Morgunblaðið - 28.11.1997, Qupperneq 70
70 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
__________________________FÓLK í FRÉTTUM__________________________
KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga nýjustu teiknimyndina frá Walt Disney. Hún heitir
Herkúles og fjallar um sterkasta mann sem elstu goðsögur mannkynsins kunna frá að segja.
OÐRUVI5I HU5G0GN
í jólaskapi
Fákafen 9> sími 568 2866
HADES reynir allt sem hann
getur til að koma Herkúlesi
fyrir kattarnef.
Wesley Snipes. Sú heitir Murder at
1600. Danny De Vito þekkja flestir.
Hann talar fyrir Phil, þjálfarann,
sem tekur að sér að gera hetju úr
Herkúlesi. James Woods hefur leik-
ið óteljandi skúrka í kvikmyndum.
Nú leikur hann skúrk í teiknimynd
því hann fer með hlutverk hir.s upp-
runalega undirheimaforingja, Had-
esar, sem er erkióvinur Herkúlesar.
Gamli, góði Rip Tom er nýbúinn að
leika í Men in Black. Nú leggur
hann Seifi, Ólympusguði númer 1,
Seifi, orð í munn. Samantha Eggar
talar fyrir konuna hans Seifs, Heru.
Hal Holbrook leikur hinn jarð-
neska fósturfóður Herkúlesar,
Amphitryon, og Barbara Barrie
leikur jarðneska móður hans, Alc-
mene. Charlton Heston, öðru nafni
Móses og Ben Húr, er þulurinn í
myndinni. Samtals hafa þessir leik-
arar leikið í óteljandi þekktum og
frægum myndum. Svo er þama líka
Bobcat Goldthwait, sem lék í mörg-
um Police Academy myndanna.
Hann leikur sársaukagyðjuna sem
Hades sendir til að reyna að draga
úr Herkúlesi allan mátt.
Mennimir á bak við myndina um
Herkúles heita John Musker og
Ron Clements og saman hafa þeir
gert fjórar af vinsælustu teikni-
myndum síðasta áratugar, þar á
meðal Litlu hafmeyjuna og Aladdín.
Yfir 20 tegundir
af sófaborðum á lager
- Ýmsar viðartegundir
KULES verður ótrúlega
vinsæll á iörðinni
I MYNDINNI fær Herkúles vængjaða hestinn Pegasus í vöggugjöf.
HERKÚLES lendir í ótrúlegustu vandræðum.
bar ábyrgð á að teikna t.d. Skara í
Konungi ljónanna, Gaston í Fríðu
og dýrinu og Jafar í Aladdín. „Mér
finnst miklu erfiðara að teikna hetju
en skúrk,“ segir Deja. „Hetjumar
eru ekki eins grófar týpur. Skúrk-
arnir em venjulega dónalegir og
þeir tjá sig á svo öfgafullan hátt.
Hetjurnar eru stilltari og tjá sig
með fínlegri svipbrigðum og hreyf-
ingum. Svo gengur t.d. Herkúles í
gegnum mikla þróun í myndinni og
breytist heilmikið frá upphafi til
enda. Það þarf að leggja mikla
hugsun í að teikna hann.“
Leikaramir sem tala fyrir teikni-
myndapersónumar eu margir mjög
þekktir. Tate Donovan, sem lék í
myndinni Memphis Belle og í sjón-
varpsþáttnum Partners, leikur hinn
fullorðna Herkúles. Tate er nýbúinn
að leika aðalhlutverk í mynd á móti
Föstudag og laugardag
FILA
vörur í verslun okkar
í fyrsta sinn. Mikið úrval.
Skór, fatnaður, húfur, gallar.
1 co/Akynningar
IJ /0 afsláttur.
Aðeins í dag og á morgun.
Mafsláttur
af öllum
úlpum í 2 daga.
Póstsendum.
Símgreiöslur
Vlsa og Euro.
sportvöruverslunin'
SPARTA
U * 1H RtylUnlll • ifeM $51 2024
Frumsýning
ERKÚLES er sagan um
hálfan mann og hálfan guð;
hinn ofboðslega sterka og
hrausta son Seifs, æðsta guðsins á
Ólympus-fjalli. Þetta er mörg þús-
und ára gömul goðsögn, sem á ræt-
ur að rekja til Grikklands hins forna
og hefur fylgt vestrænni menningu í
gegnum aldimar. I Disney-mynd-
inni er kynnt ný útgáfa af goðsögn-
inni.
Myndin hefst á tindi Ólympus-
fjalls, þar sem grísku guðirnir búa.
Þar er mikill gleðidagur þegar Seifi
og konu, hans Hem, fæðist fallegur
sonur, Herkúles. Eitt skyggir þó á
gleðina. Guðinn úr Helheimum,
,ííades, er með ljótar ráðagerðir á
prjónunum. Hann ætlar að steypa
Seifi af stóli en því hefur verið spáð
að Herkúles einn geti komið í veg
fyrir að ráðagerðir Hadesar nái
fram að ganga. Hades fær því
sendiboða sína til þess að ræna
Herkúlesi og flytja hann til jarðar
og gera úr honum dauðlegan mann.
Síðan snýst myndin um það hvemig
Herkúles finnur sjálfan sig á jörð-
inni, finnur ofurmannlegt aflið innra
með sér og lærir að beita því og
verða sterkasti maður jarðarinnar
sem gerir tilkall til þess að fá viður-
kenningu sem einn úr hópi guðanna
á Ólympus-fjalli. Til þess að hljóta
svo mikla upphefð þarf maður auð-
vitað að vinna ofboðslega mikil af-
rek og sigrast á ótrúlega miklu mót-
læti.
Walt Disney fyrirtækið er þekkt
fyrir glæsilegustu teiknimyndir sem
þekkjast og Herkúles er dýrasta
teiknimynd sem fyrirtækið hefur
látið gera. Síðla ársins 1995 fóru 906
listamenn, teiknarar og tæknimenn
að leggja saman starfskrafta sina
og hæfíleika í þágu myndarinnar.
Aldrei höfðu fleiri teiknarar unnið
saman að gerð einnar teiknimynd-
ar. Þeir unnu í tveimur löndum. Um
það til 100 manns unnu í teikni-
myndadeild Disney í París í Frakk-
landi og þeir lögðu til um það bil 10
mínútur af efni myndarinnar.
Mestallt starfið var þó unnið í höf-
uðstöðvum Disney í Burbank í Kali-
fomíu. Þar fengu rúmlega fjörutíu
teiknarar það hlutverk að teikna
1.601 mynd sem notaþar voru í bak-
grunninn á myndinni. 108 aðrir
teiknarar sáu um að teikna persón-
ur myndarinnar, leggja þeim til
svipbrigði og tilfinningar, og öll þau
einkenni sem fylgja hverri persónu
sögunnar.
Sá sem teiknaði Herkúles heitir
Andreas Deja og hans fyrri afrek
koma kunnuglega fyrir sjónir. Deja
>>
Mesta hetja
allratúna