Morgunblaðið - 28.11.1997, Side 64
34 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Leyndardómar
kryddhillunnar
JÓLIN ERU skammt undan
og brátt mun ljúfur kryddilmur
berast um eldhús og híbýli með
jólabakstrinum. Til forna og einn-
ig í frum kristni var litið svo á
að krydd væri gjöf frá Guði, eins
og sjá má á því að vitringamir
þrír fluttu með sér reykelsi og
myrru til Betlehem. Nú hafa vís-
indin lokið upp dyrum að leyndar-
dómum kryddsins og kemur ýmis-
legt forvitnilegt í ljós. Þar sem
jurtir eru rótfastar í jarðveginum
geta þær ekki flúið óvini sína.
Móðir náttúra hefur því séð þeim
fýrir margs konar ilmríkum efna-
samböndum sem veija þær fýrir
bakteríum, sveppum og vírusum.
Þar sem örverur geta valdið sjúk-
dómum í plöntum og skemmdum
í mat, geta sömu olíur sem verja
plöntur fyrir sjúkdómum einnig
veitt manninum vöm. í kryddhill-
unni eru engin undralyf við alvar-
legum sjúkdómum heldur eru þar
ýmis efni sem geta bætt bæði
andlega og líkamlega líðan.
Kanill: þetta ilmandi krydd
hefur ekki aðeins lyfjaáhrif, það
inniheldur bakteríudrepandi efni
og er gott fyrir meltinguna.
Kryddið kom áður fýrr aðallega
frá Suðaustur-Asíu og Indónesíu
og nú Ameríku og þá er stundum
nefnt cassia. Egyptar, Kínveijar,
Indveijar, Grikkir og Rómveijar
notuðu kanil m.a. til að með-
höndla meltingartruflanir. Áhrif-
in em vegna hæfileika kryddsins
til að örva virkni trypsins sem
brýtur niður próteinið í smáþörm-
unum. Eldri rannsóknir (1966)
benda einnig til að kanill geti
örvað niðurbrot á fitu. Við upplif-
um vellíðan við ilm af nýbökuðum
kanilsnúðum. Ef gera á íbúð
heimilislega og aðlaðandi í sölu
er gamalt ráð að láta ilm af
heimabökuðu kanilbrauði líða um
íbúðina. Ilmurinn kallar fram
þægilega tilfinningu. Kanill get-
ur, hjá einstaka einstaklingum,
valdið útbrotum í húð.
Negull: Negull (-naglar) eru
þurrkaðir blómhnappar negultrés
og hefur hann verið notaður í
Kína frá því um 260 f. Kr. sem
lækningu við meltingartruflun-
um, sníkjudýrum i þörmum eins
og hringormum, við fótasveppum
og öðrum sveppasýkingum. Neg-
ulolíur er bakteríudrepandi og
hafa þær verið notaðar við tann-
pínu með góðum árangri.
Múskat: kemur upphaflega frá
Molukkaeyjum í Indónesíu. Arab-
ar fluttu múskat fyrst til Mið-
jarðarhafslanda á 12. öld. Utan
um múskathnetuna er eins konar
hlíf, mace, sem verður að kljúfa
til að komast að hnetunni. Mace
er bragðmeira en múskat. Múskat
hefur reynst vel við niðurgangi,
uppköstum og ógleði. Kryddið á
að nota hóflega, í of miklu magni
getur það valdið aukaverkunum
eins og rugli, ofskynjunum og
krampa.
Rósmarín: Til forna var mulið
rósmarínlauf látið á kjöt til að
veija það skemmdum. Talið er
að af þessum varðveislueiginleika
sé komin sú trú að rósmarín hjálpi
til að viðhalda minni. Grískir
stúdentar báru sveig úr rósmarín
á höfuð sér í prófum til að skerpa
minnið. Nútíma rannsóknir renna
stoðum undir tengsl rósmaríns
og minnis. Rósmarín hefur mjög
fjölþætta eiginleika. Það er gott
við höfuðverkjum og hefur bakt-
eríudrepandi og sveppaeyðandi
eiginleika. Rósmarin hefur góð
áhrif á meltinguna og fleiri líf-
færi og inniheldur tylft andoxun-
arefna o.fl. Rósmarín er mikið
notað í kjötrétti og á sérstaklega
vel við lambakjöt. Sem krydd
skal það notað í hófi. í olíu skal
það aðeins notað útvortist.
Salvía: Sagt er að Kínveijar
hafi með ánægju skipt við Hol-
lendinga á þreföldu magni af tei
fyrir evrópska salvíu. Salvía hefur
um aldir verið í hávegum höfð
vegna læknandi eiginleika.
Kryddið er mjög virkt gegn stap-
hylococcus aureus og er bakteríu-
drepandi. Það örvar meltingu og
styrkir þróttlítið taugakerfi og er
m.a. notað í munnskol o.fl. Þar
sem salvía inniheldur mörg sterk
efni á að nota hana í hófi.
Dill: er þekkt fyrir örveruhaml-
andi virkni og hefur um aldir
verið notuð bæði sem rotvarnar-
efni fyrir grænmeti og til að
styrkja meltinguna. Egyptar not-
uð dill til að losa um vind, Róm-
veijar tuggðu fræin til að örva
meltinguna og Kínveijar hafa
notað jurtina í lyf sín í þúsund
ár vegna mildra áhrifa. Dill slak-
ar á vöðvum í meltingarvegi og
hindrar gasmyndun. í tilrau-
naglösum hefur með olíu úr fræj-
unum tekist að hindra vöxt sýkla
eins og staphylococcus, pseudom-
onas og E coli. Þykir það benda
Margt getur leynst í
kryddhillimni, segir
Margrét Þorvalds-
dóttir, og innihald
hennar getur verið
afar forvitnilegt.
til að fræolían gæti einnig haft
áhrif á mannfólkið.
Hvítlaukur: hefur verið notað-
ur til lækninga í þúsundir ára,
Forn- Egyptar trúðu að hann
kæmi í veg fyrir veikindi og yki
þrótt. Þrælar sem byggðu pýra-
mídana borðuðu mikið af hvít-
lauk. í elstu lyfjabókum Egypta
fá því um 1550 f. Kr. segir að
hvítlaukur geti læknað 22 sjúk-
dómsvaldamál. Grískir íþrótta-
menn borðuðu hvítlauk fyrir
keppni. Kínverskir læknar notuðu
hann til að meðhöndla sýkingar
í öndunarfærum og hjartasjúk-
dóma. Rannsóknir hafa staðfest
að hvítlaukur getur drepið bakt-
eríur sem valda matareitrunum,
blöðrubólgu og hindrað sýkingu
af völdum innflúensu. Hvítlaukur
er áhrifríkastur ef hann er borð-
aður ferskur og saxaður.
Engifer: eða engiferróti hefur
frá alda öðli verið notuð bæði til
matar og lækninga, sérstaklega
í Austurlöndum. Hennar er fyrst
getið í kínverskum ritum frá því
um 3000 f. Kr. Engifer er slímlos-
andi fyrir lungu og háls. Hægt
er að koma í veg fyrir sjóveiki
með því að tyggja bita af engifer-
rót. Hún hefur örvandi áhrif á
hjartað og blóðrásina og er engi-
ferbað gott við hand- og fóta-
kulda. I kínverskum grasalækn-
ingum er fersk engiferrót talin
við kvefi og þurrkuð henti betur
truflunum í öndunarfærum og
meltingarvegi.
Fenugreek: hefur verið notað
til bragðauka og sem lyf frá því
í fornöld. Arabar ristuðu fræin
og notuð sem „kaffi“. Plantan er
sögð bjóða upp á áhugaverða
áhrif vegna steroidal saponins
sem líkjast mjög kynhormónum
líkamans. Alþýðuspekin áleit það
því vera aphrodisiac - kynörv-
andi. Fenugreek eykur mjólk hjá
mjólkandi mæðrum. Kínveijar
ráðlögðu það við getuleysi og það
þykir gott við svita á breytingar-
skeiði og þunglyndi. Mulin fræð
þykja góð í heita bakstra við gigt-
arverkjum. Fræin innihalda víta-
mín, steinefni og kalk. Þau eru
oftast notuð í karríblöndur og í
rotvamarefni. Vanfærar konur
ættu ekki að nota fenugreek.
Höfundur er bluöamnður.
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Ofurkonur
ÉG VAR að lesa áskorun
saumaklúbbs í Velvak-
anda, „Kaupið ekki glans-
tímarit um ofurkonur". Að
vissu leyti hafa áskorendur
mikið til síns máls - án
þess að ég fari nánar, sem
amma, út í þá sálma. Mál-
ið hefur bara fleiri fleti.
Þegar kvennabaráttan
hófst á sínum tíma með
öllum sínum áróðri - kon-
ur sópuðust út á vinnu-
markaðinn, í stað þess að
vera til staðar heima, sköp-
uðu þær láglaunastéttina.
ísland í dag er láglauna-
land. Kannski getur ofur-
konan breytt þessu þótt
hún fái sameinaða sauma-
klúbba landsins á móti sér,
enda eru konur konum
verstar. Hvað glanstímarit
og nútímaævisagnaritun
snertir, þá gleður það mig
meir að lesa fráagnir fólks,
hvort sem er í tímaritum
eða ævisögum, sem gefa
mér góða fyrirmynd, líkt
og ævisögur og bíómyndir
á mínum uppvaxtarárum,
en þessi andlega laxering
sálarinnar í glanstímarit-
um og ævisögum í dag -
þar sem höfundamir opin-
bera annaðhvort sín eigin
vandamál eða hnýta í ná-
ungann án nokkurrar mis-
kunnar við aðstandendur,
til að seljast, sem reyndar
vitnar um andlegt ásig-
komulag kaupenda.
Guðrún Jacobsen.
Bræðurnir
FYRIR löngu eignaðist
pabbi Ríki tvo syni, sem
voru tvíburar og voru þeir
látnir heita Palli Póstur
og Siggi Sími. Þeir voru
samrýndir mjög og unnu
mikið saman. Seinna fór
að halla á Palla Póst svo
Siggi Sími varð að koma
til skjalanna og leggja út
fyrir bróður sinn, en það
gerði ekkert til því þeir
voru nú einu sinni tvíbura-
bræður.
Nú líða fram stundir og
allt gengur vel, en þá fara
einhveijir hjá Sigga Síma
og vinir þeirra að sjá að
við svo búið má ekki
standa. Eitthvað væri nú
nær að þeir högnuðust
sjálfir á þessu, en að vera
að halda Palla Pósti uppi.
Byijað var á að láta
pabba Ríka afsala sér yfir-
ráðunum yfir tvíburunum.
Pabbi Ríki hafði fyrir
margt löngu látið gamal-
menni og öryrkja hafa fría
síma, en þannig óhóf var
ekki hægt að líða, sögðu
nýju eigendumir og var því
snarlega klippt á þá „ölm-
usu“. Nær væri að „Yfirlið-
ið“ fengi hærra kaup.
Meira að segja svo hátt
að undirliðið mátti ekki
vita hversu mikil hækkun-
in væri, svo það færi ekki
að gera uppsteit.
Liðið hjá þeim bræðram
hafði stofnað starfs-
mannafélög, en eitthvað
þótti „sumum“ þau vera
að gera sig breið, svo nú
var farið í að búta þau
sundur og bjóða smáhóp-
um aðild að öðram félög-
um, til þess eins að draga
úr þeim allan mátt. Þetta
gekk nokkuð vel, sérstak-
leg hjá Sigga Síma, þannig
að Aðalfélagið var orðið
svo fámennt að það mátti
sín lítils í kjarabaráttunni,
og að lokum var því úthýst
úr húsi vinnuveitanda.
Einnig var reynt að
stemma stigu við að nýtt
og yngra starfsfólk fengi
sömu réttindi og þeir eldri
höfðu í lífeyrissjóðum.
Þetta átti auðvitað allt að
vera til bóta. En fyrir
hvern haldið þið? Þegar
líða tók á sumar kom ný
„tilskipun" frá herforingj-
aráðinu, en hún er sú að
„ef þú ætlar að taka fríið
þitt með haustinu eða í
vetur“, eins og getur verið
þægilegra fýrir suma, þá
erum VIÐ búnir að þurrka
út vetraruppbótina, sagði
á snepli einum sem sendur
var úr „herbúðunum".
Einnig er harðbannað að
geyma fríið fram á næsta
ár.
Svona tittlingaskít þarf
nú ekki að ræða við einn
eða neinn.
Hér áður fyrr þótti þeim
bræðram eðlilegt að end-
urmennta fólkið sitt á alls
konar námskeiðum og með
fyrirlestrum, að ég tali nú
ekki um skólann, sem fólki
stóð til boða að fara í. Nú
eru aðrir tímar, ef einhvem
langar að vita meira og
verða hæfari í starfi, þá
skal hann sko borga brús-
ann sjálfur. Dæmi: Ef
starfsmann hjá Sigga
Síma langar að vita eitt-
hvað um símtæki og önnur
tæki, sem seld eru hjá fyr-
irtækinu, skal hann borga
sjálfur fyrir að fá að vita
um þau, svo hann geti
frætt tilvonandi viðskipta-
menn um vaminginn.
Þriggja tíma tilsögn í
þessu fagi kostar bara
3.000 krónur fyrir mann-
inn. Nú, ef þig langar til
að geta hjálpað samstarfs-
manni þínum í nauð, segj-
um að hann hafí verið
stunginn með hnífi í inn-
broti, þá ættir þú auðvitað
að kunna að stoppa blóð-
rennsli. Svo honum blæði
ekki út. Námskeið í slíkri
tilsögn kostar litlar 12.000
krónur. En hvað gerir
maður ekki fýrir vinnuveit-
andann.
Nýjasta bomban hjá
Sigga Síma kom svo þegar
hækka átti gjöldin svo
mikið að fólk trúði varla
sínum eigin eyram.
Að vísu var Palli Póstur
búinn að hækka svo, að
sumir sem nota þá þjón-
ustu sáu sér ekki fært að
nota hana lengur. En verra
var þetta með Sigga Síma,
því án hans þjónustu geta
fáir verið.
Nú fer að líða að lokum
fyrsta kafla sögunnar en
um áramótin byijar annar
kafli og hvernig hann verð-
ur, það má guð vita.
Angela Baldvins.
Dýrahald
Bröndóttur fress
týndur
BRÖNDÓTTUR fresskött-
ur með hvíta bringu og
hvítar loppur, ómerktur,
týndist frá Suðurgötu 4.
Þeir sem hafa orðið varir
við hann hafi samband við
Guðjón Petersen í síma
562 2762.
Hlutaveltur
ÞESSAR duglegu stúlkur söfnuðu með tombólu kr.
1.240 til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Saga
Ýr Kjartansdóttir og Auður Sif Jónsdóttir.
COSPER
reisi fuglahræðuna við.
Víkveiji skrifar...
HVER vill fá „lygatilboð" inn
um bréfalúguna heima hjá
sér? - og það „sjóðheitt“ í ofaná-
lag. Eitt slíkt fékk Víkveiji inn um
lúguna á dögunum frá pizzugerð
Jóns Bakan í Gnoðarvogi. Lygatil-
boð er lítils virði og Víkveiji tekur
lítið mark á slíku tilboði.
Hér mun vera um að ræða held-
ur undarlega notkun íslenzks máls.
Án þess að Víkveiji hafí kannað
það, dettur honum þó helzt í hug
að hér sé alls ekki um „lygatilboð"
að ræða, heldur tilboð, sem er lygi-
legt, svo gott að menn trúa vart
sínum eigin eyrum eða augum þeg-
ar þeir lesa miðann. Þetta er því
svolítil áminning um að menn noti
íslenzkt mál rétt. Lygatilboð er til-
boð, sem menn eiga alls ekki að
taka neitt mark á. Hins vegar getur
verið harla lygilegt, að lygatilboð
sé gilt.
^^ÝLEGA fór kunningjakona
Víkveija í pósthús, sem í
sjálfu sér er ekki í frásögur fær-
andi, ef erindið hefði ekki verið
að skila pósti til burtflutts ná-
granna, sem borizt hafði í stríðum
straumum. Konan vissi ekkert um
nýtt heimilisfang nágrannans
fyrrverandi og því hugkvæmdist
henni ekkert annað en skila póst-
inum á næsta pósthús.
Þegar hún kom á pósthúsið,
sem er næst vinnustað hennar
(103), benti afgreiðslumaðurinn
henni á að hún væri að skila þessu
í vitlaust pósthús, hún ætti að
fara með póstinn í pósthús við-
komandi (101). Kunningjakonan,
sem taldi sig hafa gert skyldu
sína, ekki skipti máli, hvert póst-
húsið væri, spurði í sakleysi sínu,
hvort Póstþjónustan hefði ekki
innanhússpóst og hvort pósthús
103 gæti ekki bjargað þessu fyrir
sig. Nei, fyrirtækið hefur engan
innanhússpóst, svaraði afgreiðslu-
konan, sem eftir mikið japl, jaml
og fuður féllst þó á að taka við
póstinum. Hún áréttaði þó að
kunningjakonan hefði átt að fara
með póstinn í pósthús 101 í stað
103.
Það er meira en lítið skrítið ef
Póstþjónustan hefur engan innan-
hússpóst og getur því ekki sent
milli pósthúsa sendingar, sem ekki
komast til skila. Kannski skortir
þarna á einhveija þjónustulund í
fyrirtæki, sem verið hefur ríkis-
fyrirtæki í áratugi og er ekki búið
að átta sig á því að það er að
verða einkafyrirtæki, sem á að
sýna þjónustulund, vilji það hrein-
lega lifa samkeppni af.