Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 65

Morgunblaðið - 28.11.1997, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 65 IDAG BBIDS Umsjón Guómundur Páll Arnarson VESTUR fékk tækifæri á óvenju glæsilegri vörn í spili •dagsins, sem er frá Reykja- víkurmótinu í tvímenningi um síðustu helgi: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 976 f D4 ♦ KG10432 ♦ 102 Vestur Austur ♦ D85 ♦ 102 V K32 1 * G ♦ 986 111111 ♦ ÁD73 * KG87 ♦ ÁD9543 Suður ♦ ÁKG43 f Á1098765 ♦ -- ♦ 6 Víðast hvar varð suður sagnhafi í flórum hjörtum, sem er léttunnið spil. Sumir fóru í fimm hjörtu yfir fimm laufum AV, en það var ein- um of mikið sagt. Og einn sagnhafi endaði í íjórum spöðum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður _ 1 lauf Pass 1 tígull ** 2 lauf 2 hjörtu 3 lauf 3 tíglar 4 lauf 4 spaðar Pass Pass Pass * Sterkt lauf! ** Afmelding. Út kom lauf upp á ás og meira lauf, sem suður trompaði. Hann tók strax ÁK í spaða, síðan hjartaás og meira hjarta. Allt gerðist þetta hratt og vestur hafði drepið á hjartakóng áður en hann vissi af. Nema hvað! Ekki nema það, að sagnhafi gat nú lagt upp: Hann átti eftir tvö tromp heima og fimm frí hjörtu. Vestur fékk aðeins einn slag í viðbót á trompdrottningu. En lítum á hvað gerist ef vestur drepur ekki strax á hjartakóng. Hjartadrottn- ing blinds fær óvænt slag- inn, en það er sagnhafa lítt í hag. Hann trompar tígul, síðan hjarta í borði, en kemst síðan ekki heim nema með því að trompa tígul. Og það verður hans síðasti slagur. Er þetta of erfið vörn? Nei, ekki ef vestur gefur sér tíma. Sagnir hafa verið upp- lýsandi og ennfremur hjartagosi austurs, sem kemur í ásinn. Vestur hefur fullkomna mynd af spilinu þegar úrslitastundin rennur upp. Árnað heilla ÁRA afmæli. í dag, föstudaginn 28. nóv- ember, er fimmtug Helga Ragnheiður Stefánsdótt- ir, Sævangi 44, Hafnar- firði. Hún og eiginmaður hennar Gunnar Hjaltalin, lögg. endurskoðandi, taka á móti vinum og vanda- mönnum á Kaffi Reykjavík á morgun, laugardaginn 29. nóvember, milli kl. 17 og 20. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Ljósmyndastúdíó Halla Einarsdóttir. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. október í Landa- kirkju af sr. Bjarna Karls- syni Elísabet Siguijóns- dóttir og Gísli Gunnar Geirsson. Heimili þeirra er í Vestmannaeyjum. Með þeim á myndinni er sonur þeirra, Gísli Rúnar. TAKTU fótinn af vigtinni, Sigurður. SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í þýsku Bundesligunni í haust. Ulrich Floegel (2.365), Brem- en, var með hvítt, en enski stórmeistarinn David Norwood (2.515), sem teflir fyrir Sol- ingen, hafði svart og átti leik. Hvítur var að drepa ban- eitrað peð á c6 með riddara. Nú tapar hann drottningunni: 17. - Bc3! 18. Hxf6 (Eða 18. Dxc3 - Dxe3+ 19. Be2 - Dxc3 og drottningin er fallin) 18. - Dxe3+ og hvítur gafst upp. Skemmtikvöld skáká- hugamanna í kvöld kl. 20 í félagsheimili Hellis, Þönglabakka 1 í Mjóddinni í Breiðholti. Á dagskrá: Heimsmeistarakeppnin í skák sem hefst 8. desem- ber. Hveijir verða andstæð- ingar íslensku keppend- anna? Síðan létt tafl- mennska í riðlum. Haustmót Taflfélags Kópavogs hefst í kvöld kl. 19.30 í félagsheimili TK, Hamraborg 5, 3. hæð. Tefldar verða atskákir og SVARTUR leikur og vinnur HOGNIHREKKVÍSI ■g hddab af' geti ckJci iengih cuvuxb UUl .' STJÖBNUSPÁ Afmælisbarn dagsins: Þú ert rómantískur og við- kvæmur einstaklingur með ríkt ímyndunarafl. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Þú vilt hafa allt í röð og reglu og ættir að gefa þér tíma til að skipuleggja inn- kaupin og þrífa heimilið svo þér líði vel. Naut (20. apríl - 20. maí) /ffö Farðu vandlega ofan í saumana á fjármálum þín- um svo þú hafir það á hreinu hversu miklu þú mátt eyða í gjafir. Tvíburar (21.maí-20.júní) ** Gríptu tækifærið ef það býðst og gerðu þér glaðan dag. Slakaðu svo á heima í rólegheitum í kvöld. Krabbi (21. júní — 22. júlf) >*Sí Hafðu ekki áhyggjur af húsverkunum. Þú munt sjá að margt smátt gerir eitt stórt, ef allir taka höndum saman. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) « Hafðu ekki áhyggjur af smámunurn og láttu ekkert eyðileggja lífsgleði þína og góða skapið. Farðu snemma í háttinn. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér hættir til að gera of miklar kröfur til félaga þíns og lítur á hann sem sjálf- sagðan. Snúðu því til betri vegar. Vog (23. sept. - 22. október) ©fyfi Þú ert að komast í jólaskap og vilt drífa í hlutunum. Stundum er betra heima setið en af stað farið, svo taktu því rólega. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Gættu þess að segja ekkert vanhugsað, hversu reiður eða pirraður sem þú ert. Komdu þér í jafnvægi. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þú gætir verið beðinn um að miðla málum milli manna svo allir geti hist og átt góða stund saman. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Rómantíkin er hæstráðandi um þessar mundir. Það mun hitta þig illa, ef þú ekki gætir buddunnar í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Ef framkoma einhvers kemur þér í opna skjöldu, ættirðu að fá botn í málin, með því að ræða við hann undir fjögur augu. Fiskar (19.febrúar-20. mars) Þér er einkar lagið að gera gott úr málunum og horfa á björtu hliðarnar. Það mun koma sér vel núna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Hún er ekki byggð á traustum grunni vísindalegra staðreynda. sending Stórkosllegt úrOal af náUfatnaði Toppar - Pils - BuNur - Perlujakkar Hverfisgata 50, s. 551 5222 Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Toppskórinn 552 1212 Verð: 4.495,- Tegund: Shoox STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Tískuheilsuskór svart leður í stærðum 36-41 Misstuekkiaf jóla- myndatökimni, allt að verða upppantað. Myndataka, þar sem þú ræður hve stórar og hve margar myndirþúfærð, innifaliðein stækkun 30 x 40 cm í ramma. kr. 5.000,oo Þú færð að velja úr 10 - 20 myndum af bömunum, og þær færðu með 30 % afslætti frá gildandi veiðskrá ef þú pantar við myndatöku. Allar stækkanir sem þú Ljósmyndastofan Mynd pantar, verða afgreiddar sími: 565 4207 fyrir j ól Ljósmyndstofa Kópavogs sími: 554 3020 Hringdu á aðrar ljósmyndastofur og kannaðu verð á stækkunum, og hvort okkar verÖ er ekki lægsta verðið á landinu. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.