Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1998, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ \r burð á nokkrum dögum eða láta lífíð,“ segir hann. „Ég held að þar sé komin skýringin á því hvernig mér tekst að tileinka mér mismunandi hreim og talsmáta." Roth fékk sitt fyrsta hlut- verk þegar hann var 16 ára ennþá og lék þá engan annan en Drakúla greifa. Hann ætlaði að læra höggmyndalist en leiddist úr 1 leiklistina og vakti fljótt athygli á sviði m.a. í Glasgow og í breska sjónvarpinu. Flutti vestur um haf I NYJUSTU myndinni, „Deceiver". Breski leikarinn Tim Roth fer ekki troðnar slóðir í hlutverkavali sínu og kemur sífellt á óvart í myndum óháðra bandarískra kvikmyndagerð- armanna. Arnaldur Indriðason skoð- aði feril þessa skemmtilega leikara sem segist vera ódýr því hann hafí gaman af að leika og er sjálfur að gera bíómynd sem hann kallar Stríðssvæði. REGLA að fjarlægja líkamshluta; Roth í Úkranfu þar sem hann leik- ur í nýrri mynd Tornatores. VI miður er það næstum orðið að reglu á leikferli mínum að fjarlægja líkamshluta," er haft eftir breska leikaranum Tim Roth, sem kannski má segja að sé þekktasta andlit óháðrar kvik- myndagerðar í Bandaríkjunum ef | Steve Buschemi er undanskilinn. Roth er hér að tala um hlutverk eins og Vincents van Goghs í mynd Roberts Altmans þar sem hann auðvitað skar af sér eyrað. Og hlutverk sitt í „Reservoir Dogs“ eftir Quentin Tarantino þar sem hann horfði á þegar eyra var skorið af manni. Einnig hlutverkið í Litlu Odessa þar sem hann fyrirskipar að tunga skuh skorin úr einni persónunni. Eftirsóttur meðal óháðra Þótt Roth sé að grínast í og með er nokkuð til í þessu hjá honum. Persór.ur hans á hvíta tjaldinu eiga lítið sameiginlegt með því fallega fólki sem við sjáum í venjulegum Hollywood- myndum. Roth hefur fyrst og fremst gaman af að leika og vill hafa hlutverkin sem fjölbreyti- legust og er alltaf tilbúinn að hlusta á leikstjór- ana selja honum forvitnilegt hlutverk. Þannig hefur hann orðið einn af eftirsóttustu leikurum leikstjóranna sem starfa í óháða geiranum vestra. Hann hefur leikið í 25 myndum eða svo en aðeins tvær þeiira hafa verið gerðar af stóru kvikmyndaverunum í Hollywood. Þegar hann er spurður hvers vegna, svarai’ hann: „Það er mjög einfalt í rauninni. Ég er ódýr. Mér fínnst gaman að vinna. Og mér fínnst gaman þegar einhver kemur mér á óvart með hugmyndum sínum. Svo ég sit hamingjusam- lega fastur í ódýru myndunum." Roth er þessa dagana að Ijúka við að leika í mynd ítalska leikstjórans Giuseppe Tomatores („Cinema Parad- iso“) sem ber heitið „The Legend of the Pianist on the Ocean“ eða Þjóðsagan um pí- anistann á hafinu. I myndinni leikur hann mann sem bók- staflega er fæddur til þess að spila á píanó um borð í skipi. Það er enn ein kostulegt per- sónan á fjölbreytilegri hlut- verkaskrá leikarans. Hann hefur leikið breskan pönkara, hollenskan listmálara, gangst- er í Brooklyn, skoskt merki- kerti, hirðmann úr Hamlet, lögreglumann í Kalifomíu, dópista á götum New York, morðingja í miðríkjum Banda- ríkjanna. Það er í rauninni fátt sem Tim Roth hefur ekki tekið sér fyrir hendur á leiklistar- brautinni. Óútreiknanlegur Roth hefur ekki hið dæmigerða útlit kvik- myndastjörnunnar eins og þeim er útungað vestur í Hollywood. Hann líkist miklu fremur tukthúslimnum sem hann lék fyrir Woody Al- len í myndinni „Everyone Says I Love You“. Það er einmitt partur af aðdráttaraflinu sem hann hefur. Hann er óútreiknanlegur. Hann er ólíkur að því leyti löndum sínum eins og Daniel Day-Lewis, sem alltaf er jafn fágaður í hverju sem hann gerir, eða Gary Oldman, sem líkist æ meira skrípamynd af sjálfum sér eftir því sem EKKl alltaf árennilegur; Roth í einu af hlutverkun- um sem gert hafa hann að eftirlæti óháðu leikstjór- anna í Bandaríkjunum. hann ræður sig í fleiri óþokka- hlutverk. Allir þeir sem gera bitastæðar myndir vestra og fá að ráða yfir gerð þeirra, og einnig leikstjórar í Evrópu, vilja vinna og hafa unnið með Roth. Woody Allen, Tar- antino, Robert Altman, Peter Greenaway, Tomatore og margir fleiri sjá í honum leik- ara við sitt hæfi. Og hann stendur ávallt undir vænting- unum. Enginn þessara manna ger- ir það sem kalla má dæmi- gerðar Hollywoodmyndir og það mætti halda að Roth forð- aðist Hollywood en það er öðru nær. Hann var útnefndur til Óskarsverðlauna sem leik- ari í aukahlutverki fyrir að leika illingjann í „Rob Roy“ („Ég vildi fá út- nefningu sem besta leikkona i aukahlutverki,“ sagði hann einu sinni) og hann hefur mikið dá- læti á Hollywoodmyndum áttunda áratugarins. „Myndir eins og Franska sambandið og „Scarecrow" og „Dog Day Afternoon" voru frábærar," segir hann. „En kvikmyndaverin gera ekki lengur þannig myndir. Myndirnar sem koma á óvart í dag eru gerðar af mönnum sem ég vinn með.“ Roth verður 37 ára í vor. Hann er fæddur í London árið 1961. Faðir hans var vinstrisinn- aður blaðamaður og móðir hans listmálari. Hann var sendur í skóla í verkamannahverfi í Brixton í Suður-London og þurfti að bjarga sér sjálfur. „Ég varð að tileinka mér cockneyfram- Fyrsta stóra hlutverkið fékk hann í myndinni „Made in Britain“ eftir Da- vid Leland þar sem hann lék nauða- sköllóttan pönkara og einnig lék hann fyrir Mike Leigh (Leyndarmál og lyg- ar) í myndinni „Meantime“. íslenskh’ kvikmyndahúsagestir hafa líklega tekið fyrst eftir honum í mynd Steph- en Frears, „The Hit“ eða Leigumorð- ið, sem sýnd var í Regnboganum og vakti verulega athygli á leikaranum unga. Fleiri hlutverk fylgdu í kjölfarið en nokkrar myndir ber hæst: Kokkur- inn, þjófurinn, eiginkona hans og elskhugi hennar eftir Peter Greenaway, Rósinkrans og Gullinstjarni eru dauðir þar sem hann lék þann síðamefnda á móti Gary Oldman undir stjóm leikritaskáldsins Tom Stoppards, og loks van Gogh í Vincent og Theo á móti Paul Rhys und- ir leikstjórn Altmans. Sjálfum fannst honum einna mest varið í að leika listmálarann. „Ég hafði kynnst því svolítið hvað það er að vera listamaður og ég las sendibréf Vincents en sá sem hafði mest áhrif á hvemig ég túlkaði van Gogh var faðir minn. Hann hafði miklar mætur á Gogh og lést á meðan á tökum stóð.“ Eftir að Roth lék í myndinni „Jumpin’ at the Boneyard“ fluttist hann til Bandaríkjanna og hefur búið þar síðan. Tarantino sá í honum leikara við sitt hæfi og við hæfí myndanna tveggja sem gerðu leikstjórann heimsfrægan: Roth lék hinn dauðadæmda herra Appel- sínugulan í „Reservoir Dogs“ og smákrimma sem rænir greiðasölustað í upphafi og í lokin á „Pulp Fiction". Enn notaði Tarantino Roth til þess að líma saman hina kaflaskiptu og mis- heppnuðu „Four Rooms“. Eftir samstarfið við Tarantino hrúguðust á Roth hlutverkin og hann hefur haft nóg að starfa á undanförnum árum. Hann er orðinn sérhæfður í að leika ut- angarðsmenn af mjög lágum stigum eins og sjá má í „Captives", Litlu Odessu, „Hoodlum" og nú síðast svörtu kómedíunni „Gridlock’d", sem sýnd var á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Þótt segja megi að persónur hans komi úr svipuðu umhverfi er hver þeirra um sig einstök. „Það sem hann gerir er eitthvað svo gersamlega sannleikanum samkvæmt," sagði leikkonan Jessica Lange einu sinni um Roth. Roth gerir mynd Eitthvað hefur Roth lært í kvikmyndalistinni á því að vinna með mörgum af helstu leikstjór- um samtímans og nú er svo komið að hann langar til þess að spreyta sig sjálfur á bak við myndavélamar. Hann vinnur þessa dagana við bíómynd sem hann kallar „The War Zone“ eða Stríðssvæðið og fjallar um ungan dreng sem kemst að því að ekki er allt sem skyldi í sam- bandi fóður hans og systur. „Ég vona að ég hafi lært eitthvað af þeim mistökum sem byrjendur gera stundum,“ er haft eftir honum, „og þeim mistökum sem ég hef gert á þeirra kostnað". Roth er ennþá nokkuð undrandi á þeirri frægð sem hann nýtur. Sérstaklega kom það honum á óvart hversu þekktur hann var í Úkra- ínu þar sem hann vann með Tornatore. „Allir hér vita hver ég er. Þeir hafa séð mig í bíó- myndum sem ég sjálfur hef ekki séð. Kvöld eitt sat ég á veitingahúsi og horfði á sjálfan mig í „Hoodlum". Það var greinilegt að um sjóræn- ingjaeintak var að ræða því þegar kreditlistinn birtist í lokin mátti sjá hausana á áhorfendun- um sem stóðu upp í bíósalnum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.