömunni Kylie Minouge, sem var að gefa út nýja plötu um daginn, síðan með dönsku ofurfyrirsætunni Helenu Christensen og loks með fyrrum eiginkonu Bobs Geldofs, sir Bobs, Paulu Yeats, en þau eiga saman kornunga dóttur. En aftur að tónleikunum, sem haldnir voru í NYNEX Arena. Reyndar fannst þeim sem seldi mér miðana í síma í maí, einkennilegt að íslendingar væru að koma til Manchester til að hlusta á INXS og stóð við loforð sitt um góð sæti. Hljómsveitin, sem byrjaði á fullum krafti á laginu Elegantly Wasted, keyrði áfram í rúma 2 tíma og 20 mínútur, líktust þar Rolling Stones. Þeir voru dulítið sveitamannslegir í útliti, að Michael frátöldum, sem er, var, sannkallaður fagmaður, mistókst aðeins einu sinni, þegar hann sveiflaði sér í kaðli yfir sviðið, hann hikaði fyrst. Meðal laganna voru auk framan- talinna Original Sin, Listen like Thieves, Taste it og af Elegantly Wasted, Searcing, Show Me, I’m just a Man og Girl on Fire. Slíkir tónleikar mæla með sér sjálfir, áhorfendur munu hafa verið um 13 til 14 þúsund og þar á meðal nokkr- ar stúlkur á bezta aldri sem hróp- uðu nafn söngvarans hástöfum ef þær sungu ekki með. Platan Elegantly Wasted hefur hlotið fremur slaka dóma hér heima og er- lendis, sennilega vegna þess að gagnrýnendum hafa þótt aðrar hljómsveitir þróast meira. En á tón- leikum nutu lögin af henni sín afar vel. Það er alltaf gaman að sjá rokk- sveit með þrjá gítarleikara innan borðs og einn sem bregður sér á saxófón í miðju lagi. En söngvarinn bar af og þá voru engin merki þess að ævintýrið um áströlsku strákana væri komið að lokum. Ég sakna Michaels Hutchences, hann var fínn rokksöngvari, samdi að vísu lítið. Hans líkar eru sízt of margir. Nú er einn horfinn af svið- inu. Rokkið tekur því miður sinn toll. ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON, sýslumaðm- á ísafirði. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Peir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Barnaskódagar 15% afsláttur af öllum barnaskóm dagana 22.-29. nóvember. SKÓVERSLUN KÓPAVQGS Hamraborg 3. Sími 554 1754 4- Dýraglens /0-4 \£fZþ£rm EfdcJS/Err'?.. f>AO [£f&JÓU MEÐAUGUN þÍNji. ' xL2í2 Grettir Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk NO,MÁAM,I PON'T HAVE A BLANKET FOR NAP TIME.. MY BR0THER 15 THE ONLY ONE IN OUR FAMILY WITH A 8LANKET, AND I DON'T U)ANT TO END UP LIKE HIM.. /0-22 Nei, kennari, ég er ekki Bróðir minn er sá eini í fjöl- með teppi fyrir svefntím- skyldunni með teppi, og ann ... mig langar ekki til að verða „ að lokum eins og hann ... l'LL JU5T 5IT 0 '64 CONVERTIBLE.. HERE AND REAP 0 HARPTOP..BLACK ANP THE PAPER.. 1 REP INT£RI0R..$ 19,000" c YOU 5HOULP CHECK <-"L & INTO IT, MÁAM.. I c o W ] S JssilL- H Ég ætla bara að sitja Model ‘64 með felli- V hérna og lesa blaðið ... þaki... með styrkri yfir- | byggingu ... svartur og ( rauður að innan ... 1,4 millj- i ón kr.“ Þú ættir að athuga ý þetta kennari... t-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.