Morgunblaðið - 11.01.1998, Side 6

Morgunblaðið - 11.01.1998, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson EDINBORGARHÚSIÐ á ísafirði Glæsileg menn- ingarmiðstöð í E dinborgarhúsi Vestfirðingar snúa vörn í sókn með opnun glæsilegrar menningarmiðstöðv- ar segir Halldór Björn Runólfsson en hann fjallar hér um hið svokallaða Edinborgarhús sem tekið var í notkun var á Isafirði síðasta haust SÍÐASTA haust var Edinborg- arhúsið, hin glæsilega raenn- ingarmiðstöð Isafjarðar og ná- grennis formlega opnað eftir fimm ára undirbúning og sjálfboðavinnu félagssamtaka og einstaklinga undir heitinu hlutafélagið og síðar eignar- haldsfélagið Edinborgarhúsið. Þá varð Edinborgarhúsið, flaggskip ís- firskra timburhúsa, nákvæmlega 90 ára. Það er eins og Vestfirðingar hafi skynjað sinn vitjunartíma tölu- vert áður en það varð lýðum Ijóst að helsti dragbítur á viðgang lands- byggðarinnar er skortur á menning- arlegri fjölbreytni, kjarna mann- legra samskipta. Með óvenjulegri framsýni, kjarki og viljafestu hefur félagasamtökum með tvær hendur tómar tekist að snúa vöm í sókn, bjarga sögufrægu stórhýsi og finna um leið nýjan til- gang fyrir áframhaldandi tilveru þess, um leið og hornsteinar eru reknir undir alhliða menningarstarf- semi í fjórðungnum. Auk alira þeirra handa sem af eldmóði hafa komið að endurnýjun Edinborgar- hússins hefur Arkitektastofa Elísa- betar Gunnarsdóttur á Isafirði haft veg og vanda af öllum teikningum, breytingum og endurhönnun á menningarmiðstöðinni. Þótt full- komin endurnýjun hússins eigi enn langt í land markar 90 ára afmælið þau þáttaskil að nú eru aðstandend- ur og velunnarar Edinborgarhúss- ins loksins komnir fyrir vindinn. Það verður ekki aftur snúið. VERSLUN í GLÆSILEGU HÚSNÆÐI Vorið 1994 kom út fyrsta tölublað ísfirska kynningarritsins Mannsmál úr Edinborg. Þar stóð feitletrað á forsíðu, undir fyrirsögninni „Vopn móti bölsins brimi“: „Vestfirðingar eru því á krossgötum: Annaðhvort þreyjum við þolinmóð í grimmu éli, verðum áfram verstöð og stöndum og föllum með fiskinum. Eða grípum vopn móti bölsins brimi og aukum fjölbreytni í atvinnuháttum og mannlífi." Það var Rúnar Helgi Vignisson, bókmenntafræðingur og þáverandi ritstjóri kynningarritsins sem skrif- aði þessi hetjulegu orð, en þá var hlutafélagið Edinborgarhúsið búið að starfa hátt á annað ár, eða frá 9. september 1992, og kveikja vonir með bæjarbúum um að hægt væri að breyta hinu reisulega verslunar- húsi í eina allsherjar menningarmið- stöð. Upphaflega voru það Litli leikklúbburinn og Myndlistarfélagið á ísafirði sem stóðu að baki hlutafé- laginu, en smám saman bættust fleiri eignaraðilar í hópinn. Eins og fram kom í kynningarritinu var það von Edinborgarhússins hf. að húsið nýttist ekki einvörðungu Isfirðing- um heldur öllum íbúum Vestfjarða. Með bættum samgöngum átti ekk- ert að verða því til fyrirstöðu. Það var haustið 1907 sem verslun- in Edinborg hóf byggingu mikils verslunarhúsnæðis við Aðalstræti 7 á ísafirði. Verslunin var þá 12 ára gömul, en stórkaupmaðurinn og at- hafnamaðurinn Ásgeir Sigurðsson hafði stofnað hana árið 1895 í Reykjavík ásamt skosku kaupmönn- unum Copland og Berrie. Árið 1902 sótti Ásgeir, sem var ísfirðingur í húð og hár, um verslunarleyfi til Hannesar Hafstein, bæjarfógeta á ísafirðij og var honum fúslega veitt leyfið. Á umsóknarbréfinu má sjá að Ásgeir var þá 37 ára, en hafði þó þegar stofnað útibú á Stokkseyri, Akranesi og í Keflavík. Eftir brun- ann mikla í Reykjavík, 1915, þar sem hin stórglæsilega Edinborgar- verslunin á mótum Hafnarstrætis og Pósthússtrætis varð logunum að bráð lét Ásgeir sig ekki muna um að reisa enn tilkomumeira steinhús þar sem nú er Hafnarstræti tíu og tólf. Sölubúð Edinborgar kom á þeim nýmælum sem kallast peningaversl- un í stað vöruskiptaverslunar fyrri tíðar. Sú nýjung hitti rækilega í mark og tryggði versluninni skjótan vöxt. Árið 1907, aðeins fimm árum eftir stofnun Edinborgar á ísafirði var ráðist í nýbyggingu tæpra 1200 fermetra, tvílyfts timburhúss með risi, sem lengi var stærsta bygging bæjarins. Það var Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917), síðar Húsa- meistari ríkisins sem teiknaði hið nýja Edinborgarhús en árið áður hafði hann gert uppdrátt af ísafjarð- arkaupstað fyrir bæjarstjórnina. Bróðir hans, Jón Þ. Ólafsson, bygg- ingameistari, sá um smíði hússins en viðurinn var fluttur inn frá Noregi RÖGNVALDUR Ólafsson arkitekt. og unninn á þremur smíðaverkstæð- um í kaupstaðnum. ÖNDVEGISVERK EFTIR SKAMMLIFAN BRAUTRYÐJANDA Rögnvaldur Ólafsson, sem oft hef- ur verið nefndur fyrsti íslenski arki- tektinn, var Dýrfirðingur. Árið 1901 hélt hann til Kaupmannahafnar til að nema húsagerðarlist en varð að hverfa þaðan eftir aðeins þrjú ár vegna heilsubrests. Þá settist hann að á Isafirði þar sem móðir hans og bróðir bjuggu. Edinborgarhúsið markai- einmitt upphafið að glæsi- legum ferli hans á landsvísu, en því miður naut þjóðin krafta þessa um- svifamikla arkitekts alltof stutt því hann lést úr tæringu aðeins 42 ára. En 1907, þegar Edinborgarhúsið reis við Aðalstræti á ísafirði var hin undurfagra Húsavíkurkirkja Rögn- valdar vígð með sínum 26 metra háa hornturni, en það var reyndar sama árið og Þingvallakirkja var prýdd hans fagra klukkutumi. Eftir þetta umsvifamikla ár dró Rögnvaldur ekki af sér þann áratug sem hann átti eftir ólifaðan. Hin gullfallega kirkja sem Gestur Ein- arsson frá Hæli fékk hann til að teikna á Stóra-Núpi í Gnúpverja- hreppi eftir að fyrri kirkjan fauk 1908; Vífilsstaðaspítali, sem hann STIGINN í Edinborgarhúsinu. Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt nýtti hluta af gömlu brautarteinunum gegnum húsið sem burðargrind undir þrepin, og gerði að eftirminnilegum listmuni. Teikning af nordausturhlið hússins. Einn tum er eftir af sex sem voru á húsinu. Fyrirhugað er að endursmlða þá alla. teiknaði 1910, og var þá stærsta hús landsins; kirkjan í fæðingarbæ hans, Þingeyri, sem enn varðveitir upp- runa sinn frá 1911; og Pósthúsið í Reykjavík, 1914-15, eru nokkrar af þeim gersemum sem húsameistari Edinborgarhússins lét eftir sig. Árið 1917, sama ár og Rögnvaldur Ólafsson lést á Vífilsstaðaspítala sem hann hafði sjálfur teiknað, hætti Edinborgarverslun starfsemi á ísafirði. Karl Olgeirsson (1867- 1956), sem verið hafði verslunar- stjóri allar götur frá 1903, keypti hlut íyrri eigenda og rak verslunina áfram til 1923, lengstum með Jó- hanni E. Þorsteinssyni (1878-1947) undir heitinu Karl & Jóhann. Þá bættist annar meðeigandi í hópinn, Sigurjón Þ. Jónsson (1878-1958), og rak hann fyrirtækið ásamt Jóhanni til ársins 1926. Næstu tólf árin hýsti Edinborgar- húsið Togarafélag Isfirðinga, hluta- félag sem rak togarann Hávarð ís- firðing. Fyrstu tíu árin gekk rekst- urinn ágætlega, en með harðnandi kreppu varð Landsbankinn og Bæj- arsjóður Isafjarðar að hlaupa undir bagga með rekstrinum. Engu að síð- ur varð útgerðin gjaldþrota árið 1938. Næstu hálfa öldina var Edin- borgarhúsið og fyrrverandi eignir verslunarinnar mestmegnis í eigu Kaupfélags ísfirðinga. Rækjustöðin var þó einnig þar til húsa. Það var ekki fyrr en í lok síðasta áratugar að Samband íslenskra samvinnufélaga tók yfir eignir kaupfélagsins og með því lauk langri athafnasögu í þessu glæsilega húsnæði. í byrjun þessa áratugar þegar ekkert blasti lengur við þessu reisu- lega stórhýsi annað en dapurleg vanhirða laust þeirri hugmynd niður í aðstandendur Litla leikklúbbsins að ef til vill mætti nýta húsið til menningarstarfsemi. Með því að fá Myndlistarfélagið til liðs við sig og hlutafélagið Djúpbátinn var hægt að bjarga húsinu frá frekari niður- níðslu. í júní 1992 keyptu menning- arfélögin tvo þriðju hluta eignarinn- ar á móti þriðjungi Djúpbátsins og hófust handa um að endurnýta þetta gamla stórhýsi í þágu vestfirskrar menningarstarfsemi. MARGIR LÖGÐU HÖND Á PLÖGINN Nú hófst mikil undirbúningsvinna við hreinsun og endurnýjun Edin- borgarhússins. Af kynningarritinu má lesa hvernig sameinaðir kraftar hugsjónaglaðra sjálfboðaliða og rausnarlegra styrktaraðila um- breyttu þessu tígulega verslunar- húsnæði í fjölnota menningarmið- stöð. Þannig kom Bæjarsjóður ísa- fjarðar til móts við átaksmenn með því að fella niður fasteignaskatt af húseigninni auk þess sem Edinborg- arhúsið hf. naut framlaga frá Hús- friðunarsjóði og Fjárlaganefnd Rík- issjóðs. Þá styrkti Málning hf. endur- byggingu hússins, meðal annars með því að gefa hlutafélaginu alla utanhússmálningu sem til þurfti til að verja útveggi byggingarinnar fyrir eyðileggingarmætti hafræn- unnar. Sömuleiðis styrkti Gáma- þjónusta Vestfjarða framtakið með ókeypis gámum og losun þeirra meðan á allri hreinsun stóð og nið- uirifi fúinna innviða. Eins styrkti Sandfell hf. útgáfu kynningarritsins Mannsmál úr Edinborg. Vinnufram- lag sjálfra félagsmanna Edinborgar- hússins hf. var reiknað sem hlutafé. Þannig lögðust allir á eitt um að hraða endurnýjun hinnar væntan- legu menningarmiðstöðvar. Fljótlega var ákveðið að færa Ed- inborgarhúsið í upprunalegt horf með því að rífa steinsteypta við- byggingu þar sem Rækjustöðin var löngum til húsa og endurreisa turn- ana sex upp af bólverkinu utan- verðu, en aðeins einn þeirra stóð eft- ir. Þá var ákveðið að aðalinngangur- inn í menningarmiðstöðina skyldi ekki vera Aðalstrætismegin heldur þar sem brautarteinar gengu inn í neðri útbygginguna frá bryggjunni út í Pollinn. Þar liggja göng þvert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.