Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 68
68 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó og Laugarásbíó hafa tekið til sýninga kvikmyndina The Game með Michael Douglas og Sean Penn í aðalhlutverkum Stutt * HELGARTILBOÐ í FLASH Fergie í stað Díönu? FERGIE, her- togaynja af York, segist vera reiðu- búin að hlaupa í skarðið fyrir Díönu prinsessu í framhaldsmynd Lífvarðarins eða „The Bodyguard". „Hún var há og fögur svo ég efast um að ég komi til greina,“ segir hún að því er blaðið The Times greinir frá. „En ég myndi vissulega taka það að mér,“ bætir hún við. Eins og áður hefur komið fram, segir Kevin Costner, sem lék í fyrri myndinni á móti Whitney Houston, að hann hafi rætt við Díönu prinsessu í síma um að leika sjálfa sig í framhaldsmynd Líf- varðarins. Skrifstofa Díönu þver- tekur fyrir að símtalið hafi nokkurn tíma átt sér stað. Jackson á von á dóttur DEBBIE Rowe Jackson, eigin- kona Michaels Jacksons, á von á stúlkubarni með honum í febrúar og verður það nefnt Paris Mich- ael Katherine Jackson. Þetta kom fram í viðtali við hana á KNBC- TV sem sjónvarpað var aðfaranótt miðvikudags. „Eg vildi láta skíra hana í höfuð- ið á Michael en hann vildi það ekki,“ segir hún. „Við ákváðum þess vegna að skíra hana eftir París vegna þess að þar kom hún undir.“ Rowe býr í Los Angeles og heimsækir oft Jackson og níu mán- aða son þeirra, Prince Michael Jackson Jr., á Neverland búgarð- inn í Los Olives. Jackson og Rowe, sem vinnur sem hjúki’unarkona fyrir einn af læknum hans, giftust fyrir ári í Ástralíu. Gjöf handa manni sem á allt í dng 09 á morguo Kaupir eina peysu °g færð aðra fría MARGREYND kvikmynda- stjarna og einn efnilegasti leikstjóri Hollywood leggj- ast á eitt við gerð tryllisins The Game, sem er framleidd af ís- landsvinunum í Propaganda Films í Hollywood. Nicholas Van Orton (Michael Douglas) er bissness- maður sem á allt og er vanur því að hafa stjórn á því sem hann tek- ur sér fyrir hendur, hvort sem það eru fjárfestingar eða mannleg samskipti. En skyndilega tekur líf hans kollsteypu. Þegar Nicholas verður 48 ára kemur Conrad bróð- ir hans (Sean Penn) í heimsókn og hefur meðferðis gjöfina handa manninum sem á allt; gjafakort frá fyrirtækinu CRS, Consumer Recreation Services, fyrirtækið sem á að krydda tilveruna og koma milljónamæringnum á óvart. Þegar leikurinn hefst kemst Nicholas fljótt að því að hér er allt lagt undir og að andstæðingarnir eru engin lömb að leika sér við. Einhvern veginn er hann að sog- ast inn í það að vera á öfugum enda hálfbrjálaðs samsæris þar sem allt virðist ganga út á að leysa tilveru hans upp í frumeindir og ræna hann ekki bara peningum og eignum heldur öllu því sem skiptir hann raunverulega máli. Þetta er upp á líf og dauða og Nicholas verður ljóst að hvernig sem alit fer er útilokað að líf hans verði aftur eins og áður. Michael Douglas er einn fárra kvikmyndastjarna sem hafa enst í 20 ár. Hann segist hafa fallið fyrir The Game af því að handritið sé eitt það besta sem hann hafi lesið í mörg ár. „Þessi mynd er æfing fyrir hugann. Hugurinn getur tek- ið upp á öllu mögulegu sem er miklu meira ógnvekjandi en nokk- uð sem til er í raunveruleikanum," segir leikarinn. „Fyrir mér er heimurinn ekki bara svart-hvítur. Eg hef áhuga á litbrigðunum þar á milli. Fólk er ekki gott og það er ekki vont, heldur eitthvað mitt á milli. Mér hefur lánast að leika hlutverk þar sem áhorfendum fell- ur maður ekki í geð í fyrstu en fer svo að sjá hvers eðlis sá vandi er sem persónan er í. Nicholas er ekki sérstaklega ljúfur náungi og fólk fellur kannski ekki fyrir hon- um í fyrstu en þegar maður fylgist með honum þá fer fólk að taka hann inn á sig og vonast til þess að hann standi uppi sem sigurveg- ari.“ Michael, sem er sonur leikarans Kirk Douglas, byrjaði ferilinn í sjónvarpsþáttum rúmlega tvítug- ur en eignaðist svo kvikmynda- réttinn að skáldsögu Ken Kesey, One Flew Over The Cuckoo’s Nest. Hann framleiddi myndina ásamt Saul Zaents og hún sópaði að sér fimm óskarsverðlaunum. Næsta mynd sem hann framleiddi, China Syndrome, var líka tilnefnd til óskarsverðlauna, með Jane Fonda og Jack Lemmon, og Mich- ael sjálfan í stóru aukahlutverki og smám saman fór hann að færa sig upp á skaftið sem leikari. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Romancing the Sto- ne/Jewel of the Nile, Basic In- stinct, Fatal Attraction, Falling Down og ótal öðrum, síðast The American President. Hann vann óskarsverðlaun sem leikari fyrir Wall Street eftir Oliver Stone árið Laugavegi 44, Kringlunni GJÖFIN til Douglas verður að teljast óvenjuleg. MICHAEL Douglas kemst oft í hann krappan. 1987 og er í dag sannkallaður áhrifamaður í bandarískum kvik- myndaiðnaði. David Fincher skaust upp á sjónarsviðið sem myndbandaleik- stjóra á níunda áratugnum; gerði myndbönd við lög eftir t.d. Rolling Stones, Madonnu og Aeorosmith og auglýsingar fyrir fyrirtæki á borð við Nike og Coca Cola. Myndbandastíllinn varð áberandi og m.a. kenndur við Propaganda Films, fyrirtækið sem Steve Golin og Sigurjón Sighvatsson stofnuðu. Fincher var einn þeirra fyrstu samstarfsmanna en það er einmitt Propaganda sem framleiðir The Game. Fyrsta kvikmynd Finchers var Alien 3 og hann sló verulega í gegn með Seven. Game er þriðja myndin sem hann gerir. Auk Michael Douglas eru meðal leikara í The Game, Sean Penn, Armin Mueller-Stahl, Deborah Unger og Peter Donat. Frumsýning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.